Tíminn - 27.02.1988, Síða 15

Tíminn - 27.02.1988, Síða 15
14 Tíminn Laugardagur 27. febrúar 1988 Sífellt endurtekur sagan sig. Minnihlutahópar sem hafa átt í útistöðum við yfirvöld eru alltaf og alls stað- ar fyrir hendi. Síðan fer það eftir stjórnarfari í landinu hvaða meðferð þessir hópar sæta. / A undanförnum árum hefur flætt yfir Vestur-Evrópu flóttafólk frá múhameðstrúarlöndum í Aust- urlöndum nær og ber yfirleitt fyrir sig að það hafi yfirgefið heimaland sitt vegna ofsókna yfirvalda. Svo rammt er farið að kveða að þessum flóttamannastraumi að lönd í Vest- ur-Evrópu hafa hvert á fætur öðru hert aðgerðir til að hindra innflutn- ing þessara flóttamanna og það verður æ algengara að þessu fólki er vísað úr landi til heimahaganna. Pessar aðgerðir leiða auðvitað til þess að margir flóttamannanna reyna að dyljast yfirvöldum og oft njóta þeir aðstoðar einhverra heimamanna til þess. í Svíþjóð taka m.a. nunnur í Alsike-klaustri í grennd við Uppsali þátt í björgun- arstarfsemi fyrir ólöglega innflytj- endur og fer frásögn af starfi þeirra hér á eftir. Alsike-klaustur og systurnar þrjár Setustofan í Alsike-klaustri í Uppland lítur hclst út eins og geymsla á byggðasafni. Þar er að finna dæmi flestra stíltegunda í húsbúnaði allt frá síðari hluta 18. aldar til 1950. Áklæði og glugga- tjöld koma úr mörgum áttum, þar má sjá stórmynstruð bómullar- gluggatjöld og önnur heimaofin, púðarnir í stólunum eru sumir prjónaðir, aðrir klæddir tjulli o.s.frv. „Klausturlifnaður er eins og hjónaband - því fylgir mikil fyrirhöfn og það gefur líka mikið í staðinn,“ segja (t.f.v.) systir Marianne, systir Ella og systir Karin. Hljómflutningstækin eru heljar- stórt útvarpsviðtæki af Blaupunkt Milano gerð og á stöðvaskalanum má sjá nöfn eins og Tröndelag, BBC, Hilversum og Prag. Þetta er notalegt herbergi þó að íburðinum sé ekki fyrir að fara. Hundurinn Agnus, sem lítur á það sem hlutverk sitt að gæta heimilis- ins, liggur sofandi á gólfinu og lítur helst út eins og loðfeldur. Kettirnir Skruttan, Oskar og Snusis liggja hver í sínum hægindastól og láta fara vel um sig. Á forstofuhurðinni stendur „Lokið hurðinni vegna hundsins" og á hurðinni sem er fyrir kjallara- stiganum stendur „Lokið hurðinni vegna kattanna". í kapellunni í kjallaranum biðjast nunnurnar fyrir. Þær eru þrjár, systir Mari- anne, systir Ella og systir Karin, sem enn hefur ekki gengist undir nunnuheitið. Sumir gestanna í klaustrinu taka líka þátt í bæna- haldinu og það virðist kötturinn Philibert gera líka. Systir Marianne les texta dagsins og leggur út af honum. Síðan biðjast systurnar fyrir einum rómi. Það hljómar fallega og vel við hæfi þennan dag: Frelsaðu mig frá öll- um þeim sem ofsækja mig. Viðstaddur blaðamaður getur ekki að því gert að í huga hans verður bænin: Frelsaðu okkur frá lögreglunni í Uppsölum, en senni- lega hafa nunnurnar víðari sjón- deildarhring. Það liggur bara svo beint við í þessari kapellu að hafa lögregluna í Uppsölum í huga. 12 lögreglumenn og 2 hundar fundu leynidyr í fyrsta sinn sem lögreglan lagði leið sína í Alsike-klaustur í emb- ættiserindum fylltu þann fríða flokk 12 lögreglumenn og tveir hundar. Nú hefur lögreglan 19 sinnum gert húsleit í klaustrinu. Slíkur viðbúnaður ætti að skjóta lafhræddum ólöglegum flótta- mönnumenn meiri skelk í bringu. Já, lögreglan kom í leit að flótta- mönnum. Systir Marianne vildi ekki hleypa lögreglunni inn og vísaði annars vegar til helgi klaust- ursins og hins vegar þess að lögregl- an hefði enga skriflega húsleitar- heimild. En þegar hún hringdi til lögreglunnar í Uppsölum fékk hún þær upplýsingar að þessar rök- semdir væru haldlausar. Sé sú ákvörðun tekin á lögreglustöðinni er lögreglumönnum heimilt að ganga inn á heimili hvers og eins. í þetta skipti hafði tyrknesk-ass- úrsk fjölskylda leitað hælis í klaustrinu. Lögregluþjónarnir fóru niður í kapelluna og hefðu þeir ekki haft hundana með hefðu kannski flóttamennirnir sloppið í þetta sinn. En annar hundurinn rakti slóðina að leynidyrum. Nunn- urnar höfðu fest masónítplötu fyrir dyraop að skoti innan við kapell- una og treystu því að lögreglan tæki ekki eftir neinni missmíð og flóttamennirnir væru þarna óhult- ir. Þessari fjölskyldu var vísað úr landi en er aftur komin til Svíþjóð- ar og hefur nú fengið landvistar- leyfi. Það má þess vegna segja að þessi saga endi vel. „En það var ekki nauðsynlegt að senda fólkið aftur til baka. Það hafði bara í för með sér miklar þjáningar sem hægt hefði verið að komast hjá,“ segir systir Marianne. Listneminn uppgötvaði gildi bænarinnar Systir Marianne fæddist sunnar- lega í Indlandi þar sem foreldrar hennar voru trúboðar. Hún man þó lítið eftir sér á þcim slóðum enda var hún bara á þriðja ári þegar fjölskylda hennar sneri aftur heim til Svíþjóðar. Hún ólst upp í Nynáshamn, rétt sunnan við Stokkhólm. Eftir gagnfræðapróf flutti hún til Stokkhólms og hóf nám við Konstfack-skólann. Hún ætlaði sér að verða listamaður og foreldrar hennar studdu hana skjólshúsi yfir flóttamenn Systir Marianne stend- ur i hlaðvarpanum a Alsike-klaustri. Nunnur í Svíþjóð skjóta Laugardagur 27. febrúar 1988 Tíminn 15 dyggilega. Þá þegar áttu trúmál stóran hluta af huga hennar og þegar henni bauðst, skv. meðmæl- um kennara hennar við Konstfack, að mála myndskreytingar í loftið á krá í Stokkhólmi þurfti hún ekki að hugsa sig um tvisvar. Hún afþakkaði gott boð samstundis. „Þetta verkefni var ntér algerlega framandi," segir hún. Systir Marianne hafði uppgötvað gildi bænarinnar. Það var henni ákaflega mikilvægt að fá að stunda bænahald og hún fór að leita annars lífsforms. Hún vildi dragá sig út úr skarkala heimsins þangað sem hún gæti stundað sitt bænahald í friði. Gengist undir klaustur- heit í Englandi Haustið 1947 fór Marianne til Englands, í klaustur á vegum ensku þjóðkirkjunnar. „Það var skelfilegur staður frá Viktoríutím- anum, þar sem úði og grúði af svartklæddum konum,“ segir hún. Hún lagði þá leið sína til Parísar og málaði jafnframt því sem hún kynnti sér klausturlíf þar. Það leist henni betur á en í Englandi. léttari blær á öllu og nunnurnar bláklædd- ar. Samt var það í Englandi sem hún steig það stóra skref að gerast nunnuefni. í 6 ár bjó hún í klaustri á vegum ensku biskupakirkjunnar í Yorkshire og gekkst undir klaust- urheitið í Osby 1954. í Englandi hefur verið unnið brautryðjandastarf við að koma klausturlifnaði á á ný og það eru orðin 100 ár síðan klaustur tóku til starfa innan ensku þjóðkirkjunnar. Þá voru fjölmargar konur reiðu- búnar að starfa á vegum kirkjunnar og verkefnin voru óþrjótandi í eymdinni í fátækrahverfunum. Systurnar finna sér starfsvettvang í Uppsolum Það var annað ástand í Svíþjóð þegar Marianne kom aftur þangað 1954. Engin fátækrahverfi voru í landinu sem veittu verkefni þeim sem vildu stofna klaustur innan sænsku kirkjunnar. Og ríkið hafði tekið að sér að bera ábyrgð á velferð þegnanna. Systir Marianne byrjaði smátt. ( Stokkhólmi kynntist hún Ellu, sem lfka var í leit að kyrrlátu lífi. Þær settust báðar að í einsherbergis íbúð Ellu og gerðust meðlimir systrareglu Heilags anda. Með tímanum fundu þær sinn vettvang í Uppsölum. Þar réðu þær yfir ellefu herbergja íbúð þar sem þær innréttuðu kapellu og gistiheimili fyrir stúdenta. „Þá var mikil neyð meðal stúdenta í Uppsölum. Þá voru stórir árgangar á ferðinni og húsnæðisvandinn mikill. Við veitt- um sumum húsaskjól og gættum barna á daginn og næturnar, það voru óhamingjusamir einmana stúdentar sem leituðu til okkar," segja systurnar. Þær starfræktu gistiheimilið í Uppsölum allt til 1983 en jafnframt höfðu þær búið um sig í gamla kirkjuskólanum í Alsike allt frá 1964. í klaustrinu í Alsike búa þær nú systir Marianne, systir Ella, sem er lyfjafræðingur að mennt, og systir Karin. Auk þeirra býr „Frænka“ þar. Hún er 94 ára gömul og raunveruleg frænka Marianne, en allir kalla hana „Frænku" eins og það væri skírnarnafn hennar. Frænku þykja sætindi góð og hún er áskrifandi að Svenska Dag- bladet, sem hún leggur svo til á tímaritahilluna. Á þeirri hillu er að öðru leyti að finna Uppsala Nya, tímarit sænskra samvinnumanna „Vi“ og kirkjuleg rit. Setustofan, sem mest líkist versl- un þar sem höndlað er með notaða hluti, er umgerð um líf þriggja systra sem hafa heitið því að lifa við fátækt, skírlífi og undirgefni. Þar sitja oftast einhverjir af þeim sem gista klaustrið á hverjum tíma, ungt fólk sem stundar nám og býr sig undir lífið. Þessu unga fólki ber saman um að systrunum væri um megn að leysa allan aðsteðjandi vanda ef þær væru ekki alltaf í þessu góða skapi. „Þær hlæja stöðugt, hér eru allir svo opinská- ir,“ segja gestirnir. Það fer ekki hjá því að gestkom- andi velti fyrir sér hvort systurnar hafi fundið það kyrrláta líf sem þær leituðu eftir. Það er ekki nóg með að húsið sé fullt af gestum. Blaða- og sjónvarpsmenn rápa þar út og inn með tól sín og tæki. M.a.s. má heyra í þeim að störfum í kapell- unni meðan bænastundin er. En systurnar segjast vera orðnar vanar öllum þessum umgangi og hann trufli þær ekki lengur. Flóttamönnum ekki lengur vært í klaustrinu - en systurnar hjálpa samt Það voru kvekarar sem leiddu flóttamenn inn í líf systranna. Kvekararnir sendu fyrstu flótta- mennina, tyrknesk-assúrska fjöl- skyldu á fund þeirra 1979. „Það kom eins og köld vatnsgusa yfir okkur þegar okkur varð ljóst að málið snerist um að fela flótta- mennina,“ segir systir Marianne. „Við vorum hrekklausar, eins og sænska þjóðin yfirleitt. Eftir of- sóknirnar á hendur gyðingum á árunum fyrir stríð og brottrekstur Eystrasaltslandamannanna eftir stríðið stóðum við í þeirri trú að Svíar væru farnir að reynast útlend- ingum vel. Við gerðum okkur fyrst grein fyrir vandamálum sígaun- anna þegar við lásum Katizi-bæk- urnar eftir KatarinaTaikon," segja nunnurnar. En þegar systurnar höfðu gert sér Ijóst hverjar aðstæður flótta- mannanna væru opnuðu þær klaustrið sitt upp á gátt fyrir þeim. Á árunum 1979-1981 földu þær margar fjölskyldur í klaustrinu en þegar iögreglan hafði gert húsrann- sókn þar 19 sinnum urðu þær að viðurkenna að enginn flóttamaður gæti verið óhultur í Alsike-klaustri lengur. Hins vegar taka systurnar þátt í að útvega flóttamönnum fclustaði. Það varðar ekki við lög í Svíþjóð að lcyna flóttamönnum og margir Svíar hafa samband við systur Marianne og bjóða fram skjól fyrir flóttamenn. Hún segir að þetta góðviljaða fólk gangist undir nokk- urs konar próf þegar það fær fyrstu flóttamennina til sín. „Það er ekki auðvelt að annast fólk sem er miður sín. Margir komast að raun um að það er kröftum þeirra ofvax- ið," segir Marianne. Flutt á náttfötunum til Bangladesh „Á árunum um 1980 var lögregl- an kurteisari. Núorðiðerlögreglan í Uppsölum hætt að hugsa um hvernig hún sinnir starfinu," segir systir Marianne. Hún nefnir sem dæmi 6 manna fjölskyldu frá Bang- ladesh, foreldra og fjögur börn þeirra, sem var vísað úr landi í maí 1987. Faðirinn og eitt barnið fóru huldu höfði en lögrcglan kom öðr- um fjölskyldumeðlimum að óvör- um um miðja nótt og flutti þá til Arlanda flugvaliar þar sem þeir voru settir um borð í flugvél á leið til Bangladesh. „í Bangladesh var móðurinni og börnunum sleppt úr flugvélinni, aðeins klædd náttkjól- um og náttfötum. Hugsið ykkur, og þetta var í múhameðstrúar- landi," segir systir Marianne full réttlátrar reiði. Hún segir að ef lögreglan komi nú til Alsike- klausturs læsi systurnar að sér og þá sé bara að sjá til hvað lögreglan tekur til bragðs. „Ættum að taka á móti öllum sem vilja eiga heima hér“ Systir Marianne er þeirrar skoðunar að fljótlega hljóti að fást endanleg afgreiðsla á flóttamanna- vandamálinu. „Nú blása hægri vindar og við virðumst nálgast inngöngu í Evrópubandalagið. Þá líður sennilega að því að við lokum landamærunum. Það væri satt best að segja miskunnsamari ákvörðun en núverandi stefnuleysi,” segir systir Marianne en samt fer því fjarri að hún óski þess að málin taki þá stefnu. „Við ættum að vera ákaflega ánægð yfir hverjum þeim sem vill setjast að hér. Við eigum stórt land og mikið landrými. Við ættum að hleypa öllum inn í landið sem óska þess. Við getum hvort sem er ekki varið okkur gegn svindlurum. Fleira fólk skilar af sér meiri vinnu. Hvernig hefði verið hægt að reisa Þýskaland úr rústum heimsstyrj- aldarinnar ef ekki hefði notið við vinnukrafts útlendinga? Við höfum efni á því að taka á móti flóttamönnum og við höfum pláss fyrir þá. Og ef við hugsum beinhart um varnir landsins, höfum við þörf fyrir þá. Átta milljón manns geta ekki varið þetta stóra land,“ segir systir Marianne. Leyfisgjald fyrir hunda í Reykjavík Gjalddagi leyfisgjaldsins er 1. mars og eindagi 1. apríl n.k. Viö greiðslu gjaldsins, sem er kr. 5.400,00 fyrir hvern hund ber eigendum að framvísa leyfisskír- teini og hreinsunarvottorði eigi eldra en frá 1. september s.l. Gjaldinu er veitt móttaka á skrifstofu eftirlitsins, Drápuhlíð 14, daglega frá kl. 8.20 til 16.15. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur Flokksstarf Stjórnmálaskólinn áhugafólk athugið! Stjórnmálaskóli SUF og LFK hefst þriðjudaginn 23. febrúar 1988, kl. 20.00 að Nóatúni 21. 1. mars : Umhverfis- og heilbrigðismál, Hermann Sveinbjörnsson og Finnur Ingólfsson. Skólinn er öllum opinn Efni skólans auglýst nánar síðar. Stjórnmálaskóli SUF og LFK Guðni Unnur Jón SUÐURLAND Þingmenn og varaþingmaður Framsóknarflokksins boða til viðtals- fundar í Árnesi þriðjudaginn 1. mars n.k. Allir velkomnir Framsóknarvist Framsóknarvist verður haldin sunnudaginn 6. marz n.k. að Rauðarárstíg 18 (Hótel Lind) kl. 14. Veitt verða þrenn verðlaun karla og kvenna. Verð aðgöngumiða er kr. 350 (kaffiveitingar inni- faldar). V f Alfreð Þorsteinsson, formaður Framsóknarfélags Reykjavíkur, flytur stutt ávarp I kaffihléi. J||| Framsóknarfélag Reykjavíkur Stjórnarfundur SUF Stjórnarfundur Sambands ungra framsóknarmanna verður haldinn á skrifstofu Framsóknarílokksins, að Nóatúni 21, Reykjavík laugardag- inn 27. febr. 1988 og hefst kl. 10. Framkvæmdastjórn SUF Framsóknarvist - Kópavogur 3ja kvölda keppnin er nú í fullum gangi. Síðast var fullt hús. Næst verður spilað sunnudaginn 28. febr. nk. kl. 20.00 í Félagsheimili Kópavogs Fannborg 2. Góð verðlaun og glæsileg ferðaverðlaun í lokin fyrir stigahæsta einstaklinginn. Framsóknarfélögin í Kópavogi Reykjanes Kjördæmissamband framsóknarmanna í Reykja- neskjördæmi hefur ráðið framkvæmdastjóra, Sig- urjón Valdimarsson. Aðsetur hans verður að Hamraborg 5 í Kópavogi. Sími 43222. Skrifstofan verður opin: Þriðjudaga kl. 16.30-19.00 Fimmtudaga kl. 16.30-19.00 Föstudaga kl. 16.30-19.00 Borgnesingar Framsóknarfélag Borgarness efnir til fundar í Snorrabúð sunnudaginn 28. febrúar kl. 16.00. Bæjarfulltrúar B-listans, Indriði Albertsson og Ragnheiður Jóhanns- dóttir ræða fjárhagsáætlun Borgarnesbæjar og svara fyrirspurnúm. Stuðningsmenn B-listans eru hvattir til að fjölmenna. Stjórnin Suðurland Skrifstofa kjördæmissambandsins að Eyrarvegi 15, Selfossi er opin á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 15-17. Sími 99-2547. Kjördæmissambandið

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.