Tíminn - 16.03.1988, Side 10
10 Tíminn
Miðvikudagur 16. mars 1988
AÐ UTAN
Baráttan gegn óvinum náttúrunnar nú háð með efnum náttúrunnar sjálfrar:
Eitruð efni til
eyðingar skordýra-
plágu á undanhaldi
hátt að veikja frumuhimnur þeirra.
Vísindamenn komust líka að því
að fitusýrumar voru öðrum lífver-
um skaðlausar, þ.m.t. spendýr,
fuglar og fiskar. Safer-fyrirtækið
ætlar að kynna bændum fram-
leiðslu sína á þessu ári.
Líffræðilegt stríð
Fyriitækið Evans BioControl
Inc., sem líka leggur sig eftir
náttúrulegum plágueyðum, hefur
tekið aðra stefnu en ekkert síður
glæsilega. í verksmiðju fyrirtækis-
ins í Colorado er „ungað út“ 40.000
engisprettum á viku, og borið á
þær einfrumugró, Nosema
locustae, sem aðeins drepur engi-
sprettur. Eftir að gróin hafa fjölgað
sér og drepið flesta gestgjafa sína,
vinnur fyrirtækið þau aftur með
því að mala engisprettur.
f Montana er nosema-gróinu
dreift á hveitiklíðsflögur, nógu
smáar til að hægt er að dreifa þeim
með úðurum. Bændur aðhyllast þá
aðferð að fyrirbyggja skordýra-
plágur með því að dreifa þessu
eitraða agni á haga og engi á vorin,
u.þ.b. mánuði eftir að ný kynslóð
af engisprettum er komin úr
eggjunum. Gróin, sem eyðileggja
fituvefi skordýranna, drepa um
helming þeirra engispretta sem
gieypa það, og flestar þeirra engi-
spretta sem af lifa eru orðnar of
veikburða til að fjölga sér. Að sögn
talsmanna fyrirtækisins getur ein
dreifing veitt vemd á næsta upp-
skerutímabili.
V
blöndurnar. Á landbúnaðarsýn-
ingu í Tulare héraði, næstauðug-
asta akuryrkjuhéraði Bandaríkj-
anna, var stöðug ös við bás fyrir-
tækisins dögum saman. Þar voru
bændur að velta vöngum yfir plast-
pokum með kornum af svipaðri
stærð og lit og óhreinsaður sykur.
Kornin eiga að drepa örsmáar
lífverur, kallaðar nematodur, sem
leggjast á rætur jurtanna og valda
skaða á uppskerunni svo nemur
þriggja milljarða dala virði á ári
hverju. Starfsmenn Igene fyrir-
tækisins, en það hefur bækistöðvar
í Maryland, gerðu þá uppgötvun
að það mætti hafa stjórn á
nematodum með því að næra aðrar
örverur í jarðveginum, sem eru
óvinir nematodanna. Eftirlætis-
fæða þessara örvera er kítín, pró-
tein sem myndar skeljar krabba og
rækju.
Þessu unga fyrirtæki tókst að
þróa aðferð til að breyta skeljum í
kítín korn. Auðvelt var að verða
sér úti um skeljarnar, þær fengust
úr úrgangi fyrirtækja sem unnu
sjávardýr til fæðu. Þegar svo þess-
um kornum er dreift yfir akra,
breyta sveppir og aðrar örverur
kítíninu í ensíma sem eyðileggja
ungar nematodur og egg nematod-
anna. Igene-fyrirtækið væntir þess
að fá blessun umhverfisverndar-
ráðuneytisins innan skamms.
Annað ungt líftæknifyrirtæki í
Massachuetts, Safer Inc., gerði þá
uppgötvun að fitusýrur, unnar úr
vefjum dýra, drepa skordýr á þann
Enginn áhugi á
nosema-gróinu 1953
Það voru vísindamenn á vegum
landbúnaðarráðuneytisins sem
uppgötvuðu Nosema 1953 en þá
höfðu nautgripabændur í vestur-
ríkjunum engan áhuga á möguleik-
um þessa grós. Þeim fannst þægi-
legra að grípa bara til efnafræðilegs
skordýraeiturs gegn engisprettu-
skýjunum sem gátu allt í einu og
upp úr þurru birst á sjóndeildar-
hringnum. En margar tegundir
engispretta hafa áunnið ónæmi
gegn skordýraeitri og bændur þurfa
að verja meira og meira fé með
hverju árinu sem líður til að kaupa
meira og meira magn af þessu eitri
sem hefur minni og minni áhrif.
Eiturefnanotkun
mikilvægt neytendamál
Bæði bændur og þeir sem selja
afurðir þeirra eru farnir að skilja
að notkun eiturefna við ræktun
matvæla er farin að skipta neytend-
ur miklu máli. Stórtækir fæðufram-
leiðendur, með stórfyrirtækið H.J.
Heinz f fararbroddi, hafa sett á
bannlista fjöldann allan af eiturefn-
um við ræktun þeirra ávaxta og
grænmetis sem þeir kaupa af rækt-
endum. Náttúrulegir plágueyðar
kunna að vera dýrari í innkaupi en
efnafræðilegir. Samt kunna bænd-
ur að komast að raun um að
notkun þeirra eigi eftir að að skipta
sköpum um hvort þeir - og um-
hverfið komast af.
í Maryland í Bandaríkjunum er nú unninn náttúrulegur
skordýraeyðir úr krabbaskeljum.
í grennd við Boston eru nú framleiddar margar tegundir
af skordýraeyði úr fitusýrum, sams konar blöndu efna, sem
eyðast fyrir tilverknað örvera, og unnin er úr jurtaolíum
og dýrafitu til sápugerðar.
I vor berjast úðarar í Montana,
sem áður spýttu úr sér eitruðum
efnum til verndar uppskerunni,
gegn engisprettum með því að
dreifa einfrumugróum, sem eiga
að koma í veg fyrir skordýraplágur
án þess að drepa fugla, skepnur og
fiska um lcið.
f California og Pennsylvania
bjóða tvö fyrirtæki, sem sérhæfa
sig á líftæknisviði, upp á nýjar
tegundir skordýraeyðis sem unninn
er úr algengum óbreyttum bakt-
eríum.
Nú virðast vera að renna upp
nýir tímar í hinni löngu baráttu
manna og skordýra. Síðastliðin 40
ár hafa bændur sett allt sitt traust á
efnafræðilegan hernað gegn
skordýrum, en nú eru þeir í aukn-
um mæli farnir að snúa sér til
náttúrunnar sjálfrar í leit að
vopnum.
Náttúrulegir
skordýraeyðar
jafnárangursríkir...
í ár áætlar umhverfisverndar-
ráðuneytið að veita leyfi fyrir fleiri
gerðir skordýraeyða, sem unnir
eru úr náttúrulegum efnum, en
nokkurt annað ár síðan 1947 en þá
byrjuðu yfirvöld í Bandaríkjunum
að hafa yfirumsjón með efnanotk-
un bænda. Og það var ekki fyrr en
núna, sem tegundir skordýraeiturs
úr náttúrulegum efnum á markaði
gætu verið orðnar jafnmargar, eða
jafnvel fleiri en ný eitruð efni, sem
umhverfisverndarráðuneytið þarf
að taka afstöðu til. Tilraunir á
ökrum í 20 ríkjum hafa bent til
þess að náttúruleg efni geti verið
eins árangursrík og efnafræðileg
eiturefni, án þess að menga læki,
drepa fisk, valda sjúkdómum í
dýrum eða vera hættuleg heilsu
manna.
Yfirmenn í umhverfisverndar-
ráðuneytinu segjast binda miklar
vonir við þessa þróun.
... og skordýraeitur
unnið úr olíuvörum
AUt síðan svissneskur vísinda-
maður fann upp DDT í upphafi
síðari heimsstyrjaldar hefur skor-
dýraeitur unnið úr olíuvörum verið
allsráðandi í matvælaframleiðslu,
þar sem það virtist vera nægilega
virkt til að leysa öll skordýravánda-
mál bænda. En allt frá því á
sjöunda áratugnum hefur það orð-
ið æ sjaldgæfara að ný kemisk
skordýraeitur hafi komið á mark-
aðinn, en þau sem fyrir voru hafa
hins vegar verið dæmd úr leik
vegna þess hversu mikil hætta
fylgdi notkun þeirra.
Það hillir samt ekki undir að
algerlega verði hætt notkun kem-
iskra eiturefna við akurrækt í bráð.
Þúsundir tegunda slíkra efna eru í
brúki hjá bændum og markaðurinn
fyrir slík efni í Bandaríkjunum er
metinn á rúmlega 4 milljarða doll-
ara á ári.
Þess sjást þó merki að bæði
bændur og þeir sem vinna að
matvælaframleiðslu séu búnir að fá
sig fullsadda á þessum efnum.
Bæði vegna efnahagsaðstæðna og
umhverfisverndarsjónarmiða
koma bandarískir bændur til með
að eyða einum milljarði dollara
minna í slík efni 1988 en þeir gerðu
1983. Kostnaðurinn við að leita að
nýrri efnasamsetningu og á þeim er
þegar kominn upp í 20 milljónir
dala að því er kannanir í þessari
grein gefa til kynna. Af því leiðir
að fjöldi nýrra samsetninga sem
bændur eiga kost á á ári hverju
hefur minnkað um meira en helm-
ing frá því hann var mestur 1975.
Þegar í hlut eiga náttúrulegir
plágueyðar fer ummhverfisvernd-
arráðuneytið fram á mun færri
rannsóknir á hversu öruggir þeir
eru, og kostnaðurinn við að fá
slíkar blöndur skráðar sem leyfi-
legar fer sjaldan fram úr 100.000
dollurum. Þegar hefur leyfisskrif-
stofa ráðuneytisins lagt blessun
sína yfir h.u.b. 20 náttúrulegar
blöndur á árinu 1988 og líklega
verða gefin út leyfi fyrir 6-10 í
viðbót.
Bændur áhugasamir um
náttúrulega plágueyða
Nýlega komst framleiðslustjóri
lítils líftæknifyrirtækis, Igene Bio-
technology Inc., sem framleiðir
plágueyða úr skeljum, að raun um
það í Kaliforníu hversu ákafir
bændur eru í að prófa náttúrulegu