Tíminn - 06.04.1988, Blaðsíða 13
Miðvikudagur 6. apríl 1988
Tíminn 13
AÐ UTAN II
Bödunin er ákaflega þýöingarmikill
liður í brúðkaupinu skv. siðum
Indónesíumanna. Þá eru hjónaefnin
hreinsuð til líkama og sálar áður en
þau hefja nýtt líf. Hér eru það
foreldrar brúðgumans sem sjá um
hreinsun sonar síns...
Brúðkaupsathöfnin fór í þetta sinn fram á hóteli í Bangkok. Hér er brúðurin að mata mannsefni sitt á gulum hrísgrjónum.
... og sama athöfn á sér stað heima
hjá foreldrum brúðarinnar.
köstuðu samanrúlluðum laufum
betelhnetupálmans hvort í annað
og á þetta að tákna að þau séu að
ganga úr skugga um að alvara sé að
baki.
Þá var komið að því að „stíga á
eggið“. Brúðguminn steig á egg og
braut það. Þá steig brúðurin fram
og kraup niður til að þvo eggjasull-
ið af fótum lians með vatni með
ilmcfnum. Brúðguminn rétti henni
síðan hönd sína og reisti hana á
fætur. í þessari athöfn felast tvenns
konar tákn, eggjabrot brúðgumans
táknar að hann hcfur nú stigið
óafturkræft skrcf með því aðganga
að eiga brúði sína. Brúðurin er
hins vegar að sýna að hún gangi
manni sínum heils hugar á hönd og
taki að sér þá skyldu að gæta hans
góða nafns, bæði ístríðu og blíðu.
Næst í röðinni er athöfn, þar
sem ungu hjónin leiðast og halda í
jakkalöf föður brúðarinnar. Stefn-
an er tekin á brúðhjónasætið og
móðir brúðarinnar veitir þeim kær-
leiksfulla vernd á leiðinni. Merk-
ingin er að faðir brúðarinnar sýni
ungu hjónunum á hverju ham-
ingjusamt fjölskyldulíf byggist en
móðirin sýni stuðningoghvatningu
við að ná markmiðum ungu hjón-
anna í lífinu.
Þá er komið að list jafnvægisins.
Brúðhjónin setjast sitt á hvort læri
föður brúðarinnar og þegar móðir
hennar spyr hvort sé þyngra, svarar
hann að þau séu jafnþung. Þetta
merkir að faðir gerir ekki grcin-
armun á dóttur sinni og tengdasyni,
bæði standa honum jafnnærri.
Nú er komið að því að foreldr-
arnir viðurkenni að brúðkaup hafi
átt sér stað og gefa brúðhjónunum
blessun sína. Brúðurin leggur nú
útflettan vasaklút í kjöltu sína og
brúðguminn hellir hnetum úr ofn-
um poka á klútinn. Þetta táknar að
allt það sem eiginmaðurinn vinnur
sér inn fellur í skaut konunnar,
sem sér um að nýta það til velferðar
fjölskyldunnar.
Brúðhjónin mata svo hvort ann-
að með gulum hrísgrjónum og
drykkjarvatni á eftir. Þetta táknar
að í hjónabandi deila hjónin öllu
hvort með öðru.
Nú er komið að því að taka á
móti foreldrum brúðgumans, sem
loks eru komin. og þcim vísað til
sætis næst brúðhjónunum. Síðar
fer svo fram athöfnin Sugkeman,
þegar brúðhjónin þakka foreldrum
sínum fyrir uppeldið og biðja um
blessun þeirra í byrjun nýs lífs.
Síðast í helgiathöfninni skiptast
brúðhjónin á hringjum.
Nú var helgisiðunum fullnægt,
og eru þeir þó ekki allir upptaldir,
og gestum boðið að koma inn og
bera fram hamingjuóskir til ungu
hjónanna.
Foreldrar brúðarinnar koma fyrir klumpi úr hrísgrjónaakri og laufum
sykurreyrs sem tákn um að vclmegun skuli fylgja ungu hjónunum.
Brúðurín hellir vatni með ilmefnum yfir fætur brúðgumans til að sýna
fram á að hún gangi manni sínuni heils hugar á hönd.
við vökunótt hjá brúðarcfninu, þar
sem hún, ásamt vinum og vanda-
mönnum bíður þess að hljóta bless-
un tunglgyðjunnar.
Daginn eftir mætti brúðarefnið
með fríðu föruneyti. foreldrum og
brúðarmeyjum, og hafði fórnar-
gripi í fórum sínum. Brúðguminn
mætti ásamt stnu fylgdarliði og nú
stóðu þau tvö augliti til auglitis í
fyrsta sinn síðan undirbúningurinn
að brúðkaupinu hófst.
Sjálf brúðkaupsathöfnin hófst
með því að brúðgumi og brúður
brúðkaupssiðir
enn í heiðri hafðir
Indónesar, sem að meirihluta eru múhameðstrúar, halda
enn í heiðri ævaforna brúðkaupssiði að meira eða minna
leyti, eftir því sem tök eru á. Þessir siðir eru að miklu leyti
táknrænir og eiga að stuðla að heillaríkri framtíð brúðhjón-
anna. í augum okkar Yesturlandabúa eru þessir siðir
flóknir og þungir í vöfum. Og íburðarmiklir. Þó leyfa
nútímalifnaðarhættir ekki að öllum siðunum sé viðhaldið.
Nýlega héldu ambassador Indó-
nesíu í Thailandi og frú hans
hátíðlegt brúðkaup dóttur sinnar
og landa hennar eins og það fer
fram í konunglegu höllunum í Solo
á miðri eyjunni Java. Ambassa-
dorshjónin héldu brúðkaupið í
Bangkok en að hefðbundnum sið
að svo miklu leyti sem við var
komið. Þó stóðu hátíðahöldin og
helgiathöfnin ekki nema í tvo daga
í stað viku, eins og hefðin býður.
Daginn fyrir brúðkaupið sjálft
fór fram Siriman eða böðunarat-
höfnin, sem Indónesar telja ákaf-
lega þýðingarmikla, þar sem fram
fer hreinsun hjónaefnanna, bæði
til líkama og sálar, áður en þau
hefja nýtt líf sem hjón. Síðan tekur
Hár, klippt af höfði brúðarinnar, er
gróðursett í garði foreldra hennar og
merkir það að hún er nú ekki
lengur heimasæta í húsi þeirra
heldur húsfreyja á eigin heimili.
Sinn er siður í landi hverju:
Gamlir indónesískir