Tíminn - 06.04.1988, Blaðsíða 6
6 Tíminn
Miðvikudagur 6. apríl 1988
Stelpur!
Drífum okkur á kvennaþing!
Pöntum fyrir 15. apríl!
Skráiö ykkur fyrir 15 apríl. Það þarf einnig aö greiða kr. 7.000 inn á
fluggjaldið fyrir 15. apríl.
Norrænt kvennaþing
Norrænt kvennaþing verður haldið í Osló 31. júlí - 7. ágúst n.k. að
tilstuðlan ráðherranefndar Norðurlandaráðs.
LFK mun í samvinnu við miðflokkakonur á Norðurlöndunum standa
fyrir verkefni er nefnist KONUR OG STÖRF f DREIFBÝLI:
Undirbúningshópur LFK hefur tekið til starfa og eru þær sem hafa
áhuga á að taka þátt í undirbúningi og/eða koma með okkur á þingið
í Osló beðnar um að hafa samband sem fyrst við Margréti í síma
91-24480 kl. 9-12 eða einhverja úr undirbúningshópnum.
LFK
Unnur Þórdís Vigdís
Rabbfundir LFK í kjördæmum
Landssamband framsóknarkvenna gengst fyrir rabbfundum i kjör-
dæmunum í samvinnu við konur á hverjum stað.
Fundir verða sem hér segir:
Austurland, helgina 8.-10. apríl
Allar velkomnar
Effco þurrkan læknar ekki kvef
En það er óneitanlega gott að snýta sér í hana
Hún er svo stór og mjúk og heimilisstörfin, sem áður virtust
særir nebbann ekki neitt. Svo þegar óyfirstíganleg, að skemmtilegum
kvefið er batnað getur þú notað leik. Óhreinindin bókstaflega leggja
afganginn af rúllunni til annarra á flótta þegar Effco þurrkan er á
hluta, eins og t.d. til að þrífa bílinn, lofti.
Effco-þurrkan fæst á betri bensínstöðvum
oq verslunum. . .... . .
Heildsala Höggdeyíir — EFFCO »inr»i 73233
BLIKKFORM
Smiðjuvegi 52 - Sími 71234
Öll almenn blikksmíðavinna, vatnskassavið-
gerðir, bensíntankaviðgerðir, sílsalistar á alla
bíla, (ryðfrítt stál), og einnig nælonhúðaðir í
öllum litum.
Póstsendum um allt land.
(Ekið niður með Landvélum)
Þorsteinn Pálsson, forsætisráðherra, felur Byggðastofnun verðugt verkefni:
Heildarúttekt
á byggðaþróun
Forsætisráðherra hefur falið
Byggðastofnun að gera úttekt á
þróun byggðar í landinu, búsetu-
breytingum og stöðu höfuðat-
vinnuveganna á landsbyggðinni.
Einnig hefur forsætisráðherra
óskað eftir því að stofnunin
safni upplýsingum um fjárveit-
ingar úr ríkissjóði til byggða-
mála. Forsætisráðuneytið hefur
óskað eftir því við Þjóðhags-
stofnun og viðkomandi ráðu-
neyti að Byggðastofnun verði
veitt nauðsynleg aðstoð og fyrir-
greiðsla í þessu sambandi.
Ákvörðun forsætisráðherra um
þessa byggðaúttekt var tekin í fram-
haldi af minnisblaði Byggðastofnun-
ar dagsettu 28. mars sl. til hans, þar
sem tekið er fram að mjög alvarlega
horfi með þróun byggðar í landinu,
og svo hafi raunar verið um nokkurt
skeið.
í minnisriti Þróunarsviðs Byggða-
stofnunar er tekið fram að ekki sé
lengur forsvaranlegt að stjórnvöld
sitji áfram aðgerðalaus, á meðan
fólk flytji ár hvert svo hundruðum
skiptir af landsbyggðinni til höfuð-
borgarsvæðisins. Bent er á að fjár-
Þorsteinn Pálsson, forsætisráð-
herra.
hæðir, sem hefur beinlínis átt að
nýta í nafni byggðastefnu, hafi ekki
skilað sér til að bæta aðstöðu lands-
byggðarinnar og fyrirtækja á lands-
byggðinni. Einnig er minnt á að það
fjármagn, sem Byggðastofnun hefur
verið falið að annast á undanförnum
árum, hafi í auknum mæli verið
lánsfjármagn og æ oftar hafi þurft að
nýta það til að koma fiskvinnslufyrir-
tækjum út á landsbyggðinni á réttan
kjöl.
í minnisgrein Byggðastofnunar
kemur enn fremur fram að stofnunin
hafi nú starfað í rúm tvö ár. í Ijós
hafi komið á þessum tíma að henni
sé óhægt um vik að sinna hlutverki
sínu, vegna þess hversu stór hluti
fjármagns hennar sé lánsfé. Þess er
getið að forsætisráðherra hafi varpað
fram þeirri hugmynd að leggja tekjur
af sölu fyrirtækja í eigu ríkisins til að
auðvelda einstaklingum, félögum
þeirra og fyrirtækjum að leggja fram
eigið fé í starfandi eða nýjum fyrir-
tækjum í heimabyggð. „Þetta er
mjög álitlegt, sérstaklega í þeim
tilgangi að geta lagt fram hlutafé í
nýjum fyrirtækjum," segir í nefndri
minnisgrein Byggðastofnunar.
„Byggðastofnun er þess albúin að
takast á við það verkefni að annast
um slíkt áhættufjármagn hins opin-
bera til að efla atvinnurekstur á
landsbyggðinni. Engu að síður er
nauðsynlegt að byggja markvisst upp
framlag úr ríkissjóði sem hægt er að
nota til ýmissa verkefna á lands-
byggðinni sem stofnunin telur nauð-
synlegt að ráðast í.“ óþh
íslenskar ostaætur:
Sporðrenndu 2542
tonnum á sl. ári
íslendingar eru miklir ostasælker-
ar. Það sannast, svo ekki verður um
villst, á nýjum töluupplýsingum frá
Osta- og smjörsölunni.
Fram kemur að sala á osti jókst
um rúm 9% á síðasta ári miðað við
árið 1986. Landinn sporðrenndi 2542
tonnum af osti árið 1987, sem þýðir
um 10,4 kg meðalneyslu á hvern
íbúaámóti9,6 kgámannárið 1986.
óþh
Björg Þorsteinsdóttir opnar
sýningu á verkutn síniini í Nor-
ræna húsinu laugardaginn 9.
apríl kl. 14.00.
Á sýningunni cru á milli 40
og 50 málverk, pastelmyndir
og teikningar. Þetta er 12,
einkasýning Bjargar. Síðustu
einkasýningar licnnar í
Reykjavík voru í Gallerí Borg
og Norræna húsinu 1985.
Björg Þorsteinsdóttir stund-
aði myndlistarnám í Reykja-
vík, Stuttgart og Paris og hefur
unnið jöfnum höndum við
graiik og málverk. Hún hefur
tekið þátt í fjölda samsýninga
hérlendis og erlendis, m.a. í
„Scandinavia today“, Bunda-
rikjunum 1982, „Icelandíc Art
1944-1979, Minnesota Muse-
um of Art 1979, „Nordiska
kvinnor malare och teknare“,
farandsýning um Norðurlönd
1980, „Islensk abstraktlist í 40
ár“, Kjarvalsstöðum 1987.
Verk eftir Björgu cru í eigu
listasafna á íslandi og ennfrem-
ur safna og stofnana á Norður-
löndum, Frakklandi, Holiandi,
Póllandi, Spáni og Júgósiavíu.
Björg hefur verið virk í félags-
málum íslenskra myndlistar-
manna. Hún var forstöðumað-
ur Ásgrínissafns á árunum
1980-1984.
Jarögöng í Ólafsfjaröarmúla boðin út:
Verkið hefst í ár
í frétt frá samgönguráðuneytinu segir að ráðherra samgöngumála,
Matthías Á. Mathiesen, hafi með bréfi dags. 25. þ.m., falið vegamálastjóra
að bjóða út framkvæmdir við jarðgöng um Ólafsfjarðarmúla til að
framkvæmdir við verkið geti hafist á þessu ári í samræmi við fyrri samþykkt
Alþingis.
Matthías Á. Mathiesen leggur innan tíðar fram á Alþingi tillögu um
endurskoðun vegáætlunar fyrir árið 1988, þar sem m.a. verður gert ráð fyrir
fjármögnun þessara framkvæmda.