Tíminn - 14.05.1988, Blaðsíða 12

Tíminn - 14.05.1988, Blaðsíða 12
24 Tíminn Laugardagur 14. maí 1988 Síðumúla 33 símar 681722 og 38125 BOÐA RAFGIRÐINGAR Til afgreiðslu strax - Mikið úrval Hafiö samband viö sölumenn okkar Örugglega, því að Björn bóndi kaupir aðeins það besta og það ódýrasta Boða rafgirðingar — lang ódýrastar FLATAHRAUNI 29 220 HAFNARFIRÐI. S-91. 651800 Ath. breytt helmillsfang Búvélar frá Boða - Boði hf. - Betri þjónusta III REYKJÞNlKURBORG »■« ,ir Acut&vi stödui Þjónustuíbúðir aldraðra, Dalbraut 27 Okkurvantarsumarafleysingafólk í eftirtalin störf: RÆSTING: Vinnutími 13-17. 50% starf. Þrif á sameign. HEIMILISHJÁLP: Létt þrif á íbúðum aldraðra. VAKT: Aðhlynning og fleira. ELDHÚS: Vinnutími 8-14 og aðra hvora helgi. Upplýsingar í síma 685377 frá kl. 10-14 alla virka daga. Útboð Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í eftirtalin verk: Klæðningar á Norðurlandi vestra 1988. Lengd 25 km, magn 150.000 m2. Styrking Norðurlandsvegar í Skagafirði 1988. Lengd 12 km, magn 22.000 m3. Styrking og malarslitlögn í Vestur-Húnavatns- sýslu 1988. Lengd 12 km, magn 12.000 m3. Efnisvinnsla á Norðurlandi vestra 1988. Magn 35.000 m3. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins á Sauðárkróki og í Reykjavík (aðalgjaldkera frá og með 16. þ.m. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14:00 þann 30. mai 1988. Vegamálastjóri MINNING Kristín Hjálmsdóttir húsmóðir Kornsá, Vatnsdal Örfá kveðjuorð Fædd 5. október 1925 Dáin 4. maí 1988 í>á fyrst skiljum við dauðann þegar hann leggur hönd sína á einhvern sem við unnum segir gamalt spak- mæli. Erfiðri, en hetjulegri baráttu er lokið með sigri mannsins með Ijáinn. Þegar ég sest niður til að hripa nokkur fátækleg orð eftir kæra mágkonu fer ekki hjá því að minninganna töfratunga tali málið sitt. Kristín var fædd að Hofstöðum í Stafholtstungum Mýrasýslu, dóttir hjónanna Hjálms Þorsteinssonar og Steinunnar Guðmundsdóttur, og var hún næst elst sjö systkina. Þar ólst hún upp til ársins 1945 er foreldrar hennar brugðu búi og fluttust til Reykjavíkur. Þau áttu þá við van- heilsu að stríða og létust bæði skömmu síðar með stuttu millibili. Það kom þá að mestu í hlut Kristín- ar, sem var elsta systirin, þá rúmlega tvítug, að framfylgja hinstu ósk föðurins að halda saman heimilinu og sundra ekki systkinahópnum. Þegar systkinin voru öll komin á legg réðist Kristín sem kaupakona að Sunnuhh'ð í Vatnsdal með Hjálm Steinar son sinn frumvaxta, sem hún hafði eignast með Flosa Sigurbjörns- syni kennara. Þar kynntist hún verð- andi eiginmanni sínum, Gesti Guðmundssyni, sannkölluðu val- menni, sem reyndist Hjálmi Steinari syni hennar sem besti faðir. Þau bjuggu í Sunnuhlíð til ársins 1962, en festu þá kaup á jörðinni Kornsá í sömu sveit og bjuggu þar æ síðan. Kristín og Gestur eignuðust sam- an þrjú börn: Guðrúnu, sem búsett er á Akureyri, Birgi, sem býr á Kornsá og Gunnhildi, nema í Reykjavík. Barnabörnin eru orðin sjö, sannkallaðir augasteinar afa og ömmu. Kristín skilaði um ævina miklu dagsverki. Hún var ein af hetjum hversdagslífsins. Að foreldrum hennar gengnum var að mestu varp- að á hennar ungu herðar ábyrgð á enn yngri systkinum. Hún komst með miklum sóma í gegnum yfir- gengiiegan vinnudag sveitahúsmóð- urinnar á mannmörgu heimili, þar sem höfðingsskapur og gestrisni voru í fyrirrúmi, og ekki spurt um klukku að loknum vinnudegi. Nú þegar leiðir skilja um sinn, er mér efst í huga þakklæti í garð Kristínar fyrir löng og ánægjuleg kynni, og ekki síst að hún reyndist börnum mínum ungum eins og besta móðir er þau voru hjá henni mörg ár í sumardvöl. Ég votta eiginmanni hennar, börnum, tengdabörnum og öðrum ættingjum mína dýpstu samúð og bið þeim Guðs blessunar, í fullri vissu þess, að hinir dánu eru ekki horfnir að fullu, þeir eru aðeins komnir á undan. Óskar Einarsson Nóttlaus voraldar veröld, þar sem víðsýnið skín. Svo kvað skáldið um vorið þann tíma ársins, sem allir binda stærstu vonir sínar við. Nýtt líf kviknar bæði í gróðri jarðar og dýraríkinu. Farfuglarnir koma. Mennirnir fyllast fögnuði, vonum og þrám, sem hrinda burt kulda og kvíða vetrarins. Maímánuður er sá tími ársins, er býður upp á þetta allt, sem verður svo fagurt og heillandi í sól, logni og kyrrð að mannssálin gleymir veru- leikanum og heldur að skuggi og sorg sé víðs fjarri. En þetta getur brugðist eins og allt annað. Fyrir því varð Kornsárheim- ilið er Kristín Hjálmsdóttir mágkona mín lést þann 4. maí s.l. Kristín og Gestur giftu sig í Sunnuhlíð árið 1954. Þau bjuggu þar í nokkur ár eða þar til þau keyptu 7/io hluta Kornsár, sem er ein af bestu og fallegustu jörðum í Vatnsdal. Kornsá byggðu þau upp. Fyrst peningshús og síðan vandað tveggja íbúða einbýlishús, en Birgir sonur þeirra og Þórunn kona hans eiga stærri íbúðina. Þau hafa búið þar stækkandi búi síðustu árin, en Kristín og Gestur drógu saman seglin. Heimili þeirra Kristínar og Gests var hlýtt og vinalegt. Kristín tók fjölmörgum gestum sínum opnum örmum, var ræðin og skemmtileg, hafði sínar skoðanir á mönnum og málefnum og naut samræðna. Þarna vai gott að koma og finna að þau nutu ævistarfsins í hlýjum ranni. Kristín kom til Reykjavíkur til rannsókna í vetur. Engum datt þá í hug, að hún ætti svo skammt eftir ólifað. En sláttumaðurinn með ljá- inn var á ferð. Það vissi Kristín og tók því eins og hetja. Hún þráði að komast norður þótt helsjúk væri. „Ég vil sjá karlinn minn og börnin,“ sagði hún og átti þá ekki síst við börn Þórunnar og Birgis sem voru sólar- geislar á heimili hennar. „Já og sauðburðurinn, ég veit ekki hvort ég er fær um að aðstoða þá feðga mikið við hann núna. En ég get þó alltaf hitað kaffi og fylgst með lömbunum út um gluggann." Þannig var hugurinn bundinn lífi og starfi fram til hinstu stundar. Þegar ég kvaddi Kristínu mág- konu mína í síðasta sinn sagði hún. „Ég ætla að reyna að fara eftir ráðleggingum konunnar að norðan, en hún er líka sjúk. Hún kvaddi mig með þeim orðum að við skyldum báðar brosa á meðan við gætum.“ Þannig var Kristín. Hún tók því sem að höndum bar með stillingu og ró, rétti öðrum hjálparhönd og studdi þann veika. Ég minnist þess ætíð hve hún var móður minni aldraðri nákvæm og hlý og gladdi hana oft á margan þann hátt, sem gerði henni lífið léttara. Fyrir það á hún alúðarþakkir okkar systkinanna frá Sunnuhlíð. Þá þökk- um við hjónin Kristínu fyrir Mar- gréti elstu dóttur okkar, sem var nokkur sumur hjá þeim Gesti í Sunnuhlíð. Margrét minnist Kristín- ar frá þeim tíma og ætíð síðan með mikilli hlýju. Með Kristínu Hjálms- dóttur er gengin góð og mæt kona. Guð hlessi minningu hennar. Guðlaugur Guðmundsson Mig langar til að minnast móður- systur minnar, Kristínar Hjálms- dóttur, sem andaðist 4. maí síðast- liðinn með nokkrum orðum. Stína frænka, eins og við systkinin kölluð- um hana alltaf, var í mínum huga svolítið sérstök frænka. Á hverju vori í átta ár byrjaði tilhlökkunin að komast í sveitina til Stínu frænku og Gests í Vatnsdalinn, fyrst í Sunnu- hlíð og síðan að Kornsá. Þessi tilfinning náði hámarki eftir síðasta próf á vorin og daginn eftir var lagt af stað í sveitina, burstaklipptur strákur á nýjum gúmmískóm. Á haustin var haldið heim daginn fyrir fyrsta skóladag og stundum þurfti að fá frí í nokkra daga. Á þessum árum, frá 6 ára aldri til 14 ára, mótast unglingurinn og þroskast, þá er gott að eiga góða að. f sveitinni var maður fyrst og fremst til að hjálpa til og síðan eftir því sem árin liðu til að vinna sem fullgildur kaupamaður. Alltaf var ég þó tekinn eins og eitt af börnum þeirra hjóna. Ég var skammaður og hirtur þegar ég átti það skilið og hrósað og huggaður þegar þess þurfti með. f sveitinni lærði maður að vinna og borða það sem á borð var borið og þótti sjálfsagt. Sumrin liðu við vinnu og leiki og voru alltof fljót að líða. Stína frænka var harðdugleg kona og hlífði sér aldrei og ætlaðist til þess sama af þeim sem í kringum hana voru. Alltaf var þó hægt að leita til hennar með sorgir sínar og vanda- mál og fá góð ráð. í sveitinni var alltaf gestkvæmt og glatt á hjalla. Gamla kaupafólkið var alltaf að líta við og systkini þeirra hjóna komu oft og dvöldu gjarnan í nokkra daga. Þá sat maður og hlustaði á fullorðna fólkið og var spurður álits og fékk að taka þátt í umræðunum og þótti töluvert til sín á slíkum stundum. Einhvern veginn fékk maður það á tilfinninguna að maður skipti einhverju máli, var eitthvað meira en bara lítill strákur. Þannig var sveitavistin hjá Stínu frænku og Gesti. Á eftir mér fylgdu síðan öll fjögur systkini mín næstu tólf sumrin. Síðan tvær eldri dætur mínar, hvor sitt sumarið. Öll eigum við góðar minningar frá sveitaverunni, sem við erum þakklát fyrir að fá að geyma með okkur. Eftir að sveitaverunni lauk var ég og mfn fjölskylda ævinlega velkomin að Kornsá. Þá var setið og spjallað og gamlir tímar rifjaðir upp. Því miður var það ekki nógu oft sem leið okkar lá þangað. Síðustu árin barðist Stína frænka hetjulegri baráttu við sjúkdóminn sem að lokum lagði hana að velli og bar þjáningar sínar í hljóði. Við hittumst síðast á fermingardegi son- ar míns fyrir rúmum mánuði síðan. Ekki var þá hægt að sjá það á henni að svo skammt væri eftir. Hún var létt í lund að vanda og gerði að gamni sínu þrátt fyrir að hún hefði ekki treyst sér til að koma til okkar. Þannig mun ég og mín fjölskylda ávallt minnast hennar. Ég vil þakka fyrir allt það sem Stína frænka veitti mér og ég mun ávallt búa að. Eftirlifandi manni hennar, Gesti Guðmundssyni, börn- um og barnabörnum votta ég mína dýpstu samúð og bið þess að hún fái að hvíla í friði. t Ástkær eigimaður minn, faðir okkar, sonur og bróðir Daði Eysteinn Jónsson Marbakkabraut 22 Kópavogi verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju mánudaginn 16. maí kl. 15.00. Bára M. Eiríksdóttir María Björk Daðadóttir Elísabet Hjálmarsdóttir Kristrún Lilja Daðadóttir Elísa Jónsdóttir Atli Már Daðason Guðmundur G. Jónsson MaríaH. Jónsdóttir Guðmundur H. Jónsdóttir Hjálmur Sigurðsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.