Tíminn - 14.05.1988, Blaðsíða 3

Tíminn - 14.05.1988, Blaðsíða 3
Laugardagur 14. maí 1988 Tíminn 3 Ýmsum brögðum beitt á prófvertíð íslenskra námsmanna: Þóttist annar Upp komst um svindl í prófí í Iðnskólanum í Reykjavík í vikunni. „Það var hér einn nemandi sem tók próf fyrir annan og hann var með meðferðis nafnskírteini þess sem hann tók prófíð fyrir,“ sagði Ingvar Ásmundsson, skólastjóri Iðnskólans, í samtali við Tíinann. „Þeim hefur báðum verið vísað frá prófí og öll þeirra próf á þessari önn eru ógild. Þessi niðurstaða hefur verið staðfest af menntamála- ráðuneytinu. Þeir geta haldið námi áfram en þurfa að taka þessi próf aftur. Ef þeir ætla að gera það utan skóla þá þurfa þeir að sækja um leyfi til þess og það er óafgreitt mál. Ég á nú frekar von á því að þeir fái að gera það,“ sagði Ingvar. Sól og hlýindi tóku á móti borgarbúum þegar þeir fóru á stjá í gærmorgun. Og það var ekki að sökum að spyrja, ntargir skelltu sér í sólbað í laugunum. Um eftirmiðdaginn ■ gær fór hitinn í 15 stig í Reykjavík og 16 stig á Akureyri. Það er gert ráð fyrir áframhaldandi blíðu um helgina. Tímamynd Pjetur Allar leiðir kannaðar með sölu á eignum Sláturfélagsins: SPÁÐ í NÝJABÆ Vegna þess hversu fjölmennur skólinn er þurfa nemendur að koma með skilríki með sér í próf, sem þeir leggja á borðin hjá sér. Eins og fyrr segir var viðkomandi með nafnskír- teini þess sem hann tók prófið fyrir. „Þeir voru nú ekkert sérstaklega líkir en þessar myndir eru ógreinileg- ar. Athugull kennari varð þó var við þetta.“ Að sögn Ingvars er ekki algengt að svindlað sé á þennan hátt. „Þetta hefur komið fyrir einu sinni áður svo ég viti til.“ Það er einnig fjölmennt í prófum í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti og þar þurfa nemendur einnig að koma með skilríki í próf. En hafa komið upp dæmi um svindl af þessu tagi þar? „Það hefur komið fyrir en það er langt síðan og það var áður en við tókum upp þessa reglu um skilríki," sagði Kristín Arnalds, skólameistari FB. „Sem betur fer er frekar lítið um svindl almennt þó að skólinn sé jafn fjölmennur og hann er. Það örlar þó á því, það hefur komið fyrir að nemendur hafi haft með sér skrifað. En þegar það kemst upp þá tökum við hart á því. Viðkomandi áfangi er þá ógildur og við látum nemendur vita það að svindl getur haft í för með sér brottrekstur. En refsingin hlýtur að fara eftir eðli málsins í hverju einstöku tilfelli," sagði Kristín. „Við höfum ekki lent í þessu. Það má vel vera að það sé eitthvað um svindl eins og gengur og gerist en við höfum ekki staðið neinn að verki,“ sagði Sverrir Einarsson, áfangastjóri í Menntaskólanum við Hamrahlíð. „Ég trúi því ekki að það sé neitt stórsvindl hjá okkur eins og gerðist í Iðnskólanum í þessu tilfelli. Það er sjálfsagt eitthvað um það að fólk skrifi á handleggina á sér en það er ekki hægt að komast fyrir slíkt.“ „Prófin eru fjölmenn en við krefj- umst þess ekki að nemendur komi með skilríki. Kennararnir sitja sjálfir yfir í prófum hjá okkur og þeir þekkja sína nemendur. Það er ekki það ópersónulegt að einhver ókunn- ugur geti komið inn og tekið próf. Við höfum því ekki talið nauðsyn- legt að grípa til slíkra aðgerða. Við viljum treysta nemendum, þetta er fullorðið fólk,“ sagði Sverrir. Stefán Ólafur Jónsson, deildar- stjóri í verk- og tæknimenntunar- deild menntamálaráðuneytisins var spurður um afstöðu ráðuneytisins til svindls á prófum. „Það eru skýrar reglur um hvernig fara skuli með mál þar sem unr óleyfilegt framferði í prófi er að ræða. Þessi mál þurfa ekki að koma til okkar nema eitt- hvað sé óljóst um viðeigandi viðbrögð. Það er þó stundum leitað eftir afstöðu ráðuneytisins og hvort viðbrögðin samræmist gildandi reglum," sagði Stefán. Stefán var spurður um þetta til- tekna brot í Iðnskólanum. „Við lítum á þetta sem afskaplega gróft brot og slíkt verður ekki liðið. Viðkomandi er vísað frá prófi þegar svona kemur upp. Það liggur við að þetta sé refsivert athæfi, að þykjast vera annar og ganga í próf sem veitir réttindi. Þó held ég að þetta sé viðeigandi refsing ef um fyrsta alvar- lega brot er að ræða. Hins vegar hefur komið upp slæmt brot þar sem viðkomandi var búinn að fá áminn- ingu áður. Þá getur skóli haft ástæðu til að vilja ekki taka við nemandan- um næst.“ Brot af þessu tagi hefur áður komið upp í Iðnskólanum, eins og fyrr segir. „Það var einn nemandi sem fékk vin sinn úr Háskólanum til að taka efnafræðipróf fyrir sig. Það komst upp því það trúði enginn að þessi sem átti svo erfitt með fagið skyldi ná úrlausn upp á 10,“ sagði Stefán. Hann sagði að lokum að það væri þrátt fyrir allt ótrúlega lítið um tilfelli sem þessi að ræða, miðað við allan þann fjölda sem er í skólum landsins. Það þarf ekki að koma á óvart að þegar um 10 til 20 þúsund manns er að ræða, skuli brot koma upp annað slagið. JIH Eins og áður hefur komið fram leita nú forsvarsmenn Sláturfélags Suðurlands eftir tilboðum í ýmsar af eignum félagsins í borginni. Vitað er að lögð hefur verið mikil áhersla á sölu Nýj abæjar, verslunar fyrirtækis- ins á Eiðistorgi. Samkvæmt heimildum Tímans hefur ónafngreindur aðili nú gert 200 milljóna króna kauptilboð í Nýjabæ. Hér um ræðir aðila sem ætlar húsnæðið undir annarskonar rekstur en verslun. Stjórn og for- ráðamenn Sláturfélagsins munu ekki enn hafa tekið afstöðu til þessa kauptilboðs. Steinþór Skúlason, forstjóri Slát- urfélagsins, varðist allra frétta þegar Tíminn innti hann 'eftir því hvort formlegt kauptilboð hefði borist í Nýjabæ. „Það hafa ýmsir möguleik- ar verið skoðaðir, en ekki liggur enn fyrir nein niðurstaða. Þetta er spurn- ing um hvað við sættum okkur við, en við höfum ekki kannað til fulls nýja fleti á þessu máli,“ sagði Stein- þór. Þess má geta að brunabótamat eigna Sláturfélagsins á Eiðistorgi er tæpar 180 milljónir króna. óþh Um mánaðamótin stigu 28.480 Kjörbókareigendur eittþrepuppávið. Og fengu 70 milljónir í staðinn. Já, Kjörbókareigendur góðir, það kom að því. Þeir sem átt höfðu innstæðu, eða hluta hennar, óhreyfða í 16 mánuði fengu reiknaða fyrstu þrepahækkunina nú um mánaðamótin: 1,4% viðbótarvextir voru reiknaðirá innstæðuna 16 mánuði aftur í tímann, samtals 70 milljónir króna. Á hverjum degi þaðan í frá bætast svo fleiri og fleiri Kjörbókareigendur við, sem ná 16 mánaða þrepinu. Átta mánuðum síðar hefst á sama hátt, útreikningur á afturvirka 24 mánaða vaxtaþrepinu. Kjörbókin ber háa vexti auk verð- tryggingarákvæðis, verðlaunar þá sérstaklega sem eiga lengi inni, en er engu að síður algjörlega óbundin. Landsbanki íslands Banki allra landsmanna

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.