Tíminn - 27.04.1988, Side 14

Tíminn - 27.04.1988, Side 14
14 Tíminn Miövikudagur 27. apríl 1988 FOLK Harðlínumaðurinn Ligachev var auðmýktur Upphafið var lesandabréf til Sovetskaya Rossiya Ofsareiði Pravda beindist að heilsíðugrein, þar sem ráðist er á umbætur og varnir bornar fram fyrir Stalín og verk hans, í öðru blaði opinberra aðila, Sovetskaya Rossiya í síðasta mánuði. En Pravda sagði ekki alla söguna. í Moskvu ganga nú fjöllunum hærra sögur um að það væri Ligachev sjálfur sem bæri ábyrgð á birtingu þessarar greinar og þykja heimildir fyrir þeirri sögu áreiðanlegar. Upphaf málsins er lesandabréf, sem Nina Andreyeva, dósent í efnafræði við tækniskóla í Lenín- grad sendi Sovetskaya Rossiya, en ritstjóri blaðsins sýndi Ligachev bréfið. Bréfið féll vel að smekk þessa næstvaldamesta manns í stjórnmálanefndinni og blaðamað- ur var sendur til Leníngrad til að „aðstoða" bréfritarann við að skrifa langa grein út frá efni bréfsins. Pravda hefur óbeint staðfest þennan uppruna greinarinnar með því að vísa til hennar sem birtingar á því sem ritstjóra hefði verið sent sem lesandabréf. Gorbatsjov fer til Júgóslavíu og Ligachev sætir færi Daginn eftir birtingu „bréfsins" lagði Gorbátsjov upp í 5 daga ferð til Júgóslavíu og í fjarveru hans notaði Ligachev tækifærið til að hitta sovéska ritstjóra að máli og bera lof á brcfið í Sovetskaya Rossiya. Ligachev mælti með því að það yrði birt í öðrum blöðum. Jafnvel Neues Deutschland, hið opinbera málgagn austur-þýska kommún- istaflokksins, varð við tilmælum Ligachevs. Alexander Yakovlev, áróðurs-. meistari Gorbatsjovs og banda- maður í stjórnmálanefndinni tók sér hins vegar stöðu hinum megin víggirðingarinnar og gagnrýndi greinina í ræðu á fundi félagsfræði- akademíu miðstjórnarinnar. Rit- höfundar létu líka í ljós reiði sína á fundi í samtökum sínum. Lausn deilunnar var ákveðin á fundi stjórnmálanefndarinnar 24. ntars, skömmu eftir að Gorbatsjov kom heim úr ferðinni, þar sem lítur helst út fyrir að Ligachev hafi fengið rækilega á baukinn fyrir að hafa gengið of langt. - þegar hann ætlaði að knésetja Gorbatsjov Harðlínumaðurinn Yegor Ligachev, sem sæti á í stjórn- málanefnd sovéska kommúnistaflokksins og er annar æðsti valdamaður þar, hefur orðið að þola þunga auðmýkingu í röðum helstu ráðamanna Sovétríkjanna. Fram hafa komið sannanir þess efnis að á meðan Gorbatsjov var erlendis hafí Ligachev, staðgengill hans, gengið of langt í því að skella bremsunum á umbótaáætlun yfirmanns síns. Vísbending þess að Ligachev hafí orðið uppvís að því að bregða fæti fyrir áætlanir Gorbatsjovs kom fram í óvenjulegri árás gegn ótilgreindum „andpere- stroikaöflum“, sem birtist í Pravda, blaði sovéska komm- únistaflokksins fyrir skömmu. hafði vitnað orðrétt í Ligachev - án þess þó að nefna hann á nafn - til að leggja áherslu á nauðsyn þess að skilja „stéttarmerkinguna í breyt- ingunum sem eru að eiga sér stað í landi okkar“. Pravda hnussaði við þessu og sagði að „baráttan fyrir perestroika ... taki ekki á sig mynd stéttabaráttu“. Blaðagreinarnar stefnuskrár með og móti umbótastefnu Greinin í Prövdu, sem var eins og bergmál af tilfinningum flestra Það er sannleikurinn og það er ekki hægt að komast hjá því að viðurkenna það.“ Pravda lýsti því yfir að „það er enginn valkostur annar en pere- stroika ... og að tefja fyrir því að hún komist á hefði í för með sér þungbært gjald bæði fyrir þróunina innan okkar eigin þjóðfélags og alþjóðlega stöðu sovéska ríkisins og kommúnismans í heild.“ Þar með gerði blaðið að engu þær röksemdir huglausra íhaldsmanna sem vildu láta sér nægja „að segja skilið við fortíðina án þess að grípa Gorbatsjov fór til Júgóslavíu ... og Ligachev notaði tækifærið og réðst á perestroikuna. Hverjar verða afleiðingarnar fyrir Ligachev? Hvaða afleiðingar þessi auðmýk- ing getur haft fyrir Ligachev er síður en svo augljóst. Ef dæma má um baráttuna innan stjórnmála- nefndarinnar af þeim spegilbrotum sem birst hafa í blöðunum hefur Ligachev þarna gerst sekur um alvarleg mistök í herkænsku og hefur skaðað stöðu sína, a.m.k. í bili. En hann er enn sem áður eina von milljóna skriffinna, kreddu- sinna og venjulegs fólks, sem hefur orðið fyrir verulegu áfalli af því hvað umbótastefna Gorbatsjovs er víðtæk. Hin sanna rödd þessa íhalds- sama fjölda bergmálaði í greininni illvígu í Sovetskava Rossiya. Undir fyrirsögninni: „Eg get ekki látið grundvallarsjónarmið fyrir róða“ lýsir höfundurinn skelfingu sinni yfir bæði niðurrifinu á stalínisman- um og þeim endurbótum sem „ný- frjálslyndir“ beiti sér fyrir. Bréfritarinn sagði að vissar bæk- ur og kvikmyndir, sem fjalla um Stalíntímann, væru „múgréttlæti án dóms og laga“ og það sem Andreyeva kallaði „tímabil storms og streitu“. Hún vitnaði í Winston Churchill sem hefði lýst Stalín sem „manni sem byggi yfir óvenju mikilli orku, þekkingu og ósveigj- anlegum viljastyrk“. „Skoðum bara um hvað er verið að tala...“ Hvað glasnost varðar segir An- dreyeva: „Skoðum bara um hvað er verið að tala - um margflokka- kerfi, frelsi til trúarbragðaár'óðurs, réttirin til að setjast að erlendis, réttinn til að ræða um kynlífs- vandamál í fjölmiðlum, þörfina fyrir að dreifa stýringunni á menn- ingarefnum, um að binda enda á herskyldu...“ Gorbatsjov hefur oft sagt að hann sjái ekkert athugavert við slíkar umræður eða að nefna á nafn ýms mál sem áður mátti ekki minnast á, og í reiðisvari Prövdu var sagt að slíkar umræður væru „sönnun um aukið lýðræði í þjóð- félaginu". í Prövdu kom líka fram að það væri skiljanlegt að fólk horfði með eftirsjá til liðinna tíma (þar með gefið í skyn að Andre- yeva væri í þeim hópi), en það væri rangt af ábyrgu blaði að hafa í frammi áróður fyrir slíkri tilfinn- ingu. Greinin, sem uppnáminu olli, gáfumannanna í Moskvu, sagði greinina í Sovetskaya Rossiya jafn- gilda „stefnuyfirlýsingu afla gegn perestroiku“. Gagnárás Prövdu aftur á móti jafngilti að sínu leyti stefnuskrá umbótasinna. Nafn Ligachevs var ekki að finna í greininni en hún var strax túlkuð í Moskvu sem grimmdarleg árás á hann. Greinin var greinilega frekar komin úr penna stuðningsmanna Gorba- tsjovs en að hún væri á vegum blaðsins sjálfs, sem hefur haft til- hneigingu til að þræða varlega línu í anda Ligachevs sjálfs þann tíma sem reynt hefur verið að koma á perestroika. í greininni í Prövdu er líka haldið til streitu þeirri fullyrðingu að á Stalínstímanum hafi „mörg þúsund .... orðið að þola kúgun. til róttækra aðgerða,“ og eingöngu „bæta það sem fyrir er“. Sérstakur fundur sovéska kommúnistaflokksins í júní Þetta mál á eftir að hafa meiri háttar afleiðingar við undirbúning sérlegs fundar sovéska kommún- istaflokksins, sem haldinn verður í júnf og á að leggja línurnar um framtíðarstefnuna í umbótamál- um. Og Gorbatsjov gerir sér vonir um að á þeim fundi verði í eitt skipti fyrir öll brotin á bak aftur andstaða íhaldsmannanna, sem vilja að allt haldist áfram óbreytt. Stefnuyfirlýsingar bæði íhalds- manna og endurbótarmanna hafa nú birst á prenti og það sem síðar kann að koma þar fram á eftir að vera vegið og metið í samræmi við þær.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.