Tíminn - 27.02.1988, Qupperneq 18
18 Tíminn
Laugardagur 27. febrúar 1988
+■
^ 1
■II
W'
Prammi til sölu
Kauptilboö óskast í prammann „Svart" ásamt tveimur Harbormaster
vélum.
Pramminn „Svartur" er af gerðinni Uniflot og samanstendur af
eftirtöldum einingum:
1. 6 stk. grunneiningar (basic units).
Lengd 5,3 m, breidd 2,4 m, hæð 1,2 m.
2. 3 stk. skáeiningar (Ramp units)
Lengd 3,7 m, breidd 2,4 m, hæð 0-1,2 m.
3. 2 stk. endaeiningar (bow and stern units)
Lengd 1,8 m, breidd 2,4 m, hæð 0-1,2 m.
Vélarnar eru af gerðinni Harbormaster, 5 hö. með gírum, stýringu,
skrúfum og festingum fyrir prammann.
Ofangreindur búnaður er í notkun hjá fiskeldisstöð ÍSNO hf. í
Vestmannaeyjum og verður tilbúinn til afhendingar þar eða í
Reykjavík 1. apríl 1988.
Allar nánari upplýsingar veitir Guðmundur Arason hjá Vegagerð
ríkisins í síma (91) 21000.
Kauptilboð þurfa að berast skrifstofu Innkaupastofnunar ríkisins fyrir
kl. 11:00 f.h. miðvikudaginn 9. mars n.k. þar sem þau verða opnuð í
viðurvist viðstaddra bjóðenda.
INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS
BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844
Útboð
Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. Hitaveitu
Reykjavíkurborgar, óskar eftir tilboðum í að fram-
leiða pípuundirstöður og stífingar fyrir Nesjavalla-
æð. Heildarþungi er um 290 tonn.
Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri að
Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn 15.000 kr. skila-
tryggingu.
Tilboðin verða opnuð á sama stað miðvikudaginn
16. mars kl. 14.00.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍXURBORGAR
______Fríltirkjuvgi 3 — Simi 25800
MINNING
Sveinn Hannesson
í Ásgarði
Fæddur 17. nóvember 1927
Dáinn 15. febrúar 1988
Það var í maí. Ég hélt suður í
Borgarfjörð í ævintýraleit, hafði ráð-
ið mig í kaupavinnu að Ásgarði í
Reykholtsdal. Meira vissi ég ekki,
var bæði spennt og kvíðin. Þegar ég
kom í Ásgarð voru Sveinn og Geir-
laug ekki heima, ég var pínulítið
hrædd. Svo komu þau heirn, við
hristum hendur og horfðumst í augu,
- ég var ekki lengur hrædd.
Síðan eru liðin nærri ellefu ár og
núna er Sveinn dáinn, ekki nema
sextugur. Þó kemur það mér ekki
svo á óvart. Það er pínulítið í takt
við hans skapferli og persónuleika
að fara bara svona allt í einu,-búið.
Ég veit líka að ekkert var betra en
að fá að deyja heima í Ásgarði, að
veslast upp á einhverjum spítala
hefði ekki hentað Sveini Hannes-
syni, svo mikið er víst.
Sveinn fæddist þann 17. nóvember
1927 og ólst upp í Brekkukoti í
Reykholtsdal. Foreldrar hans voru
Hannes Jónsson Oddssonar og Ólöf
Sveinsdóttir Guðmundssonar hjón í
Brekkukoti. Systkini hans eru: Élías
Ijósmyndari í Rvík, f. 1918, látinn
fyrir allnokkrum árum, Laufey hús-
freyja í Brekkukoti, f. 1920, Jón
húsasmíðameistari í Rvík, f. 1921 og
Ingveldur húsfreyja í Rvík, f. 1932.
Ásgarður er skammt frá Brekku-
koti og sér á milli ef mig minnir rétt.
Þar hóf Sveinn búskap árið 1954
gjörsamlega með berum höndunum.
Þegar maður nú horfir yfir sviðið, að
starfsdegi hans loknum er öll upp-
byggingin og búskapur sá sem rekinn
hefur verið í Ásgarði besti vitnis-
burður hins þrautseiga og ötula
bónda. Starfsgleði hans og orka var
ótrúleg. Oft var ég búin að ræða um
það við hann hvort ekki væri mál að
minnka verulega við sig og liggja
pínulítið í leti. Nei það var ekki svo
auðvelt, Sveinn var stórbóndi fram í
fingurgóma. Stundum stríddi ég
honum og sagði að hann ætti að hafa
hlutina svona en ekki hinseginn ég
væri nefnilega bóndadóttir úr Eyja-
firði og vissi „allt“ um landbúnað.
Það var alveg merkilegt hvað hann
tók því alltaf vel og skaut bara á móti
og svo hlógum við að öllu saman. Já
þá var nú hlegið. En það er ekki
hlegið í Asgarði þessa dagana og eitt
get ég fullyrt að þrátt fyrir dugnað
Sveins að þá hefði hann ekki komist
þangað sem hann fór ef hann hefði
ekki átt hana Geirlaugu Jónsdóttur
fyrir konu. Þar er komin öðlingskon-
an sem verður alltaf í mínum huga
sterkasta stoðin í heimilinu. Geir-
laug er Austfirðingur, frá Hræreks-
læk í Hróarstungum, f. 1927. Þau
Sveinn giftust árið 1955 og eignuðust
tvær dætur, Kolbrúnu, f. 1957, sem
býr á Norðurreykjum í Hálsasveit
og Gestrúnu, f. 1963, búsetta á
Tálknafirði. Dætur Sveins voru hon-
um afskaplega kærar og ég man eftir
hlýjunni í augunum þegar þær bar á
góma og hvað hann kappkostaði að
búa sem best í haginn fyrir þær. Ég
er þakklát forsjóninni fyrir að hafa
sett mig niður í Ásgarði þegar ég fór
í kaupavinnuna forðum. Vistin þar
gerði mig að betri manni. Blessuð sé
minning Sveins Hannessonar.
Elsku Geirlaug, Kolla og Rúna.
Þið eigið erfiða tíma söknuðar og
trega framundan. Megi góður Guð
styrkja ykkur. Sá tími mun koma að
við getum aftur hlegið dátt eins og
forðum, hætt að gráta yfir því sem
var gleði okkar og frá okkur tekið og
glaðst yfir því sem við áttum.
Guð blessi ykkur.
Svanhildur Daníelsdóttir.
lál Garðyrkjudeild
Kópavogs
Garðyrkjumaður óskast til verkstjórnarstarfa hjá
garðyrkjudeild Kópavogs. Um er að ræða nýtt og
fjölbreytilegt starf sem krefst reynslu í skrúðgarð-
yrkju og verkstjórn. Æskilegt að viðkomandi geti
hafið störf eigi síðar en 1. apríl n.k. (í fyrstu er gert
ráð fyrir 1/2 árs starfi).
Umsóknum skal skila á Garðyrkjudeild Kópavogs
Fannborg 2, fyrri 11. mars n.k. Frekari upplýsingar
veitir garðyrkjustjóri Kópavogs í síma 41570.
Garðyrkjustjóri Kópavogs
m
m utboð
Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, fyrir hönd hafnarstjórans í
Reykjavík, óskareftirtilboðum í sprengingarog landgerð í Kleppsvík.
Helstu magntölur eru:
Laus jarðefni 17000 rúmm.
Klapparsprengingar 7400 rúmm.
Landfyllingar 6400 rúmm.
Flokkun og frágangur á grjóti 10.000 rúmm.
Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri að Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík,
gegn 15,000 - kr. skilatryggingu.
Tilboðin verða opnuð á sama stað miðvikudaginn 16. mars kl. 11.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR
Frikirkjuvegi 3 - Simi 25800
Bakarí
Óskum eftir að ráða bakara til starfa við Brauðgerð
KB. Við bjóðum áhugavert starf og aðstoðum við
útvegun húsnæðis ef þarf.
Umsóknir sendist til Georgs Hermannssonar sem
gefur nánari upplýsingar í síma 93-71200.
Kaupfélag Borgfirðinga, Borgarnesi
illíi FRÍMERKI
lllillllllllilllllllllllllllllllllllllllllilllll
L.Í.F. 20 ÁRA
Stimpill og merki LIF
Það voru þrír menn. sem komu
saman á Langeyrarvegi 16a í Hafnar-
firði haustið 1967, til að ræða hvernig
skyldi staðið að því að stofna Lands-
samband íslenskra frímerkjasafn-
ara. Þá fyrr á árinu hafði Klúbbur
Skandinavíusafnara verið tekinn í
Alþjóðasamtök frímerkjasafnara,
F.I.P.. með því fororði að reynt yrði
að safna saman klúbbum þeim er í
landinu störfuðu til stofnunar lands-
sambands eins margra þeirra og
hægt væri.
Þessir þremenningar voru: Ernst
Sigurðsson, Selfossi, Aðalsteinn Sig-
urðsson, Reykjavík og Sigurður H.
Þorsteinsson, Hafnarfirði. Kom
þeim saman um að boða til stofn-
fundar Landssambandsins þann 5.
febrúar, 1968. Á stofnfundi var svo
kosin stjórn til fyrsta þings, er halda
skyldi um haustið og voru það þessir
þrír menn er í henni sátu.
Sigurður H. Þorsteinsson var svo
kjörinn forseti Landssambandsins
og var það allt til ársins 1978, eða 11
ár. Þá var hann kjörinn heiðursfor-
seti Landssambandsins ævilangt.
Ernst Sigurðsson frá Félagi frí-
merkjasafnara á Selfossi sat sem
varaforseti í tvö ár og eftir það í
framkvæmdastjórn. Aðalsteinn Sig-
urðsson sat sem framkvæmdastjóri í
um átta ár, en hann var fulltrúi
Klúbbs Skandinavíusafnara. Sigurð-
ur var aftur á móti fulltrúi Félags
frímerkjasafnara í Hafnarfirði.
Ekki var setið auðum höndum
fyrsta árið, sem sjá má af því að á
fyrsta reglulega ársþingi kemurfram
að það eru fulltrúar 6 félaga og
klúbba frímerkjasafnara sem mæta
á það. Félögin voru: Félag frí-
merkjasafnara á Selfossi, í Hafnar-
firði og í Kópavogi. Frímerkja-
klúbbur Æskunnar og Kennara-
háskóla íslands og Klúbbur Skandi-
navíusafnara. Fulltrúar á þinginu
voru: Björn Gunnarsson, Jón Hall-
dórsson, Bjarni Guðmundsson,
Guðmundur Geir Ólafsson, Einar
Hansson, Henry Skovgaard-Jacob-
sen, Steinar J. Lúðvíksson, Grímur
Engilberts, Guðrún Unnur Sigurð-
ardóttir, Guðrún Guðmundsdóttir,
Birgir Karlsson, Gísli Þorkelsson,
Sigurjón Björnsson og Páll Hannes-
son. Voru þetta fulltrúar hinna ýmsu
klúbba er þingið sóttu. Þá sátu allir
stjórnarmennirnir sem áður er getið
einnig þingið. Auk þessa sátu svo
þingið þeir sem tekið höfðu að sér
formennsku ýmissa starfsnefnda,
sem voru: Finnur Kolbeinsson, Sig-
urður Ágústsson og Torfhildur
Steingrímsdóttir. Þannig sátu þingið
um 20 manns, sem margir áttu eftir
að koma mikið við sögu Landssam-
bandsins á komandi árum og gera
það jafnvel enn þann dag í dag.
Aðeins eitt félag, sem þá var starf-
andi í landinu og vitað var um, kaus
að vera utan Landssambandsins.
Sem betur fer tókst samvinna við
það svo árið 1976 og kom það þá inn
í Landssambandið. Aftur á móti
varð nokkrum árum síðar sú leiða
þróun, að eitt félaganna sá sig til-
neytt að segja sig úr Landssamband-
inu og hefir ekki komið inn aftur er
þetta er skrifað. En vonandi stendur
það til bóta.
Eitt af þeim verkum sem vinna
þurfti var að gera Landssambandinu
merki og gerði það framkvæmda-
stjóri þess, Aðalsteinn Sigurðsson.
Hefir þetta merki verið notað síðan
og er orðinn hluti Landssambands-
ins. Er það m.a. að finna á stimpli
þeim er nota á á 20 ára afmælissýn-
ingu félagsins, LÍFÍL. sem haldin
verður í næsta mánuði.
Þá hafði félagið haldið frímerkja-
sýningu með samsstarfi við þýska ungl-
i inga, Sameinuðu þjóðimar og Reykja-
víkurborg, „DIJEX-68" og stóð húri
um leið og þingið var haldið. Var
Geir Hallgrímsson þáverandi
borgarstjóri Reykjavíkur góður stuðn-
ingsmaður og eiginlegur verndari
þeirrar sýningar.
Þetta eru aðeins nokkur orð um
upphafið á því sem gerði það að
verkum að íslenskir frímerkjasafn-
arar bundust höndum saman til að
gera söfnun sína skemmtilegri,
meira tómstundagaman, Hvort það
hefir tekist verður svo sagan að
dæma um, en það var bartsýnt lið
sem mætti á fyrsta reglulega Lands-
þingið.
1976 mæta svo 12 félög og klúbbar
til 9. Landsþings á Akureyri. Á 10.
Landsþingi í Álftamýrarskóla, 12.
júní 1977, segir svo forseti, Sigurður
H. Þorsteinsson, í ræðu sinni:
„Landssambandið gengur nú inn í
nýtt tímabil. Allir klúbbar landsins
hafa nú sameinast í því. Skal þessari
þróun fagnað. Út á við hefir Lands-
sambandið haldið fána Íslands við
hún á öllum alþjóðlegum sýningum,
eiginlega síðan 1965, þó eiginlega
Klúbbur Skandinavíusafnara fyrst.
Nú gengur það sterkt til leiks, bæði
inn á við og út á við“.
Sautján klúbbar og félög höfðu
starfað í Landssambandinu á 10 ára
afmælinu.
Sigurður H. Þorsteinsson