Tíminn - 10.06.1988, Blaðsíða 5

Tíminn - 10.06.1988, Blaðsíða 5
Föstúclagur 1Ó: júní1988 líVt- Tíminn'' 5' Guöjón B. Ólafsson í viötali um „jDrjú mál“ Sambandsins, launin, Smárahvamm og Utvegsbankakaup „Launamálið“ andóf við mannabreytingum í ISC Þrjú mál er snerta samvinnuhreyf- inguna í landinu hafa einkum verið í almennri umræðu á liðnu ári. Má þar fyrst nefna kaup Sambands ísl. samvinnufélaga á Útvegsbanka fslands, þá komu til sögu kaup samvinnumanna á Smárahvamms- landi í Kópavogi og síðast umsamin laun Guðjóns B. Ólafssonar, for- stjóra SÍS, meðan hann gegndi for- stjórastarfi hjá Iceland Seafood Corp. í Bandaríkjunum. Tíminn átti viðtal við Guðjón B. Ólafsson, for- stjóra SÍS, er hann var á förum á aðalfund Sambands ísl. samvinnu- félaga að Bifröst og spurði hann um þessi þrjú mál, sem hafa verið svo ofarlega í umræðunni. Vísaði hann m.a. til niðurlags ræðu sinnar á aðalfundinum, sem hann flutti í gærmorgun og sagði um launamálið: „Ég þarf varla að hafa uppi mörg orð um það sem kallað hefur verið „Launamál Guðjóns B. Ólafsson- ar“, enda ætti aðdragandi þess að vera flestum kunnur. Þegar vitnaðist að ég hefði hug á að breyta til í yfirstjórn Iceland Seafood tóku að berast manna á milli sögur um að ekki myndi allt með felldu um mín launakjör. Eftir að uppsögn fram- kvæmdastjóra og aðstoðarfram- kvæmdastjóra gekk í gildi undir lok febrúar s.l., var þessum sögum kom- ið á framfæri við sjónvarpsstöðvarn- ar báðar og aðra fjölmiðla með svo eftirminnilegum hætti, að naumast er þörf á að rifja allan þann fyrirgang upp.“ Utan fyrningarfrests Guðjón sagði að eins og oft vildi verða hefði það ekki komið í hlut þeirra sem báru hann sökum að finna orðum sínum stað, heldur hefði það komið í hlut hans sjálfs að færa rök að því að laun og kjör hans sjálfs hefðu verið eins og um var samið. „Nú er ég ekki út af fyrir sig að finna að þessu,“ sagði Guðjón. „Að sjálfsögðu eiga þessir hlutir að vera þannig, að hægt sé að leggja þá á borðið hvenær sem er. Þó skal því ekki neitað að hið langa tímabil sem hér var „valið“ til skoðunar, þ.e. 7-8 ár, olli því að það tók nokkurn tíma að gera grein fyrir málinu og lengri tíma en orðið hefði, ef tekið hefði verið mið af styttra tímabili, t.d. almennum fyrningarfresti, en í Bandaríkjunum er hann tvö ár.“ Máli þessu lyktaði með umfjöllun Sambandsstjórnar á fundi í Reykja- vík þann 29. mars s.l. Þar komst stjórnin einróma að þeirri niður- stöðu, að ágreiningurum launamálið hefði verið að fullu skýrður. Nokkru áður hafði stjórn Iceland Seafood fjallað um málið og lýsti Sambands- stjórnin ánægju sinni yfir því, að einnig þar hefði náðst full samstaða. Síðan birti Guðjón B. Ólafsson greinargerð um málið. Um þá grein- argerð sagði hann: „ Ég sá ástæðu til að birta hana þegar Ríkisútvarpið - sjónvarp gerði eftirminnilega tilraun til að uppvekja á nýjan leik umræður um þessi mál.“ Bankakaupin Aðspurður um kaupin á Útvegs- bankanum sagði Guðjón: „Sam- kvæmt lögum frá 18. mars 1987 ákvað Alþingi að umbreyta Útvegs- bankanum í hlutafélagabanka og heimila ríkissjóði, þ.e. viðskiptaráð- herra að selja hlutafé sitt í bankan- um. f samræmi við þá heimild voru hlutabréfin auglýst til sölu á sérstök- um kjörum í samræmi við yfirlýsing- ar Matthíasar Bjarnasonar, þáver- andi viðskiptaráðherra. Þegar þessi auglýsing lá fyrir og jafnframt að 95% af kaupverðinu fengist lánað á sérstökum greiðsluskilmálum, ásamt því að stjórnvöld ábyrgðust að hluta- fé bankans skyldi nema einum mill- jarði króna, og að siæmar skuldir yrðu afskrifaðar eða settar á ábyrgð ríkissjóðs, ákvað Sambandið að vel íhuguðu máli að skoða kosti og galla þess að tryggja sér kaup á bankan- um, m.a. með það fyrir augum að sameina Samvinnubankann og hugs- anlega aðrar peningastofnanir Út- vegsbankanum. í þessu skyni ritaði Sambandið viðskiptaráðherra bréf hinn 13. ágúst 1987 og staðfesti kaup á 67% af heildarhlutafé í bankanum að nafnverði 670 milljónir króna. Aðalástæður kaupanna grund- völluðust á þeim meginatriðum að styrkja fjármálastofnanir samvinnu- hreyfingarinnar og ná fram hag- kvæmni í rekstri og betri arðsemi með því að sameina Samvinnubank- ann og Útvegsbankann í einn banka.“ Guðjón sagði ennfremur að slíkur sameinaður banki hefði gert verulega eignasölu mögulega og lækkun reksturskostnaðar m.a. vegna sameiginlegs reksturs þjón- ustudeilda. Ennfremur hefði þetta þýtt að dréifing útlána og erlendra endurlána hefði orðið með tryggari hætti. Eins og kunnugt er viður- kenndi viðskiptaráðherra ekki kaup Sambandsins á Útvegsbankanum og kom til tals að hefja málarekstur til stuðnings kröfum Sambandsins, en stjóm Sambandsins ákvað á s.l. hausti að efna ekki til hans. Samband í Smárahvammi Um kauptilboð Sambandsins í Smárahvammslandi í Kópavogi hafði Guðjón þetta að segja: „Málið hafði haft nokkurn aðdraganda áður en sent var kauptilboð í Smára- hvammsland 25. júní 1987. Skömmu eftir að ég tók við sem forstjóri Sambandsins sá ég fljótlega ókosti þess að hafa starfsemi Sambandsins dreifða víðs vegar um höfuðborgina. Auk þess taldi ég skynsamlegt að leita eftir Iandsvæði þar sem hag- kvæmt væri að byggja upp verslunar og þjónustuaðstöðu til frambúðar með tilliti til mikilla breytinga sem orðið hafa og verða munu áfram á byggð höfuðborgarsvæðisins og vegakerfi." { framhaldi af því var Gunnari Þ. Þorsteinssyni, byggingastjóra Sam- bandsins, falið að leita eftir hentugri lóð á höfuðborgarsvæðinu fyrir framtíðarstarfsemi Sambandsins. Niðurstaðan var að gert var tilboð í Smárahvammslandið, sem talið var liggja vel miðsvæðis og henta sem land fyrir framtíðaruppbyggingu á vegum samvinnuhreyfingarinnar á höfuðborgarsvæðinu. Það vakti mikla athygli þegar Sambandið gerði tilboð í Smára- hvammsland, en frá kaupunum var gengið 9. október s.l. Guðjón sagði: “Bæjarfulltrúar í Kópavogi lýstu yfir ánægju sinni með að fá höfuðstöðvar Sambandsins í bæinn og hugðu gott til aukinna tekna bæjarfélagsins samfara slíkum flutningi. Af hálfu Sambandsins var þó aldrei rætt um það opinberlega að höfuðstöðvarnar flyttust í Kópavog með það sama, heldur var gert ráð fyrir því að svæðið yrði skipulagt fyrir framtíð- ina.“ Kauptilboðið í Smárahvamms- land hafði verið gert 25. júní 1987. Það var svo ekki fyrr en 24. ágúst að greint var frá viðræðum við ríkis- valdið á framkvæmdastjórnarfundi og ákveðið að óska heimildar stjórn- ar Sambandsins um sölu á eignum ef viðunandi tilboð fengist, en jafn- framt að kaupa landsvæði til fram- tíðaruppbyggingar, auk heimildar til kaupa á skrifstofuhúsnæði til bráðabirgða ef af sölu húseignanna yrði. Sala á eignum við Sölvhólsgötu og Lindargötu til ríkisins hafði kom- ið til tals á árum áður en legið í láginni um skeið. Verðtilboð ríkisins var síðan sam- þykkt 2. október, en á fundi tveimur dögum síðar var greint frá því að lögmaður seljenda Smárahvamms- lands hefði tilkynnt að samkeppnis- aðilar væru komnir í spilið og hækka yrði tilboð Sambandsins ef það ætti að verða samkeppnisfært. Var ákveðið að gera það. Á þeim fundi var bókað ef til sölu Sambandshúsa kæmi yrði að hafa höfuðstöðvar Sambandsins í Reykjavík til bráða- birgða, þrátt fyrir það þótt kaupin gengju eftir. Þetta sfafaði af því að afhendingartími á Sambandshúsum var í samkomulagsdrögum um eitt ár með möguleika á framlengingu um eitt ár gegn leigu. Guðjón sagði að sýnt hefði verið að ekki reyndist unnt að skipuleggja Smárahvamms- landið og byggja jafnframt upp nýjar höfuðstöðvar með svo skömmum fyrirvara. Viðræður við einkaaðiia Þess ber að geta að 7. maí 1986 var gerður samningur milli þáver- andi eigenda Smárahvammslands og Kópavogskaupstaðar um áformaðan byggingarhraða á landinu. Gert var ráð fyrir að uppbygging gæti hafist um áramótin 1987/1988 og að henni yrði lokið fyrir árslok 1995. Ákvæði fylgdi um að hugsanlegir nýir eigend- ur yrðu að hlíta þessu samkomulagi. Guðjón sagði: „Það er grundvallar- atriði að þegar Sambandið keypti Smárahvammslandið gekk það inn í þennan samning um uppbygging- arhraða á landinu í samræmi við óskir bæjarins. Miðað við þær tíma- setningar sem í samningnum voru og miðað við hvenær salan til Sam- bandsins átti sér stað er ekki ósann- gjarnt að ætla að þessartímasetning- ar samningsins frestuðust um rösk- lega eitt ár. Byggingaframkvæmdir hæfust því ekki um áramótin 1987/ 1988 heldur í maí 1989 og uppbygg- ingu yrði lokið um mitt ár 1996.“ Ljóst er að Kópavogskaupstaður hafði um langt skeið staðið í viðræð- um við einkaaðila um endursölu á svæðinu eftir að bærinn hafði leyst landið til sín, sem var áður en forkaupsrétti lauk 15. febrúar 1988. Hafði Kópavogur ekki fallist á breyt- ingar á uppbyggingarhraða, þó að augljóst hafi verið að ekki var unnt að hefja framkvæmdir á óskipulögðu svæði aðeins þremur mánuðum eftir að kaup voru gerð um áramótin 1987/1988. Guðjón sagði: „Ekki var unnt að fresta sölunni til ríkisins. Af því leiddi að vinda þurfti bráðan bug að því að fá skrifstofuhúsnæði, sem aftur leiddi til þess að fresta varð flutningi höfuðstöðva til Kópavogs, án þess þó að nokkrar breytingar hefðu verið gerðar á hugmyndum um framtíðaruppbyggingu landsins. Sambandið telur sig í öllum atrið- um hafa komið til móts við óskir Kópavogsbæjar um uppbygging- arhraða Smárahvammslands. Hvað það var sem gerðist í hugum bæjar- fulltrúanna og bak við tjöldin er ekki Sambandsins að dæma um. Kröfur bæjarins urðu ósveigjanlegri eftir að Kirkjusandsmálið kom upp, en að sama skapi urðu þær sveigjanlegar gagnvart hinum nýju kaupendum. Þeim nægði að gefa munnlegar yfir- lýsingar um að þeir hygðust reisa vörugeymslu, byggingarvöruverslun og skrifstofuhús, og að síðar kæmu fleiri aðilarinn í myndina. Samband- ið hafði þó látið gera uppdrátt af svæðinu og líkan og hafði lagt í nokkurn kostnað við frumskipulags- hugmyndir." IGÞ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.