Tíminn - 14.05.1988, Blaðsíða 14

Tíminn - 14.05.1988, Blaðsíða 14
26 Tíminn Laugardagur 14. maí 1988 I lúsnæðisstofnun rikisins TÆKNIDEILD Simi 696900 Einar Einarsson Utboó Höfðahreppur (Skagaströnd) Hreppsnefnd Höföahrepps, óskar eftirtilboöum í bygg- ingu parhúss, byggöu úr steinsteypu. Verknr. U. 18.01. úr teikningasafni tæknideildar Húsnæðisstofnunar ríkisins. Brúttóflatarmál húss 212 m2 Brúttórúmmál húss 717 m3 Húsiö verður byggt viö götuna Skagavegur 10-12, Skagaströnd og skal skila fullfrágengnu, sbr. útboös- gögn. Afhending útboðsgagna er á sveitarstjórnarskrifstofu Höfðahrepps, Túnbraut 1-3, 545 Skagaströnd, og hjá tæknideild Húsnæðisstofnunar ríkisins frá mánudegin- um 16. maí 1988 gegn kr. 5000,- skilatryggingu. Tilboðum skal skila á sömu staöi eigi síöar en þriöjudaginn 31. maí 1988 kl. 11:00 og veröa þau opnuð að viðstöddum bjóðendum. f.h. hreppsnefnd Höfðahrepps tæknideild Húsnæðisstofnunar ríkisins o^Húsnæðisstofnun ríkisins Tæknimaður óskast Iðnaðarráðuneytið óskar að ráða mann með staðgóða tæknimenntun (tæknifræði/verkfræði). - Um er að ræða fjölbreytileg störf varðandi vernd eignarréttinda á sviði iðnaðar (einkaleyfi, iðnhönn- un o.þ.h.). - Gert er ráð fyrir að viðkomandi hljóti starfsþjálfun við erlendar stofnanir eftir umsaminn reynslutíma. - Samskipti við einstaklinga og fyrirtæki sem vinna að nýjungum í atvinnuiífi og þjónustuaðila þeirra yrðu ríkur þáttur í starfinu. Tengsl við einkaleyfastofnanir erlendis koma einnig við sögu. - Viðkomandi þarf að hafa gott vald á íslensku máli, norðurlandamálunum og ensku. Undirstöðukunnátta í tölvuvinnslu er nauð- synleg. - Gert er ráð fyrir að starfið hefjist 1. september n.k. - Laun samkv. launakerfi ríkisins. - Upplýsingar eru veittar í iðnaðarráðuneytinu (ekki í síma) Arnarhvoli (3. hæð) milli kl. 8 og 16 næstu daga. Iðnaðarráðuneytið Grillkolaframleiðsla Af sérstökum ástæðum eru til sölu vélar til grillkolaframleiðslu (eða annars) á góðum kjörum. Aðalvélar eru: Töfluvals (43000 töflur á klst.) blöndunarvél, þurrkofn, pökkunarvélar, lyftari (3,2 tonn) o.fl. Verð alls kr. 1500 þúsund. Upplýsingar hjá Viðskiptaþjónustunni s. 689299. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi Svavar Jóhannsson fyrrverandi útibússtjóri Samvinnubankans á Patreksfirði Víðihvammi 7, Kópavogi sem lést í Borgarspítalanum 6. maí sl. verður jarðsettur frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 17. maí kl. 15.00 Þeim sem vildu minnast hans er bent á Krabbameinsfélag íslands. Hulda Pétursdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. Egilsstööum Fæddur 10. desember 1896 Dáinn 8. maí 1988 Við lát Einars Einarssonar á Egils- stöðum féll frá síðasta barn af níu börnum Einars Sölvasonar frá Vík- ingsstöðum í Vallahreppi í Suður- Múlasýslu. Það fyrsta þeirra, Ingibjörg Ragn- heiður, var barn fyrri konu hans, sem bar sama nafn. Hún lest 3. september 1952. Einar Sölvason hóf sinn fyrsta sjálfstæða búskap með síðari konu sinni, Bergljótu Guðlaugu Einars- dóttur, að Ósi í Hjaltastaðaþinghá árið 1893. Þau eignuðust átta börn. Þau voru: Sigríður, fædd 24. nóv- ember 1889, Margrét, fædd 25. nóv- ember 1891, Sölvu, fæddur 26. júlí 1894, dáinn 29. mars 1901, Einar, fæddur 10. desember 1896, Vigfús, fæddur 24. september 1900, Hall- dóra Margrét, fædd 22. nóvember 1901, Sólveig, fædd 22. nóvember 1901, dáin 12. desember 1902 og Sólveig, fædd 29. ágúst 1905. Sú yngsta, móðir þess, er þetta ritar, lést í Reykjavík í maí 1976. Eins og fram kemur, létust tvö barnanna í æsku, en hin sjö öðluðust það hlutskipti að fá að lifa og starfa í blóma lífs síns, hvert á sínum vettvangi, og þar með mestu þjóðfé- lagsbyltingu í sögu landsins. Systkinin öll, að móður okkar undantekinni, lifðu lífi sínu að mestu og kvöddu það í austfirsku, átthög- um, ýmist á Héraði eða niður á fjóróum, og eiga þar sína hvílu. Við lát Einars móðurbróður okkar rifjast upp margar minningar. Þær fyrstu eru frá æskuheimilinu á Akur- eyrarbrekku. Það gleymist okkur seint, þegar eitthvert frændsystkin- anna að austan, Einar, Vigfús og systurnar Margrét og Halldóra, komu í heimsókn. Sigríðu fluttist norður síðar og varð búföst á Akur- eyri eftir langa dvöl á Seyðisfirði. Öll báru þau sama viðmótið og lýstu sömu skaphöfninni, gjafmildi, fórn- fýsi og hjartagæsku, með þeirri ein- lægni andans, sem stækkar þá, sem slíkt bera. Ætíð síðan þá fengu aust- firsku heitin gæskur og gæska sér- stakan sess í huga lítt mótaðra akureyskra barna og unglinga og eru þar enn í fullu gildi. Verða þau ef til vill enn hlýrri með árunum og um leið hluti af ljúfri sögu æskuáranna. Margar breytingar hafa orðið með þjóð og í heimi síðan Einar Einars- son fæddist austur í Hjaltastaðaþing- há árið 1896. Ég hygg þó, að þau skapgerðareinkenni, sem áreiðan- lega mótuðu hann í æsku eftir síðari kynnum og frásögnum að dæma, hafi lítið breyst á löngum ferli. Þeirra gætti skýrt frá fyrstu Akureyr- arárunum, við endurnýjuð kynni á átthögum hans og þegar leiðir lágu suður til Reykjavíkur á síðara æviskeið. Einar var maður, sem beinlíns geislaði af góðleika og í öllum skipt- um við samferðamennina var hann miklu fremur veitandi en þiggjandi. Sú skaphöfn, sem mótaðist að Ósi, var hlý og gjöful, hvort sem var í heimsóknunum austur eða nýjum kynnum í öðru umhverfi hér syðra. Einar var aldrei allra, en vinum sínum var hann trölltryggur uns yfir lauk. Margt af því er persónubundið og verður ekki rakið hér, en ég veit, að þeir sem báru gæfu til að eignast vináttu hans, þekkja þá tryggð af eigin raun. Hún var byggð á bjargi jafn sterku og hin fögru Dyrfjöll, sem gnæfa til himins skammt frá æskuheimili hans að Ósi. í dag, þegar Einar er borinn til jarðneskrar hvílu sinnar við Egilsstaða ásinn, andar hlýju frá þeim mörgu, sem nutu þessara kynna við hann á langri og farsælli ævi. Þegar hugurinn reikar til Akureyr- aráranna er ofarlega í huga, að Einar og frændur hans nutu þess að ferðast vítt um íslenska náttúru. Það glampaði oft á stolt og opin augu okkar norðankrakkanna, þegar okk- ur veittist sú ánægja að kynnast austfirskum sveitum og sjá með eigin augum lönd forfeðranna í fylgd með frændliði. Undantekningarlítið var Einar þar fremstur í flokki. Það var ógleymanlegt, þegar U-bílarnir komu óvænt af Möðrudalsöræfum og áttu dvöl að sumarlagi á Norður- landi. Ef til vill sköpuðu þessi tengsl einhverja óviðráðanlega hvöt til þess að kynnast íslenskri náttúru og til þess að nema það óþekkta á þeim árum, þegar landamærin að vestan voru á Vatnsskarði og að austan við Strandamenn, Súð- víkingar og aðrir Vestfirðingar Héraðsskólinn á Reykjanesi við ísafjarðardjúp skólaárið 1988 til 1989 vill benda á að námsfram- boð við skólann er í 7., 8. og 9. bekk, sem verður væntanlega með valgrein í fiskeldi. Mjög góð aðstaða til náms og dvalar. í skólanum er 50 m sundlaug, þreksalur, íþróttasalur, fjölbreytt félags- líf. Þeir sem áhuga hafa sendið skriflega umsókn til Héraðsskólans á Reykjanesi, 401 ísafjörður. Skólastjóri Útboð Norðfjarðarvegur, Eskifjörður - Beljandi ''//V/Æ w Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í ofangreint ' verk. Lengd vegarkafla 2,46 km, burðarlag 20.000 m3, skeringar 87.000 m3 og fyllingar 99.000 m3. Verki skal að fullu lokið 1. ágúst 1989. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins á Reyðarfirði og í Reykjavík (aðalgjaldkera) frá og með 16. þ.m. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14:00 þann 30. maí 1988. Vegamálastjöri Lagarfljót. Allt á uppruna sinn ein- hvers staðar og áreiðanlega er ein rótin þarna. Einar heitinn var ætíð bundinn átthögunum órofaböndum þó að lífssýn hans næði langt út fyrir þá. Það var algengt, að hann lagði land undir fót oft fyrirvara- og orðalaust. Þá var haldið á vit náttúru upp á öræfi Austurlands, á hreindýra- og veiðislóðir. Eitt sinn var farið á Grænlandsgrund í hópi glaðra Aust- firðinga og var margs að minnst úr þeirri för. Eins og títt mun vera um ýmsa sterka stofna af Vefarakyni var engu líkara en allt færi vel í höndum Einars, enda var mikið til hans leitað. Þrátt fyrir handsnilld völ- undarins á Egilsstöðum voru það þó aðrir eiginleikar, sem enn frekar settu mark sitt á þennan gæskuríka mann. Ríkustu þættirnir voru hógværð, góðvild, fórnfýsi og um- hyggja fyrir öðrum. Þessum eigin- leikum deildi hann ekki síst með yngri kynslóðinni, sem hann fylgdist vel með, þó að úr fjarlægð væri og átti hann hug hennar allan þó að samskiptin væru takmörkuð vegna annarrar búsetu. Þau frændsystkin- in, er bjuggu syðra og nyrðra, dáðu mjög hinn síglaða, bjarta frænda sinn að austan. Þetta fágæta andlega og líkamlega atgervi, er hér hefur verið reynt að lýsa, hefur áreiðanlega reynst vel, þegar stór hluti hinna austfirsku niðja Einars Sölvasonar gerðust einskonar landnámsmenn í Egils- staðalandi og mynduðu vísinn að þeirri myndarlegu byggð, sem nú er risin. En lífið var ekki alltaf þrautalaust hjá hinum austfirska frændgarði. Á þrettándanum 1963 barst sú harma- fregn, að alvarlegt bifreiðaslys varð á Fagradal. Þar létu lífið systkinin Halldóra og Vigfús, en Einar komst af í hinni miklu raun. Er vafasamt, að Einar hafi nokkru sinni raunveru- lega nað fyrri styrk eftir þennan válega atburð. Hann bar harm sinn í hljóði og fleiri sorgaratburði sem síðar urðu. Þegar saga Egilsstaða verður skráð, verður rakinn þáttur afkom- enda bóndans frá Víkingsstöðum. Ætt hans hefur verið myndarlega rakin í nýlegri ættarskrá rituð af Bjarna Vilhjálmssyni fyrir forgöngu nýlátinnar náfrænku, Rögnu Jóns- dóttur, kennara. Það hlýtur að hafa þurft mikinn kjark til á þessum árum að bregða búi og efna til landnáms á nýjum slóðum. Þeir höfðu þann kjark, er til þurfti, og þess er minnst í dag, þegar einn frumbýlinganna er lagður til hinstu hvílu. Bjarni Vil- hjálmsson lýkur ættarskrá sinni með þessum orðum: „Ég held, að það verði ekki talið ofmælt eftir saman- tekt þessa, að það séu traustir ætt- stofnar, sem standa að Einari Sölva- syni frá Víkingsstöðum og báðum konum hans“. Minnisstætt er eitt atvik frá síðari árum, sem þakka skal fyrir. Vorið 1985 var alvörustund í lífi fjölskyldunnar. Frændur og vinir komu saman til að kveðja, þakka og styðja. Án þess að gera boð á undan sér var Einar Einarsson, rétt við nírætt, kominn í Bústaðakirkju til að eiga hlutdeild í þessari stundu. Þessu gleymum við aldrei sem nutum og erum eilíflega þakklát fyrir. Nú, þegar birtir af vori í Skriðdal og við Ós, er síðasti meiðurinn af sterkum stofni kvaddur með virð- ingu og þökk. Lífi, sem mótað var af fágætri hógværð og lítillæti, er lokið. Sterkast lýsir þó hugarþelið og innri mildi, sem svo ríkulega miðlaði þeim, er fengu að njóta. Þegar enn birtir yfir austfirskum byggðum á þessu vori, lýsir þetta þel og verður þeim ógleyman'egt, sem nutu. Blessuð sé minning systkinanna níu, sem nú eru öll horfin yfir það fljót, er skilur. Blessuð sé minning Einars Einars- sonar, sem í dag sameinast þeirri mold er ól hann. Heimir Hannesson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.