Tíminn - 06.04.1988, Blaðsíða 5

Tíminn - 06.04.1988, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 6. apríl 1988 Tíminn 5 Niðurstöður skreiðarskýrslunnar: 440 milljónir tapaðar I viðskiptum við Nígeríu Nefnd sú sem Þorsteinn Pálsson, forsætisráðherra, skipaði til að kanna stöðu skreiðarviðskipta við Nígeríu hefur nú lokið störfum og eftir ríkisstjórnarfund í gær, birti forsætisráðherra meirihluta skýrslu nefndarinnar. Vandi útflytjenda er mikill og leggur ncfndin m.a. til að Seðlabankinn kaupi nígerísk skuldabréf með mikium afföllum fyrir hönd skreiðarútflytjenda og kaupi þau síðan af þeim á nafnvirði og leysi þar með vanda útflytjcnda. • II þá er auðvelt að verða ríkur „Okkur líst ekki vel á þessar tillögur. Þarna er verið að gera tillögu þess efnis að við kaupum bréf á margföldu markaðsverði og það er hlutur sem ég cfast um að við höfum heimild til að gera. Sannleikurinn er sá að það er hægt að kaupa mikið af skuldabréfum í heiminum með afföllum og ef ein- hvcr er reiðubúinn til að lána manni peninga til að kaupa skuldabréf með afföllum og kaupa siðan bréfin til baka á nafnverði, þá er auðvelt að verða ríkur. Ég tel þessa leið því alveg óraunhæfa,” sagði Jóhannes Nordal, scðla- bankastjóri í samtali við Tímann í gær. Hann benti á að málið yrði tekið fyrir á bankaráðsfundi á næstunni og fyrr lægi ekki niðurstaða í málinu af bankans hálfu. Heildarskuldir 833 milljónir Skrciðarnefndin segir í skýrslu sinni að samanlagðar útistandandi skuldir vegna Nígerfuviðskipta séu um 833 milijónir króna, og þar af sé rúmlcga helmingur, eða um 440 milljónir króna tapaðar. Ástæður fyrir þessu séu margar, og má þar nefna að borga þurfí allt að 20% útflutningsverðmætisins í mútur, skreiðarverð sé lágt og markaður- inn mjög ótraustur. Til lausnar þessum vanda leggur nefndin því til, að samið verði við Seðlabanka íslands um að hann leggi út fjórar milljónir banda- ríkjadaia til kaupa á nígertskum skuldabréfum. 16 milljónir dollara í tekjur „Fyrir þá upphæð gæti verið hægt að kaupa bréf að nafnvirði um 20 milljónir bandaríkjadala. Það þýöir 16 milljónir dala gjald- eyristckjur fyrir þjóðarbúið, sem að vísu eru lánaðar til 22ja ára mcð misserislegum greiðsium og 5,2% vöxtum. Bankinn keypti síðan skuldabréfin á nafnverði, cn fyrir því eru fordæmi t s'ambandi við skreiðarsölur. Á móti yrðu eigend- ur skreiðarinnar, scm hugmyndin er að greiða mcð þessum fjármun- um, að framsclja bankanum allar kröfur sínar... Endaniegt kaup- verð skuldabréfanna gæti orðið um 55% af nafnverði þcirra,” segir f niðurstöðum nefndarinnar. Þorsteinn Pálsson, forsætisráð- hcrra, sagði í samtali viðTfmann í gær að málið væri enn ekki fuilrætt í ríkisstjórninni og auk þess væri beðið cftir niðurstöðum Seðla- bankans í málinu og því væri ekki tímabært að ræða nánar um inni- hald skýrslunnar. Þorsteinn sagði það þó ekkert launungarmál að Seðlabankinn hefði ekki tekið vel í þcssar hugmyndir nefndarinnar. 15síðnaeyða Skýrslan, sem alls er á fjórða tug blaðsíðna. rekur ftarlega sögu skreiðarviðskipta við Nígerítt, framleiðslulán skreiðarframleið- enda í bankakerfinu, aðstoð ríkis- valdsins og Seðlabankans og loks eru lagðar fram hugmyndir um lausn vandans. í skýrslunni scm nú hefur verið birt, vantar 15 síður, en á þeim cr rætt um útistandandi skuldir vcgna Afríkuskreiðar og hefur aö geyma upplýsingar við- skiptalegs cðlis, og tclur forsætis- ráðherra þvf ckki rétt að birta þær niðurstöður. Seðlabankinn léttír undir „Scðlabankinn er búinn að gera geysilega mikið fyrir framleiðend- ur og er reyndar eini aðilinn sem hefúr gert eitthvað verulcgt til að létta undir fjárhagsstöðu þeirra. Við höfum geíið eftir gengismun og breytt skreiðarskuldum í vaxta- laus lán. Það hafa engir aðrir gefið þetta eftir. Við erum ckki að benda á neina aðra í þessu efni. Við höfum gert ákaflega mikið og þær skuldir sem enn eru við Scðia- bankann vegna skreiðarútflutnings eru vaxtalausar skuldir og við cruni þvf cnnþá að styrkja stöðu fram- leiöcndanna og því er alls ckki lokið," sagði Jóhanncs ennfremur um þctta mál. Samkvæmt heimildum Tímans eru útistandandi skuldir vegna skreiðarviðskipta í heild um 1.400 milljönir króna og má því gera ráð fyrir að skuldir vegna Afríku- skreiðar séu rúmar 500 milljónir króna. -SÓL Tveir drengir grunaðir um verknaðinn: Tómasi stolið af stallinum Tveir drengir, tæplega tvítugir að aldri, liggja undir grun um að hafa unnið skemmdir á stalli þeim, sem brjóstmynd Tómasar Guðmunds- sonar, Reykjavíkurskálds, stóð á í Austurstræti og hafa haft á brott með sér myndina. Sjónarvottar voru að því, að drengirnir tveir roguðust með styttuna, og settu hana inn í bifreið og ækju af stað. Klukkan var fimm um aðfaranótt föstudags. Vitni tóku niður bílnúmerið og þvf var hægur vandi, að hafa uppi á eigandanum. Það fylgdi einnig sög- unni að stallurinn væri skemmdur. Lögreglan brást hart við og hclt þegar heim til eiganda bifreiðarinn- ar. Á heimili hans fannst myndin af skáldinu, sem er óskemmd. Að vísu notar styttuvörður borgarinnar tæki- færið nú til að dytta lítið eitt að henni, en styttur á götum borgarinn- ar verða ætíð fyrir dálitlu hnjaski. Lögreglan gerði þegar upptæka brjóstmynd Tómasar og hafði um leið uppi á sökunaut bíleigandans. Það liggur ekki ljóst fyrir hver skemmdi stallinn og velti styttunni ofan af honum, cn drengirnir þrættu fyrir að eiga sök á því. Þeir scgjast hafa fundið styttuna, þar sem hún lá á götunni. Þrátt fyrir það, eru þeir grunaðir um verknaðinn. Ekki er ljóst hvað þeir ætluðust fyrir með gripinn. Vegna helgidaga og anna um páskana hefur lögreglu ekki gefist tóm til að yfirheyra drengina frekar en þá um nóttina. Verður hert á rannsókninni þegar í dag. I»j Brjóstmynd Tómasar Guðmundssonar í öruggri borg, - í vörslu Gísla Björnssonar í rannsóknardeild lögregluembættisins. (Tíminn: Pjetur) Félagsdómur kvaö upp sinn dóm í gærkvöldi: Verkfallsboðun K.Í. dæmd ólögmæt í gær Félagsdómur kvað upp þann úr- skurð í gærkvöldi að ekki hefði verið farið að lögum í atkvæða- greiðslu um boðun verkfalls Kenn- arasambands fslands. Félagsdóm- ur komst að þeirri niðurstöðu að ekki hafi verið rétt að greiða at- kvæði um heimild til vcrkfallsboð- unar til handa stjórn og trúnaðar- mannaráði Kf, hcldur hcfðu félags- menn þurft að greiða atkvæöi um sjálfa verkfallsboðunina. Þar með er Ijóst að ekki kemur til verkfalls félaga í Kennara- sambandinu næstkomandi mán- udag, 11. apríl, eins og áður hafði verið boðað, og um fratnhald máls- ins er ekki vitað á þessari stundu. Til þess mun fulltrúaráð KÍ væntanlega taka afstöðu þegar það kemur saman til fundar f dag. Það verður að teljast fremur ólíklegt, í Ijósi þessarar niðurstöðu Félagsdóms, að röskun verði á skdlastarfi áður cn nemendur í níunda bekk grunnskólans þreyta samræmd próf í iok aprílmánaðar. Ekki náðist í forsvarsmenn Kcnnarasambandsins og samn- ingancfndar ríkisins eftir að niður- stöður Féiagsdóms lágu fyrir í gærkvöldi. Búist er við að Félagsdómur kveði upp sinn dóm um réttmæti boðunar verkfalls Hins íslenska kennarafélags öðru hvoru megin viö næstu helgi. Eins og kunnugt er samþykktu félagsmenn í HÍK boð- un verkfalls með tveggja atkvæða mun fyrir skemmstu. Fjármála- ráðuneytið vildi fá úr því skorið hvort auðir seðlar í atkvæða- greiðslu um boðun verkfalls ættu að ráða úrslitum um boðun verk- falls eða ekki. Gcri Félagsdómur ekki athugasemd við verkfallsboð- un HÍK, hefst verkfall félagsins nk. miðvikudag, 13. april. óþh Vöruflutningar fyrir varnarliöið: MUN FLEIRIAÐILAR SKODA NÚ ÚTBOÐIÐ Svo gæti farið að íslenskt skipafé- lag fengi ekki nema 35% af vöru- flutningum fyrir varnarliðið á Kefla- víkurflugvelli. Breyting hefur verið gerð á útboðsgögnum þess efnis að felldar hafa verið niður takmarkanir á stærð þeirra félaga sem fá að bjóða í verkið í Bandaríkjunum. Reglurn- ar eru í stórum dráttum á þá leið að sá aðili sem á lægsta tilboð af öllum aðilum, hlýtur 65% flutninganna, en sá aðili hjá hinni þjóðinni, sem á lægsta tilboð þar, fær 35% í sinn hlut. í fyrra átti Eimskip lægsta tilboð í heild og hefur samkvæmt þessum reglum annast65% flutninga á varningi til varnarliðsins. Þá fékk bandaríska fyrirtækið Rainbow Navigation 35% flutninganna sam- kvæmt skilmálum útboðsins. Búið er að auglýsa eftir tilboðum í verkið og senda út lýsingu. í gær var haldin ráðstefna vestra þar sem þeir aðilar sem áhuga hafa á að bjóða í verkið, koma saman og kynna sér umfang og skilmála. ís- lensku skipafélögin, Eimskip og Skipadeild SÍS, áttu fulltrúa á þeim fundi. Að sögn Þórðar Sverrissonar, yfir- manns flutningasviðs hjá Eimskipa- félagi íslands, er ekki að vænta neinna frétta af þessum viðskiptum fyrr en um mánaðamótin apríl - maí. Sagði Þórður að núgildandi samn- ingur hefði verið gerður til eins árs og rynni hann út þann 30. apríl. Tilboðum í verkið á að skila inn um bandarískt hádegisbil 25. apríl n.k. og búast má við að niðurstaða liggi fyrir í lok þeirrar viku. Þórður var um það spurður hvort Eimskipsmenn væru hræddir við undirboð stórra bandarískra flutn- ingafyrirtækja. Sagði hann að það væri ekki nokkur leið að sjá fyrir um það, fyrr en gögnin verða skoðuð. „Það er samt aldrei að vita. Við vitum ekkert fyrr en talið verður upp úr kössunum, ef hægt er segja það svo,“ sagði Þórður Sverrisson hjá Eimskip. Ekki er hætta á að íslenskt fyrir- tæki hljóti minna en 35% flutning- anna hvernig sem málin þróast ytra. Ef eitthvert bandarískt fyrirtæki hef- ur áhuga á verkinu gæti farið svo að Skipadeild Sambandsins og Eim- skipafélag íslands verði að slást um smærri partinn. KB

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.