Tíminn - 12.04.1988, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 12. apríl 1988
Tíminn 7
SAMVINNUMÁL
Sjóðir samvinnufélaganna
Umræðan, sem undanfarið hefur átt sér stað í fjölmiðlum
um sjóði samvinnufélaganna, hefur kannski verið sótt öliu
meira af kappi en forsjá. En eigi að síður er hér á ferðinni
mál sem ekki er ólíklegt að eigi eftir að koma töluvert til
umræðu á meðal samvinnumanna nú á næstunni. Það snýst
raunar um eitt af grundvallaratriðum alls samvinnu-
rekstrarins, það er að segja hvort viðhalda eigi í dag þeim
gamla sið að safna í óskiptanlega sjóði innan félaganna,
eða hvort fara eigi að líkt og í hlutafélögum og skrá sem
næst fullan eignarhluta á nafn hvers félagsmanns um sig.
göngu við inneign hans í stofnsjóði.
Ef menn vilja hins vegar hverfa l'rá
hugmyndinni um oskiptanlega
sjóði þá vaknar jafnframt óhjá-
kvæmilega sú spurning hvort ekki
verði að taka upp aftur gömlu
regluna um samábyrgð allra fé-
lagsmanna á öllum rekstri félags-
ins.
Atkvæðisrétturinn
Náskyld þessu er önnur
Eins og menn vita er þessi um-
ræða komin upp vegna gjaldþrots
tveggja félaga, Kaupfélags Sval-
barðseyrar og Kaupfélags Vestur-
Barðstrendinga. Bæði eru þau í
Sambandinu, og sú spurning hefur
vaknað hvort þrotabú þeirra ættu
að eiga kröfu á hluta af heildareign-
um Sambandsins, en ekki bara á
stofnsjóðsinnistæðum sínum í því.
Óskiptanlegir sjóðir
Sú regla hefur hins vegar gilt í
samvinnufélögunum svo að segja
frá upphafi að sameiginlegir sjóðir
þeirra skyldu vera óskiptanlegir.
Pað hefur með öðrum orðum falið
í sér að félagsmenn hafa tekið
ábyrgð á rekstri félaganna með
þeim fjárhæðum sem þeir hafa
hverju sinni átt í stofnsjóðum
sínum, en ekki umfram það. Stofn-
sjóðirnir eru skráðir á nöfn, og
reglan er sú að þeir falla ekki til
útborgunar nema í tilvikum eins og
við andlát félagsmanns, brottflutn-
ing hans af félagssvæðinu eða þá ef
hann lendir í umtalsverðum fjár-
hagsörðugleikum eða gjaldþroti.
Svo hefur hins vegar verið litið á
að aðrir sjóðir, sem ti! verða í
rekstri samvinnufélags, skuli vera
óskiptanlegir, með öðrum orðum í
sameiginlegri eign þess fólks sem
hverju sinni niyndar félagsmann-
ahópinn í viðkomandi félagi. Petta
er raunar undirstrikað í samvinnu-
lögunum, sem í núverandi mynd
eru frá 1937. Þar er, eins og menn
vita, ákvæði þess efnis að innstæðu-
fé í óskiptanlegum sameignarsjóð-
um skuli ekki borgað út ef til
félagsslita komi. Þvert á móti skuli
það fé, að lokinni greiðslu þeirra
skulda sem á félaginu hvíla, ávaxt-
að undir umsjón hlutaðeigandi hér-
aðsstjórnar, uns samvinnufélag
eða samvinnufélög með sama
markmiði taki til starfa á félags-
svæðinu á ný. Þá fái það félag eða
þau félög umráð sjóðeignarinnar,
að áskildu samþykki sýslunefndar
eða bæjarstjórnar, svo og atvinnu-
málaráðherra.
Þetta ákvæði hafa menn litið svo
á að ætti við öll samvinnufélög, þar
með talið Sambandið, þótt bein
ákvæði að því er það varðar vanti
hins vegar í samvinnulögin. Er sá
skilningur raunar ekki óeðlilegur,
þvf að hér er um eitt af grundvallar-
atriðunum í rekstri samvinnufélaga
að ræða. Aðalmarkmið slíkra fé-
laga er ekki að ávaxta framlagt
fjármagn félagsmanna sinna, held-
ur þvert á móti að halda uppi
verslun, þjónustu og annarri at-
vinnu hvert í sínu byggðarlagi.
Hugmyndin að baki þeirra í byrjun
hefur samkvæmt þessu greinilega
ekki verið sú að byggja upp pers-
ónulegar eignir fyrir hvern fé-
lagsmann um sig, heldur þvert á
móti að byggja upp sameiginlegt
fjármagn til að nota í viðkomandi
byggðarlagi, og þá í landinu öllu að
því er Sambandið varðar.
Á að breyta kerfinu?
Spurningin, sem menn standa
frammi fyrir í dag, er hins vegar sú
hvort þeir vilji fara að breyta þessu
kerfi og færa þá samvinnufélaga-
formið nær því sem er í hlutafélög-
um. Þessi spurning sýnist raunar
komið að þau hafi í heild verið
gerð upp með tapi sem jafnvel
hefur numið verulegum upphæð-
um. Inn á milli hafa svo komið
betri ár, en umtalsverðar hagnað-
artölur hafa þó verið fátíðar úr
röðum þeirra.
Ekki fer á rnilli mála að þetta
hefur höggvið stór skörð í eigið fé
kaupfélaganna. Og við það bætist
líka hitt að verðbólgan hefur svo
vitaskuld í áranna rás brennt meira
eða minna upp alla eigin sjóði
standa í nokkuð nánu samhengi
við þá staðreynd að samvinnulögin
eru orðin gömul og þau hafa ekki
verið endurskoðuð í takt við fram-
þróun og breytingar þjóðfélagsins.
Hlutafélagalögin hafa hins vegar
verið endurskoðuð rækilega, og
það er mál kunnugra að þau séu í
flestum atriðum mun meira í takt
við samtímann heldur en lögin um
samvinnufélög. Og er þar jafn-
framt vafalaust komin ein helsta
ástæðan fyrir hinni gífurlegu út-
breiðslu þess rekstrarforms hér á
landi síðustu árin.
En eins og menn vita hafa hluta-
félög ýmsa möguleika til þess að
viðhalda raungildi þess eignarhluta
sem eigendur eiga hver um sig í
slíkum félögum. Þetta gerist fyrst
og fremst í gegnum jöfnunarh-
lutabréf, sem hlutafélögin hafa
leyfi til að afhenda eigendum
sínum. Þar með hækka þau eign-
arhluta þeirra hvers um sig jafnóð-
um og heildareign félagsins vex.
íslensk hlutafélög nota þessa leið
nokkuð almennt, og af því leiðir að
eigendur þeirra munu yfirleitt vera
skráðir fyrir raunverulegri eign
sinni í félaginu nokkurn veginn í
samræmi við það hlutafé sem þeir
hafa upphaflega lagt fram.
Spurningin er því með öðrum
orðum sú hvort menn telji tíma-
bært að hætta að hafa óskiptanlega
sjóði í samvinnufélögum og taka í
staðinn upp það kerfi sem notað er
í hlutafélögum og færa eignarhluta
hvers félagsmanns, það er stofn-
sjóð hans, upp til samræmis við
það sem nefna mætti raunveruleg-
an eignarhluta hans í félaginu.
Ljóst er þó að mörgum myndi
þykja þetta spor aftur á bak. Með
þessum hætti yrðu samvinnufélög-
in kannski ekki lengur sömu burð-
arásar byggðarlaganna og þau hafa
verið f áranna rás. f staðinn er hætt
við að þau yrðu í framkvæmd að
einhvers konar almenningshluta-
félögum, sem máski yrði framar
öðru ætlað að ávaxta sparifé fólks
á félagssvæðum sínum og skila því
arði.
Líka er að því að gæta að þessu
hlyti óhjákvæmilega að fylgja auk-
in ábyrgð, líkt og raunar var rakið
í skynsamlega skrifaðri grein eftir
Guðbrand Þorkel Guðbrandsson
hér í blaðinu á föstudaginn var. Til
þessa hefur sú regla yfirleitt gilt að
ábyrgð hvers félagsmanns í sam-
vinnufélagi takmarkist nánast ein-
spurning, sem þarna hlýtur að
vakna, og hún er um atkvæðisrétt-
inn. Það er eitt af grundvallarat-
riðunum í öllum rekstri samvinnu-
félaga að þar hafi hver félagsmaður
eitt atkvæði, án tillits til viðskipta,
innistæðu hjá félaginu eða eignar í
stofnsjóði.
Færi svo að horfið yrði frá regl-
unni um óskiptanlega sjóði og
einhvers konar ávöxtunarkrafa sett
á oddinn, í líkingu við það sem er
í hlutafélögum, þá kann að vera
stutt í það að þær kröfur komi upp
að áhrif á stjórnun félagsins, með
öðrum orðum atkvæðisréttur á
fundum, skuli líka fara eftir eign í
félaginu. Þá væri vitaskuld farið að
styttast í það að samvinnufélögin
væru í reynd orðin að hlutafélög-
um, og þykir þá þeim er hér ritar
trúlegt að ýmsir góðir samvinnu-
menn og eldheitir í andanum færu
að láta ótæpilega í sér heyra. En
þessi hætta sýnist þó óneitanlega
vera fyrir hendi ef svo skyldi fara
að horfið væri frá reglunni um
óskiptanlega sjóði.
Þess vegna er í rauninni ákaflega
erfitt að gera því skóna að nokkru
sinni verði hróflað við reglunni um
að hver maður hafi eitt atkvæði í
samvinnufélagi. Með slíkri breyt-
ingu færi ekki á milli mála að verið
væri að þverbrjóta gegn þeirri
félagshyggju og samstöðuhugsjón
sem frá upphafi hefur verið eitt
helsta einkenni samvinnurekstrar-
ins, bæði hér á landi og hvarvetna
annars staðar í heiminum.
Fjármagnið
og verðbólgan
Það þekkja allir að fjármagn
hefur varðveist ákaflega illa hér
hjá okkur í verðbólgu undangeng-
inna ára. Líka er atvinnurekstur
hér á landi ákaflega sveiflukennd-
ur, og býr trúlega við mun minni
festu en víða annars staðar. Eitt
árið gengur þannig illa í einni
rekstrargrein en betur í annarri.
Næsta ár snýst þetta svo kannski
við og sú sem gekk vel í fyrra er
með tap og öfugt.
Það dylst engum, sem fylgst
hefur með, að nánast allur atvinnu-
rekstur í landinu hefur hvað eftir
annað lent í verulegum erfiðleikum
af þessum ástæðum á liðnum ára-
tugum. Og þctta á ekki síður við
um kaupfélögin heldur en önnur
fyrirtæki í landinu. Þau ár hafa
þeirra. Það á svo vitaskuld ekki síst
við um stofnsjóði félagsmanna. Á
vettvangi samvinnufélaganna hcf-
ur margoft á liðnum árum verið um
það rætt hvort ekki væri rétt aö
samvinnufélögin verðtryggðu
stofnsjóðina, cn almennt hefur sú
regla þó aldrei verið tekin upp.
Um ástæður þess að svo hefur
ekki verið gert er crfitt að segja. Þó
má vera að þar að baki liggi
hugmyndin, sem hér var getið, um
að félögin ættu að safna óskiptan-
legum sjóðum, en ekki að stcfna
að því að auka við cfni einstakling-
anna innan félagsmannahópsins
hvers um sig. Líka má meira en
vera að menn hafi álitið að við það
ætti að sitja að innistæður í innláns-
deildum kaupfélaganna væru á-
vaxtaðar með þeim bestu kjörum
sem hverju sinni gerðust á fjár-
magnsmarkaðinum, eins og félögin
munu hvarvetna hafa kappkostað
að gera. En hvað sem því líður
hafa stofnsjóðirnir rýrnað verulega
á undangengnum árum og langtífrá
haldið í við verðbólguna.
Fjármagnsaukning
Nú á síðustu mánuðum virðist
hins vegar vera að hefjast ný um-
ræða innan samvinnuhreyfingar-
innar sem beinist að spurningunni
um það hvort ekki sé tímabært að
samvinnufélögum verði með lög-
gjöf skapaðir sams konar mögu-
leikar á að auka fjármagn sitt og
hlutafélög hafa. Þetta markar sá er
hér ritar bæði af samtölum sínum
við ýmsa ábyrga framámenn í
kaupfélögunum ogafþví sem hefur
komið fram í máli manna á ýmsum
nýlega afstöðnum fundum innan
samvinnuhreyfingarinnar.
Nánar til tekið snýst málið um
það að hlutafélag, sem lendir í
ðleikum og taprekstri, hefur þann
möguleika til að auka fjármagn sitt
að bjóða út ný hlutabréf, ýmist til
eigenda sinna eða annarra aðila.
Þetta er auðvelt samkvæmt gild-
andi lögum um hlutafélög, og eins
og dæmin sanna hefur verið mikið
um það á síðustu árum að hlutafé-
lög í erfiðleikum gerðu þetta og að
þeim tækist þannig að koma aftur
traustumfótum undir rekstursinn.
Samkvæmt gildandi lögum um
samvinnuíélög hafa þau enga sam-
bærilega leið til að auka fjármagn
sitt. Það mætti að vísu hugsa sér að
þau færu þess á leit við félagsmenn
sína að þeir greiddu nánar tilteknar
upphæðir inn í stofnsjóði sína í
félaginu til þess að efla það, eða þá
að þeir legðu meira fé inn í innláns-
deild hjá því en væri. Ólíklegt
verður þó að telja að þessar leiðir
þættu í takt við nútímavenjur og
gildandi viðskiptahætti. Reynslan
af óverðtryggðum stofnsjóðum er
slík að hætt er við að menn litu
almennt töluvert öðrum augum á
framlög í þá heldur en til dæmis á
kaup á hlutabréfum. Og innláns-
deildirnar eru hvað sem öðru líður
í harðri samkeppni við nútímalegt
og þaulskipulagt bankakerfi okkar,
með öllu sem því fylgir.
Stofnsjóðsbréf
Það sem umræðan virðist snúast
um núna er að samvinnulélögin
vanti eitthvert nútímalegt forni til
þess að nota ef sú staða kemur upp
að þau telja sig þurfa að leita til
félagsmanna sinna um aukið
fjármagn. Hér væri með öðrum
orðum um að ræða einhvers konar
bréf í Ifkingu við hlutabréf hluta-
félaga, sem hugsa mætti sér að
gætu gengið undir heiti á borð við
stofnsjóösbréf. Þar væri sem sagt
verið að taia um bréf sem félögin
myndu sclja félagsmönnum sínum,
gömlurn og nýjum, með þeim hætti
að andviröi þeirra bættist þar við
stofnsjóð og yrði að hreinum eign-
arhluta í viðkomandi félagi, á sam-
bærilegan hátt og hlutabréf í hluta-
lclagi.
Þctta væri þá form sem nota
mætti til dæmis í kaupfélagi sem
hcfði átt að stríða við taprekstur
scm hcfði höggvið veruleg skörð í
sjóði þess, en þar sent nicnn teldu
sig þó sjá möguleika á að rétta
skútuna við með auknu fjármagni.
Þá gæti slíkt félag leitað beinlínis
til félagsmanna sinna mcð lögform-
lega viðteknum hætti og farið þess
á leit að þeir ykju cignarhluta sinn
í félaginu og legðu þannig sitt af
mörkum til að tryggja rckstur þess.
Þar með væri komið það form á
þessa hluti sem hlutafélög hafa í
dag en samvinnufélögin skortir.
Um nánari útfærslu slíkra stofn-
sjóðsbréfa virðast hugmyndir
manna vera nokkuð á reiki enn
sem komið er, svo sem raunar er
eðlilegt. Þó virðist Ijóst að þau
hljóti að þurfa að vcra verðtryggð
eða að njóta á annan hátt sambæri-
legrar ávöxtunar á við það sem
gerist hér á fjármagnsmarkaðin-
um. Hugsanlegt væri líka að ávöxt-
un þeirrn tengdist beint við afkomu
kaupfélagsins, líkt og gcrist með
hlutabréfin, og jafnvel að þau
mætti á sama hátt vcrðbæta með
einhvers konar jöfnunarbréfum
þegar vel hcfði árað.
Líka virðist liggja á borðinu að
hér verði að vcra um persónulega
eign hvers félagsmanns að ræða,
með öðrum orðum að með þessi
bréf verði hægt að versla með
sambærilegum hætti og gerist urn
hlutabréf. Með sívaxandi verðbréf-
aviðskiptum er enda meir en hugs-
anlegt að á slíkum stofnsjóðsbréf-
um gæti orðið einkaði. Og áhættufé
hljóta þau trúlega að verða eins og
aðrar stofnsjóðsinnistæður og
hlutabréf, með öðrum orðum að
eigendur þeirra taki á sig ábyrgð á
rekstri félagsins sem svarar þessu
og öðru fjármagni í stofnsjóði.
Hér er því komið upp efni sem
trúlegt er að geti orðið talsvert til
umræðu innan samvinnufélaganna
nú á næstunni. Um frekari fram-
gang málsins verður engu spáð
hér. En hvað sem öðru líður virðist
hitt ljóst að meir en tímabært sé
orðið að fara að taka samvinnulög-
in til endurskoðunar og færa þau í
sams konar nútímalegt form og
lögin um hlutafélög. -esig