Tíminn - 06.05.1988, Síða 9
Föstudagur6. maí 1988
Tíminn 9
Þórarinn Þórarinsson:
Semja Rússar og Þjóðverjar um
takmörkun hefðbundinna vopna?
INNAN fárra vikna munu þeir Reagan og Gorbatsjov
hittast í Moskvu og verður það í fyrsta sinn sem Reagan
kemur til Sovétríkjanna.
Fyrirhugað hefur verið, að þeir undirriti þar samning um
helmingsfækkun langdrægra eldflauga, búnar kjarnorku-
sprengjum. Hæpið er nú talið, að þeirri samningagerð
verði lokið fyrir þann tíma, þótt unnið verði að henni af
miklu kappi og báðir leiðtogarnir hafi áhuga á að hún
takist.
Það, sem mest strandar á, er
sameiginlegur ótti við eftirlit, sem
talið er nauðsynlegt til að fylgjast
með því að samningarnir verði
haldnir. Sérfræðingar beggja
óttast, að eftirlitið geti orðið til
þess, að mótaðilar geti komist á
snoðir um ýmis hernaðarleg leynd-
armál. Sérstaklega er Bandaríkja-
mönnum andstætt að leyfa Rússum
að skoða ýmsan vopnabúnað á
kafbátum og ofansjávarskipum,
t.d. stýriflaugar.
Vel getur svo farið, að engum
samningum um takmörkun lang-
drægra flauga verði lokið fyrir
fundinn í Moskvu. Fundurinn get-
ur eigi að síður orðið gagnlegur og
orðið til að bæta sambúð risaveld-
anna og auðvelda samninga um
afvopnun síðar.
Sitthvað bendir til, að Sovétríkin
hafi ekki minni áhuga á öðrum
afvopnunarsamningi eða takmörk-
un hefðbundins herafla í Evrópu,
eða að gera Evrópu - frá Atlants-
hafi til Úralfjalla - að samfelldu
friðarheimili allra þjóða þar, eins
og Gorbatsjov hefur orðað það.
Samkomulagið verði miðað við
það, að ekkert ríki hefði yfirburði,
sem gerði því mögulegt að hefja
árás.
ÞETTA var aðalumræðuefnið á
utanríkisráðherrafundi Varsjár-
bandalagsins í Sofíu, sem haldinn
var í lok mars s.l. I langri ályktun,
sem fundurinn samþykkti, var lögð
á það höfuðáhersla, að sem fyrst
yrði náð samkomulagi um samdrátt
hefðbundins herafla í Evrópu, og
að markmiðið væri óklofin Evrópa,
sem væri „evrópskt friðar og sam-
vinnu-heimili“ allra þjóða sem þar
búa, eins og Gorbatsjov hefur
orðað það.
í rússneskum blöðum hefur mik-
ið verið rætt um það að undan-
förnu, að nauðsynlegt sé að ræða
nánar um samdrátt hefðbundins
herafla í Evrópu en hingað til. Af
hálfu Atlantshafsbandalagsins hafi
verið lögð mest áhersla á, að
Rússar hefðu fleiri skriðdreka, en
ekki hlustað á að Natóríkin hefðu
nýrri og fullkomnari skriðdreka og
betri skriðdrekavarnir. Nú verði
menn að setjast niður og gera þessi
mál upp og finna raunhæfan grund-
völl fyrir afvopnun.
Þá benda rússnesku blöðin á, að
margir vestrænir stjórnmálamenn
dragi upp sem dekksta mynd af
Sovétríkjunum. Rússneskurblaða-
maður hefur nýlega bent á, að hér
sé um að ræða úrelt viðhorf frá
tímum kalda stríðsins. Hann segir:
„Fundir Míkhaíls Gorbatsjovs
með Zbigniew Messner frá Póll-
andi, Willy Brandt, Alessandr.o
Natta og leiðtoga Júgóslavíu, gefa
tækifæri til að ræða nýjar hug-
myndir um sameiginlegt „heimili
Evrópu".
Fyrri hugmyndir voru mest-
megnis hin gamla mynd af „rúss-
neska birninum", sem vakti ótta og
skelfingu meðal Evrópubúa. Vest-
rænar kvikmyndir sýndu sovéskar
„and-hetjur“ sem Asíubúa, enda
þótt landfræðilega, sögulega og
menningarlega sé ekki hægt að
aðskilja Rússland frá Evrópu, eða
stilla því upp sem andstæðu
hennar. .
„Við lítum fyrst og fremst á
okkur sem Evrópubúa," sagði
Míkhaíl Gorbatsjov nýlega á fundi
með Alessandro Natta leiðtoga
ítalska kommúnistaflokksins. Þessi
ummæli eru vitni þess að Moskva
vill tilheyra Evrópu. Margir frétta-
skýrendur hafa bent á að evrópsk
áhrif í utanríkisstefnu Kremlar hafi
farið vaxandi undanfarið. Þetta má
rétt vera, þó ég verði að viður-
kenna að það er erfitt að finna
skilin á milli evrópskar utanríkis-
stefnu, bandarískrar og annarra
stefna og strauma í utanríkismál-
um.
Ég verð að viðurkenna að við
höfum lagt fram mjög margar til-
lögur sem snerta málefni Evrópu.
Stöðvun tilrauna með kjarnorkus-
prengingar bætti mjög vistfræðilegt
og sálrænt ástand á meginlandi
Evrópu, enda þótt sú stöðvun væri
fyrst og fremst boðskapur til
Bandaríkjanna, til Hvíta hússins.
Fyrsti afvopnunarsamningur, sem
gerður hefur verið og undirritaður
var í Washington í desember s.l.
gerir allt líf Evrópubúa eðlilegra.
Hinar öflugu eftirlitsaðgerðir sem
kveðið er á um í INF samningnum,
ná einnig til Evrópu. Og að lokum
eru það þær hugmyndir sem nú eru
til umræðu - afvopnun eiturefn-
avopna, fækkun hefðbundinna
vopna, aðgerðir til að efla traust á
sviði hermála - allt þetta tekur
einnig til Evrópu og öryggis
hennar.
Hið sama má segja um sameigin-
legt heimili Evrópubúa, hugmynd
sem leiðtogi Sovétríkjanna ræddi
við Zbigniew Messner, viðmælend-
ur sína í Belgrad og loks við Willy
Brandt.
Hvers konar heimili? í fyrsta
lagi nútímalegt, það er þægilegt
fyrir alla sem þar búa, notalegt
heimili þar sem íbúarnir beita ekki
hver annan valdi. Þar eiga ekki að
vera vopnabúr eða vígvellir. Þar á
að vera vettvangur samvinnu en
ekki vopnaviðskipta."
SITTHVAÐ hefur komið fram í
rússneskum fjölmiðlum sem bendir
til þess, að Rússar telji bætta
sambúð þeirra og hinna fyrri
fjandmanna þeirra, Þjóðverja, lyk-
ilinn að friðarheimili frá Atlants-
hafi til Úralfjalla. Heimsóknir
jafnólíkra manna og Franz Josefs
Strauss og Willys Brandt, sem
báðir hafa lofað Perestrojkuna,
geta átt þátt í því. í þessu sambandi
er athyglisvert að lesa í eftirfarandi
grein eftir rússneskan fréttaskýr-
anda um vaxandi áhrif Vestur-
Þjóðverja innan Nató:
„í júlímánuði næstkomandi mun
Vestur-Þjóðverji í fyrsta sinn í
nálega 40 árá sögu Nató skipa
æðsta sess í metorðastiga skrif-
stofukerfis bandalagsins, en þá á
Manfred Worner, varnarmálaráð-
herra Vestur-Þýskalands, að taka
við af Carrington lávarði sem fram-
kvæmdastjóri Norður-Atlantshafs-
bandalagsins. Þetta er lykilstaða
innan Nató og sá sem henni gegnir
hefur veruleg áhrif á stefnu banda-
lagsins í málum Evrópu og í heims-
málunum.
Á síðustu árum hefur staða Vest-
ur-Þýskalands innan Nató styrkst
mikið. Yfir 20 vestur-þýskir hers-
höfðingjar og aðmírálar gegna nú
stöðum yfirmanna innan banda-
lagsins.
Að auki hefur verið búin til
staða fasts aðstoðaryfirmanns her-
afla Nató í Evrópu handa fulltrúa
Það gæti orðið áfangi í hugmynd Gorbatsjovs um friðarheimili milli Atlantshafs og Úralfjalla.
vestur-þýska hersins. Árið 1984
var valdsvið hans fært út og tekur
nú til mála eins og kjarnavopna-
áætlunar, sem breskur hershöfð-
ingi fór áður með. Þetta braut
óskrifaða hefð sem þó hafði verið
stranglega fylgt, en samkvæmt
henni var Vestur-Þjóðverjum ekki
leyft að skipa stöður sem ábyrgð á
kjarnavopnum tengdist.
Árið 1986 varð Wolfgang Alten-
burg, fyrrum yfirhershöfðingi í
vestur-þýska hernum, formaður
hermálanefndar Nató, sem fer með
yfirstjórn hermála bandalagsins.
Mikilvægi þessarar stöðu má ráða
af þvf að undir hermálanefndina
heyra æðsti yfirmaður herja banda-
lagsins í Evrópu, æðstu yfirmenn
herafla Nató á Atlantshafi og
Ermarsundi og hernaðaráætlana-
hópur Bandaríkja-Kanada svæðis-
ins.
Árið 1984 var vestur-þýski vara-
aðmírállinn Klaus Thater útnefnd-
ur herráðsforingi herafla NATO í
norðanverðri Evrópu, en þá stöðu
skipaði Breti áður. Tveim árum
síðar var hann leystur af hólmi af
Claus Jurgen Steindorff, varaað-
mírál. Þetta ber að skoða í sam-
hengi við þá ákvörðun að láta
vestur-þýskar hersveitir taka við
hlutverki kanadískra hermanna í
stríðsleikjunum í Noregi.
Eftirtaldar staðreyndir staðfesta
aukna hlutdeild Vestur-Þjóðverja
í yfirstjórn flota Nató:
Árið 1982 var vestur-þýskur liðs-
foringi í fyrsta sinn settur yfir hinn
fjölþjóðlega flota á Ermarsundi.
1984 var fulltrúi vestur-þýska flot-
ans í fyrsta sinn skipaður í yfir-
stjórn fastaflota Nató á Atlants-
hafi. Vestur-þýski varnarmálaráð-
herrann sagði í sambandi við þá
útnefningu að hún væri „mjög
mikilvægt pólitískt skref“.
Um útnefningu Manfred Worn-
er sem framkvæmdastjóra Atlants-
hafsbandalagsins sagði Helmut
Kohl kanslari að hún væri tímabær
og að Sambandslýðveldið hefði
enga ástæðu til að þjást af „minni-
máttarkennd" vegna þess að það
væri í fylkingarbrjósti og bæri
meginþungann af vörnum Evrópu.
Það er Natóríkjanna að skipa í
stöður innan bandalagsins en heim-
urinn, einkanlega Evrópubúar,
hefur ástæðu til þess að vænta þess
að Vestur-Þýskaland - en leiðtogar
þess segja að þeir skilji nauðsyn
þess að draga úr hernaðarlegu
andspæni í Evrópu og skapa traust
milli austurs og vesturs - muni nota
áhrifamátt sinn innan Nató þannig
að raunverulega miði í þá átt að
þessum markmiðum verði náð.
Tíminn mun sýna hvort hinn nýi
framkvæmdastjóri Nató, sem ekki
var nein friðardúfa hér á árum
áður, muni fylgja þessari stefnu.“
Hér lýkur grein hins rússneska
blaðamanns. Áður hafði mátt bú-
ast við öðrum tón.
Margt getur hins vegar bent til
þess, að auðvelt geti reynst Rúss-
um og Vestur-Þjóðverjum að ná
samkomulagi um takmörkun hefð-
bundins herafla í Mið-Evrópu.
Þjóðverjar hafa meiri áhuga á því
en aðrar Evrópuþjóðir vestan-
tjalds, því að land þeirra yrði
vígvöllur ef til styrjaldar kæmi í
Mið-Evrópu. Af þeim ástæðum
voru þeir tregastir Nató-þjóða til
að fallast á áætlunina um endurnýj-
un skammdrægra kjarnorkuflauga
þar. Það sýnir líka viðhorf þeirra,
að vinsælasti stjórnmálamaður
þeirra samkvaérht skoðanakönnun-
um er nú Genscher utanríkisráð-
herra, sem er mesti hvatamaður
bættrar sambúðar við Austur-
Evrópu.
Önnur grein eftir blaðamann
APN bendir til þess að Rússar hafi
trú á samhingsviljáÞjöðverja. Hún’!
fer hér á eftir:
„Samkvæmt vestur-þýskum
blöðum hefur vestur-þýska stjórn-
in kynnt fyrir Nató hugmyndir
sínar um fækkun hefðbundinna
vopna í Evrópu. Þetta þýðir að
Bonnstjórnin leggur áherslu á
vandamál í sambandi við hefð-
bundin vopn. Slíku frumkvæði er
aðeins hægt að fagna í tengslum
við nýleg jákvæð umskipti á af-
stöðu Vestur-Þýskalands til vissra
þátta afvopnunarmála. Ef dæma
má af opinberum yfirlýsingum er
Bonnstjórnin mjög áhugasöm um
fækkun hefðbundinna vopna. Það
væri því eðlilegt að vænta jákvæðr-
ar afstöðu hennar til vandamálsins.
En naumast er hægt að kalla hug-
myndina sem kynnt var Nató því
nafni.
Hugmyndin gerir ráð fyrir veru-
legri einhliða fækkun skriðdreka,
brynvarinna farartækja, sjálfknú-
inna byssupalla og nokkurra fleiri
vopna af hálfu Varsjárbandalags-
ins en sýndarfækkunar af hálfu
Nató. Hinni illræmdu „skrifdreka-
ógnun“ er á ný skipað í fyrirrúmið.
Vissulega hafa Varsjárbanda-
lagsríkin yfirburði yfir Nató í heild-
arfjölda skriðdreka, en það er ekki
allur kjarni málsins. Vestræn ríki
geta ekki annað en viðurkennt að
Nató hefur áþreifanlega yfirburði
yfir Varsjárbandalagið að því er
varðar nýjustu gerðir skriðdreka,
að ekki sé talað um eldflaugar gegn
skriðdrekum.
Hugmyndin hefur hlutdræga af-
stöðu til samsvörunar hefðbund-
inna vopna og sleppir vissum mikil-
vægum þáttum hernaðarlegra og
pólitískra staðreynda í Evrópu nú
í dag. Afleiðingin er sú að hún
brenglar myndinni af styrk herja í
því skyni að sanna „yfirburði"
Varsjárbandalagsins á sviði hefð-
bundinna vopna. Aðferðirnar og
markmiðið eru gamalkunn: Að fá
Sovétríkin til þess að hefja einhliða
afvopnun á þeim sviðum þar sem
’ þau standá framar og halda yfir-
burðum Nató á mikilvægum
sviðum, svo sem flotastyrks og
flughers."
Þrátt fyrir vissa gagnrýni, er
tónninn í greininni engan veginn
neikvæður og getur opnað leið til
raunhæfra samninga ‘