Tíminn - 27.04.1988, Page 7

Tíminn - 27.04.1988, Page 7
Miðvikudagur 27. apríl 1988 Tíminn 7 Rekstrargrundvöllur skipanna bættur: Tveir loðnubátar komnir á dragnót Loðnuskipin Örn KE og Júpíter RE hafa nú fengið leyfi frá sjávarút- vegsráðuneytinu til að gera út á dragnót. Með því er ætlun útgerð- anna að bæta rekstrargrundvöll skip- anna, sem hefur þrengst mikið með tilkomu kvóta á rækju. Þessar upplýsingar koma fram í nýjasta eintaki Fiskifrétta og þar er einnig tekið fram að búist sé við að leyfisveitingarnar verði umdeildar, enda margir sjómenn mótfallnir dragnótaveiðum. „Mér líst alls ekki á þessar tillög- ur. Með þessu verða smábátaeigend- ur hraktir enn frekar á djúpmiðin. Við höfum mótmælt dragnótaveið- um nokkrum sinnum, t.d. með sam- þykkt á aðalfundi okkar 1986, og sú afstaða okkar hefur ekki breyst,“ sagði Örn Pálsson, framkvæmda- stjóri Landssambands smábátaeig- enda í samtali við Tímann. Örn benti á að málið hefði verið tekið aftur fyrir á stjórnarfundi sam- bandsins síðast liðið sumar og þar hefði komið fram mikil og almenn óánægja með veiðarnar. Sendir hefðu verið út 23 undirskriftalistar til að mótmæla veiðunum. Hins Búist er við að Örn KE 13 heiji dragnótaveiðar í vikunni. vegar hefði ekki verið gengið eftir listunum, en sjö þeirra væru samt komnir í hús og á þeim samtals 218 nöfn. „Það verður gengið í að innkalla listana þegar svona er komið,“ sagði Örn. Hann sagðist ekki búast við öðru en að á rök sambandsins yrði hlustað og þau tekin til greina. Sjávarútvegsráðuneytið rökstyður leyfisveitingarnar á þrennan hátt. í fyrsta lagi dragi þetta úr netaveiðum, í öðru lagi hvetji þetta til veiða á vannýttum tegundum, eins og sól- kola og sandkola og loks í þriðja lagi kemur í flestum tilfellum betri afli úr dragnótinni. „Það er náttúrlega ekkert því til fyrirstöðu að leyfa loðnubátum að veiða í dragnót. Loðnubátar eru ekkert annað en bátar sem veiða loðnu þegar hún fæst. Þeir fá tak- markaðan kvóta í aðrar tegundir og af hverju ættu þeir ekki að fá að veiða í dragnót. Það hefur jú alltaf verið krytur á milli smábáta og dragnótabáta, en það eru iðulega breytingar á leyfum milli svæða og þetta er alltaf endurskoðað," sagði Jón B. Jónasson, skrifstofustjóri í sjávarútvegsráðuneytinu í samtali við Tímann. Búist er við að Örn KE hefji dragnótaveiðar í vikunni. -SÓL Tillaga Guðmundar G. Þórarinssonar til þingsályktunar um fiskeldi: Ríkið reisi kynbótastöð „Þetta er líklega það mest áríð- andi mál í dag hvað fiskeldi varðar. Þetta er nánast upp á líf og dauða greinarinnar,'1 sagði Guðmundur G. Þórarinsson, þingmaður Framsókn- arflokksins,í samtali við Tímann, en hann hefur lagt þingsályktunartil- lögu fyrir Alþingi um kynbótastöð fyrir eldislax. Leggur Guðmundur Noregi um að innan tiltöluiega fárra ára verði tekjur af fiskeldi þrisvar sinnum hærri en tekjur af öllum fiskveiðum þeirra samanlagðar. Aðstaða hér á landi til fiskeldis er að mörgu leyti hin ákjósanlegasta en nauðsynlegt er að taka upp kynbætur hið fyrsta. Hvert ár sem tapast er dýrmætt, segir í greinargerðinnL Guðmundur G. Þórarinsson, alþingismaður. til að Alþingi álykti að fela ríkis- stjórninni að láta reisa slíka kyn- bótastöð. í greinargerð sem fylgir tillögunni segir að erfitt sé að benda á aðra framleiðslugrein sem búi yfir jafn- miklum möguleikum og fiskeldi. Sem dæmi nefnir Guðmundur að Norðmenn hafa þegar meiri tekjur af laxeldi en af þorskveiðum og þó eru Norðmenn meðal mestu fiski- þjóða heims. Til eru áætlanir í Norðmenn hafa um nokkurt árabil stundað kynbætur á eldislaxi. Til- raunastöðin í Sunndalsöra var stofn- uð 1971. Við kynbætur hafa Norð- menn lagt meginþunga á þrjú atriði: í fyrsta lagi aukinn vaxtarhraða, í öðru lagi síðbúinn kynþroska og í þriðja lagi aukna mótstöðu gegn sjúkdómum. Árangurinn hefurverið mikill, eða 3-5% aukning vaxtar- hraða á ári. (3% vaxtaraukning á ári þýðir tvöfaldan vöxt á 24 árum). Gífurleg eftirspurn er eftir hrognum úr kynbættum laxi í Noregi. „Vaxt- arhraði hefur grundvallaráhrif á arð- semi eldisins," sagði Guðmundur. „Jafnframt því þarf að velja úr þá stofna sem verða seint kynþroska, því þegar fiskurinn verður kyn- þroska eyðir hann megninu af fæð- unni, sem er stærsti hluti rekstrar- kostnaðar fiskeldisstöðva, um 40%. Gæði fisksins sem matvara minnka líka. En það er einmitt einkenni á íslensku laxastofnunum að þeir verða yfirleitt mjög fljótt kynþroska, mjög stór hluti eftir eitt ár í sjó.“ Ljóst er að aukinn vaxtarhraði norska eldislaxins og síðbúinn kyn- þroski mun gera íslenskum eldis- stöðvum erfitt fyrir í framtíðinni, segir í greinargerðinni. Brýnasta málið við laxeldi á íslandi er að kynbæta stofna til undaneldis. ís- lensku fiskeldisstöðvarnar eru flest- ar ungar að árum og eiga fullt í fangi með að halda rekstrinum gangandi fyrstu árin og eru þess vegna ekki megnugar að reisa og reka kynbóta- stöð. Það tekur þrjú ár eftir að maður klekur út laxahrognunum þar til hægt er að slátra fiskinum. Ríkið virðist vera sá aðili sem eðlilegast væri að kæmi starfseminni af stað, að mati Guðmundar. Kynbótastöð mun stórbæta samkeppnisaðstöðu okkar, segir hann. Slík kynbótastöð þyrfti að vera við sjó og er strandlengjan við Þorlákshöfn talin koma til greina. Hún þyrfti að standa sér og nokkuð einangruð vegna sjúkdómahættu. Aðstaða þarf að vera til klaks, seiðaeldis, geymslu stofnfisks ogein- hvers áframeldis. Kynbótastöðin gæti í framtíðinni selt hrogn og af reynslu Norðmanna er þar um mjög arðbært fyrirtæki að ræða. „Kynbætur á hafbeit eru komnar í gang í Koilafirði en þar er verið að leita að öðrum eiginleikum, ratvís- inni til að auka endurheimtur. Það er mikill áhugi meðal eldismanna fyrir þvf að fá fram kynbætur og betri stofn í eldinu," sagði Guð- mundur. Sjálf skipulagning og tölvustýring gæti verið framkvæmd af sérfræðing- um hjá Rannsóknastofnun landbún- aðarins sem hafa þegar mikla reynslu í kynbótum. Gert er ráð fyrir því að ríkið stofni og reki kynbótastöðina í byrjun. En hún væri liins vegar hlutafélag þar sem áhugaaðilum, svo sem fiskeldis- stöðvum, gæfist kostur á kaupum á hlutabréfum. Þannig gætu stöðvarn- ar og landssamtök þeirra tekið við rekstrinum síðar meir er þeim vex fiskur um hrygg. Guðmundur telur mikilvægt að í stjórn kynbótastöðvarinnar ættu sæti frá byrjun fulltrúi landssambands fiskeldis og hafbeitarstöðva og full- trúi rannsóknaaðila, e.t.v. Háskól- ans, auk aðila með rekstrarþekk- ingu. Hann telur það brýnt að gengið verði í þetta hið fyrsta þar sem þróunin er mjög hröð og hætta er á að við verðum of sein að hasla okkur völl í þessari „miklu atvinnugrein framtíðarinnar". JIH Snættog drukkið í Höllinni Alþjóðlegar vörusýningar s.f. og breska fyrirtækið Industrial and Trade Fairs International Limited hafa ákveðið að halda alþjóðlega matvælasýningu í Laugardalshöll dagana 6.-15. maí 1989. Á sýningunni, sem nefnist „Icefood ’89“, verður sýnt gerv- allt litróf matvæla. Lögð verður áhersla á að kynna sýninguna erlendis. Þessi sýning nýtur m.a. stuðn- ings eftirgreindra aðila: Félags íslenskra iðnrekenda, Ferða- málaráðs, Fiugleiða og Útflutn- ingsráðs. Samhliða matvælasýningunni verður efnt til sérstakrar sjávar- réttakynningar á hótelum og veit- ingastöðum í Reykjavík. Kynn- ingin hefur hlotið alþjóðaheitið „Iceland Seafood Festival". Þá er í ráði að Samtök norrænna mat- reiðslumeistara haldi 50. ársþing sitt í Reykjavík á meðan á sýning- unni stendur. í tengslum við árs- þingið fer fram Norðurlanda- keppni í matreiðslu og verða meistararéttirnir bornir á borð á sýningunni í Laugardalshöll. I fréttatilkynningu frá Alþjóð- legum vörusýningum s.f. segir að vegna mikils áhuga á matvælasýn- ingunni sé forsvarmönnum fyrir- tækja, sem hug hafa á að taka þátt í henni, bent á að senda umsókn um sýningarsvæði til Al- þjóðlegra vörusýninga s.f., Höfðabakka 9 í Reykjavík. óþh Starfsmönnum veitt aðstoö: Miðlun Granda Vinnumiðlun fyrir um 50 starfsmenn Granda, sem sagt var upp störfum, hefur verið komið á fót af stjórn Starfsmannafélags Granda og forráðamönnum fyrir- tækisins. Vinnumiðlunin var sett á stofn í samráði við Verkakvennafélag- ið Framsókn og er unnið að því að útvega starfsfólkinu vinnu á höfuðborgarsvæðinu, en þegar hafa þrjú fyrirtæki og stofnanir leitað eftir fólki hjá fyrirtækinu. Fólkinu var sagt upp vegna versnandi afkomu fyrirtækisins og breytingar á vinnslukerfi og starfstilhögun í frystihúsi Granda á Norðurgarði. Laus ertil umsóknar rrri staða bæjarstjóra í Ólafsfirði Umsóknum skal skila á bæjarskrifstofuna Ólafs- vegi 4 , Ólafsfirði, fyrir 15. maí n.k. Nánari upplýsingar veita eftirtalin: Bæjarstjóri í síma 96-62151. Forseti bæjarstjórnar Birna Friðgeirsdóttir í síma 96-62185. Ólafsfirði 22. apríl 1988

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.