Tíminn - 14.05.1988, Blaðsíða 11
Laugardagur 14. maí 1988
Tíminn 23
FRÉTTAYFIRUT
JERÚSALEM - Israelsk
óeirðalögregla skaut gúmmí-
kúlum að hópum Palestínu-
manna sem köstuöu að henni
grjóti eftir að þrettán þúsund
múslímar höfðu beðist þar
fyrir, síðasta föstudag hins
heilaga mánaðar Ramadan.
PARIS - Forsætisráðherra
Frakklands, Michel Rocard,
lauk stjórnarmyndun sinni með
því að skipa blökkumann, fyrr-
um íþróttamann og fyrrum bylt-
ingarmann í stjórnina. Gert er
ráð fyrir að stjórn Rocards
verði ekki langlíf og að Rocard
boði bráðlega til kosninga.
Reyndar hefur Rocard látið
hafa eftir sér að hann vilji
kosningar, en Mitterrand for-
seti er að íhuga það mál.
MOSKVA - Kim Philby,
njósnarinn frægi, var borinn til
grafar í Moskvu með viðhöfn
sem tíðkast við jarðarfarir hátt-
settra hermanna.
AUSTUR-BERLÍN
Utanríkisráherra Sovétríkj-
anna, Euduard Shevardnadse,
hélt stuttan fund með utanríkis-
ráðherrum Varsjárbandalags-
ins um viðræður sínar við
Shultz. Það vekur athygli að
rúmenski ráðherrann mætti
ekki á fundinn. I Brussel hélt
Shultz utanríkisráðherra
Bandarikjanna samskonar
fund með ráðherrum Natoríkja.
KABUL - Sovéskir hermenn
á skriðdrekum og vopnuðum
flutningabílum voru áberandi á
götum Kabúl í gær, en þeireru
að undirbúa brottför sína frá
Afganistan. Brottflutningarnir
hefjast á morgun og er talið að
skæruliðar muni reyna að gera
árásir á sovésku hermennina.
BRAZZEVILLE - Utanrík-
isráðherra Suður-Afríku, Pik
Botha, hélt stuttan fund með
utanríkisráðherra Angólu á
Brazzeville. Eftirfundinn sagði
■ hann að „þeir Afríkumenn"
hafi það sameiginlega mark-
mið að binda enda á stríðið í
Angólu sem staðið hefur í
þrettán ár.
_ NIKOSÍA - Fjöldi írana
; safnaðist saman og hróþaði
„dauði yfir lsrael“ og þrenndu
brúður sem tákna áttu Reagan
forseta til að sýna samstöðu
sína viö baráttu Palestínu-
manna.
MEXÍKÓBORG - Sjö lét-
ust og fimmtíu og fimm særð-
ust þegar bygging hrundi til
grunna í miðborg Mexíkóborg-
ar.
ÚTLÖND
ÞEIR ÆFA LÍKA
FYRIR SEOUL
Það eru ekki eingöngu íþróttamennirnir sem æfa af kappi
fyrir Ólympíuleikana í Seoul sem fram fara í haust. Nú eru
sérstakar öryggissveitir Ólympíuleikanna, sem gæta eiga
öryggis íþróttamannanna jafnt sem áhorfenda, í ströngum
æfingabúðum og sérhæfa sig í að takast á við hryðjuverka-
menn sem kynnu að vilja varpa skugga á leikana með
voðaverkum.
Alls munu um 120 þúsund manns
sjá um öryggisgæslu í Seoul á meðan
leikarnir fara fram. Af þeim eru um
tíu þúsund manns, bæði úr lögreglu
og her, sem verða í viðbragðsstöðu
ef til átaka kemur. Þar af eru 150
menn úr lögreglunni í Seoul sem
skipa sérstaka víkingasveit og hafa
fengið sérþjálfun í að takast á við
hvers konar hryðjuverkamenn.
Þessi víkingasveit gengur nú í
gegnum sérþjálfun sem menn hafa
lýst sem djöfullegri, svo ströng er
hún. Er talið að þessi hópur sé
orðinn besta víkingasveit í heimi og
enn eiga þessir lögreglumenn eftir
að ganga í gegnum harða sérþjálfun.
Sérstök 160 manna kvennasveit
hefur nú lokið þjálfun sinni og er
henni ætlað að vernda íþróttakon-
urnar á Ólympíuleikunum ef hryðj-
uverkamenn láta til skarar skríða.
Vopnabúnaður hinna fjölmennu
öryggissveita Ólympíuleikanna er
ekki lítill. Alls munu um 117 þúsund
vopn af 130 gerðum vera í vopnabúri
sveitanna. Meðal þeirra má nefna
sérstakar byssur sem skjóta ljós- og
hvellsprengjum sem eru þeim eigin-
leikum gættar að menn missa með-
vitund ef þær springa í námunda við
þá, en drepa ekki.
Það er ekki að ósekju sem þetta
mikill viðbúnaður er viðhafður. Enn
er í fersku minni harmleikurinn í
Múnchen árið 1972 þegar hryðj-
uverkamenn tóku nokkra ísraelska
íþróttamenn í gíslingu og drápu tvo
þeirra. Þá eru fjendurnir í norðri,
Norður-Kórea, ekki par hrifnir af
því að Suður-Kórea haldi Ólympíu-
leikana. Vitað er að Norður-Kóreu-
menn hafa stutt við bakið á hryðj-
uverkamönnum víða um heim og
vilja stjórnvöld í Suður-Kóreu hafa
vaðið fyrir neðan sig, ef það dytti í
frændur þeirra fyrir norðan að vilja
eyðileggja leikjahaldið með hryðj-
uverkum.
Turnar Gullna hofsins í Amritsar.
Þýskar stúlkur:
Meydómurinn
fýkur fyrir
allar aldir
Þrátt fyrir eyðniótta og nokk-
urt fráhvarf frá kynlífsbylting-
unni, þá er það ekki í tísku hjá
þýskum stúlkum að halda fast í
meydóm sinn. Þvert á móti virðist
meydómurinn fjúka fyrir allar
aldir og er um helmingur sextán
ára þýskra stúlkna búinn að glata
sakleysi sínu.
Þetta kemur fram í skoðanak-
önnun sem þýska tímaritið
„Bravo girl“ lét gera meðal átt-
aþúsund stúlkna á aldrinum fjórt-
án til tuttugu ára. í könnuninni
kom fram að fjórða hver þýsk
stúlka hefur misst meydóminn
fyrir fimmtán ára afmælið sitt og
að einungis tíunda hver stúlka
hefur staðið fast á meydóm sínum
til tvítugs.
Enn
átök við
Gullna
hofið
Sérsveitir indversku lögreglunnar
gerðu árás á Gullna hofið í Amritsar
í gær og tóku tvær byggingar her-
skildi, en flokkur shíka sem vilja
sjálfstæði Punjab héraðs, hefur haft
hofið á valdi sínu frá því á mánudag.
Skotbardagar hafa verið við og
við á milli indverskrar lögreglu og
shíkanna undanfarna daga og hafa
að minnsta kosti tuttugu og fimm
manns fallið. Talið erað um hundrað
manns séu í hofinu og segjast shík-
arnir ætla að verja það til síðasta
blóðdropa.
Önnur byggingin sem lögreglan
náði á vald sitt í gær er eldhús
hofsins, en þaðan hafa shíkarnir
fengið mat undanfarna daga.
Þrjúþúsund og fimmhundruð
vopnaðir lögreglumenn, þar af
fimmhundruð sérþjálfaðir víkinga-
sveitarmenn, umkringja nú Gullna
hofið og bíða átekta. Slitnað hafði
upp úr samningaviðræðum við shík-
ana strax á þriðjudag og virðist því
allt stefna í enn blóðugri átök.
Árið 1984 urðu einmitt blóðug
átök milli indverska hersins og að-
skilnaðarsinnaðra shíka í heilagasts
hluta Gullna hofsins.
Það eru ekki aðeins íþróttamenn sem nú æfa af kappi fyrir Ólympíuleikana
í Seoul. Öryggissveitir ganga nú í gegnum stranga þjálfun og má hér sjá
víkingasveitarmenn við æfingar á Ólympíuleikvanginum.
Suöur-Afríka:
Barnungur
ökuþór stakk
lögguna af
Margur er knár þó hann sé smár.
Að þessu komst lögreglan í Suður-
Afríku í gær þegar ungur bílþjófur
stakk Iögreglubíla af á 150 kíló-
metra hraða eftir klukkustundar
eitingarleik. Það var varla að þjóf-
urinn næði upp fyrir mælaborðið
og fullyrðir lögreglan að ökuþórinn
hafi verið einhvers staðar á aldrin-
um sjö til níu ára.
„Hann var svo lítill að það var
eins og höfuðlaus manneskja væri
að aka bílnum,“ sagði talsmaður
lögreglunnar. Ökumaðurinn ungi
tróð bunka af jökkum undir óæðri
endann til að sjá veginn fyrir
framan sig.
Lögreglan missti af bílnum, sem
er af Ford Granada gerð, þegar
eltingarleikurinn færðist í áttina að
blökkumannahverfunum í Soweto.