Tíminn - 16.03.1988, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 16. mars 1988
Tíminn 7
Rúmlega 13 rúmmetra nýbyggingar á hvern borgarbúa á mesta byggingarári í sög u Reykjavíkur:
Meira byggt af verslunum
en íbúðum í Reykjavík 1987
Þótt lokið liafl verið við fleiri íbúðir í Reykjavík árið 1987
heldur en nokkurt ár á milli 1975-1985 var þó ennþá nieira byggt
af verslunum og skrifstofum heldur en íbúðum í borginni þetfa
ár. AIIs var lokið byggingu á rúmiega 321 þús. rúmmetrum
verslunar og skrifstofuhúsnæðis auk 251 þús. rúmmetra af
húsnæði sem byggingarfulltrúi flokkar sem iðnaðar
- verslunarhús og vörugeymslur. Til samanburðar má nefna að í
321 þús. rúmmetrum hefðu rúmast um 1.13ð Qölbýlishúsaíbúðir
af sömu stærð og þær 579 slikar íbúðir sem lokið var smíði á í
Reykjavík í fyrra. Alls var lokið smíði á 890 íbúðum, samtals
rúmléga 340 þús. rúmmetrar að stærð.
Fjórfalt meira
verslunarhúsnæði en
næstu 10árá undan
Segja má að yfirlit byggingarfull-
trúa Reykjavíkur um byggingar á
síðasta ári geri meira en að stað-
fcsta allan almannaróm um gífur-
lcga þenslu á flestum sviðum bygg-
ingamarkaðarins árið 1987. þrttt
„verslanahallirnar" slái þar lang
stærsta metið- - jafnvcl svo að tala
megi, um grundvallarbreytingu.
Þótt „aðeins" séu taldir þeir 321
þús. rúmmctrar sem eru í hreinu
verslunarhúsnæði, en verslunum í
iðnaðarhúsnæði sleppt, er þar um
nær fjórfalt meira rými að ræða en
byggt hefur verið yfir sömu starf-
semi að meðaltali á ári síðustu 10
ár. Árið 1987 kom í kjölfar annars
metárs á þessu sviði. Á árunum
1986 og 1987 hafa samtals risið um
514 þús. rúmmetrar verslunar og
skrifstofuhúsnæðis. sem er álíka
mikið og næstu 7 þar á undan, þ.e.
árin 1979-1985 samtals.
Sömuleiðis má benda á að næstu
10 ár á undan (1977-1986) var t.d.
jafnaðarlega byggt ríflega þrefalt
meira af íbúðarhúsnæði heldur en
af verslunar- og skrifstofuhúsnæði
í borginni, í stað álíka mikils eða
meira af verslunum á sfðasta ári,
þ.e. ef verslanir í iðnaðarhúsnæði
væru taldar með.
Árið 1987 var algert metár í
byggingarsögu Rcykjavíkur, sem
fyrr segir. Samtals var iokið bygg-
ingu á 1.228.472 rúmmetrum
ýmisskonar húsnæðis. Þettu svarar
til rúmlcga 13 rúmmetra á hvern
einasta borgarbúa. Ef niiðað væri
við 12.000 kr. byggingarkostnað á
rúmmetra að meðaliali hafa borg-
arbúar fjárfest hátt í 15 miiljarða
króna í húsbyggingum á þessu eina
ári, cða sem svarar nær 160 þús.
krónum á hvcrt mannsbarn í
Reykjavík. 1
Framangrcint virðist nokkuð
mikið á „skjön” við hinar miklu
umræður s.l. árs um skort á pening-
um til húsbygginga. Á hinn böginn
mætti álykta að borgarbúar kjósi
frcmur að kaupa einhvcrn verslun-
arvarning frekar cn hús, því slík
geysileggróska í vcrslunarbygging-
um stæðist vart án margra og góðra
viðskiptavina.
Umtvöfalt meira
byggt en á meðalári
Hinir rúmiega 1,2 millj. rúm-
metra sem lokið var smíði á í fyrra
er um tvöfalt meira en byggt var að
meðaltali á árunum 1977-1985 (637
þús. rúmmetrará ári að meðaltali),
en árið 1986 var fyrsta árið scm
nýbyggingar komust yfir eina mill-
jón rúmmetra.
Rúmur
fjórðungurinn íbúðir
f grófum dráttum skiptast bygg-
ingarnar þannig að tæplega 28%
voru íbúðarhúsnæði eða rúmlega
340 þús. rúmmetrar voru íbúðar-
húsnæði (390 þús. rúmmetrar
1986). Um 321 þús. rúmmetrar,
eða rúm 26%, vcrsiunar- og skrif-
stofuhúsnæði og251 þús. rúmmetr-
ar iðnaðar- verslunarhús og vöru-
geymslur (144 þús. rúmmetrar
1986). Þá koma um 215 þús. rúm-
metrar í flokkinn: Skólar. hótcl,
íþróttahús og flcira (131 þús. 1986)
og 101 þús. rúmmetrar í bílskúr-
um, geyinslum, hcsthúsum og því
um iíku.
Á árinu var lokiö smíði 890
íbúða. Það var 136 íbúðum færra
en árið 1986, en hins vegar um 258
íbúðum fleira en að meðaltali á
árunum 1976- 1985. Aðeins 3 ár í
sögunni hefur verjð lokið við fleiri
fbúðir f borginni, þ.e. 1986, 1974
og 1972.
íbúðir þessar skiptust þannig að
303 voru í einbýlis- eða raðhúsum,
þar af 43 úr timbri eða timburcin-
ingum, en 579 voru í fjölbýlishús-
um. Mcðalstærð fjölbýlishúsafbúð-
anna var 284 rúmmetrar og yfir-
gnæfandi meirihluti þeirra var 2ja
og 3ja herbergja íbúðir.
Byggjendur einbýlis- og raöhúsa
virðast farnir að kunna sér nokkuð
meira höf varðandi stærð þeirra en
á undanförnnuni árum. Meðal-
stærð þeirra var nú 535 rúmmetrar,
sem er um 40 rúmmetrum minna
en á siöasta ári. Um helmingur
húsanna eru 5 herberga íbúðir, en
53 með 6-7 herbergjum og I hús
stærra. Til samanburðar má gcta
að á árunum 1981-1983 var lokiö
smíði 124-150 íbúða 6 hcrbergja og
stærri ártegu (t.d. 30% af öllum
íbúðum sem lokið var 1982) og 105
voru af þeirri stærð í fyrra.
Á árinu 1987 var hafin bygging á
804 íbúöum cn 1.456 í fyrra. Nú
um áramótin vorir l.(K)2 íbúðir í
smíðum, þar af 539 fokheldar eða
meira. - HEI
Kosningamar í Háskólanum í gær:
Tilraunaboranir BP á Rockall-svæðinu:
Vaka fékk sjö
en Röskva sex
Vaka, félag lýðræðissinnaðra
stúdenta, náði meirihluta í stúd-
entaráðskosningunum sem fram
fóru í Háskóla íslands í gær og
fékk sjö fulltrúa kjörna. Röskva,
félagshyggjulistinn sem bauð fram
á móti Vöku fékk hins vegar sex
fulltrúa í stúdentaráð. Um helm-
ingur þeirra 4000 stúdenta sem
atkvæðisrétt höfðu tók þátt í kosn-
ingunum, eða 2098. Listi Vöku
fékk samtals 956 atkvæði en listi
Röskvu 933. Jafnframt var kosið
um tvo fulltrúa í háskólaráð, og
fengulistarnirhvorsinn fulltrúann
Áburðarverksmiðjan:
Borgarráð
vill bíða
Borgarráð samþykkti á fundi sín-
um í gær, að taka undir ályktun
Almannavarna Reykjavíkur um
rekstur Áburðarverksmiðju ríkisins.
Ennfremur telur borgarráð rétt að
bíða með að ráðast í byggingu á
nýjum, kældum ammóníaksgeymi
fyrir verksmiðjuna þar til hag-
kvæmnisathugun sem til stendur að
gera af hálfu ríkisvaldsins, og óskað
hefur verið að verði hraðað, hefur
átt sér stað.
Sigrún Magnúsdóttir, borgarfull-
trúi Framsóknarflokksins, lagði
fram bókun þess efnis að hún tæki
heilshugar undir allar tillögur sem
miði að því að tryggja öryggi borgar-
búa.
„Pað er ljóst að borgaryfirvöld
verða að taka með festu á málum
Áburðarverksmiðju ríkisins, vegna
þeirrar miklu hættu sem af henni
stafar, eins og fram kemur í skýrslu
starfshóps félagsmálaráðherra í
janúar s.l. v-_______•»*>
Við lestur skýrslunnar vaknar sú
spurning hvort ekki stafi hætta frá
fleiri fyrirtækjum í borginni, sem
eru með hættuleg efni. Hér áður fyrr
voru gerðar aðrar öryggiskröfur til
fyrirtækja, auk þess sem mörg þeirra
voru þá reist í útjaðri byggðar, en
eru nú komin inn í miðja byggð,“
segir í bókun Sigrúnar.
Þá bendir hún á að víðar í Reykja-
vík sé mikil slysahætta, og nefnir
norður-suður flugbraut Reykjavík-
urflugvallar sem dæmi. Af henni er
mikil flugslysahætta fyrir miðbæ
Reykjavíkur, og telur Sigrún spurn-
ingu hvort borgaryfirvöld eigi ekki
að beina því til flugyfirvalda að nota
norður-suður flugbrautina aðeins í
neyðartilfellum, þar til flugvöllurinn
hefur verið fluttur.
„Framsóknarflokkurinn hefur lagt
til að innanlandsflugið verði flutt til
Keflavíkur m.a. vegna þessarar
slysahættu, en meirihluti borgar-
stjórnar lagðist gegn þeirri tillögu,"
segir Sigrún í bókun sinni á borgar-
ráðsfundi í gær. -SÓL
Bretar ófúsir
til viðræðna
Eyjólfur Konráð Jónsson, for-
maður utanríkisnefndar Alþingis og
þingmennirnir Kristín Einarsdóttir
og Guðmundur G. Þórarinsson, áttu
t fyrradag og aftur í gær, viðræður
við Lindu Shalker, aðstoöarutanrík-
isráðherra Breta, um deilu um yfir-
ráð yfir Hatton-Rockall-svæðinu. í
þessum viðræðum staðfesti Shalker
það sem Tíminn greindi frá síðastlið-
inn laugardag, að BP hefði verið
úthlutað leyfi til tilraunaborana á
Lousy- og Rockall-hafsvæðunum.
Steingrímur Hermannsson, utan-
ríkisráðherra tjáði Tímanum í gær
að formleg tilkynning hefði ekki
borist Utanríkisráðuneytinu um
þetta mál. “Mér skilst að á fundum
Eyjólfs Konráðs, Kristínar og Guö-
mundar meö aðstoðarutanríkisráð-
herra Breta hafi lítill samkomulags-
vilji komið fram og að ráðherrann
hafi talið kröfur íslendinga og Dana
ósanngjarnar. Við leggjum mikla
áherslu á það að scst verði niður og
rætt um málið. En það hafa Bretar
ekki viljað gcra,“ sagði Steingrímur.
Hann sagði að einhliða ákvörðun
Breta um rétt til olíuborana á þessu
svæði vera mjög vafasama. „Við
teljum að samkvæmt hafréttarsátt-
málanum og þeirri lýsingu sem þar
er gefin á rétti þjóða, þá eigum við
fullt eins mikinn rétt og þeir. Við
höfum lagt áherslu á að þjóðirnar
komi sér saman, en Bretar virðast
ekki fúsir til þess,“ sagði Steingrímur
Hcrmannsson. óþh
Deilur um sýningarrétt milli HSÍ og Félags fyrstudeildarfélaga:
RÚV eða Stöð 2?
Upp eru komnar deilur milli HSÍ
og Félags fyrstudeildarfélaga um
hver eigi að sýna frá þeim bikarleikj-
um sem eftir eru.
Forsaga málsins er sú, að HSÍ
samdi við ríkissjónvarpið um sýning-
arrétt á 1. deildarleikjum, lands-
leikjum og leikjum í bikarkeppn-
inni. Samkvæmt reglugerð HSI á
stjórnin síðan að leita umsagna og
samþykkis aðildarfélaganna í þessu
sambandi.
„Við sömdum með semingi samn-
inginn fyrir 1. deildina, en höfnuðum
alfarið samningnum um bikarkeppn-
ina. Ástæðan fyrir því að 1. deildar-
félögin gera það, er sú að af þeim 8
liðum sem eftir eru, eru 6 lið úr
fyrstu deild, þannig að það eru ekki
nema tvö lið úr öðrum deildum eftir
í keppninni," sagði Kristján Örn
Ingibergsson, formaður handknatt-
leiksdeildar K.R. í samtali við Tím-
ann í gær.
Félag fyrstudeildarfélaga náði síð-
an munnlegu samkomulagi við Stöð
2, sem síðar var staðfest, um að svo
framarlega sem fyrri samningurinn
gengi til baka, en í honumer gert ráð
fyrir einokun ríkissjónvarpsins,
fengi Stöð 2 að sýna frá bikarkeppn-
inni.
Aðilar úr Félagi fyrstudeildarfé-
laga áttu síðan fund með hluta
stjórnar HSÍ um þetta mál í gær-
kvöldi.
„Þar var þeim gerð grein fyrir því
að við gætum ekki samþykkt samn-
inginn við ríkissjónvarpið eins og
hann var lagður fyrir okkur. Við
buðum upp á það að samningur
sjónvarpsins stæði, að tveimur liðum
undanteknum. Annars vegar hyrfi
einokunarrétturinn út og hins vegar
að grciðslur sem rynnu af hendi frá
ríkissjónvarpinu til félaganna scm
tækju þátt í bikarkeppninni, en ekki
til fræðslustarfs HSÍ, eins og þeir
vildu,“ sagði Kristján Örn.
Stjórn HSÍ mun því í dag reyna að
endursemja við ríkissjónvarpið, út
frá þessum breyttu forsendum.
„Þau lið sem eftir eru í bika-
rkeppninni úr fyrstu deild, eru á
þeirri skoðun að cf ríkissjónvarpið
samþykkir ekki samninginn með
áorðnum breytingum, þá fær ríkis-
sjónvarpið ekki að sýna, því við
fáum töluvert hærri upphæðir með
samningnum við Stöð 2,“ sagði
Kristján Örn.
Jón Hjaltalín Magnússon, for-
maður HSÍ, sagði í samtali við
Tímann að viðræður væru í gangi við
báðar stöðvarnar og líklega yrði
niðurstaðan sú að báðar stöðvarnar
sýndu frá leikjunum. -SÓL