Tíminn - 06.05.1988, Síða 6
6 Tíminn
Föstudagur 6. maí 1988
Samvinnuskólinn
Bifröst
Undirbúningsnám á Bifröst
Frumgreinadeild Samvinnuskólans veitir
undirbúning fyrir rekstrarfræðanám á há-
skólastigi.
Inntökuskilyrði: Þriggja ára nám á fram-
haldsskólastigi án tillits til námsbrautar, t.d.
í iðn-, vél-, verkmennta-, fjölbrauta-,
mennta-, fiskvinnslu-, búnaðar-, sjómanna-
eða verslunarskóla o.s.frv.
Viðfangsefni: Bókfærsla, hagfræði, tölvu-
greinar, enska, íslenska, stærðfræði, lög-
fræði, félagsmálafræði og samvinnumál.
Námslýsing: Áhersla lögð á sjálfstæð, raun-
hæf verkefni, auk fyrirlestra og viðtalstíma
o.fl.
Námstími: Einn vetur, frá september til maí.
Aðstaða: Heimavist, fjölskyldubústaðir,
skólaheimili, félagsaðstaða og mötuneyti á
Bifröst í Borgarfirði ásamt vinnustofum,
bókasafni, tölvubúnaði o.s.frv.
Kostnaður: Fæði, húsnæði, þjónusta og
fræðsla áætluð um 32.000,- kr. á mánuði
fyrir einstakling næsta vetur.
Umsóknir: Með persónulegu bréfi til skóla-
stjóra Samvinnuskólans á Bifröst fyrir 10.
júní. Umsókn á að sýna persónuupplýsingar,
upplýsingar um fyrri skólagöngu með afriti
skírteina og uppiýsingar um fyrri störf. Ekki
sérstök umsóknareyðublöð.
Veitt er innganga umsækjendum af öllu
landinu. Þeir umsækjendur ganga fyrir sem
orðnir eru eldri en 20 ára og hafa öðlast
starfsreynslu í atvinnulífinu.
Samvinnuskólinn á Bifröst,
311 Borgarnesi, sími: 93-50000.
FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ
Á AKUREYRI
Óskum að ráða fræðslustjóra frá 1. júlí 1988.
Æskileg menntun: Almenn hjúkrunarfræði með
nám og/eða reynslu í hjúkrunarkennslu. Starfið
gerir kröfur til samskipta- og skipulagshæfileika.
Umsóknarfrestur er til 1. júní n.k.
Um er að ræða 100% starf, vinnutími frá 08.00-
16.00 virka daga.
Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri kl. 13.00-
14.00 alla virka daga.
Óskum að ráða aðstoðarmann á Meinafræði-
deild í 40% starf. Æskilegt er að viðkomandi geti
hafið störf sem fyrst.
Upplýsingar veitir yfirlæknir Meinafræðideildar.
Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri,
sími 96-22100.
Útboð
Rafveita Hafnarfjarðar óskar eftir tilboðum í
3x1900 m af pex-einangruðum jarðstreng fyrir
132 kv með 300 mm2 alleiðara.
Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu Rafveitu Hafn-
arfjarðar gegn 5.000 kr. skilatryggingu. Tilboð
verða opnuð á skrifstofu Rafveitustjóra fimmtudag-
inn 19. maí 1988 kl. 11.00
Rafveita Hafnarfjarðar
Framkvæmdir viö lengingu hafnargarðsins.
Tímamynd: ÖÞ
Unnið að hafnarframkvæmdum á Sauðárkróki:
60 metra lenging
á hafnargarðinum
Frá fréttaritara Tímans, Erni Þórarinssyni,
Fljótum.
Nú er unnið að miklum fram-
kvæmdum við höfnina á Sauðár-
króki. Þar er ætlunin að lengja
garðinn sem skýlir höfninni unt allt
að 60 metra, en við það vonast menn
til að aðstaðan í höfninni lagist til
mikilla rnuna en þar er oft mjög
ókyrrt í norðanátt og skip stundum
legið undir skemmdum af þeim
sökum.
Vinna við þessar framkvæmdir
hófst skömmu eftir áramót og var þá
ekið tæpum 30 þús. tonnum af grjóti
utan af Skaga til Sauðárkróks. Nú
fyrir skömmu var síðan byrjað að
lengja hafnargarðinn og er efni í
hann sótt yfir í Hegranes en grjótinu
Mikil aukning hefur verið á skrán-
ingu námsmanna hjá atvinnumiðlun-
inni undanfarin ár, en síðasta sumar
skráðu tæplega 650 námsmenn sig
og af þeim fengu 343 vinnu í gegnum
atvinnumiðlunina, ýmist allt sumar-
ið eða í styttri tíma. Að sama skapi
fjölgaði skráningu atvinnurekenda
hjá miðluninni á síðasta ári um
tæpan helming, en auk þess voru
atvinnutilboð fleiri hjá hverjum at-
vinnurekenda, eða að meðaltali
þrjú.
Fjölbreytt störf eru að jafnaði í
boði, bæði hvað varðar lengd vinnu-
tíma og tegund starfa, en algengust
eru þó störf á skrifstofum, sölu og
lagerstörf, mannvirkjagerð, af-
sem beðið hefur á hafnarsvæðinu
síðan í vetur, síðan hlaðið utan á
garðinn.
Það er Króksverk hf. sem annast
þessa efnisflutninga sem skapað hafa
vörubifreiðaeigendum í héraðinu
verulega atvinnu á tíma sem oft áður
hefur verið ákaflega daufur fyrir þá
stétt.
Að sögn Harðar Ingimarssonar
formanns hafnarstjórnar á Sauðár-
króki fer umferð skipa um Sauðár-
krókshöfn sívaxandi og er ekki óal-
gengt að þar fari 18-20 skip um á
mánuði, og er nú svo komið að mikil
nauðsyn er á auknu viðleguplássi í
höfninni og verður stefnt að því á
næstunni að bæta úr því. Vonast
Sauðkrækingar til að mæta skilningi
greiðslustörf, útkeyrslustörf og ým-
iskonar þjónustustörf, auk skamm-
tímaverkefna, framtíðarstarfa og
starfa þar sem sérþekkingar er
krafist.
Atvinnumiðlun námsmanna er
rekin af Stúdentaráði Háskóla
íslands, en auk SHÍ stendur Banda-
lag íslenskra sérskólanema, Félag
framhaldsskólanema og Santband ís-
lenskra námsmanna erlendis að
miðluninni.
Aðsetur Atvinnumiðlunar
námsmanna er á skrifstofu Stúdenta-
ráðs Háskóla íslands, í húsnæði
Félagsstofnunar stúdenta og er hún
opin milli kl. 9 og 18, síminn er
621080 og 621081.
fjárveitingavaldsins á næstu misser-
um vegna þessa nauðsynjamáls.
Þess má geta að á fjárlögum þessa
árs er veitt 20 millj. króna til hafnar-
framkvæmda á Sauðárkróki.
Studia Islandica:
irsk
áhrif á
Islandi
Út er komin bókin, sem á
ensku heitir Gaelic Influence
in Iceland. Historical and Lit-
erary Contacts. A Survey og
Research (Keltnesk áhrif á ís-
landi. Söguleg og bókmennta-
leg tengsl. Yfirlit rannsókna),
og er hún eftir Gísla Sigurðsson
M.Phil. Bókin er 46. bindið í
ritröðinni Studia Islandica,
sem gefin er út í samvinnu
Bókmenntafræðistofnunar
Háskóla íslands og Bókaútgáfu
Menningarsjóðs. Bókin er 172
bls. prentuð í Prenthúsinu.
í bókarkynningu segir m.a.:
„Af efnisþáttum má nefna vit-
neskju og kenningar um kynni
víkinga af írum, Kelta á ís-
landi, blóðflokkarannsóknir,
keltnesk áhrif og keltnesk
minni í einstökum bókmennta-
verkum svo sem Fornaldarsög-
um, Eddukvæðum, Snorra-
Eddu. fslendingasögum og
kenningar um keltnesk áhrif í
dróttkvæðum."
Höfundurinn, Gísli Sigurðs-
son, stundaði nám við H.Í., í
Kanada og á írlandi og hefur í
vetur veitt forstöðu sérstakri
deild í íslenskum fræðum við
Manitóbaháskólann í Kanada.
- BG
Atvinnumiðlun námsmanna:
100 námsmenn
komnir á skrá
Atvinnumiðiun námsmanna tók til starfa 2. maí síðastiiðinn
og verður hún starfrækt í maí og júní, eins og undanfarin ár,
en þetta er ellefta starfsár hennar.