Tíminn - 06.05.1988, Side 14
14 Tíminn
Föstudagur6. maí 1988
Valgerður
Guðni
Borgfirðingar - Borgfirðingar
Framsóknarfélag Borgarness efnir til almenns borgarafundar um
byggðamál, sem haldinn verður miðvikudaginn 11. maí í Samkomu-
húsinu í Borgarnesi kl. 20.30.
Frummælendur alþingismennirnir Valgerður Sverrisdóttir og Guðni
Ágústsson.
Dagskrá:
1. Ræður framsögumanna.
2. Fyrirspurnir og almennar umræður.
Allir velkomnir.
Framsóknarfélagið í Borgarnesi
Dráttarvélar
Sannarlega
peninganna virði.
R a ÞJÓNUSTA HF. — Véla
JÁRNHÁLSI 2
— SIIVII 83266- 686655
BILALEIGA
með útibú allt í kringum
landið, gera þér mögulegt
að leigja bíl á einum stað
og skila honum á öðrum.
Reykjavík
91-31615/31815
Akureyri
96-21715/23515
SÍPöntum bíla erlendi?
interRent
Bílaleiga Akureyrar
+ Hjarlanlegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og heiðruðu
minningu móður okkar, tengdamóður og ömmu
Guðlaugar Eiríksdóttur Þverspyrnu, Hrunamannahreppi Sérstaklega þökkum við starfsfólki sjúkrahúss Suðurlands fyrir góða
umönnun og hlýju síðustu árin. Eiríkur Jónsson Sigurjon Jonsson Sigriður Jónsdottir Kristinn Jónsson Erna Sigurðardóttir
Guðmundur Jónsson Sigrún Kristbjörnsdóttir
Sigrún Jónsdóttir Guðrún Jónsdóttir Jón Jónsson
Stefán Jónsson Bára Sigurðardóttir
Ásta Jónsdóttir Valgeir Jónsson Guðrún K. Þorsteinsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
+
Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við
andlát og jarðarför eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa
Andrésar Magnússonar
bónda í Vatnsdal, Fljótshlið
Guð blessi ykkur öll
Þorgerður Guðrún Sveinsdóttir
Kjartan Andrésson
Magnús Andrésson
Elvar Andrésson
Sveinn Andrésson
Sigurður Andrésson
Ólafur Andrésson
Sigurleif Andrésdóttir
Guðríður Andrésdóttir
Matthildur Andrésdóttir
Elísabet Andrésdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Auður Karlsdóttir
Svanhvít Guðmundsdóttir
Ólafía Sveinsdóttir
SigurðurGíslason
EiríkurÁgústsson
Dofri Eysteinsson
Sigurlín Óskarsdóttir
SAMVINNUMÁL
Rúllupökkun, nýjung
í heygeymslu
t>eir þéttbýlisbúar, sem átt hafa
leið um sveitir landsins á allra síð-
ustu árum, hafa naumast getað kom-
ist hjá því að veita athygli rúllubögg-
unum svo nefndu. Pað er nefnilega
löngu liðin tíð í sveitum núna að öllu
heyi sé ekið lausu á vögnum heim í
hlöðu. Máski fer senn að líða að því
að sú aðferð fari að þykja álíka
gamaldags þar og að binda heyið í
bagga með handafli, lyfta því á
klakk og teyma svo heybandslestina
heim. f staðinn er heyið núna vafið
upp í sérstökum vélum sem skila því
í stórum böggum, sem nefndir eru
rúllubaggar. I fljótu bragði svipar
þeim til hestabagganna gömlu, nema
hvað þessir eru margfalt stærri. Þeir
eru líka þyngri en svo að nokkur
hestur geti borið, enda meðhöndlað-
ir með vélarafli.
Og rúllubaggana þarf að geyma,
og gjarnan utandyra. Ekki er óal-
gengt að bændur noti heyið úr þeim
til að gefa búfé jafnframt beit í haga,
eða þá að þeir vilji nota þá til að
spara sér pláss í hlöðunni. Til þess
þarf að pakka þeim inn.
Og nú er alveg nýverið komin á
markaðinn hér sérstök vél til að
pakka böggunum inn í plast. Slíkt
tæki, rúllupökkunarvél, skoðuðum
við á dögunum hjá Búnaðardeild
Sambandsins sem flytur það inn.
Þetta tæki var kynnt á landbúnaðar-
sýningunni í fyrra, og hjá Gunnari
Gunnarssyni forstöðumanni fengum
við þær upplýsingar að strax á síðasta
ári hefðu selst tíu slíkar vélar, og
það sem af er árinu í ár væri þegar
búið að selja vel yfir tuttugu til
viðbótar. Mega það kallast góðar
viðtökur á tímum samdráttar í land-
búnaði og þar með í búvélasölu.
Rúllupökkunarvélin er til í tveim-
ur gerðum, annarri á þrítengi en
hinni á hjólum og með lyftiarmi til
að lyfta böggunum upp á vélina.
Báðar eru til þess að tengja við
dráttarvélar. Vélin vinnur þannig að
hún snýr böggunum og vefur jafn-
framt utan um þá plasti sem hún
dregur jafnóðum af rúllu. Plastinu
vefur vélin þétt utan um heyið í
skaraða vafninga og strekkir á því
um leið, þannig að umbúðirnar
verða loftþéttar. Með því móti getur
heyið geymst óskemmt í langan tíma
eða allt þangað til hentar að gefa
það. Að pökkun lokinni er rúllu-
böggunum svo velt af tækinu með
vélarafli.
Stærri gerðina af vélinni, þá með
lyftiarminum, má aka með að bögg-
unum og lyfta þeim sfðan upp á hana
til pökkunar. Hún hentar því vel þar
sem menn vilja pakka inn rúllubögg-
um úti á víðavangi. Hin gerðin
hentar hins vegar trúlega betur þar
sem verið er að pakka rúlluböggum
heima við hlöðuna.
Bútæknideildin á Hvanneyri próf-
aði þessa vél í fyrra og hittiðfyrra, og
var umsögn hennar mjög jákvæð.
Við prófunina þar kom m.a. fram að
það tekur um það bil fjórar til fimm
mínútur að pakka inn einum bagga,
og afköstin geta verið 10-15 baggar
á klukkustund, dálítið misjafnt eftir
aðstæðum. Ef pakkað var með 75%
skörun og vafið fjórfalt, sem virðist
mega teljast alltraustur umbúnaður,
kom í ljós að utan um einn bagga fór
mjög nálægt einu kílói af plasti, eða
rétt rúmlega 70 metrar. Ein plast-
rúlla, sem kostar núna um 3.500
krónur, dugði þannig utan um 23-26
rúllubagga. -esig
Gunnar Gunnarsson við nýju rúllupökkunarvélina.
(Tímamynd: Gunnar)
nSéH f l l
í r
lllll! LESENDUR SKRIFA
Ætlar efri deild að duga honum?:
Fjandinn og bölvaður bjórinn
Það fór eins og Fjandinn vænti,
þegar neðri deild Alþingis greiddi
atkvæði um bjór á dögunum. Bjór-
þursarnir báru hærri hlut. Tuttugu
og þrír gáfu Andskotanum tungur úr
sjálfum sér! (í sálirnar var hann
sennilega búinn að næla áður).
í meirihluta hópnum voru sjö ef
ekki átta ráðherrar. Tíminn minn
hefur vanrækt að nafngreina ráð-
herra og aðra þingmenn, sem við
þessa atkvæðagreiðslu sýndu alþjóð,
að þeir vilja auka hérlendis of-
drykkju og alla hörmung, er af henni
leiðir. Vill Tíminn halda hlífiskildi
yfir skömmum þeirra? Eg bið hann
að sanna mér annað.
Þótt þetta vesalings vandræða
þingfólk, vilji - flest fremur af
flónsku en fólsku - steypa yfir land
sitt bölvun bjórsins, hefur það sann-
að vanhæfni sína til setu á þingi og í
ríkisstjórn. Því má enginn þjóðholl-
ur maður kjósa það oftar á þing. Það
þarf að verða varanlega þjóðfrægt af
þessu bjórvillu skammarstriki.
Framsóknarmenn hafa í sjötíu
vetur verið vökumenn lands og þjóð-1
ar - og eru það margir enn. Fram-
sóknarmenn voru lengstum þing-
laukar - og eiga að vera það enn!
Það má ekki fela forystu þeirra
bjórbelgjum né heldur öðrum þjóð-
félags meinakindum.
Allir sem vilja og vita betur, verða
að taka höndum saman - og byrja
strax, að undirbúa val og framboð
hyggnari og þjóðhollari manna en
bjórþambaranna.
Nú stöndum við hvor andspænis
öðrum: Andskotinn og eg - og
bíðum eftir atkvæðagreiðslu um bjór
í efri deild.
Eg er dálítið dapur og kvíðinn.
Held þó enn í æfilanga trú mína á
hamingju lands og þjóðar - og þá
von að góðar vættir forði henni enn
frá böli bjórsins.
Andskotinn glottir kampakátur og
nærri sigurviss. Meirihluti neðri
deildar gaf honum fyrir fáum dögum
sálir og tungur sínar og hét honum
her manns niðja sinna, fæddra og
óborinna. Hann trúir því að sam-
þykkt bjórsins, sé nú senn í höfn.
Ætlar efri deild að duga honum?
Á sumarmálum 1988
Helgi Hannesson.