Tíminn - 06.04.1988, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 6. apríl 1988
Tíminn 3
Framkvæmdir við Snorrastofu hefjast í Reykholti í sumar:
Ólafur konungur færir
Reykholti stórgjafir
Ólafur Noregskonungur mun af-
henda liðlega sex milljónir króna
til styrktar byggingu Snorrastofu í
Reykholti í tengslum við komu
sína til íslands á hausti komanda.
Framlag þetta er frá norsku þjóð-
inni og hefur heyrst að ýmsir
menningarlega sinnaðir aðilar í
Noregi hafi áhuga á að bæta við
þessa upphæð á næstunni. Sóknar-
presturinn í Rcykholti, sr. Geir
Garðarsson Waage, sagði í samtali
við Tímann að stefnt væri að því
að lokið yrði við fyrsta áfanga
byggingar Snorrastofu og sam-
byggðrar sóknarkirkju í Rcykholti
fyrir haustið. „Þá verður hægt að
ganga með Ólafi konungi inn á
gólfplötu húsanna,1" sagði Geir.
Ekki er talið að þessi höfðingsskap-
ur Norðmanna sé sprottinn af iðrun
yfir misfærslu Aftenposten á þjóð-
crni Snorra fyrir skömmu. Sagði
Ásgeir Pétursson, fyrrum sýslu-
maður Borgfirðinga að nú væri að
koma fram áratugalöng barátta
heimamanna og áhugamanna um
sögu Snorra Sturlusonar og Reyk-
holtsstaðar.
Auk þessa mikla framlags frá
Norðmönnum hefur verið ákveðið
í stjórn Sementsverksmiðju ríkis-
ins á Akranesi að gefa allt sement
til húsanna tveggja, kirkjunnar og
Snorrastofu. Er hér um að ræða
um 200 tonn af sementi sem nú er
metið á um eina og hálfa milljón
króna. Sagði stjórnarformaðurinn,
Ásgeir Pétursson, fyrrum sýslu-
maður Borgfirðinga og núverandi
bæjarfógeti Kópavogs, að þessi
gjöf væri framlag þeirra til þessa
þjóðarverkefnis. Tilefni gjafarinn-
ar er þrjátíu ára starfsafmæli verk-
smiðjunnar og sá merki áfangi að
nú eru teikningar Snorrastofu á
byggingarnefndarstigi.
Sr. Geir G. Waage sagði að
mikill áhugi væri á framtaki þessu
og ótrúlega vel væri tekið undir
furmkvæði heimamanna. Þegar
hafa umtalsverðar gjafir borist frá
einstaklingum og öðrum aðilum.
Ríkisjóður íslands hefur undanfar-
in tvö ár lagt fram á fjárlögum um
300 þúsund krónur til verksins.
KB
Líkan af Snorrastofu og sóknar-
kirkju i Reykholti eins og það
keniur til með að líta út í grófum
dráttum. Byggingarnar verða sam-
tengdar og að hluta með saineigin-
legri aðstöðu tii að mæta ýnisum
þörfum staðarins. Stefnt er að því
að Ólafur Norcgskonungur geti
gengið inn á gólfplötu
Líklegt er taliö aö svín á búi á Kjalarnesi séu smituð af svínapest:
Smitunarleið hulin ráðgáta
Flest bendir til þess að veirusýk-
ingin svínapest hafi stungið sér niður
á ónafngreindu svínabúi á Kjalar-
nesi, en einkenna veikinnar varð
vart á einu dýri sl. miðvikudag.
Veikinnar hefur þegar orðið vart í
fimm dýrum á búinu. Svínapesta-
veiran er skyld þeirri veiru sent
veldur blóðkreppusótt eða veiru-
skitu í kúm.
Svínabúið hefur verið sett í sóttkví
og fyllstu varkárni gætt til þess að
fyrirbyggja frekari útbreiðslu veik-
innar. Þess ber að geta að veikinnar
hefur einungis orðið vart í einu húsi
á umræddu búi. Þeim tilmælum
hefur verið beint til svínabænda að
forðast umferð milli svínabúa á næst-
unni, þ.m.t. að láta af lífdýrasölu
milli búa í bráð.
Til að staðfesta að dýrin hafi
veikst af svínapest verður sent sýni
til greiningar til Danmerkur, trúlega
á fimmtudag. Niðurstaðna úr þeirri
greiningu er síðan að vænta innan
fárra daga.
Það er talið nær öruggt að kjöt af
smituðum dýrum hafi ekki farið á
markað. Og þó svo væri, er minnt á,
af gefnu tilefni, að fólki stafar engin
hætta af neyslu svínakjöts af sýktum
dýrum. Rétt er að minna á að veikin
berst ekki í aðrar skepnur en svín.
Flest bendir til, að dýrin séu sýkt
af svínapest. Reynist svo vera, er
gert ráð fyrir að bólusetja svín á
þessu búi til þess að verja þau gegn
sýkingu meðan þau eru að vaxa upp
í sláturstærð. Um þetta verður þó
ekkert ákveðið fyrr en niðurstöður
greiningarinnar í Danmörku liggja
fyrir. Það ber að hafa í huga að
bólusetning myndi ckki útrýma veik-
inni, heldur einungis halda henni í
skefjum og gera bærilegra að búa við
hana. Bólusetning væri því á vissan
hátt uppgjöf ætli menn að útrýma
veikinni.
Tíminn leitaði í gær til Sigurðar
Sigurðarsonar, dýralæknis á
Keldum, og innti hann eftir því hver
væru helstu einkenni svínapestar.
Sigurður sagði að dýrin fengju
háan hita, 41-42 stig. Því fylgdi
lystarleysi og deyfð. Dýrin slettast til
í gangi að aftan og eiga erfitt með að
standa í afturfætur. Þau leggjast
fyrir, skjálfa og fá krampa eða
berast ósjálfrátt um. Einstaka svín
kasta upp, en oftast verður vart
hægðatregðu í byrjun en síðar ber á
gráleitri skitu sem getur orðið bló'ð-
lituð. Greinilegasta einkennið, að
sögn Sigurðar, eru dökkrauðir dílar,
sem oftast sjást í húð á eyrum, neðst
á fótum, aftan á lærum og í klofi,
vegna blæðinga af völdum veirunn-
ar. Blettirnir eru litlir og hringlaga í
fyrstu en geta orðið stórir og óreglu-
legir.
Aðspurður sagði Sigurður að
menn hefðu ekki enn fundið út
hvernig veikin barst í umræddan
svínastofn, en þessarar veiki hefur
ekki orðið vart hér á landi síðan
1952, en talið er að hún hafi borist í
svín með matarleifum frá varnarlið-
inú árið 1941. Veikin fannst á þessu
árabili á 20-30 búum í landnámi
Ingólfs, en ekki er kunnugt um sýkt
dýr á öðrum svæðum landsins. Sig-
urður sagði að svínapest bærist milli
búa og héraða með lífdýraflutning-
um. Einnig smitaðist veikin með
svínakjöti og matarleifum. Það væri
m.a. skýringin á þvi að staðið væri
gegn innflutningi á skinku og ónið-
ursoðnu svínakjöti. Sigurður sagði
það og vitað að veikin gæti borist
með fólki, t.d. á hlífðarfötum, með
sláturflutningabílum og ýmsum hlut-
um sem væru fluttir milli svínabúa
án sótthreinsunar.
Að sögn Sigurðar er svínapest
nokkuð algeng í Hollandi og Þýska-
landi og á síðustu árum hefur hennar
einnig orðið vart í Bretlandi. Veikin
er einnig vel þekkt í Suður- og
Mið-Ameríku, svo og í Austur-Evr-
ópu. í Danmörku hefur veikinnar
ekki orðið vart f um 50 ár og í
Bandaríkjunum var henni útrýmt
árið 1976.
Sigurður vildi hvetja svínabændur
til þess að fylgjast vel með svínum
sínum, einkum þegar fóðrað væri og
láta héraðsdýralækni vita strax ef
vart yrði einhverra þeirra einkenna
sem lýst hefur verið hér að framan.
óþh
Aðalfundur
Samvinnubankans
Aðalfundur Samvinnubanka íslands hf. verður hald-
inn að Hótel Sögu, Átthagasal, Reykjavík, fimmtudag-
inn 14. apríl 1988 og hefst kl. 14.30.
Auk venjulegra aðalfundarstarfa verður lögð fram til-
laga um heimild til bankaráðs um útgáfu jöfnunar-
hlutabréfa.
Aðgöngumiðar og atkvæðaseðlar til fundarins verða
afhentir á fundarstað.
Bankaráð Samvinnubanka íslands hf