Tíminn - 12.04.1988, Blaðsíða 5

Tíminn - 12.04.1988, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 12. apríl 1988 Tíminn 5 Guðjón B. Ólafsson, forstjóri SÍS, um breytingartillögu þriggja sjálfstæðismanna við samvinnulög: SÍS yrði gert óstarfhæft með slíkri lagabreytingu Frumvarp hefur nú verið lagt fram á Alþingi um miklar breytingar á einum kafla laga um samvinnufélög, kaflanum um samvinnusam- bönd. Telur forstjóri SÍS að breytingarnar myndu gera Sambandið ólánhæft og þar með óstarfhæft. Ganga breytingarnar það langt að eignarhlut aðila í samvinnusambandi, verði að greiða út með skuldabréfl, ef aðilinn ákveður að ganga úr sambandinu. Sömu sögu yrði um að ræða ef aðili að sambandi yrði gjaldþrota. Verði breytingin að lögum, yrðu þetta mun strangari kvaðir, en lagðar eru á hlutafélög eða nokkra aðra félagastarfsemi í landinu. í hlutafélög- um verður gjaldþrota hluthafl að bjóða bréf sín á almennum markaði, en hlutafélagið sjálft er ekki skyldugt að kaupa af honum bréfln. Lagabreytingar þessar hafa ekki verið ræddar við forsvars- menn eina stóra samvinnusambandsins sem til er í landinu, Samband íslenskra samvinnufélaga. Telur forstjóri SÍS, Guðjón B. Ólafsson, að hér sé mikill misskilningur á ferðinni, ef svo er að flutnings- mennirnir telji tillögurnar af hinu góða fyrir samvinnumenn. Flutningsmennirnir eru þrír af þingmönnum Sjálfstæðisflokksins, Guðmundur H. Garðarsson, Halldór Blöndal og Eyjólfur Konráð Jónsson. Guðjón B. Ólafsson forstjóri SÍS: „Frumvarpið þjónar hvorki eigendum Sambandsins, né neinum öðrum sem vill því vel.“ Óraunhæfar tillögur „Mér finnst alveg út í hött að vera að taka hluta af samvinnulögunum og ætla sér að breyta honum á róttækan hátt. Ég reikna hins vegar með því að samvinnumenn hafi ekkert á móti því að lögin verði endurskoðuð í heild sinni," sagði Guðjón B. Ólafsson, forstjóri Sam- bands ísl. samvinnufélaga, þegar hann var innur álits á breytingartil- lögum við lög um samvinnufélög, sem lagðar hafa verið fram á Al- þingi. Sagðist hann fullviss um að það væri rangt að farið, að taka aðeins einn þátt út úr lögunum, sem auk þess væri langt frá því að vera raunhæfur. Engar hliðstæður væru til um það að skipta upp félagi þó meðlimir verði gjaldþrota. „Það má benda á að það er ekki rauhæft að skipta upp félagi þó að meðlimir í því fari í gjaldþrot. Ég held að það séu bara ekki til neinar hliðstæður, sem ganga svona langt í þessa átt. Þetta gerist t.d. ekki í hlutafélögum. Fari eigandi hlutabréfa í gjaldþrot þá verður hann að selja sín hlutabréf á markaði til utanaðkomandi aðila. Hlutafélaginu sjálfu er ekki skylt að innleysa þau bréf.“ Sagði hann að þetta liti þannig út hjá Sambandinu, að ef t.d. tíu kaupfélög yrðu gjald- þrota á stuttum tíma, þyrfti Sam- bandið að greiða út hundruð millj- óna króna. Af þeim sökum yrði Sambandið að selja eignir sínar og þar með yrði það óstarfhæft. Sama gæti gerst ef fáeinir aðilar ákveða að ganga úr Sambandinu. Þessi eign- arhluti þeirra væri hins vegar tryggð- ur með lögum og kæmi til útborgun- ar ef aðildarfélögin samþykktu öll að leggja SÍS niður. Yrði ekki lánhæft Sagði Guðjón að einnig mætti benda á það að ef þessi regla yrði samþykkt, yrði Sambandið ekki starfhæft fyrirtæki. „Starfsemi Sam- bandsins er til orðin fyrir kaupfélög- in og það sem Sambandið hefur byggt upp er gert til að sinna sínu hlutverki gagnvart kaupfélögunum og félagsmönnum þeirra. Ef svona lagabreyting yrði til að sú starfsemi legðist af, meðal annars vegna þess að Sambandið yrði ekki talið lánhæft, þá segir það sig sjálft að þessi tillaga þjónar hvorki eigendum Sambandsins né neinum öðrum sem vill því vel.“ Telur þú þetta kannski vera atlögu að samvinnuhreyfingunni? „Það held ég að þetta geti ekki kallast. En ef fyrir þessum þre- menningum vakti velvilji í garð sam- vinnumanna, þá virðast þeir hafa misskilið eitthvað talsvert mikið sitt hlutverk. Þessar tillögur þeirra eru ekki vel hugsaðar í þá átt að gera samvinnumönnum eða samvinnu- hreyfingunni greiða, hafi það verið ætlun þeirra," sagði forstjórinn. Úr greinargerð þremenninganna í greinargerð með frumvarpinu er sagt að viðurkennt sé að lög um samvinnufélög séu orðin algerlega úrelt og þau séu í engu samræmi við ríkjandi aðstæður í nútímaatvinnu- lífi. í greinargerðinni segir að á grundvelli gildandi laga eigi sér stað uppsöfnun eigna í samvinnusam- böndum, SÍS, sem aðildarfélög, kaupfélögin, fái aldrei hlutdeild í. Slíkt verði að teljast óeðlilegt. Segir einnig að það verði að teljast eðlilegt að félagsskapur, sem njóti sérstakrar lagaverndar og telji tugi þúsunda félagsmanna innan sinna vébanda, uppfæri árlega í reikning- um sínum nettóeignarhluta ein- stakra aðildarfélaga. „Samband ísl. samvinnufélaga er orðið voldugasta fyrirtækjasamsteypa íslensku þjóð- arinnar og kemur við sögu í flestum greinum atvinnulífsins. ... Það er því mikilvægt að eignarhlutdeild, ábyrgð og tryggingar, og eignarað- ild, komi skýrt fram á hverjum tíma þannig að þetta umfangsmikla fyrir- tæki sé hafið yfir allan grun í rekstr- arlegu tilliti og sitji við sama borð og aðrir rekstraraðilar. Teygja sig langt yfir lækinn í greinargerðinni er m.a. vísað til ræðu núverandi forstjóra SÍS, Guð- jóns B. Ólafssonar í mars, þar sem hann á að hafa lýst því yfir að rekstrarform íslensku samvinnu- hreyfingarinnar væri orðið úrelt. Þar þyrftu að koma til skipulagsbreyting- ar í samræmi við kröfur og sam- keppni nútímans. Tíminn spurði Guðjón B. Ólafs- son unt þessa tilvísun í eigin orð. Sagðist hann halda að hér væri verið að vísa í umræður á Gauki á Stöng. „Þetta var ekki fyrirfram samin ræða, heldur mælt af munni fram og hvergi til á prenti. Þar ræddi ég um þörf á því að breyta okkar rekstri, bæði í Sambandinu og kannski í fyrirtækjum samvinnumanna. Ég held að það sé alveg nauðsynlegt að endurskoða, með reglulegu millibili hvað menn eru að gera, eins og í öllum alvöru fyrirtækjum. En það þýðir ekki þar með að ég hafi verið að biðja Guðmund vin minn Garð- arsson eða einhverja aðra, að endurskrifa hluta af samvinnulögun- um. Þetta er bara allt annað mál. Ég held að menn hafi þarna teygt sig nokkuð langt yfir lækinn," sagði Guðjón. Sagðist hann á hinn bóginn vera til í að ræða við Guðmund Garðars- son, eða aðra, um það hvað gera megi til bóta fyrir samvinnufélögin, á Alþingi eða annars staðar. Fundur Flugleiöa hf. meö Boston Consulting Group: N-ATLANTSHAFS* FLUGID REYNT AFTUR í SUMAR Stjórn Flugleiða hf. átti í gær langan fund með fulltrúum bandarísku ráðgjafaþjónustunnar Boston Consulting Group. Þar voru ræddar niðurstöður athugana ráðgjafafyrirtækisins á rekstri Norður-Atlantshafsflugs flugfélagsins, sem skilaði 400 milljóna króna tapi á síðasta ári. Skýrslan verður ekki gerð heyr- inkunn almenningi fyrr en hún hefur verið kynnt starfsfólki Flugleiða hf. nú f vikunni. Engar ákvarðanir voru teknar varðandi Norður-Atlants- hafsflugið á þessum fundi og er þeirra ekki að vænta á næstunni. Gilda þær um flugleiðina á næsta ári 1989 og ráðast að miklu leyti af því, hvernig til tekst með flugið í ár. Flugleiðir hf. hafa ekki áður skipt við ráðgjafafyrirtækið Boston Con- sulting Group. Bogi Ágústsson, blaðafulltrúi flugfélagsins, sagði að fyrirtækið væri mjög virt úti í heimi og að önnur íslensk fyrirtæki hefðu notið góðs af ráðgjöf þess. Samkvæmt heimildum Tímans er í skýrslunni bent á fleiri en eina leið, til að láta Norður-Atlantshafsflugið skila hagnaði. En stjórnarmenn Flugleiða hf. hafa kennt gengisþró- un, verðhækkun á olíu og innlendum kostnaðarauka um tapið á flugleið- inni. Það er því gerð önnur tilraun í ár, en breytist þær forsendur, sem fargjaldið á Norður-Atlantshafsflug- inu er miðað við, er ljóst, að til róttækra aðgerða verði að grípa til að koma í veg fyrir frekara tap. þj Stúlkurnar sem komust í úrslit. F.v. Herdís Dröfn Eðvarsdóttir (17 ára), Sigríður Stefánsdóttir (19 ára), Soffía Sigurgeirsdóttir (19 ára), Ágústa Erna Hilmarsdóttir (15 ára), Þórdís Hadda Ingvarsdóttir (17 ára), og Sjöfn Evertsdóttir (18 ára). Ágústa Erna Hilmarsdóttir: 15 ára Fordsigurvegari Sigurvegari í Ford fyrirsætu- keppninni várð Ágústa Erna Hilm- arsdóttir, en úrslitin fóru fram í Mánaklúbbnum í Þórscafé á sunnu- dagskvöld. Sex stúlkur komust í undanúrslit af um 70 sem tóku þátt í keppninni, en það voru Eileen og Lacey Ford auk aðstoðarmanns þeirra, Miju Strong hjá höfuðstöðv- um Ford model, sem völdu stúlkurn- ar. Ágústa er 15 ára Reykvíkingur sem mun ljúka grunnskólaprófi í vor. Hún mun fara í til Los Angeles í sumar og taka þar þátt í aðalkeppn- inni. Ágústa er dóttir Hilmars Ragn- arssonar verkfræðings og Sigríðar Kristinsdóttur hjúkrunarfræðings.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.