Tíminn - 27.04.1988, Qupperneq 20

Tíminn - 27.04.1988, Qupperneq 20
 Augjýsingadeild hannar auglýsinguna fyrir þig Okeypis þjónusta HRESSA KÆTA 9 Tíininn Ekki útilokao að tenqsl séu milli tve a í fyrrinótt: Brennuvargar með Molotov-kokkteila „Ég hélt að svona nokkuð gæti aöeins gerst í Belfast, - að fólk sé að henda svona sprengjum. Það hlýtur bara að vera eitthvað að svona mönnum,“ sagði Þórhallur Steingrímsson, eigandi matvöruverslunarinnar í Grímsbæ í gær. Rannsóknarlögregla ríkisins sá þess greinileg merki, að kveikt hefði verið í búðinni með því að fleygja svokölluðum Molotov-kokkteil gegnum rúðu á jarðhæð. Brennivínsflöskur höfðu verið fylltar eldfimum vökva og kveikur settur ofan í stútinn. Öðrum slík- um Molotov-kokkteili var hent að matvörubúðinni, en misst marks og lent á veggnum utanverðum. Ekki er vitað hve margir áttu hlut að máli, en Rannsóknarlögregla ríkisins heitir á alla þá, sem áttu leið um hverfið frá miðnætti til klukkan 1:20 í fyrrinótt og geta veitt einhverjar upplýsingar um mannaferðir, að tilkynna það RLR þegar í stað. „Fólk, sem var hér á ferðinni rúmlega tólf, varð ekki vart við • neitt óeðlilegt," sagði verslunareig- '< andinn. Lögreglu og slökkviliði var tilkynnt um eldinn kl. 1:20 og brutu tveir reykkafarar sér leið inn í verslunina og slökktu eldinn. „Búðin er í rúst einu orði sagt. Allt ónýtt. Hitinn hefur verið svo ofsa- legur. Maður skilur ekki svona verknað." Matvöruverslunin í Grímsbæ var tryggð gegn tjóni af völdum elds og var hún keypt eftir stórbrunann í Málningu í Kópavogi í fyrra. Þeim peningum hefur því verið vel varið. Rannsóknarlögregla ríkisins úti- lokar ekki, að þessi íkveikja tengist annarri, þegar kveikt var í timbur- stafla í porti að Skeifunni 19 síðar um nóttina. Brúsi með kveikjara- bensíni fannst þar hjá. Greiðlega gekk þar að slökkva eld. þj Rannsóknarlögregla ríkisins að störfum við að vinsa frá rúðuglerið og flöskubrotin af Molotov-kokk- teilunum, en brennivínsflöskur voru fylltar cldflmum vökva, því næst var borinn að eldur og flöskunum loks hent í búðarglugg- „Allt ónýtt. Hitinn hefur verið svo ofsalegur. Maður skilur ekki svona verknað,“ sagði vcrslunareigandinn, en svona var umhorfs ■ búðinni eftir árás brennuvarganna. (Tímamyndir: Pjetur) Lyftikraftur þess er 35 tonn: Dínamít- stuldur í gærmorgun uppgötvaðist að nægu sprengiefni og hvellhettum, til að feykja heilu háhýsi um koll, hefði verið stolið úr gámi ís- lenskra aðalverktaka í Helguvík suður með sjó. Við talningu í gær var 8 kílógramma af dínamíti saknað og 104 hvellhetta. „Þetta er afar hættulegt þeim, sem ekki kunna nteð sprengiefni að fara,“ sagði Óskar Þórmunds- son, rannsóknarlögreglumaður í Keflavík. „Mér skilst á sér- fræðingum, sem um þetta fjalla, að þetta sprengiefni sem vantar hafi lyftikraft upp á 35 tonn. Hvellhetturnar springa við minnsta straum. Litlar rafhlöður í barnaleikföngum geta kveikt í þeim og það þarf ekki annað en að standa undir rafmagnsvír þá getur lekastraumur sett þær af stað.“ Óskar Þórmundsson sagði hvellhetturnar svo öflugar að ef þær spryngju í höndum manns tæki hendurnar af. þj Flutningar varnarliðsins fara um Njarðvíkurhöfn Utanríkisráðherra skýrði frá þeirri ákvörðun sinni, á ríkisstjórn- arfundi í gærmorgun, að tilkynna Bandaríkjamönnum formlega að Njarðvíkurhöfn yrði í framtíðinni uppskipunarhöfn fyrir bandaríska herinn hér á landi. Þessi ákvörðun er í samræmi við samninga ríkjanna tveggja í milli um flutninga fyrir varnarliðið. Síðastliðin þrjú ár hafa reyndar flest skip sem komið hafa með varning til varnarliðsins skipað upp í Njarðvíkurhöfn og Eimskip nú Allt tiltækt slökkvilið kallað út: Timburhús í Ijósum logum Allt tiltækt slökkvilið var kallað út til að eiga við bruna í gömlu báru- járnsklæddu timburhúsi á mótum Klapparstígs og Sölvhólsgötu við svonefnt Flosaport. í húsinu var vélsmiðja. Mikinn reyk og sót lagði yfir miðborgina, en það tók röskar tvær klukkustundir að slökkva eldinn. Logaði glatt milli þilja og varð því að rífa klæðninguna að mestu utan af húsinu til að komast að eldinum, en gömul hús sem þetta voru ein- angruð með sagi. Húsið er mikið skemmt. Eldsupptök eru ókunn. þj síðasta árið. Að sögn Péturs Jó- hannssonar hafnarstjóra eru þeir mjög ánægðir með þessa ákvörðun ráðherra enda tryggir þetta að allir flutningar til og frá varnarliðinu fari í gegnum Njarðvíkurhöfn. Þessi niðurstaða, að allir flutning- ar fari í gegnum Njarðvíkurhöfn tryggir skipafélaginu Rainbow Navigation, sem til þessa hefur séð um flutninga til varnarliðsins að hluta á móti íslensku skipafélögun- um, betri aðstöðu til að keppa við skipafélög í Bandaríkjunum sem eingöngu eru með stærri skip í sinni þjónustu. Þetta útilokar í raun öll stærri skipafélögin í Bandaríkjunum frá þátttöku í útboðinu til flutninga fyrir varnarliðið, en ákvörðun um hvaða félög fái flutningana verður tekin á næstu dögum. Öll aðstaða er fyrir hendi í Njarð- víkurhöfn en það er takmörkunum háð hversu stór skip geti lagst að bryggju. Öll skip íslenska flotans geta lagst þar að og ekki þörf á að dýpka höfnina enn sem komið er. - ABÓ ísland í 10. sæti Ladbroke's veðbankafyrir- tækið í Bretlandi hefur nú gefið út fyrstu tölur yfir veðmál í Eurovision kcppninni, sem fram fer á írlandi á laugardag. Úrslitin eru ekki ýkja góð fyrir okkur, því samkvæmt bókum þeirra lenda íslending- ar í tíunda sæti af 21 kcppend- um. Annars var röðin þessi í gærkveldi, og hlutföllin innan sviga: 1.- 2. Bretland ( 7:2) 1.- 2. Sviss ( 7:2) 3. Þýskaland ( 9:2) 4. Júgóslavía (11:2) 5. Frakkland ( 6:1) 6. ísrael ( 7:1) 7. Portúgal (10:1) 8.- 9. Ítalía (12:1) 8.- 9. Lúxemborg (12:1) 10. ísland (14:1) 11.-12. Holland (16:1) 11.-12. Svíþjóð (16:1) 13.-17. Belgía (25:1) 13.-17. Danmörk (25:1) 13.-17. Grikkland (25:1) 13.-17. írland (25:1) 13.-17. Noregur (25:1) 18. Spánn (40:1) 19.-21. Austurríki (50:1) 19.-21. Finnland (50:1) 19.-21. Tyrkland (50:1) Ladbroke's fyrirtækið hefur reynst lesendum Tímans hið mesta þarfaþing, enda spáðu þeir rétt um úrslitin á síðasta ári. Þar spáðu þeir okkar lagi, Hægt og hljótt, 15.■ ■17. sæti og Johnny Logan var spáð sigri. Það gekk eftir, en við vonum að þessar tölur séu ónákvæm- Það ber hins vegar að at- huga, að tölurnar taka ntiklum breytingum alveg undir það síðasta, þannig að marktæk- ustu tölurnar birtast í Tíman- uin á laugardag. -SÓL

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.