Tíminn - 12.04.1988, Blaðsíða 3

Tíminn - 12.04.1988, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 12. apríl 1988 Tíminn 3 Breytingartillaga við bjórfrumvarp: 5 krónur af hverjum bjór til varðveislu menningar A Alþingi í gær var lögð fram breytingartillaga við bjórfrum- varpið fjórum þingmönnum úr fjórum stjórnmálaflokkum, þeim Sverri Hermannssyni, Sjálfstæðisflokki, Guðmundi G. Þórarins- syni, Framsóknarflokki, Guðrúnu Helgadóttur Alþýðubandalagi og Kjartani Jóhannssyni, Alþýðuflokki. Tillagan kveður á um að af hverri seldri bjórflösku, eða dós, skuli greiddar fímm krónur í sérstakan safnasjóð og hafí gjaldið fullt verðgildi og það leiðrétt ársíjórðungslega. Safnasjóðurinn hefði það hlut- safna í landinu, svo sem Þjóð- verk að stuðla að vexti og viðgangi minjasafninu, Þjóðskjalasafninu, Náttúrufræðisafninu og Snorra- safninu í Reykholti, svo dæmi séu nefnd. Það var haft á orði í gær þegar breytingartillaga þessi kom fram á Alþingi, að fari bjórfrum- varpið sem nú er til afgreiðslu á Alþingi í gegn á þessu þingi, sem miklar líkur eru á, muni sú iðja sem Þórður kakali er hvað kunn- astur fyrir - að drekka - nú verða til þess að skapa traustari fjárhags- grundvöl! til að halda minningu Snorra Sturlusonar frænda hans á lofti í Snorrasafni í Reykholti. Sjóðnum skal skipuð þriggja manna stjórn af menntamálaráð- herra og mun stjórnin setja sjóðn- um stofn-og skipulagsskrá sem þó er háð samþykki ráðherra. Sérstaka athygli vekur að fyrsti flutningsmaður tillögunnar er Sverrir Hermannsson, en hann er með hörðustu bjórandstæðing- um. Sverrir sagði í gær að hugmynd sín væri sú að freista þess að hækka bjórverð ef til þess kæmi að bjórinn yrði leyfður samhliða því að aflað væri tekna til íslenskra safna sem verið hafi í fjársvelti. -SÓL Útvegsbankinn: Aðalbankinn verður útibú Félagsdómur kvað upp dóm sinn í gærkvöldi í máli HÍK: Verkfallsboðun HIK ekki lögum samkvæmt Félagsdómur komst aö þeirri niðurstöðu í gærkvöldi að boðað verkfall Hins íslenska kennara- félags, sem átti að koma til framkvæmda frá og með morg- undeginum, væri ólögmætt. Þar með virðist Ijóst að skóla- starf raskist ekki í vor, eins og stefndi í, en eins og kunnugt er dæmdi Félagsdómur í síðustu viku boðun verkfalls Kennaras- ambands íslands, sem átti að hefjast í gær, einnig ólögmæta. Ef málsatvik eru í stuttu máli rifjuð upp, þá er þess að geta að samninganefnd ríkisins taldi að lög- mætur meirihluti hafi ekki verið fyrir boðun verkfalls HÍK. í at- kvæðagreiðslu HlK var verkfalls- boðun samþykkt með tveggja at- kvæða ntun, 464 voru samþykkir verkfalli en 462 voru á móti. Samn- inganefndarmenn ríkisins töldu að vegna þess að 60 félagar í HÍK skiluðu auðu í atkvæðagreiðslunni hefði minnihluti félagsmanna stutt verkfallsboðun. Á þetta sjónarmið féllst Félagsdómur og dæmdi verk- fallsboðunina ólögmæta og vísaði þar til laga sem segja að til þess að verkfallsboðun sé lögmæt verði meirihluti þeirra sem taka þátt í atkvæðagreiðslu að vera henni sam- þykkur. Kennarar í HÍK, sem flestir starfa í framhaldsskólum landsins. munu koma saman á næstu dögum til að ræða um niðurstöðu Félagsdóms og ákveða næstu skref í kjarabarátt- unni. Forsvarsmenn HÍK neita því á þessu stigi að til frekari aðgerða komi af þeirra hálfu á þessu vori, enda er nokkuð Ijóst að tíminn er floginn frá kennurum, a.nt.k. íbráð. óþh Nú geturðu hætt að hugsa um N.Ö.R.D.: Skammstöfun á skemmtidagskrá Einhver best heppnaða auglýsingaherferð sem um getur á íslandi, spurningaflóðið um N.Ö.R.D., er nú hér með nær algerlega úr sögunni, þar sem Tíminn hefur af harðfylgi aflað sér upplýsinga um hvað N.Ö.R.D. er. Spurningar eins og, Er pabbi N.Ö.R.D.?, Er N.Ö.R.D. á þínu hcimili? og Er N.Ö.R.D. leikrit?, hafa birst mönnum hvar sem þeir voru og hvert sem þeir fóru, og valdið mönnum ómældu hugar- angri og leiðindum yfir að vita ekki fyrir hvað skammstöfunin stendur. Því skal það upplýst, að N.Ö.R.D. er skammstöfun fyrir Nær Öldungis Ruglaður Drengur, sem er skemmtidagskrá sem þeir félagar Þórhallur Sigurðsson. þekktari sem Laddi, og Gísli Rún- ar Jónsson, ásamt Gríniðjunni, eru að setja upp á Hótel íslandi og verður frumsýnd þar síðar í þessum mánuði, eða nánar tiltekið þann 24. apríl. N.Ö.R.D. cr samkvæmt hei- mildum þcim sem Tíminn Itefur aflað sér, þýðing á bandarísku leikriti, cn þrátt fyrir margítrekað- ar tilraunir, tókst ekki að bcra þettaundirmeðlimi Gríniðjunnar. -SÓL Þann 1. apríl síðastliðinn var aðal- banka Útvegsbanka íslands hf. breytt í útibú. Breytingar þessar hafa það í för með sér að yfirstjórn bankans hættir að sinna afgreiðslu- málum eins ákveðins útibús og setur það í hendur útibússtjóra. Við það léttir á bankastjórninni og hún getur sinnt starfsemi allra útibúanna jafnt. Þar með fá allir viðskiptavinir bankans, hvar á landi sem er, sömu þjónustu. Útibússtjóri Útvegsbank- ans við Lækjartorg er Reynir Jónas- son. Sú þjónusta, sem áður var veitt í aðalbanka fram yfir útibú, verður að hluta færð til allra útibúa en sérdeild- ir starfa undir stjórn yfirstjórnar. Hótel Loftleiðir: Kynferðis* afbrot kært „Mál, svo sem þetta, er flutt fyrir luktum dyrum hjá dómstól- um. Það er þess vegna eðlilegt að ekki séu gefnar upplýsingar um lögreglurannsókn þeirra heldur,“ sagði Þórir Oddsson, vararann- sóknarlögregiustjóri, urn meðferð kynferðisafbrots á hótelherbergi á Hótel Loftleiðum, sem kona kærði til RLR á sunnudag. „Við ræðum ekki málið,“ sagði Þórir og gaf ekki upp, með hvaða hætti atburðurinn átti sér stað. Rannsóknarlögreglan segir að um meint kynferðisafbrot sé að ræða, - en ekki nauðgun. þj Þorsteinn EA í vandræðum fyrir NA: Stjórnlaus í ísspöng og töluvert skemmdur Togarinn Þorsteinn EA 610 frá Akureyri, sem er í eigu Samherja, rakst aöfaranótt sunnudags á ísspöng norður af Horni, og kom þegar talsverður leki að honum. Þorsteinn varað veiðum á Reykjafjarðarál þegar hann lenti í ísnum og komust togarar, sem voru að veiðum nærri Þorsteini, hvergi að fyrir ís. „Þeir voru með trollið hálf óklárt í rennunni og þeir voru að laga það þegar þeir rákust á ísspöngina, en ísinn var þarna á töluverðri ferð. Við það fór trollið í skrúfuna og togarinn orðinn stjórnlaus,“ sagði Þorsteinn Már Baldvinsson, fram- kvæmdastjóri Samherja í samtali við Tímann f gær. Beðið var um aðstoð Landhelgis- gæslunnar, þar sem útlitið þótti ekki gott, og fór þyrla hennar, TF SIF, þegar á vettvang. Tók hún fjóra skipverja um borð og flutti í land, en ekki þótti á hættandi að hafa fleiri um borð en nauðsynlegt væri, ef aðstæður versnuðu. Gerðar voru nokkrar tilraunir til að koma línu yfir í Þorstein og var þar að verki Arnar HU 1 frá Skaga- strönd. Línurnar skárust sífellt í sundur í ísnum, en að lokum tókst tilraunin og tók Arnar Þorstcin í tog til Akureyrar og komu skipin þangað í gærmorgun. Skipið var tekið þar í slipp og skemmdirnar kannaðar. Ljóst er að skipið er töluvert skemmt. „Skemmdir eru miklar. Við sjáum stórar dældir ’fyrir ofan sjólínu og þær eru einnig mjög stórar fyrir neðan sjólínu. Þær sjást mjög vel, t.d. í vélarrúminu, en svo erum við líka búnir að senda niður kafara,“ sagði Þorsteinn. Gert er ráð fyrir að sjópróf fari fram innan hálfs mánaðar. -SÓL

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.