Tíminn - 12.04.1988, Blaðsíða 20

Tíminn - 12.04.1988, Blaðsíða 20
Sparisjóösvextir á tékkareikninga með hávaxtakjörum SAMVINNUBANKI fSLANDS HF Auglýsingadeild hannar auglýsinguna fyrir þig Ókeypis þjónusta • faÍllsSSF , 686300 Tíniinn HRESSA KÆTA Jón Baldvin leggur fram nýjasta skattapakkann: Virðisaukinn á borð þingmanna í gær var lagt fram á Alþingi frumvarp til laga um virdisauka- skatt, geysilega viðamikið plagg sem telur alls 63 síður. Búist er við að Jón Baldvin Hannibalsson, fjármálaráðherra mæli fyrir frumvarpinu á morgun. Virðisaukinn er ekki allsendis nýtt hugtak í umræðu um skatta- breytingar og efnahagsmál, því að á undanförnum tveimur áratugum hefur oft komið til tals að taka upp virðisaukaskatt í stað söluskatts. Málið hefur komið margsinnis inn á Alþingi, m.a. verið lagt fram í þrígang í formi frumvarps, árin 1983, 1984 og 1986, en ætíð sofnað þar svefninum langa. Hvort sömu örlög bíða nýja frumvarpsins skal ósagt látið, en fjármálaráðherra telur að það njóti meirihlutastuðn- ings í sölum þingsins, enda séu stjórnarflokkarnir búnir að gefa á það grænt ljós, og því megi ætla að það verði afgreitt fyrir þinglausnir í vor. Ef frumvarpið hlýtur óbreytt samþykki þingsins, verður virðis- aukaskattur tekinn hér upp frá og með 1. júlí 1989. Frá því að frumvarp um virðis- aukaskatt var síðast lagt fram, fyrir um tveimur árum, hafa eftirfarandi breytingar helstar verið gerðar: 1. Nú er miðað við að skatthlutfail- ið verði 22% í stað 24%. 2. Fallið er frá því að kveða á um sérstakt skatthlutfall í landbúnaði. Einnig er lagt til að uppgjörstíma- bilið í landbúnaði verði sex mánuð- ir í stað tólf mánaða áður. 3. Fallið er frá hugmyndum um sérstaka úrskurðarnefnd í tiltekn- um málum varðandi skattskyldu og framkvæmd. Þess í stað er lagt til að í þessum málum verði skipað með sama hætti og gert er í sölu- skattslögum varðandi kærur, úr- skurði og réttarfar. Eitt aðaleinkenni virðisauka- skattsins er að hann leggst aðeins einu sinni á sama verðmætið, óháð því hversu oft það gengur milli viðskiptastiga. Þetta er það atriði sem hvað greinilegast skilur virðis- aukaskattinn frá núverandi sölu- skattskerfi, en uppsöfnunaráhrifa söluskattsins gætir mismunandi mikið eftir því hve varan eða verðmætin fara um mörg við- skiptastig áður en neytandanum er náð. Fjármálaráðuneytismenn telja að virðisaukakerfið verði mun skil- virkara en gamla kerfið. Þetta er rökstutt þannig að eftirlit með skattheimtu verði virkara en áður, sökum möguleika á samanburði skila hyers fyrirtækis á virðisauka- skatti við launagreiðslur og árs- reikninga þess. Aukin skilvirkni kerfisins, mið- að við söluskattskerfið, kemur, að mati sérfræðinga fjármálaráðu- neytis, til með að vega upp á móti færri krónum í ríkiskassann vegna þessa kerfis, en áætlað er að með 22% virðisaukaskatti skerðist tekj- ur ríkissjóðs um 1200 milljónir BHI ■hhh BmfflMHMHHgHHaBHMaBBBHyilBILiMi'JMIwgitllf Stórtap á tónleikum Boy George: Split „splittar upp“ vegna Boy Þrátt fyrir þokkalega aðsókn og vel heppnaða skemmtun er Ijóst að stórtap varð á hljóm- leikum Boy George sem haldn- ir voru í Laugardalshöllinni um helgina og er talið að það nemi vel á aðra milljón króna. Hljómleikarnir voru haldnir á vegum umboðsfyrirtækisins Split, sem er í eigu Bobby Harrison og Tony Sandy, og segja heimildir Tímans að fyrirtækið muni nú leggja cndanlega upp laupana vegna þessa. Split hefur staðið fyrir nokkrum hljómleikum, m.a. með Bonnie Tyler og tónleika með sænsku hljómsveitinni Europe, sem þóttu einna skástir. Hins vegar hefur orðið mikið tap af flestum hljóm- leikanna, nema hjá Europe, en tapið á Boy George tónleikunum étur þann hagnað upp og rúmlega það. Split mun því „splitta upp“ á næstu dögum og ekki bjóða upp á fleiri tónleika á næstunni. Fyrir- hugað hafði verið að halda tónleika með gömlu jöxlunum í Uriah Heep, en það mun nú dottið upp fyrir. Alls mættu tæplega 3.000 manns á tónleikana, en til að tónleikarnir hefðu borið sig, þurftu rúmlega 3.500 manns að mæta. Miöaverð var 2.000 krónur og sést því að opinbert tap var að lágmarki rúm milljón. Ekki náðist í þá Bobby Harrison og Tony Sandy vegna þessa máls, þrátt fyrir ítrckaðar tilraunir. Boy George og fylgdarlið hans skemmtu sér konunglega eftir tón- leikana og buðu fjölda manns með sér í veislu á herbergi sín á Holiday Inn, þegar þeim var lokið. Meðal veislugesta var hópur ungra stúlkna, sent margar hverjar voru undir lögaldri. Boy George var hins vegar í annarri veislu fram undir klukkan 5 á sunnudagsmorgun, á heimili vel þekktra tónlistarmanna, en mætti síðan á hótelið skömmu síðar og stóð gleðin frani undir miðjan sunnudag. Svo fjölmennt var í veislunni um tíma að hluti gestanna dvaldist frammi á gangi, þar sent yfirmaður öryggisvarða stjörnunnar spilaði á gítar frum- samin lög. Hótelreglur kveða á um að ekki megi fara með gesti upp á hótelher- bergi og því var Jónas Hvannberg, framkvæmdastjóri Holiday Inn, spurður að því hvernig á gleð- skapnum hefði staðið. „Ég kannast ekki við að það hafi verið utanaðkomandi gestir í veisl- unni. Við erum náttúrlega ekki eins og fangaverðir hérna. Þó það læðist inn einn og einn, þá getur verið erfitt að hafa auga með því. Það er líka erfitt fyrir starfsfólk að fylgjast nákvæmlega með því hvort að viðkomandi er skráður á hótelið eða ekki,“ sagði Jónas. -SÓL Fjármálaráðherra og ráðuneytismenn kynntu frumvarp um virðisauka- skatt fyrir blaðamönnum í gær. Tímamynd:Pjetur miðað við 25% söluskatt á þessu ári. Til að stoppa upp í þetta gat á ríkiskassann eru augljóslega aðeins tvær leiðir, að styrkja aðra tekju- stofna ríkissjóðs eða draga saman seglin við fjárlagagerð árið 1989. Þær tekjuleiðir, sem m.a. hefur verið rætt um, ef ekki kemur til niðurskurður á útgjöldum ríkisins, eru breytingar á skattlagningu at- vinnurekstrar, endurskoðun á lög- um urn tekju- og eignarskatti og samræmingar og endurskoðun á sköttum og gjöldum sem reiknast af launagreiðslum fyrirtækja. óþh RALA vill foröast útbreiðslu hringrots og kartöfluhnúöorms: Jarðeplavertíð á næstu grösum Nú er að fara sá tími í hönd er menn fara að huga að garðræktinni, þ.m.t. kartöftuniðursetningu. í tilefni af því hefur Rannsóknastofnun landbúnaðarins sent fjölmiðlum nokkur aðvörunarorð þar sem minnt er á að einungis fáir framleiðendur hafí leyfí til sölu og dreifíngar á útsæði. Hömlur á þessa sölu eru til komn- ar til að sporna gegn útbreiðslu á sjúkdómnum hringroti og meindýr- inu kartöfluhnúðormi, en þessir skaðvaldar eru veruleg ógnun við kartöflurækt í landinu. Frá þeim stöðum, sem þessir skaðvaldar hafa fundist, eða sem rökstuddur grunur er um þá, er óheimilt að afhenda útsæði. Sé slíkur grunur ekki fyrir hendi, eru bein útsæðisviðskipti milli ræktenda heimil án sérstaks leyfis og þá á þeirra eigin ábyrgð. Borið hefur á því að ræktendur án útsæðisleyfis auglýsi í staðarblöðum útsæði í heimasölu. „Vara verður við slíkum útsæðiskaupum," segir í tilkynningu frá RALA. Ekki er unnt að meta gæði útsæðis eftir útliti einu saman. Það sést t.d. ekki á kartöflunum hvort þær bera smit alvarlegra sjúkdóma. Því er mönnum bent á að setja ekki niður aðkeyptar matarkartöflur, heldur eingöngu kartöflur sem seldar eru sem útsæði. Útsæðisleyfi hafa nú um 60 fram- leiðendur. Það útsæði sem völ verð- ur á hjá dreifingaraðilum er tvenns- konar, stofnútsæði og útsæði. Á höfuðborgarsvæðinu verður stofnút- sæði fáanlegt hjá Ágæti Síðumúla 34, Blómavali Sigtúni, Mata Sunda- görðum 10 og Sölufélagi garð- yrkjumanna Skógarhlíð 6. Dreif- ingaraðilar og stærri framleiðendur geta snúið sér til Búnaðarsambands Eyjafjarðar á Akureyri með pantan- ir í stoínútsæði. óþh 8 x í viku

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.