Tíminn - 16.03.1988, Blaðsíða 2

Tíminn - 16.03.1988, Blaðsíða 2
2 Tíminn Miðvikudagur 16. mars 1988 Loðdýravandinn afgreiddur frá ríkisstjórn: Þarf að breyta Iðgum Stofnlánadeildarinnar? Vandi loðdýraræktarinnar var ræddur í ríkisstjóm í gær. Fyrir iágu ítarlegar tiilögur frá þingmannanefnd, sem í vom þeir Stefán Guðmundsson, Arni Gunnarsson og Halldór Blöndal, um að greiða úr vanda loðdýrabænda og fóðurstöðva. Málið var afgreitt frá ríkisstjóm á þann hátt að fallist var á tillögur nefndarinnar í meginatriðum, en í stað þess að 17 milljónir króna rynnu beint úr ríkissjóði tU að styðja við atvinnugreinina, var ákveðið að þessari fjárupphæð yrði deilt út til bændanna frá Stofnlánadeild landbúnaðarins. I afgreiðslu ríkisstjórnar er ekki gert ráð fyrir að heildarfjárupphæð til loðdýraræktarinnar verði skert frá því sem þingmannanefndin lagði tU. Jón Helgason, landbúnaðarráð- herra, hefur ritað bréf til Stofn- lánadeildar landbúnaðarins og Byggðastofnunar þess efnis að þeg- ar verði hafinn nauðsynlegur undirbúningur til útdeilingar fjár- magns til loðdýrabænda. Stuðningur við fóðurstöðvarnar mun koma frá Byggðastofnun, en fjármagn til loðdýrabændanna kemur að mestu úr sjóðum Stofn- lánadeildar landbúnaðarins. Byggðastofnun er falið að gera úttekt á fjárhagslegri stöðu fóður- stöðvanna og í framhaldi af því að breyta hluta núverandi lánsfjár Byggðastofnunar við fóðurstöðv- arnar í hlutafé og að taka 30-50 milljón króna lán til að leggja sem viðbótarfé í fóðurstöðvarnar, eða sem lán. Ennfremur er miðað við að gera Byggðastofnun kleift að selja hlutafé nýjum aðilum í loð- dýrarækt og lána andvirði hluta- bréfanna. Stofnlánadeild landbúnaðarins er falið að afskrifa að hluta þau lán sem veitt hafa verið til fjárfestingar í refabúrum. Einnig að skuldbreyta vanskilum, þar sem því verður komið við og að breyta lausaskuld- um í föst lán. Ennfremur er Stofn- lánadeild og Framleiðnisjóði land- búnaðarins falið að veita 17 millj- ónum króna, hvorum aðila, til refabænda, til að hjálpa þeim fjár- hagslega til haustsins 1988, á grundvelli hugmynda þingmanna- nefndarinnar. Jón Helgason sagði í samtali við Tímann í gær að ætlunin væri að skipa nefnd þriggja manna, frá Landbúnaðarráðuneyti, Byggða- stofnun og Stofnlánadeild land- búnaðarins, til þess að vinna með Stofnlánadeild landbúnaðarins við athugun á högum einstakra loð- dýrabænda. Landbúnaðarráðherra lét þess getið að nú væri verið að athuga hvort breyta þyrfti lögum Stofn- lánadeildar til að henni væri gert kleift að aðstoða loðdýrabændur. Ef það kæmi á daginn, þyrfti að koma þeirri breytingu í flýti í gegnum Alþingi. óþh Veiðihúsið við Haffjarðará. Dómur Hæstaréttar í deilu Thorsara og hreppa um Haffjarðará: Skakkt málefni lagt f ram á skökku þingi í máli tengdu deilu Thorsættar viö Eyja- og Kolbeinsstaöahrepp um forkaupsrétt að Haffjarðará ásamt veiðihúsum, hlutdeild í Oddastaðavatni og þremur jörðum, hefur verið kveðinn upp dómur í Hæstarétti. Dómsorðið er í raun að um skakkt málefni fyrir skökku þingi hafí verið að ræða. Herlögregla gætir hliða hersins við flugvöllinn Girðingunni að Keflavíkur- flugvelli hefur nú verið lokað betur fyrir aðkomumönnum en tíðkast hefur til fjölda ára. Hefur verið bætt við bandarískum her- lögreglumönnum í hlið það sem jafnan var ekið um til að komast að flugstöðinni gömlu og allar aðrar gættir girðingarinnar um- hverfis varnarsvæðið. Engum verður hleypt í gegnum hliðin nema þeim sem eiga brýnt erindi inn á vallarsvæðið. Gekk þessi skipan mála eftir samkvæmt ákvörðun utanríkis- ráðuneytisins. í fréttatilkynningu frá Varnarmálaskrifstofu utan- ríkisráðuneytisins segir að þessi breyting hafi gengið í gildi frá og með 14. mars að telja. Segir þar að gæsla bandarískra herlög- reglumanna við hliðin verði í fullu samráði og samvinnu við lögreglustjórann á Keflavíkur- flugvelli. Þessi gæsla verði einnig í fullu samræmi við varnarsamn- ing íslands og Bandaríkjanna frá 5. maí 1951. Á undanförnum árum hafa ein- ungis íslenskir lögreglumenn ver- ið við hliðin. Þátttaka varnarliðs- ins í þessum þætti löggæslunnar byggist á breytingum sem urðu með fullum aðskilnaði milli varn- arliðsins og farþega í millilanda- flugi. Ber þar að sjálfsögðu hæsta þá breytingu er varð við opnun Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar, 14. apríl 1987. Þá hefur verið unnið að því að koma öllum þjónustuþáttum yfir á nýju flug- stöðina sem áður var til staðar inni á vallarsvæðinu vegna stað- setningar þeirrar gömlu. Varnar- svæðið er því lokað öllum þeim sem ekki eiga þangað brýnt er- indi. KB Lögmaður Thorsara, Jón Steinar Gunnlaugsson hrl., kærði synjun þinglýsingardómarans í Snæfellsnes- og Hnappadalssýslu á þinglýsingu á afsali á fyrrgreindum eignum sem Helga M. Thors gaf út í september í fyrra til systkina látins eiginmanns hennar, Thors R. Thors. Synjunin kom fram í bréfi dómarans 15. janúar sl. og byggir á jarðalögum frá 1976 um að hrepparnir eigi forkaups- rétt við sölu á eignunum. Jón Steinar Gunnlaugsson hrl. krafðist þess fyrir Hæstarétti að synjunin yrði felld úr gildi, þar sem til forkaupsréttar syst- kinanna var stofnað með yfirlýsingu föður þeirra, Richards Thors, um fyrirframgreiðslu arfs og eru dagsett- ar 1953 og 1955. Á þeim tíma höfðu ekki tekið gildi lagaákvæði um for- kaupsrétt sveitarstjórna við sölu jarða milli systkina. Það var ekki fyrr en tuttuguogeinu ári síðar. f málinu var þinglýsingardómar- inn einn varnaraðili í málinu, en síðar barst Hæstarétti bréf frá Jó- hanni H. Níelssyni hrl., Iögmanni viðkomandi hreppa. í því segir að dómsmál verði höfðað til ógildingar afsalinu, sem um var fjallað. Því skildi Hæstaréttur bréfið svo, að hrepparnir tækju varnarstöðu við hlið þinglýsingardómara og væru því aðilar að málinu. Kaupendur að eignunum eru syst- kini Thors R. Thors, þau Jóna Írís Thors og Richard R. Thors. Önnur systkini kaupenda hafa afsalað sér forkaupsréttinum, sem þau telja sig hafa skv. yfirlýsingu föður þeirra. Þvf er harðlega mótmælt af um- bjóðendum Jóns Steinars að með breytingum á lögum sé bótalaust vikið til hliðar forkaupsréttindum, sem löglegu höfðu verið stofnuð þannig að þau gengju framar for- kaupsrétti sveitarfélaga. Telur lög- maðurinn engan vafa leika á um að þessi réttindi séu vernduð af 67. grein stjórnarskrárinnar. Hæstiréttur metur málið svo, að þinglýsingardómara hafi ekki verið heimilt að þinglýsa afsalinu, á þeim forsendum sem hann greinir sjálfur. í greinargerð Hæstaréttar segir: „Um ágreining þann um gildi ákvæðisins sem lýst er hér að framan, verður ekki skorið í þinglýs- ingarmáli. Ber að staðfesta synjun þinglýsingardómarans. Kærumáls- kostnaður fellur niður.“ Þór Vilhjálmsson, Benedikt Blöndal og Guðmundur Skaftason dæmdu. þj

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.