Tíminn - 10.06.1988, Blaðsíða 11

Tíminn - 10.06.1988, Blaðsíða 11
Föstudagur- '10. jurií 1988 Tíniinn 11' ÍÞRÓTTIR íslandsmótið í knattspyrnu, 1. deild: Lítil skemmtun en sanngjarn sigur KR lagði KA með tveimur mörkum gegn engu í Vesturbænum Baríst um boltann. Það eru þeir Erlingur Kristjánsson og Gunnar Oddsson sem hér eigast við. íslandsmótið í knattspyrnu, 2. deild: Þróttur enn í neðsta sæti Þróttarar eru enn í neðsta sæti 2. deildarinnar og færðust stigi fjær eftir tap á Sauðárkróki í gærkvöldi. FH heldur efsta sætinu þrátt fyrir að eiga leik til góða og Fylkir er enn sem fyrr í 2. sæti. Tindastóll vann Prótt í gærkvöldi með tveimur mörkum gegn engu og máttu Þróttarar að sögn heima- manna þakka fyrir að sleppa þó það vel. Árni Ólason (1-0) og Eyjólfur Sverrisson (2-1) skoruðu fyrirTinda- stól en Sverrir Pétursson (1-1) svar- aði fyrir Þrótt. Á Kópavogsvelli máttu heimamenn sætta sig við tap fyrir Siglfirðingum, 2-3. Steve Rutt- er og Hafþór Kolbeinsson (2) gerðu mörk KS en Ingvaldur Gústafsson og Helgi Bentsson skoruðu mörk Breiðabliks. Á Selfossi skildu heimamenn og Árbæingar jafnir, hvort lið gerði 2 mörk. Guðmundur Magnússon gerði bæði mörk Selfyssinga og Örn Valdimarsson skoraði tvisvar fyrir Fylki. Loks vann ÍR Víði 2-0 á Valbjarnarvellinum og fengust þær upplýsingar þar á bæ að þeir Magnús og Hallur hefðu gert mörkin. Leik FH og ÍBV var frestað en í Eyjum hefur verið svartaþoka síðan í fyrra- dag. Staðan í 2. deild: FH ..................3 3 0 0 8-2 9 Fylkir...............4 2 2 0 9-6 8 KS................. 4 2 1 1 10-9 7 ÍR...................4 2 1 1 7-6 7 UBK .................4 1 1 2 8-8 4 Víðir................4 1 1 2 5-5 4 Tindastóll.......... 4 2 0 2 8-10 6 1. deild kvenna: Jafntefli íslandsmeistarar (A og bikar- meistarar Vals kepptu í gærkvöldi í 1. deild kvenna á Islandsmótinu í knattspyrnu. Lauk leiknum með markalausu jafntefli, 0-0. -HÁ Selfoss . lBV . . . . Þróttur .4 0 3 1 7-9 3 .3 1 0 2 6-8 3 4 0 1 3 7-11 1 -HÁ KR-ingar unnu sanngjarnan sigur á KA-mönnum á heimavelli sínum við Frostaskjól í gærkvöldi. Lokatöl- ur urðu 2-0 og komu mörkin sitt í hvorum hálfleik. KR-ingar hófu leikinn af mun meiri krafti en gestirnir og fór leikur- inn að mestu fram á vallarhelmingi KA framanaf. KR fékk fljótlega gott færi þegar Erlingur Kristjánsson varnarmaður KA missti knöttinn frá sér en Ágúst Már Jónsson skaut rétt yfir. Fátt markvert gerðist fyrr en á 26. mín. þegar KA-menn áttu sitt eina færi í hálfleiknum. Bjarni Jóns- son fékk þá góða sendingu og skaut í boga yfir Stefán í markinu en knötturinn hafnaði í markslánni. KA-menn sóttu heldur í sig veðrið en þegar ellefu mínútur voru til hlés kom mark KR, vægast sagt óvænt. Fyrirgjöf sem virtist hættulítil kom fyrir mark KA, Haukur sló knöttinn í slá þaðan sem hann barst aftur út í markteiginn. Þar var Willum Þórs- son og skallaði laust í slá og inn. Þetta mark var mjög klaufalegt bæði hjá Hauki markverði og vörn KA. Pétur Pétursson komst einn gegn- um vörn KR rétt fyrir hlé og átti aðeins markvörðinn eftir en Haukur bjargaði vel með úthlaupi. Síðari hálfleikur var naumast byrj- aður þegar Gunnar Oddsson tók aukaspyrnu og þrumaði upp í hægra hornið án þess að Haukur kæmi vörnum við, 2-0. Rúnar tók góða rispu nokkru síðar en Erlingur bjarg- aði á línu og Valgeir Barðason átti síðara færi KA þegar hann skaut framhjá einn á móti markverði eftir góða sendingu frá Anthony. Loks skaut Björn Rafnsson beint á Hauk úr góðu færi rétt undir lokin og eru þá upp talin færin í þessum leik. Sigur KR-inga var sanngjarn en varla er hægt að segja að þessi leikur hafi verið áhorfendum mikil skemmtun í þokunni í vesturbænum. Mörk KR: Willum Þór Þórsson 34., Gunnar Oddsson 48. Gult spjald: Willum Þór Þórsson KR 78. Lid KR: Stefán Arnarson, Rúnar Kristins- son, Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, Þorsteinn Guðjónsson, Willum Þór Þórsson, Jósteinn Einarsson, Ágúst Már Jónsson, Bjöm Rafnsson, Pétur Pótursson, Gunnar Oddsson, Þorsteinn Halldórsson. Lið KA: Haukur Bragason, örn Viðar Arnarson (Ágúst Sig- urðsson 81.), Gauti Laxdal, Jón Kristjánsson, Erlingur Kristjánsson, Þorvaldur örlygsson, Bjarni Jónsson, Valgeir Barðason, Stefán ólafsson (Friðfinnur Hermannsson 55.), An- thony Karl Gregory, Arnar Freyr Jónsson. Dómari: Guðmundur Maríasson. -HÁ Frjálsar íþróttir: Bubka bætti heimsmetið Sovétmaðurinn Sergei Bubka bætti eigið heimsmet í stangarstökki um 2 cm á frjálsíþróttamóti í Brati- slava í Tékkóslóvakíu í gær. Bubka stökk 6,05 metra en fyrra met hans var 6,03 m. Árangrinum náði Bubka á fyrsta Grand Prix móti ársins og er þetta í áttunda sinn sem hann bætið heimsmetið í greininni. Bubka fór léttilega yfir rána í fyrstu tilraun. -HÁ/Reuter MERKJASALA Bílbeltin hafa bjargað FJAROFLUN 10. OG11. JUNI1988 FYRIR ENDURHÆFINGARSTÖÐ HJARTASJÚKUNGA LANDSSAMTÖK H|ARTAS|ÚKUNGA HAFÍXrHÚSINU v/TRYGGVAGOTU - PÓSTHÓLF 830-121 REYKJAVlK - SlMI 25744 GÍRÓSEÐLA MÁ FÁ í BÖNKUM FYRIR ÞÁ SEM VIUA STYRKJA GOTT MÁLEFNI Staðan 11. deild KR 3 1 0 10-3 10 Fram 3 1 0 6-1 10 ÍA 2 2 0 4-2 8 KA 3 2 0 1 3-3 6 ÍBK 4 1 1 2 6-7 4 Valur 1 1 2 3-3 4 Víkingur... 1 1 2 4-7 4 Leiftur .... 0 3 1 2-3 3 Þór 0 2 1 2-3 2 Völsungur . 0 0 4 3-11 0 Evropukeppnin i knattspyrnu hefst í V-Þyskalandi i kvöld: Dagskrá keppninnar Le»i kdagur Riðill 1 ’Riðill 2 V—Þýska1and Italia Oanmörk Spánn Eng1and lr larid Ho11and Sovútrikin F'ös tudagur 10. j úni V- Þýsl n ! and 'ltal la 18>$5 Laugardaqur 11. júni. Danmörk-Spánn 13.30 Sunnudagur 12. júni Eng 1 arid-'lr 1 and 13.30 Ho 11 arid-Sovétrl 1 í.n 18.15 Þr.ið judagur 14. júní V—Þyskal artd Danmörk 15.15 '1 ta 11 a-Spánn 18.15 Miðvikudagur 15. júni England-Holland 15.15 'I r 1 and-Sovétr i k in 1.8.15 Föstudagur 17. júnl V-Þyska1and —Spánn 18.15 'ltal ia-Danmörk 18. J 5 Laugardagur 18. júril England—Sovétrikin 13.30 'I r 1 and-Ho 11 and 13.30 Þriðjudagur 21. júni Undanúrslit, sigLtrvegari i 1. riðli gegn 2. sœti i 2. riðli. K1. 18.15 Miðvikudagur 22. júnl Undanúrsl it, sigurvegari i 2. riðli gegn 2. sieti. i 1. riðli. K1. 18.15 Laugardagur 25. júnl Urslitaleikur, sigurvegarar úr undanúrslitaleikjum keppa í Munchen kl. 13.30 J

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.