Tíminn - 14.05.1988, Blaðsíða 9

Tíminn - 14.05.1988, Blaðsíða 9
V V> > i c r? > *r CthiprM Ifi nnim Laugardagur 14. maí 1988 Tíminn 9 LAUGARDAGUR 14. MAÍ 1988 Fréttafólk að störfum hjá Sjónvarpinu. að samkvæmt fyrrgreindu á að skipa til um háa innlánsvexti og lága útlánsvexti. í miðjum laun- asamningum, þar sem allir fá alltof lág laun, lýsir formaðurinn því yfir að hér ríki hagstjórnar- kreppa en ekki efnahagskreppa. Því til sönnunar er verðbólgan hér átta sinnum meiri en í helstu viðskiptalöndum okkar. Um ættfræði verðbólgunnar er ekki frekar talað. Þá er heldur ekki talað um lækkandi verð á helstu útflutningsafurðum okkar. Það ríkir sem sagt hag- stjórnarkreppa. Um vellíðan Um formann Alþýðubanda- lagsins má segja, að honum líði ekki alltof vel utan Alþingis, þótt hann haldi við líkamlegri heilsu sinni með skokki. Hann vill, eins og margur maðurinn, heldur þreyta andlegt skokk inn- an veggja þingsins. Hann kemur fram fyrir alþjóð að loknum miðstjórnarfundi og lýsir því yfir að honum líði ekki nógu vel. Frægur læknir svaraði eitt sinn konu sem líkt var ástatt fyrir með svofelldum orðum: Hver segir að yður eigi að líða vel? Og nú er þessi ágæti formaður langt kominn með að setja Landsbankann á hausinn, að- eins til að sanna að hann hafi rétt fyrir sér, þegar hann segir í formála fyrir þrjátíu tillögum frá miðstjórnarfundi: „Lánamis- tök bankakerfisins eru veiga- mikil orsök þeirra gjaldþrota og vitlausu fjárfestingar sem nú eru að koma í ljós á mörgum sviðum." Síðan segir: „... og Landsbankinn, stærsti banki þjóðarinnar, er kominn hættu- lega langt inn á sömu óheilla- braut og Útvegsbankinn var á fyrir tveimur árum síðan.“ Formanninum til huggunar, og til að létta vanlíðan hans, er rétt að upplýsa að Landsbankinn er enn hinn sterki banki landsins, sem að stærstum hluta styður við bakið á helstu at- vinnuvegum okkar. Honum hafa ekki orðið á nein Iánamis- tök, nema formaðurinn eigi við hin almennu útlán bankans, sem hafa gengið eðlilega fyrir sig frá byrjun innlendrar bankastarf- semi. Ríkisbankar gegna merki- legu hlutverki í litlu þjóðfélagi og spegla oft ástand þess. Þeir hafa stórum skyldum að gegna og ætli flokksbræður formanns- ins hafi ekki jarmað upp á bankann eins og aðrir. Annars er Alþýðubandalagið orðið undarlegur umskiptingur, þegar formaður þess ræðst þannig að sterkasta banka landsins og að auki í eigu ríkisins. í tillögum sínum er hann raunar genginn frjálshyggjunni á vald og býður þar upp á bankakaupasukk með Útvegsbankann sem undir- stöðu. Skýringuna er ef til vill að finna í orðum þriðjudagsskríb- ents Þjóðviljans, þar sem segir með nokkrum hryllingi, að um áratuga skeið hafi sósíalísk fjöldahreyfing ekki getað boðið upp á aðar leiðir að markinu en gamlar formúlur kommúnista og krata. „Til þess að brjóta nýjar leiðir þarf hreyfingin að virkja hugarflug liðsmanna sinna til pólitískra tilrauna og um- ræðna.“ Og þá varð m.a. þjóð- bankinn fyrir hugarfluginu. Ekki var fyrr vitað um slíka stórvirkjun á Seltjarnarnesi. Á tæknimáli Þjóðviljinn er þegar farinn að spá í hver verði næsti fréttastjóri á sjónvarpi. Það hlakkaði görnin í mörgum áhugamanni um fréttir, þegar útvarpsstjóri vék Ingva Hrafni úr stöðu frétta- stjóra fyrir það eitt að tala ógætilega um kollega í blaði sem kom sjónvarpinu ekkert við, var hvorki innanhússmálgagn sjón- varps né útgefið af ríkisstofnun. Það er nokkur eftirsjá að Ingva Hrafni, enda var hann hrafna bestur í sinni stofnun. Nú er útvarpsstjóri kominn í enn meiri vanda en hann var áður. Sam- kvæmt Þjóðvilja stendur hann frammi fyrir að skipa annað hvort Sigrúnu Stefánsdóttur, fjölmiðlafræðing, sem hefur ver- ið á hlaupum út og inn um hverfihurðir sjónvarpsins á liðn- um árum, eða Ögmund Jónas- son, sem hafði forustu um að loka fréttastofum Ríkisútvarps- ins hér um árið og varð með því óbeint til að opna fyrir fjölmiðla- byltinguna. Útvarpsráð er undarleg stofnun og ekki alvitur, og þess vegna finnur Þjóðviljinn sig knúinn til að hjálpa ráðinu við valið. Við þá hjálp er notað gamalkunnugt tækniorð, sem þeir hjá Alþýðubandalaginu grípa einatt til þegar þeir eru að reyna að selja einfeldningum sína menn. Bent er á að Sigrún sé úr Sjálfstæðisflokknum, en því sleppt að geta þess að eitt sinn var hún ritstjóri eða blaða- maður við íslending á Akureyri. Um Ögmund gegnir aftur á móti öðru máli. Einstakir útvarps- ráðsmenn munu bregða á hann „faglegu mati,“ segir Þjóðviljinn og ber síðan fyrir sig að hann sé rosalega vinsæll meðal frétta- manna og annarra starfsmanna á fréttastofunni „og annars stað- ar í stofnuninni...“ Síðan kem- ur þessi gullvæga setning: „Bríet Héðinsdóttir er talin vera á bandi Ögmundar, en ekkert er vitað um afstöðu Guðna rektors.“ Ætli hún komi ekki í ljós. Mikið er gert úr því að Kvennnalistakonur styðji Ögmund, „bæði á faglegum for- sendum og vegna starfsmanna- stuðnings...“, en vegna hugsan- legrar sjúkrahússlegu kvenna- listafulltrúans (ekki er að spyrja að mjúku málunum), gæti svo farið að varamaður, sem vegna duttlunga örlaganna er enginn annar en Júlíus Sólnes, greiddi atkvæði. Og vegna enn verri duttlunga örlaganna telur Þjóð- viljinn að Júlíus muni velja Ögmund, ekki af faglegum ástæðum, heldur til að stríða íhaldinu. Það verður svo vesal- ings útvarpsstjóri sem tekur endanlega ákvörðun um manninn. Ekki linnir hörmung- um hans. Vér leggjum til að hann skipi Helga H. Jónsson, varafréttastjóra, í stöðu frétta- stjóra ef ekki af faglegum ástæð- um, þá af þeim ástæðum einum, að honum er trúandi til að fara með friði og spekt.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.