Tíminn - 27.02.1988, Blaðsíða 16
16 Tíminn
Laugardagur 27. febrúar 1988
Norðurlandaráð
auglysir lausa til
umsóknar stöðu ritara
menningarmálanefndar
Norðurlandaráð er samstarfsvettvangur þjóðþinga
og ríkisstjórna Norðurlanda. Á milli hinna árlegu
þinga Norðurlandaráðs leiðir og samræmir for-
sætisnefnd ráðsins þann hluta samstarfsins sem
varðar þjóðþingin og nýtur við það atbeina skrif-
stofu forsætisnefndar Norðurlandaráðs, Tyrgatan
7, Stokkhólmi.
Menningarmálanefnd er ein sex fastanefnda
Norðurlandaráðs, sem í eiga sæti norrænir
þingmenn. Hún fjallar um norrænt samstarf á sviði
menntamála, rannsókna, fjölmiðla- og menningar-
mála. Ritari nefndarinnar undirbýr fundi nefndar-
innar og semur og leggur fram drög að ákvörðun-
um hennar á grundvelli umræðna þar. Hann
annast og önnur störf er nefndin felur honum.
Ritarinn hefur starfsaðstöðu á skrifstofu forsætis-
nefndar í Stokkhólmi. Ráðningartíminn er fjögur
ár, en mögulegteraðframlengja hann. Ríkisstarfs-
menn eiga rétt á leyfi frá störfum vegna starfa hjá
Norðurlandaráði. Starfinu fylgja ferðalög um
Norðurlönd. Á skrifstofu Norðurlandaráðs eru
notuð jöfnum höndum danska, norska og sænska
og krafist er góðrar kunnáttu í einhverju þessara
mála.
Góð laun eru í boði, en um þau gilda sérstakar
norrænar reglur.
Meiri hluti nefndarritara við skrifstofuna er
karlmenn, en leitast er við að fjöldi karla og kvenna
í stöðum þessum verði sem jafnastur.
Nánari upplýsingar veita aðstoðarframkvæmda-
stjóri skrifstofunnar, Gustav Stjernberg, og Guy
Lindström núverandi ritari menningarmálanefnd-
arinnar í síma 9046 8 143420, og Snjólaug
Ólafsdóttir skrifstofustjóri íslandsdeildar Norður-
landaráðs í síma 91/11560.
Formaður starfsmannafélagsins á forsætisnefnd-
arskrifstofunni er Tómas H. Sveinsson.
Umsóknum skal beina til forsætisnefndar Norður-
landaráðs og skulu þær berast skrifstofu forsætis-
nefndar (Nordiska rádets presidiesekretariat, Box
19506, S-104 32 Stockholm) fyrir 16. mars n.k.
HM REYKJÞMIKURBORG |*|
W Aautevi St&dwi T
Borgarbókasafn Reykjavíkur
auglýsir lausar stöður bókasafnsfræðinga. Starfskjör
samkvæmt kjarasamningum.
Upplýsingar veittar á skrifstofu Borgarbókasafnsins
í síma 27155.
Umsóknum ber að skila til Starfsmannahalds
Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, á sérstökum
eyðublöðum sem þar fást, fyrir 15. mars.
m REYKJÞMIKURBORG lil
A AA H _ _ _ ___ . — +*
I*. H «•» <*•
Heimilishjálp
Starfsfólk óskast til starfa í hús Öryrkjabandalags
íslands í Hátúni.
Vinnutími 2-4 tímar eftir samkomulagi.
Upplýsingar í síma 18800.
Til sölu
Kartöfluupptökuvél, Grimme super árg. ’81.
Upplýsingar í síma 99-8453, eftir kl. 19.
HROSSARÆKT
Þjálfi frá
Keldudal
Ný stjarna úr hrossarækt
Leifs Þórarinssonar?
Hinn ungi stóðhestur Þjálfi frá Keldudai, sem nú er kominn í tamningu
hjá Sigurbirni Bárðarsyni, sem heldur í hestinn. Hesturinn hefur
undanfarin sumur verið notaður í Keldudal, Hjarðarhaga og Ásgeirs-
brekku í Skagafirði, og fyrstu afkvæmin virðast lofa góðu.
Nös yngri frá Keldudal; lifandi eftirmynd ömmu sinnar, Nasar frá
Stokkhólma. Yngri-Nös er undan Hrund frá Keldudal og Hrafni frá
Holtsmúla og er jíví alsystir Þjálfa frá Keldudal.
Leifur Þórarinsson bóndi í
Keldudal í Skagafirði er meðal
þeirra hrossaræktarmanna, sem
einna lengst hafa náð á undanförn-
um árum. Hross frá Keldudal hafa
verið mjög áberandi á mótum
hestamanna undanfarin ár, og
bestum árangri til þessa náði Leifur
á fjórðungsmóti norðlenskra hesta-
manna sumarið 1987 á Melgerðis-
melum í Eyjafirði, er hryssa hans,
Nös 3794 frá Stokkhólma, fékk
heiðursverðlaun fyrir afkvæmi. Á
sama móti var dóttir Nasar einnig
sýnd með afkvæmum; Hrund 6555
frá Keldudal, og hlaut hún 1.
verðlaun aðeins tíu vetra gömul. Á
mótinu var einnig í sviðsljósinu
stóðhesturinn Amor frá Keldudal,
sonur Nasar, og hið sama má segja
um skeiðhestana Leist og Seif frá
Keldudal, sem báðir eru undan
Nös.
Líkt og Sveinn Guðmundsson á
Sauðárkróki hefur gert með rækt-
un út af hinni frægu Ragnars-
Brúnku. þá byggist hrossarækt
Leifs Þórarinssonar fyrst og fremst
á einni hryssu, heiðursverðlauna-
hryssunni Nös frá Stokkhólma. -
Og vegna hins frábæra árangurs,
sem Leifur hefur náð með afkom-
endur þessarar hryssu, fylgjast
hrossaræktarmenn og hestamenn
um allt land nú glöggt með öllu því
sem frá Keldudal kefnur. Margir
bíða þess til dæmis með óþreyju,
að sjá hvað verður úr ungum
stóðhesti, sem nú er verið að
temja; Þjálfa frá Keldudal.
Nýr afburðahestur?
Þjálfi frá Keldudal er aðeins á
fjórða vetri, og því cnn óráðin
gáta. Það er þó Ijóst, að hesturinn
er mjög vel byggður og fríður
sýnum, og samsvarar sér allur vel.
Þá býr hann einnig yfir öllum
gangi, þannig að ef vilji verður
nægur og ef tamning og þjálfun
tekst vel, þá ætti framtíð hins unga
hests að vera björt. - Hvað varðar
hið síðastnefnda, um tamningu og
þjálfun er einnig rétt að geta þess,
að þar er ekki í kot vísað, því
hesturinn er í tamningu hjá Sigur-
birni Bárðarsyni, sem á undanförn-
um árum hefur náð betri árangri en
flestir aðrir íslenskir hestamenn,
jafnt á mótum hér heima sem
erlendis.
Svo sem sjá má á meðfylgjandi
ættartöflu er Þjálfi undan Hrund
6555 frá Keldudal, og Hrafni frá
Holtsmúla. Byrjum á því aðstaldra
ögn við faðernið. Hrafn frá Holts-
múla þarf vart að kynna íslenskum
áhugamönnum um hrossarækt.
Hesturinn hlaut heiðursverðlaun
fyrir afkvæmi á landsmóti í Skaga-
firði árið 1982, en hafði áður hlotið
1. verðlaun fyrir afkvæmi á fjórð-
ungsmóti 1979. Þá er Hrafn 802 frá
Holtsmúla einnig margverðlaunað-
ur stóðhestur sem einstaklingur og
hlaut 1. verðlaun og einkunnina
8.13 þegar 4ra vetra árið 1972.
Síðar átti hesturinn enn eftir að
bæta við sig, því á landsmóti á
Vindheimamelum 1974 hlaut
Hrafn hvorki meira né minna en
8.40 fyrir sköpulag, 8.72 fyrir kosti
og í aðaleinkunn 8.56, sem er með
því allra hæsta sem íslenskur stóð-
hestur hefur hlotið.
Undan Hrafni frá Holtsmúla
hefur á undanförnum árum komið
ótölulegur fjöldi gæðinga um allt
land, og sérstaka athygli hefur
vakið hve margir stóðhestar í
fremstu röð hafa komið undan
hestinum. Það á svo eftir að koma
í Ijós hve langt Hrafn nær að hafa
áhrif í afkomendum sínum, en
hesturinn er að arfgerð töluvert
blendinn.
Hrund 6555 frá Keldudal er svo
aftur móðir Þjálfa, en hún hefur
þegar vakið mikla athygli sem
kynbótahross, þrátt fyrir ungan
aídur. Sem fyrr segir hlaut hún 1.
verðlaun fyrir afkvæmi á fjórð-
ungsmóti 1987. Áður hafði hryssan
meðal annars vakið athygli fyrir
afrek í skeiðkappreiðum, en fol-
aldseignir komu í veg fyrir að sá
ferill yrði eins langur og hæfileikar
voru til. - Ekki má svo gleyma
ætterninu; móðirin með heiðurs-
verðlaun fyrir afkvæmi og faðirinn
með 1. verðlaun og að auki sonur
heiðursverðlaunastóðhestsins
Þáttar 722 frá Kirkjubæ.
Þegar svipast er um í ætt Þjálfa
hins unga og þegar folinn er
skoðaður, fer ekki hjá því að upp
vakni hugmyndir um að hér geti
verið á ferðinni ný afburðastóð-
hestur.
2. þáttur
eftir
Anders Hansen
Frambygging og
afturbygging
Athyglisvert er að skoða, hveniig
Leifur Þórarinsson hefur „raðað"
hinum unga stóðhesti saman, með
því að leiða móður hans til Hrafns
frá Holtsmúla. Hrossin út af Nös
frá Stokkhólma eru sérstaklega
öflug hross, með feiknarlega sterka
afturbyggingu, sem vafalaust á sinn
sterka þátt í frábærum skeiðár-
angri. Frambyggingu hrossanna
þykir sumum á hinn bóginn ábóta-
vant, þótt ekki sé það til teljandi
skaða.
Sköpulagi Hrafns frá Holtsmúla
er þveröfugt farið. Hesturinn hefur
óvenjulega mikla og glæsilega
frambyggingu og glæsileika í allri
framgöngu, eins og þessi orð úr
afkvæmadómi um hestinn bera
vitni um; „Heillandi og glæsileg
framganga með reisn og lyftingu í
öllu fasi einkenna afkvæmi Hrafns
802 fram yfir flest annað sem hér
þekkist". - Afturbygging Hrafns
og margra afkvæma hans hefur á
hinn bóginn oft þótt heldur grönn
og veigalítil, en með því að leiða
þau saman, Hrund og Hrafn, hefur
Leifur ætlað að ná fram þvf besta
úr báðum. Kynbótadómarar eiga
eftir að segja til um hvernig til
hefur tekist, en þegar Þjálfi er
skoðaður sem ótaminn ungfoli er
ekki annað að sjá en „sköpunar-
verk“ ræktunarmannsins hafi
tekist.
Þjálfi frá Keldudal er brúnn og
tvístjörnóttur á lit, svo sem amman
Nös 3794 frá Stokkhólma. Hrund
móðir hans er aftur rauðblesótt, en
faðirinn Hrafn brúnstjörnóttur.
Arfur
GunnlaugS'Brúnku?
Ein eftirminnilegasta frásögnin í
hinu einstaka ritverki Ásgeirs Jóns-
sonar frá Gottorp „Horfnir góð-
hestar“ er frásögnin af Gunnlaugs-
IBrúnku, fágætri afrekshryssu, sem