Tíminn - 16.03.1988, Side 12

Tíminn - 16.03.1988, Side 12
12 Tíminn Miðvikudagur 16. mars 1988 FRÉTTAYFIRLIT Jóhannesarborg - Sex blökkumenn sem eiga yflr höföi sér dauðarefsingu hafa skorað á Reagan Bandaríkjaforseta og leiðtoga vestrænna ríkja að bjarga þeim frá snörunni. Baghdad - írakar, sem segjast ætla að jafna borgir írana við jörðu, gerðu stórfelld- ar loftárásir á Teheran í gær og fleiri borgir Irana. Washington - Forsætis- ráðherra Israels, Yitzhak Shamir var ekki sáttafús á svipinn eftir að hafa hlýtt á tillögur Shultz varðandi friðar- umleitanir í löndunum fyrir botni Miðjarðarhafs. Moskva - Utanríkisráðherra Sovétríkjanna mun á sunnu- dag hitta hinn bandaríska starfsbróður sinn, þar sem undirbúinn verður leiðtoga- fundur Reagans og Gorbatsjov í maí næstkomandi. Panamaborg - Banda- rískum sendiráosmanni var vísað úr landi í Panama í gær, í kjölfar vaxandi spennu vegna þrýstings Bandaríkjastjórnar á Noriega hershöfðingja um að segja af sér. Bern - Frank Carlucci, varn- armálaráðherra Bandaríkj- anna og varnarmálaráðherra Sovétríkjanna, Dmitry Yazov hittast í fyrsta sinni i Sviss í gær á formlegum fundi varn- armálaráðherra stórveldanna. Moskva - Talsmaður sov- éska utanríkisráðuneytisins sagði í gær að enn væri hugs- anlegt að Sovétmenn færu með herafla sinn burt frá Af- ganistan þó svo að ekki verið gengið frá samkomulagi við Pakistana. Moskva - Samkvæmt heim- ildum ( Sovétríkjunum er óvíst hvort Sovétmenn muni óska eftir að kaupa mikið af korni frá Bandaríkjunum í þeim við- skiptaviðræðum sem fram eiga að fara I næstu viku. Ástæðan er sú að tvö ár í röð hefur kornuppskera f Sovétríkjunum verið með eindæmum góð. ÚTLÖND Noriega hrekur frá sér sendiráðsmenn eftir viöskiptaþvinganir Bandaríkjastjórnar: Kanar með ofstopa látnir mæta hörðu Rcuter-Panama Bandarískum sendifulltrúa var vísað frá Panama á þriðju- dag en aukinnar ólgu gætir nú vegna tilrauna Bandaríkja- stjórnar til að bola burt Noriega, herforingja. Terence Kneebone, deildar- stjóra í bandaríska sendiráðinu, voru gefnir tveir sólarhringar til að hafa sig á brott. Utanríkis- ráðuneytið tilkynnti að Knee- bone væri „persona non grata“, því að „athafnir hans í Panama samrýndust ekki hlutverki hans í sendiráðinu.“ Bandaríska sendiráðið hefur ekki lýst yfir áliti sínu á brottrekstri Kneebones, né staðfest að hann hafi haft í frammi eitthvert það athæfi sem ekki hæfir stöðu hans. Knee- bone er þó ekki fyrstur Bandaríkja- manna, sem mætir hinu opinbera í Panama, af þessum sökum. í sept- embermánuði sl. var David Miller, fjármálaráðunautur sendiráðsins, hafður í haldi lögreglu í Panama í átta klukkustundir eftir að sást til hans í mótmælagöngu í verka- mannabyggð skammt frá San Mig- uelito. Brottrekstur Kneebone er í beinu framhaldi af viðskiptaþvingunum Bandaríkjanna, sem hrífa sárlega, því að efnahagur Panama er í kjöl- farið orðinn afar bágur, bankar loka og verkalýðurinn efnir til mótmæla- aðgerða. Tilgangur viðskiptaþving- ana Bandaríkjastjórnar er að víkja Noriega úr embætti, en hann hefur verið ákærður af tveimur hæstarétt- Fulltrúi Sovétmanna í afvopnun- arviðræðum lét hafa eftir sér í gær að ólíklegt verði að teljast að sam- komulag náist um efnavopn á þessu ári. Sovétmenn hafa sakað Vestur- veldin um áhugaleysi á málinu og því muni slíkt samkomulag ekki verða að raunveruleika í ár. Yuri Nazarkin einn af fulltrúum Sovétmanna á afvopnunarráðstefn- unni í Genf sagði ráðstefnuhaldið vera að sigla í strand. Hann gat þess einnig að hann teldi þetta áhugaleysi um í Flórída vegna fíkniefnamisferl- is. Noriega, leiðtogi 16.000 manna herliðssveitar Panama og æðsti mað- ur ríkisins í raun, hefur vísað ákær- unum á bug og segist ekki hafa í huga að víkja úr sessi. Hreyfingunni gegn Noriega er stýrt af Delvalle forseta, sem var Vesturveldanna vera tengt ákvörðun Bandaríkjamanna frá því í desem- ber, að hefja að nýju framleiðslu efnavopna. Á almennum fundi á ráðstefnunni lét Nazarkin þau orð falla að Moskva hefði af því áhyggjur að Vesturveld- in væru að fjarlægjast þau yfirlýstu markmið að benda á færar leiðir til að eyða birgðum efnavopna og stöðva framleiðslu þeirra. Fréttamannafundur var haldinn steypt af stóli þegar hann vildi reka Noriega úr starfi í síðastliðnum mán- uði. Delvalle fer nú huldu höfði í Panama og heldur því stöðugt fram að hann sé löggildur forseti. Hann er studdur af stjórn Bandaríkjanna. í Panama telja margir að Delvalle dyljist á yfirráðasvæði Bandaríkj- eftir ræðu Nazarkin þar sem hann sagði að vonir Sovétmanna um sam- komulag í maí næstkomandi yrðu að engu, nema ráðstefnuhaldið kæmist í vænlegri farveg en það hefur verið í síðustu daga. „Við erum að falla á tíma,“ sagði Nazarkin Bretar og Bandaríkjamenn hafa sagt að áður en af undirritun sam- komulags geti orðið verði m.a. að tryggja að settar séu strangar reglur um eftirlit, þannig að þjóðir geti ekki komið sér undan að framfylgja banni og eyðingu efnavopna. Einnig hafa fulltrúar þessara þjóða lýst því yfir að sérstök tímatakmörk í sam- bandi við eyðingu efnavopna sé óraunhæft ákvæði í slíku samkomu- lagi sem rætt hefur verið í Genf. Nazarkin sagði að Sovétmönnum væri ljóst að mörg útfærsluatriði í samkomulaginu þyrfti að ræða frek- ar og ná samkomulagi um. „Við erum á móti því að nota tæknileg ágreiningsefni til þess að breiða yfir áhugaleysi í þeirri viðleitni að ná samkomulagi um mikilvæg málefni,“ sagði hann. Nazarkin lét ekki staðar numið hér heldur gagnrýndi franska tillögu sem fram hefur komið um að leyfa ríkjum að halda eftir ákveðnu magni af efnavopnum fyrstu tíu árin eftir að samkomulag liggur fyrir um eyð- ingu efnavopna. anna eða herstöð. Pessu hafa tals- menn Bandaríkjastjórnar mótmælt. í fréttum hefur því þó verið haldið fram, að fjölskylda Devalles hafi sótt í skjól á heimili sendiherra Bandaríkjanna í Panama. Pessu hafa opinberir aðilar ekki viljað svara. Shultz og Shevardsnadze hittast Leiðtoga- fundur í undir- búningi Eduard Shevardnadze, utan- ríkisráðherra Sovétríkjanna, mun á sunnudag fljúga til Was- hington þar sem hann hittir George Shultz utanríkisráð- herra Bandaríkjanna. Til- gangurinn með komu Shevar- dnadze er undirbúningur leið- togafundarins í Moskvu í maí. Gennady Gerasimov upplýs- ingafulltrúi utanríkisráðuneyt- is Sovétmanna, sagði frétta- mönnum í gær að Shevardna- dze myndi dveljast í Banda- ríkjunum 20. til 23. mars. Dagsetningar þessar voru ákveðnar á fundi utanríkisráð- herranna tveggja þegar Shultz fór til Moskvu. Búist er við því að viðræð- urnar í Washington muni snú- ast um mögulegan samning um að fækka um helming lang- drægum kjarnavopnum stór- veldanna tveggja. Stefnt er að því að slíkur samningur verði ræddur og jafnvel undirritaður á fundi Reagans og Gorbatsjov í maí næstkomandi. Lögregluþjónn í Tyrklandi: SÆRÐIFJORA STARFSBRÆÐUR Tyrkneskur lögreglumaður gekk berskerksgang í gær og særði fjóra starfsbræður sína skotsárum, þar af særðist einn mjög alvarlega. Lög- reglumaðurinri Yusuf Orhan öskraði upp yfir sig í gærdag: „Ég hef fengið mig fullsaddan. Ég get ekki meir.“ Áður en nokkur gat áttað sig hafði hann dregið fram byssu sína og upphófst skothríð, með fyrrgreind- um afleiðingum. Lögreglumaðurinn var handtekinn strax og tókst að yfirbuga hann. Fréttastofan Anatolian news greindi frá þessum atburði og vitnaði í lögreglustjórann í smábænum San- uiurfa í SA-Tyrklandi, þar sem lög- reglumaðurinn starfaði. Sagði lög- reglustjórinn að Yusuf Orhan hefði um nokkum tíma þjáðst af streytu sökum vandamála heima fyrir. Sovétmenn gagnrýna afvopnunarviðræðurnar t Genf: Áhugaleysi í við- ræðum um efnavopn

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.