Tíminn - 12.04.1988, Blaðsíða 13

Tíminn - 12.04.1988, Blaðsíða 13
Þriðjudagur 12. apríl 1988 Tíminn 13 FRÉTTAYFIRLIT lllílll1 ÚTLÖND !:r!; ■ ■"! : !:^!'|j|';iiiiiil!![ii:ilpNií^l|:i:ii!l|j;;!!|íli!!i!|^ Stendur íran bak við flugræningja? Yasser Arafat, leiðtogi PLO, segir flugræningjana sem hafa vél frá Kúvait á valdi sínu, fá skipanir sínar utan frá. Taldi hann Iran jafnvel vera viðriðið málið. Arafat hefur verið í nánu sambandi við fulltrúa PLO í Larnaca. TEL AVIV - Leiðtoaar Pal- estínumanna sem staoið hafa fyrir uppþotum á Vesturbakk- anum hvöttu til _ enn frekari aðgerða gegn ísraelum, en heldur hefur dreaið úr þeim að undanförnu. I fréttabréfi leiðtoganna segir, „bjóðið þeim byrginn. Ráðist gegn þeim og styrk hersetuliðsins." Um hádegisbilið í gær myrtu flug- ræningjarnir annan gísl, mann frá Kúvait. Hafa nú tveir menn verið myrtir. UM 50 gíslar eru um borð í vélinni. Pegar þetta er skrifað er flugvélin frá Kúvait ennþá stödd á flugvellin- um í Kýpur og hefur talsmaður PLO, svo og flugumferðarstjórn Kýpur staðið í ströngum samninga- viðræðum við flugræningjana síðan á laugardag. Þeir hafa ekki gefið eftir í kröfum sínum og krefjast þess að vélin verði tafarlaust fyllt af eldsneyti. Furstinn í Kúvait virðistekki held- ur líklegur til að gefa eftir og hafa landsmenn hans lýst yfir stuðningi við þá stefnu. JAKARTA - OPEC mun ekki draga úr framleiðslu á næstunni en mun einbeita sér að því að halda uppi aga á meðal þeirra aðildarríkja sem fara umfram kvóta, sagði orku- málaráðherralndónesíu. „Það var ákveðið að það væri ekki tímabært fyrir OPEC löndin að draga úr framleiðsiu,“ tjáði Ginandjar Kartasasmita frétta- mönnum er sneri aftur af fundi fimm manna verðlagsnefndar OPEC landanna, sem haldinn var í Vín. NICOSIA - irakar vörpuðu flugskeytum að Teheran oq Esfahan og bundu þar meo enda á þriagja daga hlé í stríðinu við írana. íran hét því að svara í sömu mynt. Að sögn Teheran útvarpsstöðvarinnar létust 20 manns í sprengingun- um og í loftárás sem gerð var á landamæraþorpið Marivan. NICOSIA - Trúarleiðtogi ír- ana, Ayatollah Khomeini, sagði að íranskir Haj pílagrím- ar mundu efna til mótmæla í Saudí Arabíu á þessu ári og varaði Saudí Araba við að- gerðum, sagði Teheran út- varpsstöðin. Rúmlega 400 manns létust í bardögum sem urðu í Mekka s.l. júlí, í kjölfar mótmæla írana. TOKÝÓ - Japanir segjast hafa dregið úr tekjuafgangi af milliríkjaverslun sinni ellefta mánuðinn í röð. Minnkuðu þeir tekjuafganga af versluninni við Bandaríkin um 10%. NEW YORK - Jesse Jackson, sem berst um útnefn- ingu demókrata, sakar vara- forseta George Bush um að hafa svikið drauma mannrétt- indasamtakanna bandarísku og neitar því að hann sé of hallur undir málstað Palestínu- manna. TOKÝÓ - Japanskir vís- indamenn hafa smíðað vél- menni með lyktarskyn. Það getur greint mun milli mismun- andi viskí og víntegunda. Er þetta fyrsta vélmenni sinnar tegundar í heiminum. Kína mjakast í átt til lýðræðis Kosningar voru haldnar í Kfna síðast liðinn föstudag og laugardag. Þingmenn landsins kusu í leynileg- um kosningum í nokkrar mikilvægar stöður. Yang Shagkun hershöfðingi var þá kjörinn forseti. Kínverjar hafa stefnt að því að þróa opnara stjórnkerfi og lýsir Nýja Kína fréttastofan þinginu í dag sem því opnasta og lýðræðislegasta frá upphafi en því var komið á fót 1954. En breytingarnar virðast ætla að taka sinn tíma því niðurstöður kosn- inganna voru ekki birtar að þeim loknum. Talið er að stjórnvöld hafi viljað breiða yfir þá andstöðu sem kom fram gegn Yang Shagkun hers- höfðingja sem bauð sig fram til forseta. Hann er náinn vinur Deng Xiaoping, leiðtoga Kína. Dagblöð í Hong Kong höfðu þó upp á kosningaúrslitunum frá þing- mönnunum sjálfum. Yang Shagkun var kosinn forseti. Hann fékk 2725 atkvæði, 34 sátu hjá en 124 greiddu atkvæði á móti honum. Þetta telst nú tæplega hörð andstaða á okkar mæli- kvarða en í Kína hefur þingið oftast jánkað því sem fyrir það hefur verið sett. Nú eru hlutirnir að breytast en ekki átakalaust. Wang Zhen var kjörinn vara- forseti en 212 greiddu atkvæði á nióti honum. Dagblöð í Hong Kong hafa fagnað þróuninni í lýðræðisátt og segja að fyrir 10 árum hafi verið óhugsandi að koma með mótbárur á þinginu. Námsmenn og kennarar við Peking háskóla halda áfram að krefjast aukins lýðræðis í vegg- spjaldaherferð sinni. Jackson reynir að mjólka at- kvæðin. Spenna í NewYork Amnesty angrar Thatcher Það er ekkert nýtt fyrir Mannrétt- indasamtökin Amnesty Internation- al að fá skammir frá pirruðum ríkis- stjórnum sem orðið hafa fyrir barð- inu á þeim. Idi Amin, fyrrum ein- ræðisherra Uganda, sagði að þau hefðu kúgað yfir 100 þjóðir heims. Trúarleiðtogi írana, Ayatollah Khomeini, kallaði þau skósvein djöfulsins. En nú beinast spjótin að þeim frá Bretlandi. Samtökin sendu Margréti Thatcher forsætisráðherra bréf þann 30. mars s.l. þar sem þau lýsa yfir áhyggjum yfir drápinu á þremur liðsmönnum írska lýdveldishersins. Sérsveit breska hersins hafði uppi á þeim og varð þeim að bana þann 6. mars s.l. á Gíbraltar. Teljasamtökin Thatchcr er örg út ■ Amnesty Inter- national. Otti á Filippseyjum Kaupsýslumenn á Filippseyjum hafa miklar áhyggjur af því að Gregorio „Gringo1' Honasan, upp- reisnarleiðtoginn sem slapp nýlega úr haldi yfirvalda, muni gera aðra tilraun til byltingar á næstunni. Corazon Aqiuno, forseti landsins, verður í opinberri heimsókn í Hong Kong 14. til 17. þessa mánað- ar og eru menn hræddir um að Honasan muni nota sér það tæki- færi. Hyggjast kaupsýslumenn veita verðlaun hverjum þeim sem hand- samar Honasan og hefur Remos varnarmálaráðherra tekið vel í slíkt uppátæki. Tvö þúsund hermenn hafa verið settir í viðbragðsstöðu þar til Aq- uino snýr heim úr heimsókn sinni. Honasan stóð fyrir byltingartil- rauninni sem gerð var í ágúst í fyrra og átti að koma fyrir herrétt vegna hennar þegar hann slapp úr gæslu á leiðinni til tannlæknis. Uppreisnarleiðtoginn Gregorio „Gringo“ Honasan. að þeir hafi ef til vill verið skotnir án viðvarana. Samtökin hafa farið fram á rannsókn í málinu og bæði al- menningur og stjórnvöld í Bretlandi hafa brugðist harkalcga við. „Ég vona aö Amnesty hafi áhyggj- ur af þeim rúmlega 2000 manns sem hafa verið myrtir af IRA síðan 1969,“ sagði Thatcher í þinginu. Samtökin hafa ekki látið slík við- brögð hafa áhrif á sig enda tóku nokkur dagblöð í Englandi undir rétt samtakanna til að spyrja slíkra spurninga. Sjaldnast taka ríkis- stjórnir gagnrýni samtakanna vel en talsmaður samtakanna taldi þessi harkalegu neikvæðu viðbrögð Breta stafa af skilningsleysi á markmiðum samtakanna. „Fólk skildi ekki að með því að draga einn hlut í efa erum við ekki að lýsa yfir stuðningi við hinn aðil- ann. Við tökum enga afstöðu til IRA eða annarra svipaðra samtaka. Það er utan okkar verksviðs. Okkar samskipti eru við ríkisstjórnir. Að- eins ríkisstjórnir bera ábyrgð á varð- veislu mannréttinda," sagði talsmað- ur Amnesty International. Jesse Jackson sakar Edward Koch, borgarstjóra New York, um að hafa ýtt undir spennu milli kynþátta og trúarhópa með jrví aö hvctja gyðinga og aðra stuðn- ingsmenn ísraela til að styðja sig ekki í forkosningunum í New York í næstu viku. Koch er gyðingur og mótfallinn skoðunum Jacksons á stöðunni í Austurlöndum nær, þarsem ísra- elar og Palestínumenn kljást. Hann telur Jackson of hallan undir málstað Palestínumanna. Hann hefur einnig vitnað í urn- mæli Jacksons fyrir síðustu for- setakosningar þar sent Jackson fór niðrandi orðum um gyðinga sem búa í New York. Um 25% kjósenda í New York eru gyðingar og eru úrslit for- kosninganna í fylkinu talin geta ráðið úrslitum um hver hlýtur útnefningu demókrata til forseta- kosninganna í nóvember. Koch segist muni styðja annað hvort Dukakis eða Gore. Jackson kvartar yfir því að önnur ntikil- væg málefni hafi fallið í skuggann af trúmálum. Fegurðarsamkeppni í Peking í sumar Kínverjar ætla að halda fyrstu fegurðarsamkeppnina í Pekingsíðan kommúnistar komust til valda 1949. Hingað til hefur kommúnista- flokk- urinn fordæmt slíkar keppnir sem lýsandi dæmi um hnignun og úrkynj- un Vesturlanda. Búist er við að nokkur hundruð keppenda taki þátt í keppninni, að sögn kínversks dagblaðs, og keppt verður um tíu titla í júní. Keppendur verða dæmdir jafnmikið eftir þekk- ingu, söng- og danskunnáttu og persónuleika, eins og fegurð. Ef vel tekst til með þessa keppni hyggjast skipuleggjendurnir efna til svipaðra keppna fyrir unga menn og fólk á miðjum aldri, segir í kínverska blaðinu. Fegurðarsamkeppni var haldin í Kanton í fyrra, en hún er talin mun líflegri borg en Peking. Einnig hefur verið keppt í vaxtarrækt og hefur nú líkamsræktaræði gripið um sig í landinu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.