Tíminn - 16.03.1988, Side 15
Miðvikudagur 16. mars 1988
Tíminn 15
MINNING
Maren Eyvindsdóttir
Fædd 9. maí 1915
Dáin 26. febrúar 1988
Amma okkar í sveitinni er dáin.
í>að skeði snöggt, þannig óskaði hún
sér líka að það yrði, því hún vildi
ekki vera upp á aðra komin í ellinni
á neinn hátt.
En hún amma var frísk og sívinn-
andi alveg þangað til fyrir örfáum
vikum. Amma var þannig skapi
farin að okkur fannst hún aldrei
verða gömul. Þegar við vorum lítil
sagði hún okkur spennandi sögur,
sem hún skáldaði jafnóðum, þær
voru kannski um litlar kisur eða
hvolpa sem höfðu villst að heiman
og fundu ekki mömmu og pabba en
alltaf enduðu sögurnar vel og við
drógum andann léttar. Svo fórum
við oft í gönguferðir með ömmu út
á tún að tína blóm, í berjamó og svo
upp í gil að skoða lækinn.
Amma var mjög lífsglöð kona og
reyndi að gera gott úr flestum
málum. Hún var mjög fljóthuga og
verkin urðu að ganga fljótt bæði
innan húss sem utan og þýddi ekkert
gauf, því þá gat amma orðið reið. En
gott var líka að fá hrósið þegar henni
fannst vel gert. Mikið fannst okkur
flatkökurnar, kleinurnar og sunnu-
dagssteikurnar góðar hjá henni.
Ein mesta skemmtun ömmu var
að taka ljósmyndir og dró hún oft
upp myndavélina á ótrúlegustu stöð-
um og tíma, því hún leit oft hlutina
frá öðru sjónarhorni en aðrir.
Amma var gift Sigurfinni Guð-
mundssyni afa okkar hann dó 21. 4.
1984. Þau voru samhent og unnu
mikið allt sitt líf, en kunnu líka að
gera sér glaðan dag og njóta lífsins.
Við kveðjum nú ömmu með söknuði
og þökkum henni allar góðu stund-
irnar.
Sigurgeir, Maja og Sigurfinnur.
Ingunn Björnsdóttir
Svínafelli
Fædd 24. maí 1896.
Dáin 4. mars 1988.
Við daglega umhyggju alls,
fyrir óskir, löngun og þörf
hún beitir sér eins og best er unnt
og býr undir framtíðarstörf
SJ.
Hinn 4. þ.m. andaðist í Landspítal-
anum Ingunn Björnsdóttir fyrrver-
andi húsfreyja í Svínafelli í Öræfum,
91 árs að aldri.
Faðir Ingunnar, Björn Sigfússon,
var af Hákonarstaðaætt á Austur-
landi. Þeir ættingjar eru niðjar Pét-
urs Péturssonar, sem um aldamótin
1800 hóf búskap á Hákonarstöðum
á Jökuldal. Hann var langafi Ingunn-
ar. Móðir Ingunnar, Pórunn Þor-
steinsdóttir, var ættuð úr Suðursveit,
komin af merku bændafólki.
Hjónin Eyjólfur Runólfsson og
Ingunn Gísladóttir bjuggu á Reyni-
völlum í Suðursveit um langt skeið.
Ingunn Björnsdóttir fæddist austur á
Jökuldal, en hjónin á Reynivöllum
tóku hana í fóstur, þegar hún var
ung, enda var húsfreyjan á Reyni-
völlum frænka hennar og nafna.
Ingunn Björnsdóttir ólst upp á
Reynivöllum til 16 ára aldurs. Eftir
það var hún nokkur ár vinnukona á
Kálfafelli hjá hjónunum Pórði Jóns-
syni og Guðrúnu Eyjólfsdóttur.
Rúmlega tvítug fluttist hún þaðan
og þá í fyrstu að Svínafelli. Dvöl
hennar þar var þó eigi löng að sinni,
því að ferðinni var heitið lengra.
Dálítinn tíma starfaði Ingunn í Vest-
mannaeyjum og eitt sumar var hún
í kaupavinnu á Maríubakka í Fljóts-
hverfi. Að því búnu fluttist hún aftur
að Svínafelli, og þá var þar eigi
tjaldað til einnar nætur, því að æ
síðan til æviloka var þar lögheimili
hennar. Samt þurfti hún síðustu
misserin að dveljast í Skjólgarði á
Höfn og að allra síðustu lá leið
hennar í Landspítalann í Reykjavík.
Þegar Ingunn fluttist að Svínafelli,
hafði Lárus Magnússon tekið við búi
á Böltajörðinni, en faðir hans var þá
látinn fyrir fáum árum. Faðir og
móðir Lárusar áttu bæði ættir að
rekja til séra Jóns Steingrímssonar á
Kirkj ubæjarklaustri.
Lárus Magnússon og Ingunn
Bjömsdóttir giftust sumarið 1923 og
bjuggu í Svínafelli rúmlega 40 ár, þó
síðari hluta þess tíma með aðstoð
barna sinna. Lárus féll frá 1967, þá
orðinn aldurhniginn. Þessum hjón-
um varð þriggja barna auðið og
skulu þau hér nafngreind: Sigurður
í Svínafelli, dáinn 1950, 26 ára
gamall. Magnús bóndi í Svínafelli,
kvæntur Svöfu Jóhannsdóttur frá
Hofi. Laufey kona Ragnars Stefáns-
sonar þj óðgarðsvarðar í Skaftafelli.
Á starfstíma Lárusar og Ingunnar
var búskapur og framkvæmdir á jörð
þeirra með sama sniði og annars
■ . i', i.,i i‘ ’i.o ..... ..... .
rnnnOri'i u't r.rrra
staðar í sveitinni. Snemma á búskap-
artímanum réðust þau í það sökum
vissra atvika að flytja bæinn úr
brekkunni ofan á sléttlendið og
byggja þar öll bæjarhús að nýju.
Síðar á ævinni byggðu þau ásamt
börnum sínum steinsteypt íbúðarhús
á sama stað. Ræktun á jörðinni
hefur verið stóraukin og vélar keypt-
ar til margs konar nota.
Ingunn Björnsdóttir átti heima í
Svínafelli um 65 ára tímabil. Þessi
staður varð henni kær, enda eru
landgæði jarðarinnar nokkur, um-
hverfi bæjarins fagurt og veðurfar
þar heima með því skjólsamasta,
sem þekkist á sveitabæjum landsins.
Það gildir þó um þetta heimili hið
sama og aðrar byggðir, að mörg er
búmannsraunin. Við landbúnað þarf
jafnan árvekni og atorku og sú
starfsemi er stundum ekki áfallalaus.
Og í einkalífi verða menn oft að
reyna bæði skin og skúrir. Fráfall
Sigurðar í blóma aldurs hlaut að
verða þessari fjölskyldu í Svínafelli
þungbært áfall. Hann var farinn að
veita foreldrunum mikilsverða að-
stoð í störfum og hafði forgöngu um
að kaupa jarðarpart í Svínafelli og
stækka þannig ábýlisjörð fjölskyld-
unnar. Hann var að upplagi þrek-
mikill, en naut ekki lengi krafta
sinna, heldur varð svo árum skipti
að stríða við sjúkdóm, sem reyndist
ólæknandi. En hverju sem var að
mæta má segja um Ingunni hið sama
og fyrrum var sagt um aðra merka
konu: Hún var ekki hót að kvarta
hinsta fram á sólarlag.
Verksvið Ingunnar var fyrst og
fremst á heimilinu í Svínafelli. Þar
vann hún verk sín í kyrrð, eins og
löngum hefur verið venja um ís-
lenskar húsmæður. Hún lét sér annt
um heimili sitt og fjölskyldu og þar
duldist hvorki umhyggja hennar né
reisn í framkomu. Þar vildi hún
beita sér eins og best er unnt og búa
undir framtíðarstörf. En hún bland-
aði sér lítið í félagsmál eða önnur
störf utan heimilis, var þó ávallt
reiðubúin að rétta öðrum mönnum
hjálparhönd, ef þörf krafði.
Með sextíu ára starfi í Svínafelli
átti þessi húsfreyja eigi lítinn þátt í
að efla þar traust heimili. Þannig var
framlag hennar til sveitarfélagsins
mjög mikilsvert.
Því lögmáli verður eigi undan
vikist, að æviskeiði allra manna eru
takmörk sett. Ingunn hafði fyrir
aldurs sakir í reynd látið af störfum
nokkrum árum áður en hún lést. Við
ævilokin er hennar minnst með virð-
ingu og þökk. P.Þ.
HH REYKJKJÍKURBORG ffl
T Aautovi Stödun
Borgarverkfræðing-
urinn í Reykjavík
Tæknifræðingur óskast til starfa á Mælingadeild
Reykjavíkurborgar nú þegar eða frá 1. júní n.k.
Laun samkvæmt kjarasamningi Reykjavíkurborg-
ar og St. Rv.
Upplýsingar gefur Ragnar Árnason, Skúlatúni 2,
sími 18000.
Aðalfundur „Framnes" h.f. verður haldinn mánu-
daginn 28.03.1988 í húsi félagsins, Hamraborg 5,
Kópavogi, og hefst kl. 20.30. Dagskrá samkvæmt
16. gr. félagslaga. Þá verður einnig til umræðu
húsnæðismál félagsins. Hluthafar, eða löglegir
umboðsmenn þeirra, mætið vel og stundvíslega.
Önnur mál.
Stjórnin
v-'ii'. rCii r-k * y-í i. •.* » j . J . j »- ^ V i J • ■ * • \ . ii I J / C. ii.i- ..* ‘ •- '■
iö v) ir;tir.d r;/2od uí)20í ýnrx'i' 'v</ :0! .!>’ raí.UK i
Rabbfundir LFK í kjördæmum
Landssamband framsóknarkvenna gengst fyrir rabbfundum í kjör-
dæmunum í samvinnu við konur á hverjum stað. Fundir verða sem
hér segir.
VESTFIRÐIR:
ísafjörður, föstudag-
inn 18.3. kl. 20.30.
Önundarfjörður,
laugardaginn 19.3. kl.
13.00.
Bolungarvik, laugar-
daginn 19.3. kl. 16.00.
Allar velkomnar.
Unnur
Magdalena
Borgnesingar - nærsveitir
Spilum félagsvist í Samkomuhúsinu Borgarnesi föstudaginn 18. mars
n.k. kl. 20.30. Síðasta kvöldið í 3ja kvölda keppni. Góð verðlaun.
Mætum vel og stundvíslega.
Framsóknarfélag Borgarness
Fundur með öldruðum og
heilbrigðisráðherra
19. mars n.k. á Hótel Lind.
Guðmundur Bjarnason heilbrigðisráðherra flytur
Halldórsson upplestur
Baldvin
Fólki gefst kostur á að bera fram spurningar.
ALLIR VELKOMNIR.
ávarp. Baldvin
Guðmundur
Fulltrúaráð framsóknarfélaganna í Reykjavík
Húnvetningar
Guðni Valgarður
Almennur fundur um verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga verður
haldinn á Hótel Blönduósi fimmtudaginn 24. mars n.k. kl. 20.30.
Frummælendur verða Guðni Ágústsson alþingismaður og Valgarður
Hilmarsson oddviti.
Allt áhugafólk um framtíð landsbyggðarinnar hvatt til að koma.
Framsóknarfélag Austur-Húnvetninga
V*
Inga Þyrí Arndís * • Dagbjört
91-641714 99-6396 93-86665
Norrænt kvennaþing
Norrænt kvennaþing verður haldið í Osló 31. júlí - 7. ágúst n.k. að
tilstuðlan ráðherranefndar Norðurlandaráðs.
LFK mun í samvinnu við miðflokkakonur á Norðurlöndunum standa
fyrir verkefni er nefnist KONUR OG STÖRF í DREIFBÝLI:
Undirbúningshópur LFK hefur tekið til starfa og eru þær sem hafa
áhuga á að taka þátt í undirbúningi og/eða koma með okkur á þingið
í Osló beðnar um að hafa samband sem fyrst við Margréti í síma
91-24480 kl. 9-12 eða einhverja úr undirbúningshópnum.
LFK