Tíminn - 14.05.1988, Blaðsíða 4

Tíminn - 14.05.1988, Blaðsíða 4
4 Tíminn Laugardagur 14. maí 1988 Innflutningur helstu neysluvara hlutfallslega tvöfalt meiri hjá okkur en Dönum: Við eyddum 330°/« meiri gjaldeyri en Danir „Danmörk gæti jafnað greiðslu- hallann við útlönd, ef við bara hættum að kaupa þær tíu tegundir neysluvara sem þyngst vega í inn- flutningi okkar", segir nýlega f Berlingske. Þar var verið að fjalla um 20 milljarða danskra króna halla á greiðslujöfnuði Dana við útlönd árið 1987. í hlutfalli við íbúafjölda mundi það svara til um 5,5 milliarða íkr. greiðsluhalla hjá okkur. íslendingarbera siggjarnan saman við hin Norðurlöndin á ýmsum sviðum og því kannski forvitnilegt að skoða samanburð á gjaldeyriseyðslu þessara tveggja þjóða til innflutnings þeirra 10 neysluvara sem efstir eru á lista hjá Dönum. í ljós kemur að hver íslendingur eyðir nær tvöfalt meiri gjaldeyri í þennan innflutning en hver Dani. í sumum tilfelum liggur skýringin kannski í því að um er að ræða vörur sem einnig eru framleiddar í Dan- mörku. f bílainnflutningnum eru þjóðimar þó á sama báti - flytja báðar inn alla sína bíla. Og þar slá íslending- ar meira en fjórfalt danskt met, þ.e. með nær 25 þús. íkr. á hvert mannsb- am í bílainnflutning borið saman við tæplega 6 þús. íkr. á hvem Dana. Hjá Dönum vom bílamir m.a.s. ekki efst á gjaldeyriseyðslulistanum eins og hjá okkur, heldur fatnaður. í innflutning á fatnaði fóm um 6,5 milljarðar dkr.(7.300 íkr. á hvem Dana). Fatainnflutningur fslendinga var hlutfallslega nær tvöfalt meiri (13.200 kr. á mann), eða rúmlega 3,2 milljarðar ísl. kr. Innflutningur á fiski og skelfiski kom síðan í 2. sæti hjá Dönum, samtals fyrir 5,7 milljarða dkr., eða 6.400 íkr. á mann þar í landi. Þar var okkar hlutur að vonum fremur lítill. í>ó fluttum við inn fisk fyrir 211 millj. kr. eða 900 kr. á mann. Bíllinn kom svo loks í 3. sæti hjá Dönum með 5,2 milljarða dkr., sem svarar til um 5.800 íkr. á hvem Dana. Til íslands vom hins vegar fluttir inn bílar fyrir rúmlega 6,1 milljarð ísl. króna, eða um 24.900 kr. að meðaltali á mann. Það er vel yfir fjómm sinnum meira en hjá meðal Danan- um. Þær vömr sem komu í 4. til 10. sæti á danska listanum vom fyrir miklu lægri upphæðir en að framan greinir hjá báðum þjóðunum. Þar var um að ræða: 4. Sónvarps, útvarps og hljómtæki. 5. Skófatnaður. 6. Áfengi. 7. Ávextir. 8. Kaffi. 9. Grænmeti. 10. Rafmagnsheimilistæki. f alla þessa hluti eyddi hver fslend- ingur um frá 25% og upp í 80% meiri erlendum gjaldeyri heldur en hver Dani. Til innflutninga allra þessara 10 vömliða fóm sem svarar 54.200 kr. í erlendum gjaldeyri á hvem íslending, en 31.100 kr. í erlendum gjaldeyri á hvem Dana, og aðeins 24.700 kr. ef fiskinnflutningur þeirra væri dreginn frá. Þess má geta, að 1.770 millj. kr. innflutningur á húsgögnum (um 7.200 kr. á mann) lenti líklega í 3. sæti íslenska innflutningslistans. Húsgögn komast hins vegar ekki á „topp 10“ listann hjá Dönum - sem þýðir að hann heftir a.m.k. verið undir 1.000 ísl. kr. á mann þar f landi. Þá gat Berlingske þess í framhjáh- laupi að öfugt við það sem margir ætluðu kæmist tóbakið heldur ekki á listann. Þrátt fyrir að Danir brenni upp („sætter ild til“) 10,8 milljörðum dkr. árlega (12.100 íkr. á mann), næmi innflutningur á tóbaki og tóbak- svömm aðeins um 700 millj. dkr. á árinu 1987 (sem er hlutfallslega um helmingi rninna en hjá okkur miðað við fólksfjölda). Þessi 10 milljarða dkr. munur, á innflutnings og smásöluverði, hafi rokið nánast beint í (danska) ríkis- kassann í formi ýmisskonar gjalda og skatta. - HEI Frá framkvæmdum við Laugardalslaugina. (Tímamynd Gunnar) Vatnsrennibrautin í Laugardal: Tekin í notkun um Jónsmessu Framkvæmdir við vatnsrenni- brautina sem reisa á við sundlaugina í Laugardal eru hafnar og er áætlað að brautin verði komin í gagnið um 21. júní næstkomandi. Hafist var handa við uppgröft nú í vikunni og er ætlunin að ljúka við að skipta um jarðveg og steypa undirstöðurnar fyrir næstu mánaða- mót, en þá á brautin að vera komin til landsins. Eins og Tíminn hefur áður greint frá er brautin rúmlega 80 metrar að lengd með 8 metra fallhæð og verða fyrstu tuttugu metrarnir yfirbyggðir. Að sögn Guðmundar Pálma Krist- inssonar forstöðumanns bygging- adeildar borgarverkfræðings er áætl- að að endanlegur kostnaður við framkvæmdina verði 10 milljónir króna. -ABO Ársfundir sparisjóðanna: 37,6 prósenta innlánaaukning Ársfundir Sambands fslenskra sparisjóða, Lánastofnunar spari- sjóðanna hf. og Tryggingasjóðs sparisjóða voru haldnir í Reykjavík um síðustu helgi. Kom fram á fundunum að rekstur sparisjóðanna gekk mjög vel á síð- asta ári. Heildarinnlán í árslok námu 10.611 milljónum króna, en útlán 8.360 milljónum. Innlán jukust á árinu 1987 um 37,6%, en útlán um 47%. Eigið fé sparisjóðanna nam 1090 milljónum króna í ársbyrjun 1987 en í árslok 1490 milljónum. Eiginfjár- staða þeirra er því mjög góð. Lagðir voru fram ársreikningar Lánastofnunarinnar, en árið 1987 var fyrsta heila starfsár hennar og nam hagnaðurinn af rekstrinum 20,1 milljón króna. Heildarábyrgðarfé Trygginga- sjóðsins nam um 80 milljónum króna. Baldvin Tryggvason var síðan endurkjörinn formaður Sambands sparisjóðanna, Hallgrímur Jónsson formaður Lánastofnunar og Þór Gunnarsson Tryggingasjóðs. Fram- kvæmdastjóri stofnana er Sigurður Hafstein. -SÓL Sumarstarf í Reykjavík: Sumarbúðir KFUM og K KFUM verður með sumarbúðir Vatnaskógi fyrir drengi á aldrinum 10-13, og 13-17 ára á tímabilinu frá 30. maí og til 26. ágúst, átta daga í senn, eins og mörg undanfarin ár. Þá verður KFUK með sumarbúðir í Vindáshlíð fyrir stelpur á aldrinum 9-13, og 13-16 á tímabilinu 1. júní til 25. ágúst, sjö daga í senn. Frá 8. júlí til 1. ágúst er síðan fjölskylduflokkur og 25. águst er kvennaflokkur. Innritanir í sumar- búðir KFUM hefjast 18. apríl en 25. apríl hjá KFUK. Nánari upplýsingar fást í síma 13437 og 17536 kl. 9-17. Halldór Kristjánsson: Fáein orð vegna bjórsins Ég sé ástæðu til að senda ykkur, Tímamenn, nokkur orð til birting- ar vegna bjórmáls og ummæla ykkar um mig í því sambandi. Þið segið: „Einum manni að minnsta kosti er þó ekki skemmt“. Mín afstaða í þessu máli er ekkert einsdæmi. Það ættuð þið að vita. Mér hefur verið það mikil gleði að sjá hve margir hafa mynd- arlega mælt gegn bjórnum undan- farið. Tíminn hefur birt sumar þeirra greina. Því spyr ég: Lesið þið ekki ef gott orð birtist í blað- inu? Hvers konar ósköp eru þetta á ykkur? Það er auðvitað hyldjúp heimska að halda að áfengismál verði af- greidd í eitt skipti fyrir öll. Áfeng- islöggjöf er stöðugt dagskrármál um öll nálæg lönd. Allar þjóðir í, þessum heimshluta reyna að setja ýmiskonar lög til að draga úr þeim sársauka sem neysla eiturlyfja veldur. Það er hægt að segja að of- drykkja sé einkamál þeirra sem hana stunda. Mér finnst þó að slík orð séu engum til sóma. Og ekki ættu þeir sem þannig tala að kenna sig við félagshyggju. Það væri blygðunarleysi. Nú hafa ýmsir þingmenn talað fjálglega um vilja sinn og áhuga á fræðslu og forvörnum. Raunar finnst mér að sumir þeirra hafi lítt tekið fræðslu reyndustu og lærð- ustu manna. En hvað sem um það er mun verða gengið eftir efndum þessara áhugamanna. Og hér skal ég nefna tvennt: Halldór Kristjánsson. Annað er það að ríkisvaldið gefi gott fordæmi og haldi ekki áfengi að fólki þegar það sjálft stendur fyrir mannfagnaði. Það væri áhrifa- mikið fordæmi og hefði áhrif á sveitarfélög og fjölmörg félög önn- ur og fyrirtæki og raunar allt sam- kvæmislíf með þjóðinni. Annað er svo það að ríkissjóður borgaði laun nokkurra manna sem bindindissamtök unga fólksins réðu sér sem félagsleiðtoga og leiðbeinendur. Þetta læt ég nægja í bili, þó að fleira verði nefnt. Áhugi þing- manna verður reyndur og minnt á tækifærin. Svo vil ég minna á það að enda þótt áfengislög skipti miklu máli er annað sem meira vegur. Það er almenningsálit, lífsskoðun og lífs- stefna almennings. Sækjast menn eftir vímu og lífsflótta eða leggja menn rækt við sjálfsvarðveislu svo að þeir séu hæfari menn til að verða samferðamönum sínum að liði? Hvernig svara menn hinni fornu spurningu: „Á ég að gæta bróður míns?“ Mengele fjölhnífavagn Höfum fengiö í umboðssölu 33ja rúmm. Mengele fjölhnífavagn með völsum og þverbandi. Nanari upplýsingar í síma 91-651800. Boði hf.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.