Tíminn - 12.04.1988, Blaðsíða 6
6 Tíminn
Þriðjudagur 12. apríl 1988
JAZZ
8icew£s\
JAZ.Z
m 8LUES
BAW
BIC BLU£S
mm
m 8W€S
m SLUÍ:
mm
um
Sveiflujass
á Hótel Islandi
Síðastliðinn fímmtudag, 7. apríl, hélt stórsveit Gugge Hedrenius tónleika á
Hótel íslandi í Reykjavík. Hljómsveitin er á leið vestur um haf til tónleikahalds
um þver og cndilöng Bandaríkin. Þeir komu hingað á vegum Jazzvakningar, með
aðstoð Gunnars Reynis Sveinssonar tónskálds og hljómsveitarstjóra. Gunnari
tókst að fá stórsveitina til að fljúga vestur með Ffugleiðum í stað SAS og gera
tveggja daga stans á Islandi.
Gugge Hedrenius
Big Blues Band
er fyrsta stórsveit sem kemur hingaö
i'rá Evrópu. Þær sent hingað hafa
komið áðureru frá Bandaríkjunum.
Guggc hefur alltaf haft stórstjörn-
ur í hljómsveitinni, t.d. Hank
Crawford, Mel Lewis, Jimmy Wint-
herspoon og sænsku toppana Jannie
Schaffer og Pétur Östlund.
Peir, sem komu með stórsvcitinni
núna, eru: Trompetleikararnir Will-
ie Cook, Rolf Eriesen, Bosse Bro-
berg og Thomas Driving, Dicken
Hedrenius og Lennart Löfgren á
básúnur og saxófónleikararnir Brent
Rosengren, John Högmann, Warner
Fincr og Hakan Levin. Hrimsveitina
skipa: Guggi sjálfur á píanó, Lasse
Lundström á bassa og Mans Ekmann
á trommur, en söngvari er Claes
Janson.
Willie Cook er trúlcga þekktasti
blásarinn í sveitinni, að öðrum
ólöstuðum. Hann lék í æsku með
Jay McShann, Earl Hines og Dizzy
Gillespie. Þekktastur er hann þó
fyrir trompetleik sinn mcð stórsveit
Dukes Ellington. Undirritaöur sá
hann í Malmö í Svíþjóð 1963 með
Ellington og fór hann þar á kostum,
- og einnig nú með Gugga. Cook er
sami listamaðurinn, þó hann sé nú
hálfsjötugur.
Rolf Ericsen er einn af þekktustu
jassleikurum Svía. Hann lék með
Stan Kenton, Woody Herman,
Buddy Rich og Gerry Mulligan, en
1965 sneri hann aftur til Svíþjóðar.
Aðrar stórstjörnur í sveitinni eru
Brent Rosengren og Bosse Broberg.
Þeir eru um fimmtugt eins og stjórn-
andinn. Bosse lék með hljómsveit
Reds Mitchell, - þar var Pétur
Östlund á trommur. Bosse Broberg
leikur á trompet. Brent Rosengren
er af mörgunt talinn einn helsti
saxófónleikari í Evrópu.
Pað var mikill fengur í að fá
stórsveit Gugga til íslands. Hún
leikur svingmúsík af bestu tegund.
Auk opusa Gugga voru verk Elling-
tons og Basie, en þeirra tónlist er
orðin sígild, enda voru þessar tvær
Dicken Hedrenius, sonur stjórnand-
ans, leikur á básúnu. Hann er yngst-
ur í hljómsveitinni
Willie Cook trompet og John Hög-
mann baritonsax
stórsveitir lengst á toppinum. Það
cru þrjú ár síðan Count Basie lést.
Stórsveit Gugga leikur hreinan
sveiflujass, hefur þróttmikinn tón og
léttan rytma. Samspil er mcð því
besta sem ég hef heyrt, enda segja
gagnrýnendur, sem gerst þekkja,
sveitina hljóma eins og Basie stór-
sveitina þegar hún var upp á sitt
besta og lék hvað bestan stórsveit-
arblús. Gugge Hedrenius Big Blues
Band hefur starfað síðan 1971.
Það sem vakti mesta athygli mína
Brent Rosengren tenórsax
Stórstjörnurnar - t.v. trompetleikar-
arnir Bosse Broberg og Willie Cook,
fremstur er Brent Rosengren, ten-
órsaxófón
Gugge Hedrenius Big Blues Band á Hótel ísland sl. fímmtudagskvöld
(Tímamyndir GE)
Guggc hljómsvcitarstjóri og tónskáld er að leika opus eftir sjálfan sig, Lasse
Lundström á bassa
Wamer Finer altsaxafon
var yngsti hljóðfæraleikari hljóm-
sveitarinnar-básúnuleikarinn Dick-
en Hedrenius, sonur Gugge Hedren-
ius hljómsveitarstjóra og tónskálds.
Hann er aðeins tvítugur að aldri.
Hann var með þróttmikinn og mjúk-
an tón, tæknina vantaði ekki og
hugmyndaflug í opusunum voru
undraverðir. Maður sat stjarfur í
sætinu.
Þetta voru góðir gestir, sem við
jassgeggjarar metum mikils.
Ég þakka Jazzvakningu fyrir
ánægjulega kvöldstund og það sem
sá félagsskapur hefur gert á undan-
förnum árum og vona að það verði
framhald á því starfi á þessari sömu
braut. Guðjón Einarsson
Rolf Ericsen trompet og Brent Ros-
engren tenórsax
Bosse Broberg trompet