Tíminn - 12.04.1988, Blaðsíða 2

Tíminn - 12.04.1988, Blaðsíða 2
2 Tíminn: Þriðjudagur 12. apríl 1988 Ákvæði reglugerðarinnar taka gildi á föstudag: Öryggisgrindur á allardráttarvélar í ársbyrjun 1987 gekk í gildi reglugerð þar sem kröfur tii öryggis- búnaðar dráttarvéla voru hertar. Þar var gefinn frestur til að búa elstu véiarnar öryggishúsi eða öryggis- grind. Síðar var hann framlengdur, en rennur út á föstudag, 15. apríl nk. Reglugerðin er prentuð í heild í bæklingi frá Vinnueftirlitinu, „Ör- yggi við notkun dráttarvéla" sem sendur var bændum í júlí 1986. Síðan 1970 hafa að jafnaði orðið tvö eða þrjú dauðaslys við landbún- aðarstörf ár hvert. Samtals urðu dauðaslysin 46 í greininni á árunum 1970 til 1987. f>ar af urðu 25 slys við dráttarvélar eða drifbúnað þeirra, langflest vegna veltu vélar án örygg- ishúss eða öryggisgrindar. Tólf þeirra sem létust voru yngri en 16 ára. Um miðjan þennan mánuð verða allar dráttarvélar að vera búnar öryggisgrind. Þó eru nokkuð vægari kröfur gerðar til dráttarvéla, sem voru seldar eða afhentar fyrir 1. janúar 1966, þannig að þær skulu „... búnar öryggisgrind eða velti- boga sem Vinnueftirlit ríkisins viðurkennir ... “. Undanþegnar þessum ákvæðum reglugerðarinnar eru þær dráttarvél- ar, sem eingöngu eru notaðar sem kyrrstæður drifkraftur. Þær skulu auðkenndar og hefur Vinnueftirlitið látið gera sérstaka límmiða í þyí skyni, sem á stendur: „Dráttarvél þessa má aðeins nota sem staðbund- inn aflgjafa.“ Miðamir eru afhentir Skilti þetta skal staðsett á áberandi stað í öryggishúsi dráttarvélanna. Allsherjar- atkvæða- greiðsla um nýjan kjarasamning Allsherjaratkvæðagreiðsla um nýjan kjarasamning Verzlunarmannafélags Reykjavíkur, sem gerður var 8. apríl sl., verður mánudag, þriðjudag og miðvikudag, 11., 12. og 13. apríl. Kjörfundur stendur yfir frá kl. 09:00 til kl. 21:00 alla dagana, nema miðvikudag 13. apríl, frá kl. 9.00-18.00 í Húsi verslunarinnar, 9. hæð. Félagsmenn V.R. eru hvattir til að taka þátt í atkvæðagreiðslunni. Kjörskrá liggur frammi á skrifstofu V.R., Húsi verslunarinnar, sími: 687100. Jafnframt hefur yfirkjörstjórn ákveðið að hafa kjörfundi í neðantöldum fyrirtækjum, vegna starfs- fólks þessara fyrirtækja: Þriðjudaginn 12. apríl. Kl. 10:00-13:00: Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna, Tryggingamiðstöðin h.f., Árvakur h.f., Aðalstræti 6 Flugleiðir h.f., Reykjavíkurflugvelli Osta- og smjörsalan, Bitruhálsi 2 Mjólkursamsalan Samband ísl. samvinnufélaga, Sölvhólsgötu 4 Kl. 14:00-17:00: Hagkaup, Skeifunni JL-húsið, JL-Völundur, Hringbraut 121 Kaupstaður, Mjódd Mikligarður s.f., Holtagarðar, Holtavegi Miðvikudaginn, 13. apríl. Kl. 10:00-13:00: Eimskipafélag íslands, h.f., Pósthússtræti 2 O. Johnson og Kaaber h.f., Sætúni 8 Sjóvá h.f., Skeljungur, Nói/Hreinn/Síríus, B.B. byggingavörur, Suðurlandsbraut 4 Kl. 14:00-17:00: Húsasmiðjan h.f., Súðarvogi 3-5 Nýibær h.f., Eiðistorgi Almennar tryggingar h.f., Síðumúla 39 Kjörstjórn á aðalskrifstofu stofnunarinnar og hjá umdæmisskrifstofum. Einnig er veitt undanþága frá notkun öryggis- grindar, þegar dráttarvélar eru not- aðar innanhúss, þar sem húsrými leyfir ekki notkun þessa búnaðar. Loks er ákveðið að í öryggishús- um eða grindum sé skilti á áberandi stað með varanlegri svohljóðandi áletrun: Aðvörun. Haldið fast um stýrið ef vélin veltur. Stökkvið ekki út. Stórlækkun varð um áramót á tollum á öryggisbúnaði eins og þeim, sem nú er skylt að búa allar dráttar- vélar. þj !\ AÐVORUN HALDIÐ FAST I STYRIÐ EF VELIN VELTUR STÖKKVIÐ EKKI ÚT Reglugerð frá sjávarútvegsráðuneytinu: Gjaldtaka af gámafiskinum Sjávarútvegsráðuneytið hefur sent frá sér reglugerð um gjald á ísfiski sem er fluttur óunninn úr landi, og hefur gjaldtakan þegar hafist. í reglugerðinni er kveðið á um að frá og með 1. apríl til 30. júní skuli koma sérstakt gjald af ísfiski sem fluttur er á erlendan markað, nema þann afla sem veiðiskipin sigla með sjálf. Gjald- ið kemur á þorsk og ufsa og rennur í Verðjöfnunarsjóð fisk- iðnaðarins. Af hverju kílói af þorski skal greiða 80 aura, eða 800 kr. af hverju tonni og af kílói af ufsa skal greiða 20 aura, eða 200 kr af hverju tonni. Þetta er miðað við að fiskurinn sé slægður með haus, en ef hann er slægður og hausaður verður gjaldið 1 kr. af kílói af þorski og 25 aurar af kílói af ufsa. Þessi reglugerð er sett í fram- haldi af nýju kvótalögunum og hefur þegar öðlast gildi. Upplýs- ingar útflytjenda skulu koma fram í útflutningsleyfum sem eru nú afgreidd í gegnum utanríkis- ráðuneytið. Hverjar eru horfurnar meö komandi sumar?: Hreint ekki slæmar horfur að mati Páls Nú er kominn sá árstími að spámenn þjóðarinnar setjast á rökstóla og spá í sumarið, hvernig veður muni verða, gæftir, afla- brögð og fleira. Margir spámenn byggja á hyggjuvitinu einu saman, en aðrir er við hitamælingar í Stykkishólmi af þeirri ástæðu að þar hafa mæl- ingar lengst verið stundaðar á ís- landi og því best fallnar til saman- burðar. „Um gróðurinn vil ég enn sem komið er segja sem minnst, trúlega verður hægt að spá nánar Páll Bergþórsson veðurfræðingur styðjast við tölulegar upplýsingar. Einn þeirra er Páll Bergþórsson veðurfræðingur. Árlegar spár hans um ástand gróðurs og horfur um heyskap má segja að teljist til íslenskra vorboða. Spár Páls um þetta atriði byggjast á hitameðal- tali í Stykkishólmi sjö mánuði á undan, frá október til apríl. Stuðst fyrir um sumarið í lok aprílmánað- ar. En það sem liðið er af viðmið- unartímabilinu, hefur ekki verið kalt. Það helgast fyrst og fremst af hlýjum mánuðum í nóvember og desember. Síðan hefur reyndar verið heldur kalt, þannig að í heildina er tímabilið heldur kald- ara en undanfarin ár, en samt sem áður mun betra en í köldum árum. Það eru því síður en svo horfur á slæmri uppskeru í sumar," sagði Páll Bergþórsson í samtali við Tímann. Hann sagðist ekki hafa haft spurnir af miklum svellalögum á landinu í vetur, og það eitt gæfi góðar vonir um að kaldraugurinn herjaði ekki í ár á tún. Þó kunna vorkuldar að drepa grasrótina og skilja eftir sig kalskellur í túnum. Þetta skýrist ekki fyrr en komið er langt fram á vor, í endaðan maí eða fyrripart júnímánaðar. Auk þess að spá fyrir um hey- skaparhorfur á landinu er Páll þekktur fyrir að spá fyrir um hafís við ísland að vori, en þá spá byggir hann á 6 mánaða meðaltali (frá ágústbyrjun til janúarloka) sjávar- hita við Jan Mayen. Hitastig sjávar við Jan Mayen umrædda mánuði 1987-1988 reynd- ist vera í lægra lagi á umræddum mánuðum. Samkvæmt þesu spáði Páll því í lok janúar si. að búast mætti við ís í meira lagi hér við land á vormánuðum. Páll bætti því reyndar við í spá sinni í janúar að vegna þess að sjór hér við land hafi verið í mildara lagi að undanfömu, mætti gera ráð fyrir að það dragi úr líkum á landföstum hafís við landið í vor. “Það er nú svo að ef ís er ekki kominn að landi um miðjan apríl, þá eru miklu meiri möguleikar að sleppa að talsverðu leyti við hann. Þó er hugsanlegt að hann lóni úti fyrir Norðurlandi langt fram á sumar. Með hverri vikunni sem líður aukast líkurnar á því að við sleppum við landfastan ís í vor,“ sagði Páll. Aðspurður sagði Páll að hafís hafi síðast verið landfastur á vor- mánuðum árið 1979. „Þá lá ísinn sérstaklega við NA-hornið, Mel- rakkasléttu og Langanes. Síðan hefur ekki verið verulegur ís við landið,“ sagði Páll Bergþórsson. óþh

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.