Tíminn - 16.03.1988, Síða 9

Tíminn - 16.03.1988, Síða 9
Miðvikudagur 16. mars 1988 Tíminn 9 lilllllllllllli VETTVANGUR'' : : ..;l' Páll Sigbjörnsson Eru frjálshyggjan og frumskóga- lögmálið orðin allsráðandi í stjórnun búvöruf ramleiðslunnar? Þótt höfundur þesarar greinar treysti varlega á, að jöfnuður og réttlæti séu ráðandi öfl í þjóðfélagi okkar í dag, getur hann ekki þagað alveg við þeirri aðför, sem gerð er að búskap á Austurlandi, með framkvæmd búvörulaga eins og henni er háttað nú síðasta misserið. Pegar búvörulögin voru sett 1985 var í allri umfjöllun látið í veðri vaka, að samdrætti í framleiðslu yrði beitt þannig að komist yrði hjá byggðaröskun eins og verða mætti. Landinu var skipt niður í bú- markssvæði og hverju svæði reikn- aður framleiðsluréttur miðað við framleiðslumagn mjólkur og kindakjöts undanfarandi ára og búmörk jarða. Þetta magnhlutfall átti svo að haldast milli einstakra svæða, en heildarframleiðslu- magnið átti að aðlaga þörfum markaðarins á næstu árum. Tilfærsla á framleiðslurétti milli einstakra framleiðenda innan bú- markssvæða, sem miða átti við að bæta hlut þeirra, sem skerðingin bitnaði harðast á, átti að ákvarðast af bændasamtökunum á hverju svæði. Þessum ráðstöfunum hlutu bændur að taka, þótt þær kæmu illa við marga. Bændum á Austur- landi var ljóst, að hin dreifða byggð þar var veik. Búin eru þar flest smá og víða gamlar byggingar. Með því að stöðva stækkun bú- anna, var komið í veg fyrir, að bændur gætu endurnýj að húsakost, en það sem e.t.v. var enn alvar- legra, var að tiltölulega margir á svæðinu höfðu nýlokið fjósbygg- ingu eða voru með fjós í byggingu þegar fullvirðisréttur var lögfest- ur. Á þeim býlum höfðu bændurnir ekki náð að auka framleiðsluna í hlutfalli við húsrými og fengu því mun minni framleiðslurétt, en þeim var nauðsyn á til að geta staðiðstraum affjármagnskostnaði vegna byggingaframkvæmdanna. Það sem menn hugguðu sig við, var að svæðið héldi þó sínu hlutfalli í framleiðslunni, og þegar mjólkur- sala í landinu óx, leit út fyrir, að skerðingin væri komin í botn og bjartara fram undan. Með hliðsjón af þvf, að grund- vallar sjónarmið búvörulaganna virtist vera að skipta framleiðslu- rétti á hverjum tíma í ákveðnum hlutföllum milli landshlutanna voru bændur á Austurlandi nokkuð öruggir með, að svæðið héldi sín- um hlut. Það var því huggun, að þau tiltölulega mörgu kúa- bú á svæðinu, sem lögð höfðu verið niður á fyrstu tveimur skömmtunarárunum, þ.e. 85/86 og 86/87 myndu leysa vanda þeirra, sem mest þurftu á viðbótarrétti að halda, s.s. bænda með nýjar vannýttar byggingar. Nú skal stuttlega rifja upp gang mála síðustu misserin. Stjórnvöld og Stéttarsamband bænda höfðu samið um að úthluta skyldi 3 millj. lítrum meiri fullvirð- isrétti en ríkissjóður ábyrgðist greiðslu fyrir verðlagsárið 86/87 þar er tæplega 3% af heildarrétti. Þetta magn átti að greiða af Fram- leiðnisjóði landbúnaðarins og ákveðið að gera það á þann hátt, að sjóðurinn keypti fullvirðisrétt- inn af bændum fyrir ákveðna þóknun, ef unnt reyndist. Haustið ‘86 var gerður út fjöl- mennur leiðangur í hringferð um landið, til að hvetja bændur til að Þessi afgreiðsla eru mikil vonbrigði fyrir bændur á Austurlandi. Þar koma ekki einungis til hagsmunir, sem vega þungt í viðhaldi byggðar, heldur er það tilfinningin fyrir því, að bændafólkið geti ekki lengur treyst á sam- stöðu stéttarinnar, helduroti þarhversín- um tota og reyni hver að troða annan niður. selja Framleiðnisjóði fullvirðisrétt sinn. Áður en lagt var af stað voru fulltrúar frá búnaðarsamböndum landsins boðaðir saman á fund og tilkynnt þessi áætlun og búnaðar- samböndin beðin að greiða fyrir þessari sölu. Til að tryggja sam- stöðu sambandanna og koma í veg fyrir andróður gegn sölu fullvirðis- réttar, var því lýst yfir á þessum kynningarfundi, að mismikil sala fullvirðisréttar af einstökum bú- markssvæðum yrði jöfnuð upp eftir á. Aðalfundur Stéttarsam- bands bænda samþykkti þá skipan með miklum meirihluta atkvæða. Þannig fór með uppkaup Fram- leiðnisjóðs á fullvirðisrétti, að hann var mjög misjafn á milli búmarkssvæða frá því að vera innan við 1/2% og upp í 17%. Á Austurlandi var salan full 7% yfir öll búmarkssvæðin. Þegar úthlutun fullvirðisréttar fyrir verðlagsárið 87/88 barst til búnaðarsambanda í haust kom fram, að engin leiðrétting milli svæða var gerð. Stjórn Búnaðarsambands Aust- urlands brá mjög við þessa stað- reynd og mótmælti brigðum á gefn- um fyrirheitum við landbúnaðar- ráðherra og Framleiðsluráð land- búnaðarins, og til að fylgja kröfum sínum eftir gerði hún út sendinefnd til sömu aðila. Höfundur greinar þessarar var einn af þremur nefnd- armönnum. { stuttu máli sagt kom ekkert út úr þessum kvörtunum. Framá- menn sem rætt var við voru hóg- værir og vorkunnlátir á svip, en sögðust ekkert geta gert í þessu máli. Það hefði aldrei verið ákveð- ið, hvaðan átti að taka þann full- virðisrétt til að bæta upp svæðum, sem létu meira en 3% af sínum rétti, og búið væri að úthluta öllum rétti, sem til væri. Okkur fannst, að það hlyti alltaf að hafa verið Með þessu ákvæði hefur fullvirðisrétturinn verið gerður að viður- kenndri söluvöru. Búið er að gefa 1000-1500 bændum í landinu all- an rétt til mjólkurfram- leiðslu, sem miðað við kaup Framleiðnisjóðs gæti numið nálega 3 milljörðum króna. meiningin, að þau svæði, sem minna létu frá sér skiluðu þeim mismun. En það vildu þessir ágætu ráðamenn ekki samþykkja, en þeir gáfu í skyn, að þetta kynni að lagast á næsta ári, þá æfti að skila 1 millj. lítra fullvirðisrétti til mjólk- urframleiðenda vegna aukinnar sölu mjólkur. Nú er það komið fram, hvaða efndir eiga að vera á skilum á næsta ári. Nýlega birtust í dagbl. Tíman- um tillögur stjórnar Stéttarsam- bands bænda og Framleiðsluráðs um uppskipti umgetinnar 1 millj. lítra fullvirðisréttar fyrir næsta verðlagsár þ.e. 88/89. Þar kemur fram að ekki er tekið tillit til samþykkta stéttarsam- bandsfundar og jöfnun mjög í skötulíki. Þannig er t.d. svæði 19 þ. e. Fljótsdalshéraði ognágrenni, skilað 1,5% af nálega 6% sem það hefur misst en svæði, sem minnst hafa látið, hafa nú eins mikið eða meira, en áður en Framleiðnisjóð- ur hóf sín kaup. Það ótrúlega var, að í fréttinni í Tímanum var formaður Stéttar- sambandsins borinn fyrir því, að þessar tillögur væru í samræmi við vilja Stéttarsambandsins. Þessi afgreiðsla cru mikil von- brigði fyrir bændur á Austurlandi. Þar koma ekki einungis til hags- munir, sem vega þungt í viðhaldi byggðar, heldur er það tilfinningin fyrir því, að bændafólkið geti ekki lengur treyst á samstöðu stéttarinn- ar, heldur oti þar hver sínum tota og hver reyni að troða annan niður. Frjálshyggjan sækir greinilega á í þjóðfélagi okkar og gróðahyggjan er viðurkennd sem eðlileg driffjöð- ur í athöfnum manna. Dæmigert í þeirri þróun er ákvæði, sem skotið var inn í reglu- gerð við búvörulögin á síðasta ári, þar sem hcimiluð er verslun einstaklinga með fullvirðisrétt inn- an búmarkssvæða. Þetta varð til þess, að á sumum búmarkssvæðum var fullvirðisréttur þeirra, sem hættu búskap ekki seldur Fram- leiðnisjóði, heldur framleiðendum á svæðinu. Þetta ákvæði verkar því beinlínis gegn því, að tilætlaður árangur næðist með kaupum Fram- leiðnisjóðs. Verðurekki annað séð en að hér hafi verið um baktjaldamakk hjá áhrifamiklum aðilum í kerfinu að ræða, til að koma í veg fyrir samdrátt á vissum búmarkssvæð- um. Með þessu ákvæði hefur fullvirð- isrétturinn verið gerður að viður- kenndri söluvöru. Búið er að gefa 1000-1500 bændum í landinu allan rétt til mjólkurframleiðslu, sem miðað við kaup Framleiðnisjóðs gæti numið nálega 3 milljörðum króna. f lokin til athugunar við fram- kvæmd búvörulaga. Eins og þeim sem til þekkja er kunnugt, er bændasamtökunum í héruðum ætl- að að stjórna tilfærslu framleiðslu- réttar hverju á sínu svæði eftir ákveðnum reglum. Ég hefi kunnað mjög illa við að verða þess áskynja, að starfmenn framkvæmdaaðila búvörulaganna hafa sýnt áberandi tilhneigingu til að hlutast til um þær tilfærslur. Ekki skal fara nánar út í það hér. En eðlilegt tel ég, að bændasamtökin á hverju búmarks- svæði haldi fast í þann rétt, sem búvörulögin gera ráð fyrir að þau hafi óskoraðan.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.