Tíminn - 12.04.1988, Blaðsíða 9

Tíminn - 12.04.1988, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 12. apríl 1988 Tíminn 9 VETTVANGUR IIIIIIIIIIHI Þórólfur Sveinsson: Um verðábyrgð Framleiðnisjóðs og skiptingu samningsauka í mjólk Að hluta svar við grein Páls Sigurbjörnssonar í Tímanum 16. mars 1988. Verðábyrgð Framleiðnisjóðs Þegar búvörusamningurinn fyrir verðlagsárið 1987/1988 var gerður, tók Framleiðnisjóður verðábyrgð á 3 milljónum lítra af mjólk og 800 tonnum af kindakjöti. Markmiðið með þessari verðábyrgð var að skapa bændastéttinni meiri tekjur en fengust fyrir það magn afurða sem ríkissjóður treysti sér til að taka verðábyrgð á, miðað við horf- ur á innanlandssölu og ákvæði búvörulaga um útflutningsbætur. Strax var ákveðið að Framleiðni- sjóður reyndi að kaupa og leigja sem mest af fullvirðisrétti upp í þessa ábyrgð sína, þar sem Ijós var að dýrasti kosturinn var að greiða útflutningsbætur á framleidda vöru. Þá var einnig ætlunin að stuðla að búháttabreytingum í tengslum við þessar ráðstafanir. Vegna þessa var farin „Fjórmenn- ingaferðin" á haustdögum 1986, þar sem fulltrúar aðila skýrðu mál- in fyrir bændum. í þeirri ferð var kynnt svofellt bréf: Yfírlýsing Við setningu reglugerðar um fullvirðisrétt til framleiðslu mjólk- ur og sauðfjárafurða fyrir verðlags- árið 1987-1988 mun landbúnaðar- ráðuneytið, með hliðsjón af samn- ingi ríkis og Stéttarsambands bænda um magn mjólkur og sauð- fjárafurða, dags. 21. sept. 1986, miða við að ráðstöfun hins selda og/eða leigða fullvirðisréttar verði þannig: Breyting á fullvirðisrétti ein- stakra búmarkssvæða til fram- leiðslu mjólkur og sauðfjárafurða á verðlagsárunum 1987-1988 og 1988-1989 verður hin sama og breyting, er verður á umsömdu afurðamagni skv. a-lið 30. gr. 1. nr. 46/1985, nema um sé að ræða fullvirðisréttarsölu, sem er liður í svæðabundinni fækkun búfjár, sbr. 2. ml. a-liðar3. gr. rg. nr. 406/1986. Sala og/eða leiga framleiðenda á fullvirðisrétti á hverju svæði ræður því, að hvaða marki hugsanleg skerðing fullvirðisréttar skv. samn- ingi um búvörumagn fyrir verðlags- árið 1988-1989 kemur við aðra framleiðendur á hlutaðeigandi svæði. Sala og/eða leiga á fullvirðis- rétti umfram hugsanlega skerðingu geymist hlutaðeigandi búmarks- svæði. Reykjavík 20. október 1986 Jón Helgason (Kunningi minn hafði orð á því að þessi texti væri ekki í þeim markaskrárstíl sem efninu hæfði. Taldi hann ástæðuna þá að sami húsbóndi hefði verið í landbúnað- ar- og kirkjumálaráðuneytum og hér gætti því áhrifa frá fornum biblíutextum, sent væru torráðnir og þó sýnu erfiðara að tengja boðskapinn daglegu lífi. Þannig sagði kunningi minn álíka auðvelt að vinna úr þessum boðskap land- búnaðarráðherra og að gera nú- tíma kjarasamninga eftir 20. kap- ítula Matteusarguðspjalls, sem fjallar um atvinnurekandann er öllum greiddi jafnt, óháð því hversu lengi var unnið). Þessi yfirlýsing ráðherra var af málsaðilum túlkuð þannigað versl- un Frantleiðnisjóðs skyldi ekki breyta hlutföllum milli búmarks- svæða. Þrátt fyrir það voru engar skorður settar varðandi uppkaup og leigu fullvirðistréttar á einstök- um búmarkssvæðum. Reglan var sú að kaupa eða leigja þann rétt sam falur var. Öllum hlaut þó að vera ljóst að litlar líkur voru til að öll svæði yrðu jöfn með því móti, þar sem hér var samið við einstakl- inga en ekki forsvarsmenn bú- markssvæða. Um skiptingu samningsaukans Á aðlfundi Stéttarsambands bænda að Eiðum 1987 var fjallað um skiptingu aukins fullvirðisréttar til mjólkurframleiðslu verðlagsárið 1988/1989. Eindregnar ábendingar komu fram um að leiðrétta þyrfti mismunandi hlut einstakra bú- markssvæða í verslun framleiðni- sjóðs. Gagnstæðar raddir komu einnig fram og mun ég rekja helstu skoðanir með og móti leiðrétting- um. Með leiðréttingum mæltu þær yfirlýsingar sem landbúnaðarráð- herra og forsvarsmenn bænda voru taldir hafa gefið um að verslun Framleiðnisjóðs ætti ekki að breyta hlutföllum milli búmarkssvæða. Einnig að óvíst væri að hve miklu leyti búháttabreyting fylgdi þessum aðgerðum, en ef svo væri ekki mætti telja líklegt að byggð stæði valtari fótum eftir. Þá væri ekki tryggt að þær greiðslur sem frá Framleiðnisjóði kæmu, staðnæmd- ust hjá þeim sem lifðu og störfuðu í sveitunum, þar sem búseta þar væri ekki skilyrði fyrir greiðslum úr sjóðnum. Móti leiðréttingum mælti það að hér væri um að ræða frjálsa samn- inga við einstaka fullvirðisréttar- hafa sem þeir gerðu af frjálsum og fúsum vilja. Líta bæri svo á að viðkomandi aðilar sæu sér hag í því að láta af eða ntinnka framleiðslu, og þiggja umsamið gjald fyrir. Hvað leigu varðaði yrði sá réttur tiltækur á ný, ef viðkomandi aðili óskaði eftir. í framleiðsluncfnd I sent fjallaði um skiptingu samningsaukans var ákveðið að taka bæri tillit til mis- munandi hlutdeildar af hverju búmarkssvæði í aðgerðum Fram- leiðnisjóðs. Hygg ég að þar hafi ráðið mestu þær yfirlýsingar sent gefnar voru á haustdögum og fyrr er getið. Því lagði nefndin fram þessa tillögu: Aðalfundur Stéttarsambands bænda 1987 ályktar um ráðstöfun aukins fullvirðisréttar til mjólkur- framleiðslu á verðlagsárinu 1988/ 1989. 1. Leiðrétta skal það misræmi sem fram kemur í uppkaupum Framleiðnisjóðs á þeim þremur milljónum lítra sem sjóðurinn tók ábyrgð á. Jafnframt verði reynt með þeim uppkaupum sem eftir eru að jafna þetta hlutfall milli svæða. 2. Þegar þessum leiðréttingum er lokið, verði afgangnum skipt milli búmarkssvæða í sömu hlut- föllum og framleiðslurétti verð- lagsársins 1986/1987. 3. Búnaðarsamböndin annist úthlutun til bænda. Nokkrar umræður urðu um til- löguna og komu fram ábendingar sem nefndin taldi ástæðu til að virða. Því var tillagan tekin til skoðunar á ný og lögð fram svo breytt: Áðalfundur Stéttarsambands bænda 1987... „1. Draga skal úr því misræmi milli einstakra búmarkssvæða sem fram kemur í uppkaupum Fram- leiðnisjóðs á þeim þremur milljón- um lítra sem sjóðurinn tók ábyrgð á, þó að teknu tilliti til búhátta- breytinga. Jafnframt verði rcynt með þeim' uppkaupum sent eftir eru að jafna þetta hlutfall milli svæðanna. 2. Þegar þessum leiðréttingum er lokið verði afgangi aukins réttar skipt milli búmarkssvæða í söntu hlutföllum og framleiðslurétti verðlagsársins 1986/1987. Búnaðarsamböndin annist út- hlutun til einstakra bænda". Við afgreiðslu málsins komu frant breytingatillögur, annars veg- ar um að leiðréttaekki fyrir verslun Framleiðnisjóðs og Itins vegar að taka ckki tillit til lcigu við þessar leiöréttingar. Þessar breytingatil- lögur voru báðar felldar og aðaltil- lagan samþykkt með 41 atkvæði gegn 3. Nokkuö hefur borið á þeirri rangtúlkun að hér hafi verið ákveð- iö að nota allan samningsaukann í leiðréttingar. Um það var ckkcrt ákvcðið, enda engin efni til að móta nákvæmar vinnurcglur á þessunt fundi, heklur að móta þá stefnu er unnið skyldi eftir. Þá cr einnig rétt að ítrcka að hér er unt að ræða tillögu en ekki ákvörðun um skiptingu. Endanleg ákvörðun uni skiptingu þessa aukna fullvirð- isréttar er í höndum landbúnaðar- ráðherra. Athugasemdir við grein Páls Sigurbjörnssonar Með hliðsjón af því sem nú hefur verið rakið, er ástæða til að gera athugascmdir við cftirfarandi atriði hjá Páli Sigurbjörnssyni. 1. Fyrirsögnin sent sett cr fram í spurnarformi er illskiljanleg. Frjálshyggja og frumskógarlögmál eru andstæður þeirrar stjórnunar á búvöruframleiðslunni sem Páll ræðir um í grein sinni. 2. f undirfyrirsögn cr talað um aðför að búskap á Austurlandi. Ég veit að fullvirðisréttur margra mjólkurframleiðenda á Austur- landi er allt of lítill, raunar svo að vandséð er hvernig þeir ná þolan- legri afkomu. Það vandamál er ekki einskorðað við Austurland. Mér vitanlega er ekkert í því sem Stéttarsamband bænda hcfur lagt til um framleiðslustjórnun þess eðl- is að réttlætanlegt sé að saka það um aðför að búskap í ákveðnum landshlutum. Jafnvel hefur hitt fremur verið gagnrýnt að Stéttar- sambandinu hætti við að leggja of mikla áherslu á lausn einstakra vandamála. Að því ntá einnig spyrja, hver væri aðstaða þessara einstaklinga ef framleiðslustjórn- unar nyti ekki við? 3. Páll talar um að engin leiðrétt- ing hafi verið gerð fyrir verðlagsár- ið 1987/1988. Hvernig átti að gera þá leiðréttingu? Enn verður að minna á vinnuaðferðir Frantleiðni- sjóðs sem samdi við einstaklinga um ákveðin viðskipti. Því var ekki hægt að leiðrétta öðruvísi en skerða nteð valdboði hjá einum vegna frjálsra samninga annars. Vandséð er hvernig það hcfði náð fram að ganga. 4. Sagt er að tillögur stjórnar Stéttarsambandsins um skiptingu samningsaukans séu ekki í sant- ræmi við samþykkt aðalfundar. Það má deila um tvo þætti í tillögugerð stjórnarinnar en að mínu mati hefði það verið ábyrgð- arleysi að leggjast gegn skiptitil- boðinu. Um stærstan hluta af samningsaukanum eru gcrðar til- lögur í beinu franihaldi af sam- þykkl aðalfundar Stéttarsain- bandsins sem fyrr er rakin. Vandamálið er bundið þeim rétti scnt Framleiðnisjóður á cftir aö kaupa eða leigja. í samþykkt aðal- fundar er gert ráð fyrir því að leiðrétta hlutföll milli svæða með þessum lítrum. Hér hefur ekkert orðið ágengt, cnda lítil viðskipti við Framleiðnisjóð nú. Ég hef ekki farið dult mcð skoðun að því scm Framleiðnisjóður á eftir að ná skuli skipt scm kvöð á þau svæði sent minnst hafa lagt til sjóðsins. Hvað verður í þessu efni er ekki ljóst þegar þetta cr skrifað. 5. í greininni cr talað um þá tilfinningu að bændafólk gcti ekki lengur treyst samstöðu stéttarinn- ar. Þetta er furðuleg aðdróttun manns er lengi hefur unniö trúnað- arstörf fyrir bændur og samtök þeirra. Það vitlausasta sem bændur geta gert er að slaka á samstöðu sinni. Sem betur fer sé ég engin merki um slíkt, frcmur hið gagn- stæða, enda virðist sundrungin ætla að verða býsna dýrkeypt þeint sem reynt hafa. Þá hefur einnig komið fram að það sem mcnn héldu vera frelsi hefur á stundum breyst í efnalega fangavist þar sent versl- unaraðilar fara með lykla. í lok greinar sinnar ræðir Páll um ráðstöfun fullvirðistréttar ntilli einstaklinga (lögbýla?). Ég tek undir að núverandi skipan þeirra mála er ekki líðandi. Góö ráð og jákvæðar ábendingar um það atriði og fleiri eru vel þcgirt og af hinu góða. Blásturaðglóðum tortryggni ber aö forðast. Skrifað í mars 1988 Þórólfur Sveinsson, bóndi Ferjubakka II. LESENDUR SKRIFA llll 11 Undarleg er réttvísin og undarleg er réttlætistilfinning manna. Um það ber vitni það sem nú skal frá sagt. I Ameríku gerðist sá atburður í Kaliforníu, að læknirinn William Waddill var fenginn til að eyða fóstri konu nokkurr^r, Mary Weaver að nafni. Hér var um algerlega lög- verndað athæfi að ræða. Fóstureyð- ingar eru algengar mjög og njóta verndar laga um víða veröld. Að- ferðir lækna við þessa iðju sína munu vera margskonar. Ofannefnd- ur læknir hugðist drepa fóstrið með því að dæla saltupplausn í líkama móðurinnar, en samt fæddist barnið lifandi. Drápsaðferðin hafði mistek- ist. Barnið andaði enn. Læknirinn mun þá hafa þrýst að hálsi þess, svo að það lést í greipum hans. Það undarlega gerðist, að nú varð uppi fótur og fit og læknirinn ákærð- ur fyrir mannsmorð, vegna þess að hann hefði drepið fóstrið utan lt'k- ama móðurinnar. FOSTURVERND Hér kemur í ljós hinn mesti tví- skinnungsháttur og hræsni. Læknin- um hafði verið ætlað að drepa fóstrið. En nú fær hann ásakanir og kærur fyrir að framfylgja þessu verki sínu. Og sakarefnið er það, að hann hafði drepið það utan líkama móður- innar og einnig að nokkru það, að fóstrið hefði verið orðið eldra en hann hugði í fyrstu, svo að nam nokkrum vikum. í Kaliforníu voru samt engin aldurstakmörk um eyð- ingu fóstra. Ég fæ ekki séð neinn grundvall- armismun þess að drepa fóstur innan líkama móður eða utan hans. Ef þetta á að kallast morð í síðara tilvikinu þá hlýtur það einnig að vera svo í fyrra tilvikinu. Skammsýni manna og tvískinnungshætti virðast engin takmörk sett. II. Sameinuðu þjóðirnar stofnuðu til sérstaks barnaárs 1979 til að beita sér fyrir verndun barna og að bæta kjör þeirra um víða veröld, enda ekki vanþörf á, því víða um heim búa þau við hin verstu neyðarkjör, aðhlynningarleysi, sjúkdóma, hungur. En hve víðtæk á verndun barna að vera? Á verndin að ná til fósturskeiðs þeirra, jafnvel til upp- hafs lífs þeirra sem óumdeilanlega hefst við getnað? Ekki eru miklar ráðstafanir gerðar til að vernda börn á fósturstigi. Þau virðast vera rót- laus. f ýmsum löndum þurfa mæður aðeins að óska eftir deyðingu þeirra, þá eru læknar og stofnanir þegar til reiðu að framkvæma verknaðinn. Og þetta gerist fyrst og fremst í löndum, þar sem lifað er við alls- nægtir. Mæðrum (og feðrum) er veittur réttur til að eyða lífi, sem fólk hefur sjálft stofnað til, rétt eins og hér sé um eitthvert illgresi að ræða, sem verði að uppræta. Á hinn bóginn eru hundruð og þúsundir foreldra, sem ekki verður barna auðiö og óska einskis frekar, en að geta eignast fósturbörn til uppeldis og umönnunar. Mér virðist, að skynsamlegra væri og ólíkt mannúðlegra að leyfa börn- um að þroskast og lifa fram yfir fæðingu og veita þeim síðan rétt til framhaldandi lífs hjá góðum fóstur- foreldrum, en að drepa þau umsvifa- laust á fósturstigi, ef mæðrum þeirra (og e.t.v. öðrum aðstandendum) finnst þau verða sér til trafala. Auðsætt ætti að vera, að morð er alveg sama eðlis, hvort heldur það er framið fyrir eða eftir fæðingu. Því ófætt barn er maður og eins á fyrstu stigum fósturlífsins. Um þetta ætti enginn að vera í vafa. Fóstureyðing er helstefnuein- kenni af verstu tegund. Aldrei skal fóstureyðing fara fram af félagslegri nauðsyn einni saman, heldur skyldi úr henni bæta á annan hátt. Látum ekki þessi voðaverk lengur viðgang- ast. Hættum þarflausum fóstureyð- ingum. íslendingar gætu orðið fyrstir þjóða til að breyta hér um stefnu og jafnvel að taka upp baráttu á al- þjóðavettvangi fyrir verndun manns- lífa á fósturskeiði. Ef fóstureyðing er félagsleg nauð- syn í ýmsum tilvikum, þá skyldi af opinberri hálfu gert allt sem unnt er til að bæta úr þeirri nauðsyn, til að komist verði hjá þeim voðaverknaði sem hér um ræðir. Ingvar Agnarsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.