Tíminn - 27.04.1988, Síða 5

Tíminn - 27.04.1988, Síða 5
Miðvikudagur 27. apríl 1988 Tíminn 5 Peningamálin til umræðu á ársfundi Seðlabankans Starfsemi verðbréfasjóða og fjármögnunarleigufyrirtækja var ofarlega á baugi í ræðum bankastjóra og ráðherra á ársfundi Seðlabankans í gær. Talaði Jóhannes Nordal, formaður banka- stjórnar, um byltingu í þróun þessa markaðar sem sprottið hefði upp við hlið hefðbundins bankakerfis. Sagði hann að ekki væri nokkur vafi á að svo örri þróun hlyti að fylgja vandamál fyrir hefðbundna bankastarfsemi og ýmsir barnasjúkdómar. Jón Sigurðsson, við- skiptaráðherra, skýrði í sinni ræðu frá því að hann hefði um morguninn Iagt fram í ríkisstjórn drög að frumvarpi um verðbréfa- miðlun og verðbréfasjóði. I ræðum þeirra beggja kom fram að nauðsyn væri á setningu löggjafar um þennan markað hið fyrsta. Nefndi ráðherrann sérstaklega heimildarákvæði fyrir viðskiptaráð- herra til að krefjast lausaijárbindingar í Seðlabanka, á svipaðan hátt og gert er hjá almennri bankastarfsemi. Jóhannes Nordal taldi nauðsyn á að settar yrðu skýrar starfsreglur og traust eftirlit verði haft með starf- semi þeirra. Talaði hann um löggjöf sem væri sambærileg við þau lög sem nú gilda um innlánsstofnanir. Sagði hann þó að þessi þróun hafi tryggt lántakendum greiðari og jafnari að- gang að lánsfé, en hærri raunvextir hafi veitt aukið aðhald um nýtingu fjármagns og arðsemi. Jafnframt hafi sparendum boðist betri ávöxt- unarkjör. Þessi þróun hafi því skilað aukinni innlendri fjármagnsmyndun á vegum lánakerfisins í heild er næmi um 44% á síðasta ári. Það væri um 18% umfram verðbólgu. Kom bankastjórinn víða við í ræðu sinni en lagði sérstaka áherslu á afkomu Seðlabankans og ríkisfjár- mála á síðasta ári. Komst hann að þeirri niðurstöðu að sú aðhalds- stefna í fjármálum og peningamál- um, sem mörkuð hafi verið á miðju síðasta ári hafi þegar náð að hemja og síðan draga úr þeirri gífurlegu þenslu, sem þá hafi einkennt þjóðar- búskapinn. Taldi hann m.a. að háir og hækkandi raunvextir á síðasta ári hafi beinlínis komið í veg fyrir það, að sú launasprenging og verðbólgu- aukning, sem þá varð, hefði í för með sér stórkostlegt jafnvægisleysi á peningamarkaðnum ásamt minnk- andi sparnaði og spákaupmennsku. Taldi hann að það furðu góða jafn- vægi sem nú ríkti á innlendum peningamarkaði og í gjaldeyrisvið- skiptum, væri tvímælalaust að þakka auknu aðhaldi í fjármálum ríkisins og peningamálum, sem beitt hafi verið frá miðju síðasta ári. Jóhannes fjallaði eðlilega mikið um gengisþróun. Sagði hann að verulegur árangur hefði náðst í lækk- un verðbólgu strax og ríkisstjórnin, er tók við 1983, ákvað að gera fastgengisstefnu að hyrningarsteini sínum. Sagði hann að allar kröfur um gengisfellingar yrði að skoða í samhengi við launaákvarðanir. Orð- aði hann það svo að fastgengisstefn- an hefði þann megin tilgang að vera grundvöllur tekjuskiptingarákvarð- Jóhannes Nordal, aöalhankastjóri Seðlabankans. ana, sem teknar væru með frjálsum samningum á milli aðila vinnumark- aðarins. „Hver á síðan að bera ábyrgð á slíkum samningum, ef ekki þeir sem gera þá?“ Vísaði Jóhannes síðan á bug há- værum kröfum um gengisfellingu til bjargar útflutningsgreinum. „Sann- leikurinn er sá að vandi þessara greina er annað hvort fólginn í of lítilli framleiðni í samanburði við sambærilega starfsemi í öðrum löndum, eða hann stafar af sam- keppni við láglaunaframleiðslu, t.d. frá Suður-Evrópu eða Asíu. Vanda- mál af þessu tagi verður því að leysa Tímamynd:Gunnar á vegum fyrirtækjanna sjálfra og á vettvangi kjarasamninga, en ekki með gengisbreytingum.“ í umræðu sinni um viðskiptahall- ann varaði Jóhannes við því að gengisfelling ein gæti minnkað hann. Benti hann á að orsök viðskiptahalla á síðasta ári hafi verið þensla inn- lendrar eftirspurnar, miklar erlendar lántökur og útlánaþensla bankanna. „Það hlýtur því að vera fyrsta boð- orðið að beita aðhaldi í þessum efnum til þess að draga úr viðskipta- hallanum, enda myndi slíkt aðhald jafnframt hamla gegn verðbólgu," sagði Jóhannes Nordal. KB Barnasjúkdómar verðbréfasjóða og fast gengi Niöurstaða Enskilda Securities í London um íslenskan hlutabréfamarkaö: Vantar f ramboð og eftirspurn Vegna þess hve fyrirtæki á íslandi hafa átt greiðan aðgang að lánsfé hafa þau safnað of miklum og svo miklum skuldum að hæfi þeirra til að standa af sér jafnvel minniháttar áföll er í lágmarki. Þörf fyrir aukið framtaksfé er því brýn. Bein fjárfesting gegnum hlutabréfamarkað mundi veita atvinnulífinu aukið aðhald og gera það hagkvæmara. En hvorki eftirspurn né framboð er enn nægilegt til þróunar hlutabréfamarkaðar. Framangreint má lesa út úr skýrslu sem fjármálafýrirtækið Enskilda Securities í London gerði um þróun hlutabréfamarkaðar á íslandi að beiðni Seðlabanka Islands og Iðnþróunarsjóðs. Valdagræðgi fremur en hagnaðarvon Framboð á hlutabréfum er m.a. talið tregt vegna þess að flest fyrir- tæki á íslandi eru í eigu fjölskyldna sem ekki vilji deila eigninni með öðrum. Hlutabréfakaup hafi því fremur stjórnast af yfirráðahags- munum en hagnaðarvon. Lítil eftirspurn eftir hlutabréfum er ásamt óhagstæðum skattalögum m.a. talið stafa af því að eigendur fjármuna hugsi mest um skamm- tímagróða og að hugtakið „að safna“ hafi átt litlum vinsældum að fagna. Jafnframt er bent á að lífeyrissjóðir ráði yfir helmingi þess fjár sem stendur til boða í fjárfestingar á íslandi og þeir séu nánast skyldaðir til að láta 55% af ráðstöfunarfé sínu renna til Byggingarsjóðs ríkisins. Lífeyrissjóðina í hlutabréfakaup Breyting þar á er hin fyrsta af tillögum sem skýrsluhöfundar benda á til úrbóta, þar sem virk þátttaka lífeyrissjóða á hlutabréfamarkaðn- um sé óhjákvæmilegur hluti af þróun hans. Með lagabreytingum ætti að heimila sjóðunum að fjárfesta ailt að 25% af árlegu greiðsluflæði í hluta- bréfum. í öðru lagi eru lagðar til margvís- legar breytingar á skattalögum í því skyni að hvetja til fjárfestingar í fyrirtækjum. Verði skattameðferð á hlutabréfum og skuldabréfum ekki jöfnuð með skattlagningu skulda- bréfanna megi gera það með aukn- um skattívilnunum í sambandi við hlutabréfin. Hlutabréf upp í laun Lagt er til að skipulagt verði kerfi þar sem starfsmönnum verði boðin til kaups hlutabréf í fyrirtækjum sem þeir vinna hjá, sem hluta af launa- greiðslum. Þau yrðu tekjuskatts- frjáls svo fremi sem starfsmenn ættu þau í ákveðinn lágmarkstíma. Útgáfu jöfnunarhlutabréfa telja skýrsluhöfundar tímafreka og ónauðsynlega og leggja til að hún MF.MOHANDUM ON THE DEVELOPMENT OF AN EQUIVi' MARKET IN THE REPUBLIC OF ICELAND E N S K I L D A SECURITIES Skandínaviska Enskilda Limited verði lögð niður með breyttum skattalögum. Stóraukin skattfríðindi Hvað varðar skattana er m.a. lagt til að söluhagnaður upp að 400.000 kr. verði tekjuskattsfrjáls og sama gildi um nýja fjárfestingu allt að 120.000 kr. Frádráttarhæfi arð- greiðslna verði tímabundið aukið í 15% af nafnverði hlutabréfa. Skattfrjáls arður hækkaður í 150.000 kr. Og undanþága hlutabréfa frá eignaskatti verði aukin í 2 millj. kr. Mikilvægt er talið að hvetja til aukins áhuga hjá erlendum fjárfest- endum, þótt hins vegar verði að halda hlutabréfakaupum þeirra inn- an vissra marka. Auknar upplýsingar til almennings Hvað markaðinn og reglur um hann varðar segir m.a. að Verð- bréfaþingið eigi að vera miðstöð viðskipta og stjórnunar á verðbréf- um á lslandi og sama kerfið að gilda bæði fyrir skuldabréfa- og hlutabréf- aviðskipti. Að mati skýrsluhöfunda þarf að auka þekkingu fjárfestenda á ís- lenskum fyrirtækjum. Almenningur eigi sömuleiðis að fá meiri upplýsing- ar um viðskiptalífið og umhverfi þess. Ársreikninga allra fyrirtækja eigi að birta almenningi innan 4-6 mánaða frá lokum reikningsárs. Þá eigi að krefjast þess að fleiri fyrirtæki verði skylduð til að leita óháðraar endurskoðunar ársreikninga. íslensk „verðbólgureikn- ingsskil“ marklaus og óskiljanleg útlendingum? Skilja má af skýrsluhöfundum að hin sér íslensku, og jafnframt mis- mundandi, „verðbólgureiknings- skil“ séu merkilegt fyrirbrigði. „Reikningsskilaaðferðir þær sem notaðar eru við verðbólgureikn- ingsskil geta haft þýðingarmikil áhrif á niðurstöður rekstrarreiknings. Það eru núna fleiri en ein slík regla í gangi á íslandi og því ekki mögulegt að gera marktækan samanburð á niðurstöðu mismunandi fyrirtækja," segja skýrsluhöfundar, sem telja því nauðsynlegt að samræma aðferðirn- ar. Og síðar segir: „Til þess að auð- velda skilning á íslenskum reiknings- skilum hjá erlendum fjárfestendum mælum við með að gefin verði út bók eða bæklingur sem útskýrir almennar reikningsskilavenjur á ís- landi með sérstöku tilliti til verð- bólgureikningsskila og svo á þeim sviðum þar sem þau eru að verulegu leyti frábrugðin alþjóðlegum reikn- ingsstöðlum („1AS“)“. Tíðkast svik og prettir? Niðurstöður Skýrsluhöfunda eru þær að brýnasta verkefnið á íslenska hlutabréfamarkaðnum sé að hvetja til aukinnar eftirspurnar. Um leið og hún myndast væri rétt fyrir eitt eða tvö fyrirtæki að fara á markað með hlutabréf af hóflegri stærð fyrir al- menning. Brýn nauðsyn sé að þessar fyrstu útgáfur heppnist vel fyrir aila þátttakendur og að fjárfestendur nái sanngjörnum hagnaði. Um stöðu Verðbréfaþingsins og reglur um verðbréfamarkaðinn segir síðan: „Það er mjög þýðingarmikið, sér- staklega á brautryðjendaárum Verð- bréfaþingsins, að fjárfestendur verði ekki fyrir svikum eða óæskilegum viðskiptaháttum“, segir orðrétt (að gefnu tilefni?). Skýrsluhöfundar benda jafnframt á að reglur séu mjög þýðingarmiklar á nær öllum fjármagnsmörkuðum heims í dag. Eigi Verðbréfaþingið að vera tekið alvarlega innanlands eða erlendis verði að búa það vönduðum reglum þegar í byrjun til að tryggja að viðskiptahættir geti þróast á viðun- andi hátt. - HEI

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.