Tíminn - 27.04.1988, Blaðsíða 12

Tíminn - 27.04.1988, Blaðsíða 12
12 Tíminn Miðvikudagur 27. apríl 1988 Bandarískur sjóliðsforingi: Kaninn margoft hundsað kjarn orkubann Dana Bandaríkjamenn hafa margoft hundsað kjarnorkubann Dana ef marka má orð fyrrverandi sjóliðs- foringja úr bandaríska flotanum í danska sjónvarpinu. Maðurinn, John Bush að nafni, segist hafa verið í bandaríska flotanum í tutt- ugu og sex ár, þar af tíu ár á kafbátum sem höfðu kjarnavopn innbyrðis. „í þrjú ár var ég kafbáta- foringi á Simon Bolivar sem er kjarnorkuknúinn kafbátur og hafði kjarnavopn innanborðs." „Áttatíu prósent bandarískra herskipa hafa kjarnavopn um borð. Ef herskip er hæft til þess að sigla með kjarnavopn, þá er það vopnað kjarnavopnum," sagði Bush í danska sjónvarpinu. „Við höfum aldrei vitað til þess að kjarnavopnum hafi verið skipað úr herskipum áður en þau halda til hafnar í öðrum löndum. Því er það ljóst að þau- skip sem geta borið kjarnavopn og halda til hafnar í Danmörku hafa án efa kjarnavopn innanborðs." Eins og kunnugt er boðaði Poul Schlúter forsætisráðherra Dana til kosninga eftir að danska þingið samþykkti að skipherrum erlendra herskipa, sem koma til danskra hafna, verði tilkynnt bréflega hver stefna Danmerkur er í kjarnorku- málum, en frá því 1963 hefur stefna Dana verið sú að skip sem búin eru kjarnavopnum megi ekki halda til hafnar í Danmörku né sigla um danska lögsögu. Telur Schlúter að þessi ákvörðun þings- ins skaði stöðu Danmerkur innan Nato, enda hafa Danir aldrei spurt hvort Natoskip séu búin kjarna- vopnum er þau heimsækja Danmörk. Bush sagði að danska stjórnin ætti að spyrja eigin flota um það hvort bandarísk herskip séu búin kjarnavopnum er þau halda til danskra hafna. „Danski flotinn myndi svara því til að hann teldi að kjarnavopn væru yfirleitt innan- Tíu ár liöin frá valdatöku kommúnista í Afganistan: Najibullah forseti sýnir herstyrk sinn í gær voru tíu ár liðin frá því kommúnistar náðu völdum í Afgan- istan og var mikil hersýning haldin í Kabúl af því tilefni. Greinilegt var að Najibullah forseti Afganistan vildi sýna skæruliðum og umheimin- um herstyrk stjórnarhersins og þann ásetning sinn að halda völdum eftir að sovéski herinn hverfur frá land- inu. Á hersýningunni mátti meðal ann- ars sjá tíu nýja sovéska T62 skrið- dreka sem aldrei hafa verið sýndir á hersýningu áður og mikið magn af nýtískulegum sovéskum vopnum. Þá flugu þungvopnaðar sovéskar þyrlur og MIG orrustuþotur yfir borgina. Hundruð þúsunda fólks var flutt með langferðabílum til að geta barið hersýninguna augum, en samkvæmt fréttaskeytum var áberandi hve stór hluti þeirra var börn, unglingar og gamalmenni. Þá bar mikið á konum sem klæddar eru vestrænum fötum, en ekki hefðbundnum klæðnaði múslíma, en þessar konur eru meðal dyggustu stuðningsmanna Najibul- lah. Þær óttast mjög að ef skæruliðar múslíma ná völdum verði þær neyddar til að leggja niður nútíma klæðaburð. Vestrænir embættismenn undruð- ust mjög að Sovétmenn sendu til- tölulega lágt settan embættismann sem aðalgest hátíðarhaldanna og bendir það til þess að Sovétmenn ætli að umgangast Afgana á sama hátt og önnur ríki þriðja heimsins eftir að Sovétmenn hafa kallað her- lið sitt heim. Sovéskir hermenn sem ræddu við fréttamenn í Kabúl um helgina segja að skæruliðar séu nú mun sterkari og betur vopnum búnir en nokkru sinni áður. Má því ætla að átök verði gífurleg eftir að sovéski herinn hverfur úr landinu. Þess má geta að afganskir stjórn- arhermenn hafa dregið sig frá nokkr- um þorpum sem þeir höfðu á valdi sínu og er talið að það sé gert til að styrkja varnir stjórnarhersins annars staðar áður en hildarleikurinn hefst fyrir alvöru að nýju. ÚTLÖND borðs í bandarískum herskipum sem komi til danskra hafna.“ Bandaríkjamenn og Bretar hafa þá stefnu að hvorki játa né neita tilvist kjarnavopna í herskipum sínum. Því hafa embættismenn bandaríska sendiráðsins í Kaup- mannahöfn hvorki staðfest né vís- að orðum Bush á bug. Fyrrverandi kafbátaforingi á bandariskum kjarnorkukafbáti fullyrðir að bandarísk herskip sem halda til hafnar í Danmörk séu almennt búin kjarnorkuvopnm. UMSJÓN: Hallur Maqnússon BLAÐAMAÐUR TEL AVIV -Tveir ísraelskir hermenn og þrír skæruliðar létust í átökum þegar hópur vopnaðra manna reyndi að laumast yfir landamærin til ísraels frá Líbanon í dagrenn- ingu. Talsmaðúr ísraelska hersins sagði að skæruliðarnir, sem ekki hafa verið borin kennsl á, hafi skotið skrið- drekaflaugum og kastað hand- sprengjum að ísraelskri her- sveit sem kom auga á þá rétt innan israelsku landamær- anna. WASHINGTON - Efna- hagslíf í Bandaríkjunum virðist nú að einhverju leyti vera að jafna sig eftir verðhrunið í októ- ber. Skráning verðbréfa hefur almennt hækkað um 2,3% fyrstu þrjá mánuði þessa árs. It’s fresh... it’s fast... free deliv- ery. Það er hætt við að þessar engilsaxnesku setningar færu fyrir brjóstið á íslenskum málverndunar- sinnum ef þær myndu prýða íslenska skyndibitastaði. En þessi orð prýða fyrsta bandaríska pizzuvagninn sem selur pizzur í Moskvuborg við miklar vinsældir um þessar mundir. Það er bandaríski kaupsýslumað- urinn Shelley Zeiger sem reið á vaðið í Moskvu, að sjálfsögðu með góðfúslegu leyfi sovéskra yfirvalda. Hann flutti inn til Sovétríkjanna amerískan vörubíl sem innréttaður er sem pizzería og selur nú Astro- pizzur rétt eins og á götum New Jersey borgar. Fyrirtækið sem rekur pizzabílinn í Moskvu nefnist Dialog og er að hluta til í eigu bandaríska fyrirtækis- ins Astropizza og að hluta til í eigu sovéskra aðila. „Hvers vegna að missa af gróða- vænlegum viðskiptum sem einnig geta þjónað okkur sem góð auglýs- ing?“ sagði Pyotr Zrelov, hinn sovéski framkvæmdastjóri Dialog er blaðamenn News from Moscow spurðu hann um nýjungarnar. Fyrsti bandaríski pizzustaðurinn í Moskvu er á hjólum. Hann hefur notið mikilla vinsælda hjá Moskvu- búum. FÍLADELFÍA - Kjósendur í forkosningunum í Fíladelfíu virtust ætla að fylkja sér um Michael Dukakis og tryggja honum yfirgnæfandi sigur á aðalkeppinaut sínum Jesse Jackson í forvali demókrata. Á sama tíma er talið að George Bush varaforseti tryggi sér þá kjörmenn sem upp á vantar til að hafa hreinan meirihluta á flokksþingi repúblikana sem velur forsetaframjóðanda flokksins. SEOUL - Ásakanir um að stjórnarflokkurinn í Suður- Kóreu hafi beitt öflugu tölvu- kerfi við kosningasvindl brá skugga á þingkosningarnar sem fram fóru í gær. Tveim stundum eftir að kjörstöðum var lokað var tilkynnt að 73% landsmanna hefðu tekið þátt í kosningunum, en það er 12% minni kjörsókn en var i kosn- ingunum árið 1985. RÓM - Yfirvöld hafa bannað • sölu á öllum greipávöxtum á Rómarsvæðinu eftir að eitur- efni fundust í nokkrum greip- ávöxtum sem fluttir voru inn frá ísrael. Eiturefni hafði verið sprautað í ávextina í mót- mælaskyni við stefnu stjórn- valda í Israel. MOSKVÁ - Leiðtogi komm- únistaflokksins í Osseita í suðurhluta Kákasus var rekinn úr starfi eftir að bæjarbúar höfðu haldið mótmælafundi gegn honum þrjá daga í röð. í dagblaði ungliðahreyfingar sovéska kommúnistaflokksins var sagt að mótmælin hefðu brotist út eftir að taugaveiki braust út vegna lélegs aðbún- aðar í vatnsbólum bæjarins. MOSKVUBÚAR GÆDA SÉR A BANDARÍSKUM PIZZUM

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.