Tíminn - 06.04.1988, Blaðsíða 12

Tíminn - 06.04.1988, Blaðsíða 12
12 Tíminn Miðvikudagur 6. apríl 1988 FRÉTTAYFIRUT þegar til bardaga kom eftir aö vopnaöir arabar reyndu að laumast inn í (srael frá Líb- anon. LONDON - Sterlingspundið styrktist mjög gagnvart öörum gjaldeyri í gærog setti með því þrýsting á bnadarískan dollar. LONDON - Búist er viö því aö Dalai Lama, andlegur leiö- togi Tíbeta, muni hafna tilboði kínversku ríkisstjórnarinnar um aö snúa á ný til Tíbet ef hann dragi til baka kröfu sína um sjálfstæöi Tíbets. ARIZONA - Ríkisstjórinn í Arizona, Evan Mecham, var dæmdur frá embætti sínu á mánudag, vegna þess aö hann ráðskaðist meö peninga skatt- greiðendanna í eigin þágu. Þetta er fyrsta skiptið í 59 ár sem ríkisstjóri er dæmdur til aö láta af embætti í Bandaríkjun- um. AMMAN - Utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, George Shultz, hitti Hussein Jór- daníukonung aö máli í Amman í gær. Shultz hyggst reyna aö fá Hussein til aö samþykkja friðaráætlun Bandaríkja- manna í Mið-Austurlöndum. BAGDAD - írakar sögðust hafa skotið tveimur flugskeyt- um að Teheran í kjölfar eld- flaugaárásar þeirra á hina heilögu írönsku borg Qom og hina fornu höfuðborg Esfahan. íranar tilkynntu að þrír hefðu látiö lífið i Qom, en tvær eld- flaugar hæfðu borgina. MANILA - Bandaríkjamenn þrýstu á endurnýjun her- stöðvasamninga á Filippseyj- um og hétu Corazon Aquino forseta stuðningi sínum í upp- hafi formlegra viðræðna um framtíðarfyrirkomulag her- stöðva á eyjunum. ÍSLAMABAD - Afganska stjórnin i Kabúl sem nýtur stuðnings Sovétmanna heldur nú þingkosningar, þrátt fyrir að ekkert lát sé á stríðinu við skæruliða múslíma sem staðið hefur í níu ár. Stjórnin gerði skæruliðum, sem njóta stuðn- ings vestrænna ríkja, tilboð um að taka þátt í kosningunum og bauð embættismönnum mannréttindanefndar Samein- uðu þjóðanna að fylgjast með kosningunum. lllllil ÚTLÖND ' ' !■ i - ’ ■ ■ ...... v^1:..... Najibullah forseti Afganistans og Sjevarnadse utanríkisráðherra Sovétríkjanna funda í Kabúl: SOVÉSKIR HERMENN ÚT ÚR AFGANISTAN Sovéskir hermenn munu yfirgefa Afganistan óháð því hvort sam- komulag næst í friðarviðræðunum í Genf. Þetta var staðfest á fundi Najibullah forseta Afganistan og Eduard Sjevarnadse utanríkisráð- herra Sovétríkjanna í Kabúl á mánu- dag. Hins vegar halda þeir öllum dyrum opnum ef ekki næst sam- komulag í Genf. Þetta kom fram í Prövdu, málgagni sovéska kommún- istaflokksins á þriðjudag. „Báðir aðilar staðfestu að áætlun um brottflutning verði framkvæmd án tillits til stöðunnar í viðræðunum milli Afgana og Pakistana í Genf,“ sagði í frétt Prövdu af fundinum. „Ef viðræðurnar í Genf enda ekki með undirritun samkomulags, þá munu Sovétríkin og Afganistan grípa til þeirra aðgerða sem þjóðar- hagsmunir beggja ríkjanna krefjast." Pravda skýrði ekki nánar frá því hvernig og hvenær hinir 115 þúsund sovésku hermenn í Afganistan munu yfirgefa landið, en Sovétmenn hafa áður lýst því yfir að brottflutningur sovéskra hermanna muni hefjast tveimur mánuðum eftir að sam- komulag yrði undirritað í Genf og að brottflutningi yrði lokið á hálfu ári. Nú fara fram þingkosningar til afganska þingsins og munu þær standa til 14. apríl. Skæruliðar mús- líma hafa lýst því yfir að kosningarn- ar séu haldnar til að blekkja afgan- ska alþýðu og almenningsálitið í heiminum. Sovéskir hermenn í Kabúl. Nú hafa Sovétmenn og Afganar staðfest að sovéskir hermenn verði fluttir á brott frá Afganistan hvort sem friðarsam- komulag verður undirritað í Genf eður ei. Þotu með 110 farþegum rænt Flokkur arabískmælandi manna rændi í gær farþegaþotu frá Kuwait með 115 manns innanborðs og neyddi flugstjórann til að lenda þot- unni í írönsku borginni Mashhad. Hótuðu flugræningjarnir að sprengja þotuna í loft upp ef hún yrði ekki fyllt af eldsneyti svo þeir næðu til óþekkts áfangastaðar. Pá krefjast þeir að sautján föngum í Kuwait verði sleppt. transka stjórnin ætlaði ekki að veita þotunni lendingarleyfi, en eftir að ljóst varð þotan var að verða eldsneytislaus var lendingarleyfi gefið. Stjórnin í Kuwait hefur farið fram á það við stjórnvöld í íran að verða ekki við kröfu flugræningj- anna um eldsneyti. Flugræningjarnir slepptu einum sjúkum farþega frá borði. Farþegar eru flestir frá Kuwait og eru þrír meðlimir hinnar stóru konungsfjöl- skyldu í Kuwait þeirra á meðal. Þá voru rúmlega tuttugu Bretar í vélinni auk fólks af öðru þjóðerni. Perez de Cuellar framkvæmda- stjóri Sameinuðu þjóðanna hefur beint því til flugræningjanna, sem eru fimm eða sex að tölu og vopnaðir skammbyssum og handsprengjum, að þeir sleppi farþegum vélarinnar. Verkföllin í Sovétríkjunum: Verksmiðjur gjaldþrota Verkföllin í Nagorno-Kara- bakh hafa sett fjórar sovéskar verksmiðjur á hausinn, en hingað til hafa gjaldþrot sovéskra verk- smiðja ekki verð algeng. Verkföll hafa verið í Nagorno-Karabakh í rúma viku, en armenskir verka- menn krefjast þess að héraðið verði sameinað Armeníu. Verksmiðjurnar sem eru nú orðnar gjaldþrota störfuðu í raf- eindatækjaiðnaði, húsgagna- iðnaði og landbúnaðarvélaiðn- aði. Er talið að tap verksmiðj- anna vegna verkfalisins sé rúm- lega fjórar milljónir rúblna. 18 þúsund froskar í varðhaldi Axar- morð Morðingi vopnaður exi myrti hjón í vestur-þýska bænum Weiden í fyrrinótt og særði þrjá aðra alvar- lega. Morðinginn lét sjálfur lffið þegar hann ók bifreið sinni á fullri ferð á tré. Morðinginn, Koellner að nafni, lenti í hörðu rifrildi við félaga sinn á mánudagskvöld. Koellner var ekki sáttur eftir orðaskiptin svo hann elti félaga sinn heim og réðst á hann með exi í heimtröðinni. Faðir fórnar- lambsins hugðist koma syni sínum til hjálpar, svo Koellner réðst að hon- um með exinni og ók síðan nokkrum sinnum yfir hann. Þeir feðgar héldu þó lífi eftir árásina þó stórslasaðir væru. Eftir líkamsárásina á feðgana hélt Koellner til heimilis kunningjahjóna sinna, réðst að þeim með exinni og linnti ekki fyrr en hjónin lágu örend eftir. Þá ók maðurinn til enn eins félaga síns, hjó hann með exinni og stakk hann með hnífi. Maðurinn lifði .árásina af, en Koellner hélt á braut en fannst síðar látinn í bifreið sinni þar sem hann hafði ekið henni á tré, greinilega með sj álfsvíg í huga. Átján þúsund froskum var hald- ið föngnum á flugvellinum í Brus- sel á mánudag. Var froskunum, sem millilentu í Brussel á leið sinni frá Kairó til Genfar, haldið föngn- um á flugvellinum í níu tíma án þe'ss að fá vott né þurrt. Hafa belgísk dýravinasamtök mótmælt meðferðinni á froskunum. „Það eina sem við viljum er að athuga flugfarma og koma í veg fyrir fjöldamorð," sagði talsmaður belgísku dýravinasamtakanna. Hann sagði að þröngt hafi verið búið um froskana í ferðinni til Genfar. Talsmaðurinn upplýsti einnig að ólöglegur farmur lifandi fugla hafi fundist á flugvellinum í Brussel. Talsmaður Sabena flugfélagsins sem flutti froskana staðfesti að froskarnir hefðu verið innilokaðir á flugvellinum í rúma átta tíma, en hann sagði að það hafi ekki verið sérstaklega heitur né þurr dagur svo froskarnir hafi ekki beðið tjón af þó þeir hafi ekki fengið vott né þurrt þennan tíma. Kínverjar hverfa frá te- neyslu yfir í bjórþamb: Brugghús anna ekki bjórþambi Kínversk brugghús ná nú ekki að anna síaukinni eftirspurn eftir bjór, en svo virðist vera að kínversk alþýða sé nú að hverfa frá hefðbund- inni tedrykkju og sötri þess í stað bjór í gríð og erg. Er nú svo komið að kínverskir bjórsvelgir þurfa lengi að leita til að fá glas af köldum miði. „Komdu aftur í næstu viku. Því miður er allur bjór upp urinn,“ var svarið í ríkisreknum stórmarkaði þegar falast var eftir miðinum. “Kannski fáum við bjór í næstu sendingu, en það er ekki víst, við höfum ekki það góð sambönd." í Kína eru rúmlega þúsund brugg- verksmiðjur og framleiða þær rúm- lega fimm milljón lítra á ári. En það dugir ekki til. í Peking eru brugguð 150 þúsund tonn á ári. En það er um 100 þúsund tonnum of lítið.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.