Tíminn - 27.04.1988, Side 10

Tíminn - 27.04.1988, Side 10
10 Tíminn LEIKLIST Miövikudagur 27. apríl 1988 Þjóðleikhúsið: LYGARiNN eftir Carlo Goldoni. Þýðing: Óskar Ingimarsson. Leikgerð og leikstjórn: Giovanni Pam- piglione. Leikmynd, búningar, grímur: Santi Migneco. Tónlist: Stanislaw Radwan. Á kápu leikskrár Lygarans er spegilmynd. Að ofan rís Hallgríms- kirkja, öndvert henni feneysk höll. Hér er sem sé verið að sýna okkur samtíðina í spegli átjándu aldar leiks frá Feneyjum. Eða hvað, slíkt hlýtur að vera markmið þeirra sem setja klassíska leiki á svið. Frá Feneyjum var Goldoni, hinn mikli endurnýj- unarmaður gamanleikja á sínum tíma, þeirrar tegundar sem heitir Commedia dell’arte. Um þetta allt má fá rækilegan fróðleik í leikskrá 'pjóðleikhússins sem annars er að verða hið læsilegasta tímarit um leikhúsfræði og leiklistarsögu, hið eina sem nú kemur út hjá þessari leikhúsglöðu þjóð. Það er vel til fundið hjá Þjóð- leikhúsinu að gefa okkur kost á að kynnast klassískum gamanleik Com- media dell’arte undir stjórn manns sem hefur mótast af þessari hefð í heimalandi Goldonis. Pampiglione er augljóslega góður fagmaður og ailt ytra borð sýningarinnar ber því vitni. Stílhrein leikmynd, litaval, búningar, sviðshreyfingar nákvæm- ar, að lokum snýr leikstjórinn verk- inu í brúðuleik. Það er margföld reynsla fyrir því að íslenskt leikhús hefur mjög gott af erlendum gesta- leikstjórum og mættu slíkar komur vera algengari, þótt ekki leysi þær íslendinga undan kröfu um mark- vissa eigin leikstjórnarstefnu. Sú stefna hefur oft verið býsna geig- andi, ekki síst í Þjóðleikhúsinu upp á síðkastið. Sem sagt: Goldoni í sviðsetningu ítalsks leikstjóra er forvitnilegur at- burður í sjálfu sér. Annað mál er hversu tekist hefur að búa til lifandi sýningu sem áhorfendur megi hafa skemmtun af. Þar skortir nokkuð á. Þótt umgerð sýningarinnar sé smekkleg eins og áður greindi og einstaka fjörug og vel gerð atriði, 'var sýningin í heild furðulega lífv- ana. Kannski stafar þetta af of hægu tempói eða því að leikendur eru óvanir þeim nákvæma látbragðsleik sem hér er krafist. En megin atriðið er blátt áfram að hér hefur einhver leiðsla stíflast. Það neistar aldrei milli salar og sviðs. Ekki er um að kenna slökum texta því þýðing Ósk- ars Ingimarssonar heyrðist mér bæði lipur og hnyttin. En spennuleysi sýningarinnar varð nokkuð tilfinn- anlegt, ekki síst af því að hér voru tvö hlé. Kvöldið varð því langt í leikhúsinu svo maður varð því fegn- astur þegar kom að leikslokum, sú Guðný Ragnarsdóttir, Jóhann Sigurðarson og Bessi Bjarnason í hlutverkum sínum í Lygaranum. Dauf legur lygari er að minnsta kosti reynsla mín. sem blésu lífi um salinn þegar þeir Backman sem herbergisþernan Col- Þessi umsögn á við heildarsvip stöldruðu við á sviðinu. Ég nefni þar ombina og Arnar Jónsson sem leiksins en til voru þeir leikendur fyrst og fremst tvo: Eddu Heiðrúnu Pantalone. Bak við grímurnar leynast andlitin á Eddu Heiðrúnu Bachman og Helgu Jónsdóttur en Guðný Ragnarsdóttir tekur ekki þátt í feluleiknum á sviðinu. -Edda Heiðrún er orðin býsna lunkin gamanleikkona og gerði sér mat úr sínu hlutverki. Hins vegar skorti á samleik við hana þar sem læknisdæturnar, Rosaura og Beatr- ice, Guðný Ragnarsdóttir og Vilborg Halldórsdóttir, sýndu ekki þá skop- vísi að duga mætti til að gera stúlku- kindurnar annað en leiðinlegar. Arnar Jónsson er ótrúlega fjölhæf- ur leikari. Hann er með ólíkindum lettvígur í Pantalone, bæði að radd- brigðum og limaburði, skapaði hér . persónu sem var fullmótuð, ekki útlínur einar svo sem var um ýmsa aðra leikara. Bessi Bjarnason var til dæmis eins og kominn út allt öðru leikriti, það er að segja eins og Bessi er alltaf. Það sem ræður úrslitum er þó daufleg framganga Sigurðar Sig- urjónssonar í hlutverki lygarans sjálfs, Lelio. Kraftleysi hans verður kannski berast í samleik við Arnar. Sigurður hefur ýmislegt vel gert, en hér kemst hann ekki í samband við hlutverkið. Lelio þarf að sýna snerpu, ósvífni og sjarma, allt í senn, hann er gerandi leiksins en Sigurður var sjálfur allan tímann líkari þeirri leikbrúðu sem allir eru orðnir í lokaatriðinu í meðförum leikstjórans. Aðra leikendur er ástæðulaust að fara um mörgum orðum. Halldór Björnsson, ungur og álitlegur leikari gat ekki gert mikið úr Ottavio, vonbiðli Beatrice, og hinn feimni elskhugi Rosauru, Jóhann Sigurðar- son, sætir ekki tíðindum. Aftur á móti var Þórhallur Sigurðsson heimakominn í hlutverki Arlecc- hino, þjóns Lelios, snar og köttur liðugur. Það hefði verið gaman að fagna verulega góðri sýningu í Þjóð- leikhúsinu nú á sumarmálum. Leikárið í vetur hefur verið með dauflegasta móti og ferskum sýning- um bregður varla fyrir, hvað sem líður gangstykkjum eins og Vesa- lingunum og Bílaverkstæðinu. Sumt í starfseminni, eða starfsleysinu, í vetur er hneykslanlegt, svo sem svik leikhússins við sína yngstu áhorfend- ur. Við sáum um páskana í Sjónvarp- inu hversu miklar vonir voru bundn- ar við Þjóðleikhúsið þegar húsa- meistari þess varði sínum hinstu kröftum til að fullgera það sem „álfaborg" og „musteri", eins og menn sögðu þá með rómantísku tungutaki. Á slíkum nótum er ekki talað nú enda þarf stofnunin að standa báðum fótum á jörðu. En forustu í íslenskri leikmennt ber Þjóðleikhúsinu að hafa undan- bragðalaust. Þar eiga fremstu leikhúsmenn þjóðarinnar að sýna það besta sem við eigum kost á. Ekkert minna er viðunandi. Gunnar Stefánsson Mesti afli í sögunni Kaupfélag Austur-Skaftfellinga á Hornafirði tók á síðasta ári á móti 19.140 tonnum af sjávarafla. Er það mesti afli sem félagið hefur tekið á móti á einu ári í allri sögu sinni. Framan af ári var afkoman í fisk- vinnslunni allgóð, en með aukinni verðbólgu innanlands og lækkandi gengi dollars á haustmánuðum fór hún hins vegar mjög hratt versnandi. Síðustu mánuði ársins var þar tap- rekstur, einkum þó í framleiðslu frystra afurða. Þetta var meðal þess sem fram kom á aðalfundi Kf. Austur-Skaft- fellinga sem haldinn var á sunnudag- inn var. Afkoma félagsins í heild var þó góð, því að hagnaður af rekstri þess var 20,2 miljónir króna. Er það þó töluvert minna en árið 1986 þegar gert var upp með 40,3 miljón króna hagnaði. Heildarvelta félagsins á síðasta ári var 1.949 miljónir og jókst milli ára um 38,2%. Þessi aukning varð á flestum sviðum starfseminnar, enda kemur þar með- al annars til stækkun á viðskipta- svæði félagsins með rekstri verslun- ar, mjólkurstöðvar og sláturhúss á Djúpavogi. Félagsmenn í árslok voru 676, og er það 31% af öllum íbúum á félagssvæðinu. Fjármunamyndun rekstrarins hjá félaginu var 60,8 miljónir og veltu- fjárstaða þess batnaði um rúmar 24 miljónir. Einnig batnaði eiginfjár- staða, og var eigið fé 344,7 miljónir um síðustu áramót, sem er 29,1% af niðurstöðutölu efnahagsreiknings. Vörusala í verslunum félagsins jókst um tæp 40% milli ára, en sé vörusal- an á Djúpavogi undanskilin er sölu- aukningin um 22%. Er það varla nema sem nemur verðhækkunum milli áranna. Afkoma verslunarinn- ar var jákvæð í fyrra, og betri en árið á undan. Þó er rekstur smærri ein- inga, eins og útibúanna í Öræfum og Nesjum, mjög óhagkvæmur, og er ljóst að leita verður leiða til að bæta þar úr eða breyta formi til að ná árangri. Aftur varð halli á rekstri sláturhúsa félagsins, og endurspegl- ar það þá erfiðleika sem eru í landbúnaði um þessar mundir. Greidd vinnulaun hjá félaginu voru samtals 319,2 miljónir króna á liðnu ári, til 1123 einstaklinga. Á aðalfundinum gaf formaður fé- lagsins, Þrúðmar Sigurðsson, Mið- felli, ekki kost á sér til endurkjörs. í stað hans var kosinn í stjórnina Ingólfur Bjarnason, Grænahrauni. Áfram sátu í stjórninni Birnir Bjarnason, Höfn, Steinþór Einars- son, Einholti, Sveinn Sighvatsson, Höfn, Þorsteinn Geirsson, Reyðará, Þorsteinn Jóhannsson, Svínafelli, og Örn Eriksen, Reynivöllum, en stjórnin á eftir að skipta með sér verkum. í varastjórn sitja Árni Stef- ánsson, Höfn, Þóra Vilborg Jóns- dóttir, Skálafelli, og Árni Kjartans- son, Höfn. Kaupfélagsstjóri Kaup- félags Austur-Skaftfellinga er Her- mann Hansson. -esig Höfn í Hornafirði.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.