Tíminn - 06.05.1988, Blaðsíða 7
Föstudagur 6. maí 1988
Tíminn 7
Hólmgeir Björnsson hjá RALA í grein í Náttúrufræöingnum:
MYKJAN VANNÝTTUR
HÚSHITUNARKOSTUR
Þessi kona ekur mykju á tún, en nýtir hana ekki til húshitunar. Timamynd:Pjetur
I nýútkomnu hefti af Náttúrufr-
æðingnum, Tímariti Hins íslenska
náttúrufræðifélags er grein eftir
Hólmgeir Björnsson, en heiti grein-
arinnar er „ Vinnsla sólarorku í land-
búnaði og nýting hennar.“ Þar fjall-
ar hann m.a. um möguleikann á
hagnýtingu þess varma sem myndast
í haughúsum til upphitunar, en slíkt
kerfi er notað á að minnsta kosti
einu svíabúi á Norðurlandi. Einnig
fjallar hann um framleiðslu á ork-
ugæfum gróðri til orkuframleiðslu
og notkun kúamykju til framleiðslu
á metanríku gasi.
„í kjölfar orkukreppunnar kom
fram viss hreyfing í þá átt að finna
aðra orkugjafa, aðra en þá sem hafa
verið mest notaðir, og þá einkum
horft til þessara gömlu orkugjafa,
svo sem timburs og annars, sem
hefur verið notað frá aldaöðli sem
hita- og orkugjafi. Það fyrsta sem
mönnum datt í hug að rækta voru
fljótsprottnar víðitegundir og
brenna þeim, en svo hafa komið upp
fleiri hugmyndir. Þetta byggist í
rauri allt á sólarorku á einn eða
annan hátt, beint eða óbeint,“ sagði
Hólmgeir Björnsson í samtali við
Tímann.
Hérlendis hafa einstaka bændur
hugleitt framleiðslu og nýtingu á
metanríku gasi til brennslu með
gerjun á kúamykju eða öðrum hús-
dýraáburði, en til þess hefur ekki
komið, einkum vegna þess að á
norðlægari slóðum þarf að hita
mykjuna upp til að viðhalda nægileg-
um gerjunarhraða. Hólmgeir bendir
á að í því sambandi væri unnt að
nýta jarðhita til upphitunar og við
það ætti hagkvæmni gasvinnslunnar
að aukast að miklum mun, því gasið
er verðmætari orkugjafi. Þetta er
hins vegar ekki talið koma til greina,
nema þar sem mikið fellur til af
húsdýraáburði.
Athyglin hér á landi hefur því
meira beinst að hagnýtingu þess
varma sem myndast í haughúsum og
að nota hann til upphitunar með
hringrás vatns um lokað rörakerfi.
Slík rörakerfi er tiltölulega einföld
og örugg í rckstri. Kerfi sem þetta er
notað hér á landi á að minnsta kosti
einu svínabúi á Norðurlandi, til að
hita upp gripahúsið.
Víða hefur miklu verið kostað til
að þróa aðferðir til að framleiða
metanríkt gas til brennslu. Þctta cr
gert á allmörgum bæjum erlcndis nú
þegar, þó þessi orkuvinnsla sé ekki
talin samkeppnisfær við olíu enn
sem komið er.
Víðtækar rannsóknir hafa verið
gerðar á Norðurlöndum á orkugæf-
um gróðri, þ.e. gróðri sem gefur af
sér mikla uppskeru á flatareiningu af
lífrænu efni sem rná hagnýta sem
orkugjafa, með brennslu. Áhuginn
á orkugróðri til brcnnslu stafar með-
al annars af því hve mikið fellur til
af hálmi, sem má nýta til brennslu
og hafa smærri varmaveitur hagnýtt
sér bæði hálm og önnur úrgangsefni
til brennslu.
Á íslandi erekki sama þörfin fyrir
orkugjafa af þessu tagi, þarsem víða
er unnt að hagnýta jarðhita eða
rafmagn. Hins vegar bendir Hólm-
geir á að í strjálbýlu og veðrasömu
landi eins og íslandi, ættu þó örðug-
leikar á orkudrcifingu hæglega að
geta leitt til endurmats, þannig að
hagnýting annarra orkugjafa eins og
gróðurs til húshitunar komi víða til
greina á sveitabæjum og surns staðar
í þéttbýli. - ABÓ
Ársskýrsla Feröamálaráös íslands:
Neðri deild Alþingis á miðvikudag:
Ferðamenn 14% fleiri
miðað við árið 1986
Fjöldi erlendra ferðamanna sem
heimsóttu Island árið 1987 var
129.315 sem er 13.9% aukning
miðað við árið 1986 og 51.6%
miðað við árið 1984. Ef svo heldur
fram sem horfir munu 196.000
útlendingar heimsækja okkur árið
1990 og tæplega 300.000 árið 1993.
Þetta kemur fram í ársskýrslu
Ferðamálaráðs fyrir árið 1987 sem
nýlega er komin út.
Flestir ferðamannanna koma frá
Bandaríkjum Norður-Ameríku
eða um 36 þús. og er það um 9%
aukning frá árinu 1986. Hins vegar
hefur straumur ferðamanna frá
Norðurlöndunum tekið mestum
breytingum, en nærri lætur að um
30% fleiri ferðamenn frá Norður-
löndunum hafi sótt ísland heim á
síðasta ári en árið 1986. Frönskum
ferðamönnum fækkaði afturá móti
um 5.4% miðað við sömu ár.
Gjaldeyristekjur af þjónustu við
erlenda ferðamenn á árinu 1987
voru kr. 5.279.000 sem er tæplega
27% aukning frá árinu á undan.
Við þessa tölu má svo bæta svo-
nefndum „duldum'* tekjum sem
lauslega má áætla að nemi um
600.000 kr. og má því ætla að
heildargjaldeyristekjur þjóðarbús-
ins af þjónustu við erlenda ferða-
menn á síðasta ári hafi numið 6
milljörðum króna. Til viðbótar má
nefna aðgjaldeyristekjurflugfélag-
anna af flutningi farþega á öðrum
flugleiðum en til og frá íslandi
námu u.þ.b. 2.9milljörðum króna.
- ABÓ
Spumingum um umhverfismál beint til ríkisstjórnarinnar:
Stöðva gróðureyðingu
Ríkisstjórninni hefur borist bréf
frá fjórum náttúruverndarsamtök-
um þar sem nokkrum spurningum
um umhverfismál er beint til hennar.
í bréfinu er vitnað í kafla um
umhverfismál í starfsáætlun ríkis-
stjórnarinnar og þess farið á leit við
stjórnina að svör fáist við við þeim
spurningum sem lagðar eru fram.
Jafnframt er skorað á ríkisstjórnina
að standa við stefnuyfirlýsingu sína
um umhverfismál og gera átak til að
stöðva gróðureyðingu, græða örfoka
land og auka skógrækt.
Undir bréf þetta skrifa formaður
Lífs og lands, formaður Landvernd-
ar, formaður Skógræktarfélags ís-
lands og forseti Sambands íslenskra
náttúruverndarfélaga.
9 frumvörp
verða lög
Níu stjórnarfrumvörp voru á mið-
vikudag afgreidd sem lög frá neðri
deild Alþingis, að sögn Jóns Krist-
jánssonar, deildarforseta.
Við lögin um Siglingamálastofnun
ríkisins bætist orðalag sem viður-
kennir tilvist Landssambands smá-
bátaeigenda.
Við lagasafnið hefur nú verið bætt
miklum lagabálki um eiturefni og
hættuleg efni. Gildandi lög um eitur-
efni og hættuleg efni eru þó ekki
felld niður fyrr en um árslok 1988,
og taka þá hin nýju lög gildi.
Við lögin um meðferð opinberra
mála hafa nú verið samþykktar
breytingar sem lúta að gjaldaliðum
og verulegri hækkun sektargjalda.
Þá er dómara heimilt að svipta menn
ökuréttindum í allt að þrjú ár í stað
eins árs til þessa. Á þetta við um
annað brot.
Sett hafa verið ný lög um lögreglu-
samþykktir. Er nú hverju sveitarfé-
lagi heimilt að setja lögreglusam-
þykkt og einnig getur slík samþykkt
gilt fyrir fleiri en eitt sveitarfélag.
Mun dómsmálaráðherra nú setja
reglugerð sem vera á fyrirmynd
lögreglusamþykkta og gildir reglu-
gerðin sem lögreglusamþykkt þar
sem ekki hefur verið gengið frá
henni. Önnur lög um lögreglusam-
þykktir kaupstaða og utan þeirra
falla þegar úr gildi.
Breyting sú sem nú gekk í gegn á
sveitarstjórnarlögum verður til þess
að í kaupstöðum og bæjum nefnist
sveitarstjórn hér eftir bæjarstjórn,
framkvæmdastjóri sveitarfélags
bæjarstjóri og byggingarráðið nefn-
ist bæjarráð. Réttarstaða bæja er sú
sama og kaupstaða.
Þá hafa lög um Húsnæðisstofnun
ríkisins tekið þeim breytingum að
byggingarflokkur í byggingarsam-
vinnufélagi getur hér eftir sagt sig úr
félaginu eftir ákveðinn tíma og
skuldauppgjör.
Reykjavíkurborg hefur nú fengið
hcimild til að taka eignamámi land
það úr jörðinni Vatnsenda, sem
borgin hefur keypt.
Lög um Rannsóknarstofnun upp-
eldis- og menntamála eru nú komin
í lagasafnið okkar. Um er að ræða
sjálfstæða vísindalega stofnun.
Þá voru að lokum samþykkt lög
um Kennaraháskóla íslands, hlut-
verk hans, stjórn, nemendur,
kennaranám, endurmenntun, fram-
haldsmenntun, rannsóknir,
námsmat, starfslið og æfingarskóla.
KB