Tíminn - 10.06.1988, Blaðsíða 20

Tíminn - 10.06.1988, Blaðsíða 20
RÍKISSKIP NÚTIMA FLUTNINGAR Hofnorhúsinu v/Tryggvagötu, S 28822 Auglýsingadelld hannar auglýsinguna fyrir þig Ókeypís þjonusta Tíminn STRUMPARNIR Tíniinn Helmingur alls útflutningsverðmætis íslendinga er færður til bókar hjá aðeins þremur fyrirtækjum: Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna (10.270 millj.), Sölu- sambandi ísl. fiskframleiðenda (8.622 millj.) og Sambandi ísl. samvinnufélaga (7.277millj.). Samtals nam útflutningur þessara þriggja fyrirtækja um 26.170 millj. króna af 50.053 millj. kr. heildarverð- mæti útfluttra vara frá landinu árið 1987. Aukning útflutningsverðmætis þessara þriggja fyrirtækja var 20,5% frá árinu áður. Að viðbættum ísal (5.117 millj.) og Járnblendifélaginu (1.476 miUj.) eru tæplega 62% útflutningsverðmætanna talin. Hagtíðindi birta töflu yfir 50 helstu útflytjendur landsins. Af þeim eru 40 aðallega í útflutningi sjávarafurða. Hinir eru, auk stór- iðjufyrirtækjanna: Iðnaðardeild SÍS (994 millj.), Álafoss (407 millj.), Manvilíe hf. (294 millj.), Hampiðjan (149 millj.), Hilda hf. 146 millj.), Hagfeldur sf. (minka- og refaskinn 141 millj.), Vikurvörur (vikur og rauðamöl 119 millj.) og Loðskinn hf. (82 millj.). Af þessum fyrirtækjum eru Vikurvörur nýjar á þessum lista, en fyrirtækið hefur flutt út um 41 þús. tonn af fósturjörðinni, sem að viktinni til svarar til þriðjungs af öllum saltfisknum. önnur fyirtæki sem ekki voru á 50 fyrirtækja listanum á síðasta ári eru m.a. Gámavinir í Eyjum sem nú eru í 19. sæti. Gámavinir fluttu úr 7.828 tonn af ferskum fiski fyrir 381 millj. kr. og hafa því fengið 48,72 kr. fyrir kílóið að meðaltali. Næst í röðinni er Tryggvi Pétursson og Co, Mar- fang hf., Svanur hf., R. Hannes- son hf., ístess hf., Íslandssíld hf., Islenskur gæðafiskur hf. og Sam- herji hf. Öll hafa þessi fyrirtæki komist inn á listann vegna út- flutnings sjávarafurða. Hjá fimmtungi fyrirtækjanna var útflutningur mun minni held- ur en árið 1986. Aðalútflutningur flestra þeirra er mjöl og/eða lýsi og fryst rækja. Mest var hrapið hjá Síldarverksmiðjum ríkisins sem 1986 var 6. stærsti útflytjand- inn með 1.001 millj. en fór niður í 17. sæti með 529 millj. á síðasta ári. Eina undantekningin frá fiskinum er Hilda hf., sem seldi nú ullarvörur fyrir 146 millj. kr. en fyrir 200 millj. kr. árið áður. -HEI Ríkisstjórn: Forystumenn fjalla um landbúnaðardeilu Á ríkisstjórnarfundi í gærmorgun komu m.a. til umræðu þau fjögur mál, sem mikið hafa verið í þjóðfél- agsumræðunni að undanförnu og heyra undir landbúnaðarráðuneytið. I fyrsta lagi er um að ræða álit starfshóps, sem forsætisráðherra skipaði fyrir skemmstu um vanda fiskeldisins, í öðru lagi tillögur land- búnaðarráðherra um úrlausn á vanda loðdýraræktarinnar, í þriðja lagi tillögur um 300 milljóna auka- fjárveitingu vegna niðurgreiðslna og í fjórða lagi tillögur landbúnaðarráð- herra um viðbótarframlag vegna riðuniðurskurðar upp á 40 milljónir króna og 400 milljóna lántaka vegna útflutningsbóta. Litlar umræður urðu um þessi mál á, ríkisstjórnarfundinum en þess í stað ákveðið að forystumenn stjórn- arflokkanna, Halldór Ásgrímsson, Friðrik Sophusson og Jón Baldvin Hannibalsson, fjölluðu um þau. At- hugun þeirra þremenninga á þessum málum hófst þegar að afloknum ríkisstjórnarfundi í gær og verður fram haldið í dag. Fastlega er gert ráð fyrir að ákvörðun um öll þessi mál verði tekin á ríkisstjórnarfund- um á þriðjudag eða fimmtudag í næstu viku. Friðrik Sophusson, starfandi forsætisráðherra, segir að það sé mjög knýjandi að ákvörðun ríkisstjórnar um þessi mál liggi fyrir sem fyrst. Af þessum orðum má ráða að reynt verði til þrautar í dag og um helgina að leita málamiðlunar milli stjórnarflokkanna um þessi atriði, en eins og kunnugt er er djúpstæður ágreiningur um þau milli Jóns Helga- sonar, landbúnaðarráðherra, og Jóns Baldvins Hannibalssonar, fjármálaráðherra. óþh Raunvísindastofnun Háskólans: Banvænar eiturgufur í fosfórefnasprengingu Slökkviliðið i Reykjavík var í gær kallað út á tilraunastofu á Raunvísindadeild Háskólans, eftir að efnasprenging hafði orðið þar. Slökkviliðið fékk tilkynningu urn atburðinn rétt fyrir klukkan 14, en sprungið hafði járnhólkur með fos- fórefninu ph3, scm er mjög súr blanda af fosfórhýdrídi. Sú blanda er ætíð talin mjög óstöðug og varasöm og stíga af henni eitraðar gufur. Tveir reykkafarar fóru inn í tilraunastofuna eftir að starfsfólkið hafði flúið út, en þá hafði cldurinn slokknað, en eiturgufurnar léku enn lausum hala. Reykkafararnir hreinsuðu glerbrot og annað sem dreifst hafði um stofuna og síðan voru eiturgufurnar hreinsaðar út með reykblásara, sem venjulega er notaður til að ná út reyk eftir eldsvoða. Engum varð meint af sprengingunni. Rannsóknarlögreglan, lögrcglan í Reykjavík og Vinnueftirlit ríkis- ins komu líka á staðinn og könnuðu málið. Engar verulegar skcmmdir urðu út af óhappinu. en súr og vond lykt mun verða til staðar á tilraunastof- unni í nokkra daga enn. -gs/SÓL Hér sjást reykkafarar fara inn á tilraunastofuna í Háskólanum í gær eftir að banvænar eiturgufur mynduðust þar í kjölfar efnasprengingar. Tímaniynd: Pjetur

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.