Tíminn - 12.04.1988, Blaðsíða 19
Þriðjudagur 12. apríl 1988
Tíminn 19
I
vanda
Þessi niynd var tekin í London,
skömmu áður en Kathy uppgötvaði
að hún var ófrisk. Þá tók hún til
sinna ráða.
Peter Holm
Hinn sænski Peter Holm, sem
Joan Collins losaði sig við með
látum, er nú kominn í meiri háttar
vandræði á ný. Seinasta vinkona
hans, hin vellauðuga, handaríska
Kathy Wardlow, hefur nú krafið
hann um 65 milljóna bætur fyrir
svik á hjúskaparloforði og frelsis-
sviptingu. Kathy, sem segist vera
komin þrjá mánuði á leið að barni
Holms, fer að auki fram á fé vegna
þess, sem nemur vegna þess, sem
nemur nokkrum milljónum í nokk-
ur ár. - Peter er illa við börn og
hefur alltaf sagt, að ef ég yrði
ófrísk, yrði ég að láta eyða fóstr-
inu, eða gefa barnið við fæðingu,
segir hún. - Ég vil bara hvorugt
gera. Ófætt barn mitt er það besta
sem gat gerst fyrir mér og mér
þykir leitt að það skuli aldrei fá að
hitta föður sinn. Mér kólnaði af
skelfingu yfir viðbrögðum Peters,
ssgar ég vissi að ég var ófrísk, bætir
hún við.
í fyrrasumar voru Holm og
Kathy á Rivierunni og þaðan
dreifði hann sögum um að þau
myndu brátt gifta sig. Þá varð
móðir Kathy hreint æf af vonsku.
- Peter lokaði mig inni, heldur
Kathy áfram. - Ég fékk ekki að
fara út af lóðinni. - Það var
skelfilegur tími, en samt var ég
blind af hrifningu á honum. Hún
segir líka, að í haust hafi hann
spurt hana, hvort hún vildi vera
ástkona hans áfram, þó hann
kvæntist annarri konu.
- Ég fann lista með nöfnum 50
kvenna, sem hann hafði allan að-
gang að og nafnið mitt var númer
2, bætir Kathy við. - Það er
afskaplega erfitt að umgangast
hann. Hann missir auðveldlega
alla stjórn á hlutnum og þá gengur
hann berserksgang. Ég hef lent í
því oftar en einu sinni. I lengstu lög
reyndi ég að trúa, að Joan Collins
lygi til að sverta hann, þegar hún
talaði um hann í réttinum, en nú er
ég sannfærð um að flest að því var
satt hjá henni.
Kathy lætur þess getið, að hún
búist við að Holm yfirgefi Banda-
ríkin innan skamms. Hann skuldar
nefnilega Sámi frænda skatta að
upphæð 50 milljónir króna.
sína
Kærastan lyfti Stephen upp á hilluna í símaklefanum svo hann eigi hægara
um að hringja
Þeir tylla sér á tá, en þær beygja sig niður að sínum heittelskaða. Scott
og Jennie til vinstri og Stephen og Amanda kyssast og Ijósmyndarinn
smellir af
Tveirdvergarfengu
Mjallhvíti
Þeir Scott Smith og Stephen
George leika í leikritinu „Mjallhvít
og dvergarnir 7“, sem verið er í
leikför með um Ástralíu og Nýja
Sjáland. Þeir leika þar tvo af
dvergunum, enda eru þeir ekki
hærri en 1,27 m á hæð, og eru því
reglulegir dvergar.
Þeir hafa nú báðir öðlast þá
hamingju að fá stúlkuna sem þeir
elska; Scott, sem er 27 ára, er
þegar kvæntur , en Stephen, og
vinkona hans Amanda eru að
undirbúa brúðkaup sitt. Hann er
25 og hún 22ja ára. Stúlkurnar
þeirra eru um 1,60 m og eru því
rétt í meðallagi háar, en gnæfa þó
töluvert yfir litlu mennina sína.
Jennie, eiginkona Scotts, er jafn-
gömul honum. Hún segist vera
mjög hamingjusöm í hjónaband-
inu, og Scott tekur undir það, að
þau séu áreiðanlega lukkulegustu
hjón í heimi.
Þau Jennie hittust á skemmti-
stað, þar sem hún var með vinkon-
um sínum að kveðja eina sem var
að fara að gifta sig.
Scott var þarna staddur með
leikhúsfólki og herti sig upp í að
bjóða Jennie upp, en var dauð-
hræddur um að hún neitaði. Þau
dönsuðu saman og settust svo og
tóku tal saman. Næsta dag hringdi
hann til hennar, -en þá sagðist
Jennie vera upptekin. Það fóru að
renna á hana tvær grímur út af því
að „fara út með dverg,“ eins og
hún sagði síðar. En seinna hringdi
hún til hans og fór vel á með þeim.
Þau fóru að vera saman og giftu sig
eftir nokkra mánaða kunningsskap
1984. Jennie fékk líka vinnu við
sama leikhús og Scott.
Stephen og Amanda hittust á
bar 1984 og hann varð strax skotinn
í henni, reyndi við hana og bauð
henni út að borða við kertaljós og
rómantíska músík og stúlkan heill-
aðist af Stephen litla, sem þorði
varla að trúa því að þetta væri að
gerast í alvöru.
„Jú, auðvitað kemur fyrir að
fólk glápir á okkur á götunni og
pískrar, en mér er orðið alveg
sama,“ segir Amanda brosandi.
N