Tíminn - 06.04.1988, Blaðsíða 2
2 Tíminrí
Miðvikudagur 6. apríl 1988
Frumvarp um aðskilnað dóms- og framkvæmdavalds lagt fyrir þing á mánudag nk.:
Hrapað var að frumvarps-
gerð að dómi sýslumanna
Jón Sigurðsson, dómsmálaráð-
herra, væntir þess, að frumvarp
hans um aðskilnað dómsvalds og
umboðsvalds í héraði verði tekið
fyrir á Alþingi á mánudag, þegar
þing kemur aftur saman eftir
páska. I’rjú fylgifrumvörp voru
kynnt á ríkisstjórnarfundi í gær og
fjalla frekar um verksvið embætta,
sem breytist með nýjum sveitar-
stjórnarlögum og gildistöku þess
frumvarps, sem nú verður lagt fyrir
hið háa þing.
Hið fyrsta fylgifrumvarp fjallar
um breytingu á lögum um hrepp-
stjóra, en sýslunefndir, sem valið
hafa hreppstjóra til þessa, verða
lagðar niður með gildistöku nýrra
sveitarstjórnarlaga. Annað kveður
á um breytingu á lögum um þing-
lýsingar, sem eftir gildistöku frum-
varps um aðskilnað dóms- og um-
boðsvalds, verða ekki dómsathöfn
heldur stjórnvaldsaðgerð. í þriðja
fylgifrumvarpi á hið sama við um
lögbókandagerðir eða notorial-
gerðir.
Tíminn hefur áður skýrt frá, að
frumvarpið muni mæta miklum
mótbárum á þingi af ýmsum
sökum. Til blaðsins hefur borist
ályktun, sem samþykkt var á al-
mennum félagsfundi í Sýslumanna-
félagi íslands 25. mars sl. vegna
frumvarpsins. Þar er því harðlega
mótmælt.
í ályktuninni er því haldið fram,
að mikill og ófyrirsjáanlegur kostn-
aðarauki fylgi frumvarpinu, þar
sem ekki hafi farið fram „nauðsyn-
legar og sjálfsagðar rannsóknir“.
Það sé „hrapað að frumvarpsgerð-
inni“.
„Þekkingargrundvöll um stað-
reyndir vantar. Ekki er að áliti
félagsins nóg að styðjast við heim-
spekikenningar frá 18. öld,“ segir í
ályktuninni. Sýslumenn segja, að
ekki liggi fyrir, hver kostnaður er
og hver hann yrði með gildistöku
þessara laga. Einnig að ekki sé
ljóst, hvort „núverandi kerfi hafi
valdið þegnunum réttarspjöllum.
Sýslumannafélagið veit ekki til
þess, að núverandi kerfi hafi komið
nokkrum manni að sök“.
í ályktun félagsins kemur fram,
að það sætti sig mun fremur við
Lögréttuhugmynd þá, sem Ólafur
heitinn Jóhannesson lagði fyrir
þing á sínum tíma. Því var þá
hafnað sökum kostnaðar.
Til að koma í veg fyrir kvartanir,
svo sem þá, sem nú er fyrir mann-
réttindanefnd Evrópuráðs í
Strassborg, leggur félagið til, að
sakborningi sé jafnan, um leið og
honum er gefinn kostur á að fá
réttargæslumann, jafnframt gefinn
kostur á að kjósa, að dómari í öðru
lögsagnarumdæmi fari með mál
hans, t.d. í Reykjavík eða grann-
umdæmi.
Þá segir enn fremur í ályktun-
inni: „Frumvarp til laga um að-
skilnað dómsvalds og umboðsvalds
stefnir ekki að þeirri skipan dóms-
valds og stjórnsýslu, sem almanna-
sjóðum og þegnunum er ódýrust
og hagkvæmust. Núverandi emb-
ætti sýslumanna og bæjarfógeta
eru hagkvæm skipan Iítilli þjóð,
sem býr í stóru landi. ... Dómstól-
ar og réttarkerfi eru tákn kjölfestu
og hefðar í þjóðfélaginu. Viðhafa
þarf því fyllstu gát, þegar stofnað
er til breytinga á dómstólunum, og
komi fram agnúar, er affarasælla
að ráða bót á þeim með hægfara
þróun fremur en byltingu. Sýslu-
mannafélagið álítur stofnað af
hvatvísi til byltingar á dómstóla-
skipaninni með fyrirliggjandi frum-
varpi um aðskilnað dómsvalds og
umboðsvalds." þj
Frá undirskríft samninga.
Sölustofnun lagmetis undirritar samning
um sölu til Sovétríkjanna:
Samningur uppá
234 milljómr
Sölustofnun lagmetis og sovéska
fyrirtækið Sovryblot f Moskvu undir-
rituðu samning um sölu á niðursoðn-
um og niðurlögðum sjávarafurðum í
síðustu viku.
Samningurinn er að verðmæti 6
milljóna bandaríkjadala, eða 234
milljóna króna sem er yfir hærri
mörkum í rammasamningi á milli
íslendinga og Sovétmanna.
Samið var um sölu á gaffalbitum,
fisklifur, kryddsíldarflökum, létt-
reyktum síldarflökum og reyktri síld
í loftæmdum umbúðum.
Sovétríkin hafa aukið fjárveiting-
ar til lagmetisviðskipta um 22% í
bandaríkjadölum nú í ár frá því í
fyrra en í ár eru einmitt 25 ár frá því
að útflutningur á lagmeti hófst frá
íslandi til Sovétríkjanna.
Vörur þær sem um ræðir verða
framleiddar hjá K. Jónssyni Co.
Akureyri, Lifrarsamlagi Vest-
mannaeyja, Hik Húsavík, Pólstjörn-
unni á Dalvík og Egilssíld á Siglu-
firði. JIH
Móöir Sveins Jónassonar segir aö setið sé
á svikráöum viö hann:
Okkur var hótað
í gegnum símann
„Undanfarið hafa birst mjög
meiðandi greinar í blöðum, sem
beint er að mér og syni mínum,
Sveini Jónassyni. Meiðyrði!," segir
Guðrún Sveinsdóttir, móðir Sveins,
sem handleggsbrotnaði á lögreglu-
stöðinni. Hún ætlar nú að höfða mál
á hendur ábyrgðarmönnum þeirra
blaða, sem birt hafa lesendabréf og
fréttir, sem að dómi Guðrúnar eru
meiðandi.
Eftir að atburðurinn á lögreglu-
stöðinni komst í algleymi segist hún
tvívegis hafa ansað símhringingum
manns, sem kynnti sig ekki, en
hótaði syni hennar öllu illu, - að
síðustu lífláti. Hún hafi einnig orðið
þess vör, að ókunnugir væru að
hnýsast um þeirra hagi. þj
M-hátíðum fram haldið af krafti á Sauðárkróki í vor og
Austfjörðum 1989:
Líf í tónlist og
sýningar opnaðar
„Það hefur verið talað um að það
verði framhald á M-hátíðum. Það er
nú í undirbúningi að næsta M-hátíð
verði á Sauðárkróki fyrir Norður-
land vestra. Ákveðið hefur verið að
hátíð þessi verði í maí í sumar,“
sagði Birgir ísleifur Gunnarsson,
menntamálaráðherra, er Tíminn
innti hann eftir framhaldi á M-hátíð-
um, sem haldnar hafa verið á ísafirði
og á Akureyri.
„Síðan hefur verið talað um að
halda M-hátíð á Austurlandi næsta
sumar og tengja hana þá 100 ára
afmæli Gunnars Gunnarssonar sem
fæddur var á Skriðuklaustri." Ekki
hefur verið ákveðið hvar sú hátíð
verður en ráðherra bjóst við að hún
yrði haldin á Egilsstöðum.
Erlendur Kristjánsson er sá sem
annast hefur undirbúning hátíðar-
innar af hálfu menntamálaráðuneyt-
is ásamt Kristni Hallssyni. Erlendur
sagði í samtali við Tímann að ákveð-
ið hafi verið af undirbúningsnefnd
hcimamanna og ráðuneytis, að há-
tíðin hefjist 19. maí n.k. Sagði hann
að dagskráin væri að mestu leyti
borin uppi af heimamönnum.
Dagskráin hefst með því að
menntamálaráðherra, Birgir ísleifur
Gunnarsson. setur hátíðina með
opnun málverkasýningar skagfirskra
málara. Það verður fimmtudaginn
19. maí kl. 18.00 í Safnahúsinu á
Sauðárkróki. Þá um kvöldið verður
mikil tónlistarhátíð í íþróttahúsinu.
Helsta atriðið verður í höndum Sin-
fóníuhljómsveitarinnar undir stjórn
Páls P. Pálssonar og syngur karla-
kórinn Heimir með hljómsveitinni.
Á föstudag verða fleiri sýningar
opnaðar og í gangi verður tónlistar-
dagskrá sem ekki er frágengin enn.
Á laugardag verður svo sjálf há-
tíðardagskráin með crindum, tónlist
og miklum söng. Þar verður áhersla
lögð á umfjöllun um íslenska tungu
og menningarmál. Að lokinni hátíð-
ardagskránni þennan dag verður M-
hátíðin formlega blásin af.
Þó að M-hátíðinni ljúki formlega
laugardaginn 21. maí, verða allar
sýningar opnar út mánuðinn og sum-
ar lengur.
Erlendur Krístjánsson, menntamálaráðuneyti, hefur unnið að undirbúningi
M-hátíðar á Sauðárkróki í samvinnu við áhugasama undirbúningnefnd
heilliamanna. Tímamynd Pjetur
„Þessar M-hátíðir hafa gefið góða
raun og lyft utidir allt menningarlíf
þar sem þær hafa verið haldnar.
Uppistaðan í öllum flutningi er kom-
in frá heimamönnum. M-hátíðir
hafa gefið mönnum tækifæri til að
koma vinnu sinni og iðju á framfæri.
Hafa þær hátíðir sem haldnar hafa
verið, skilið mikið eftir sig,“ sagði
Erlendur. Sagði hann að heimamenn
væru mjög áhugasamir um hátíðina
og ánægjulegt hafi verið að starfa
með þeim.
Undirbúningnefnd heimamanna
er skipuð þeim Marteini Friðriks-
syni, frá tónlistarfélagi bæjarins,
Hjalta Pálssyni, sögufélaginu, Er-
lingi Erni Péturssyni, leikfélaginu,
Jóni Edvard Friðrikssyni, bæjarfull-
trúa, og Snorra Birni Sigurðssyni,
bæjarstjóra á Sauðárkróki. KB