Tíminn - 10.06.1988, Blaðsíða 10

Tíminn - 10.06.1988, Blaðsíða 10
10 Tíminn , Föstudagur 10. júní 1988 Níels Árni Lund, varaþingmaður Framsóknarflokksins: Á ENN AÐ HÆKKA MATARSKATTINN? Við söluskattsbreytinguna um síðustu áramót, sem hafði í för með sér matarskattinn svo nefnda var ákveðið að sá söluskattur sem lagður yrði á landbúnaðarvörur, yrði endurgreiddur að hluta til neytenda. Þessi ákvörðun var tekin í Ijósi þess að kjöt og mjólk eru hvað stærsti liður í matarkaupum fjölskyldnanna og þótti ekki forsvaranlegt að þcssar vörur myndu hækka um 25%. Þingflokkur framsóknarmanna stóð einhuga að þessari ákvörð- un og var hún í raun önnur af tveimur forsendum þingflokksins fyrir stuðningi við söluskattsbreytinguna. Hin forsendan var sú að betu’. tækist að innheimta söluskattinn ef hann væri lagður jafnt á allar vörutegundir, eftirlit með sölu- skattsskilum yrði betra. Alþýðuflokkurin féllst á þessi rök og samþykkti að innheimtur söluskattur af landbúnaðarvörum yrði endurgreiddur til neytenda. Þetta þýddi í raun að kindakjöt hækkaði ekkert og flestar aðrar landbúnaðarvörur aðeins um 12%. Alþýðuflokkurinn vill hækkun matarskattsins Við verðákvörðun búvöruverðs 1. janúar 1988 var í samræmi við þetta söluskatturinn endurgreidd- ur. Nú gerðist það hins vegar við verðákvöðrun 1. mars s.l., og I. júní s.l. að Alþýðuflokkurinn með fjármálaráðherrann í fararbroddi, neitar að endurgreiða söluskattinn og vill þar með hækka þessar nauðsynjavörur langt umfram það sem samið var um. Ætla hefði mátt að forystumenn flokksins stæðu betur við orð sín og gerðir, og vart verður því trúað að þeir aðilar innan flokksins sem vilja kenna sig alþýðu styðji einhuga hækkanir á matarskattinum. Rangtúlkanir Þá er það kapítuli út af fyrir sig hvernig þessi mál eru túlkuð af fjármálaráðherra. Hann lætur sem hér sé um vanda landbúnaðarins að ræða og má helst af orðum hans ráða að þessar endurgreiðslur renni beint í vasa bænda. Þetta er hin mesta fjarstæða og má færa fyrir því mörg rök eð minnstur hluti endurgreiðslnanna fari til þeirra, þó ekki nema af þeirri einföldu ástæðu að þeir eru aðeins lítið brot neytenda. Hér má benda á að gert er ráð fyrir á fjárlögum að söluskattur ef fiski verði endurgreiddur um 160 milljónir. Engum heilvita manni dettur til hugar að halda að þær renni til sjómanna. Þær koma neyt- endum til góða á sama hátt og endurgreiðsla söluskatts á búvör- um. Tekjur umfram gjöld Það skal enn ítrekað að hér er Níels Ámi Lund. ríkissjóður ekki að greiða útgjöld sem ekki koma tekjur á móti, heldur í raun þvert á móti. Á þessu ári er áætlað að tekjur ríkissjóðs vegna hins nýja söluskatts af bú- vörum nemi um 3,5 milljörðum króna. Af þessari upphæð er ein- ungis áætlað að endurgreiða 1,3 milljarða króna, þannig að hreinar tekjur ríkissjóðs vegna söluskatts af búvörum eru áætlaðar um 2,2 milljarðar. Nú hefur sala á búvörum aukist og við það munu þessir liðir hækka, en það breytirekki þeirri staðreynd að tekjur ríkissjóðs af söluskattin- um verða mun meiri en sem nemur endurgreiðslunni. Vissulega er það sjónarmið út af fyrir sig að ríkissjóður skuli rekinn hallalaust og hefur fjármálaráð- herrann haft til þess fullan stuðning framsóknarmanna. Það verður hins vegar að gerast án þess að enn sé bætt á matarsktt heimilanna í landinu. Nokkrar spurningar I þessu sambandi er rétt að spyrjast fyrir um hvernig innheimta söluskattsins gangi. Hefur hún lag- ast að því marki sem fjármálaráð- herrann er ánægður með eða gerði sér vonir um? Eða hefur hún e.t.v. ekkert batnað og eru skattsvikin kannski ennþá stórfelldari en áður var, fyrir tíma skattbreytingarinn- ar? Og má ég bæta við einni til viðbótar; hvernig gengur að inn- leiða hinar nýju sjóðvélar sem lofað var að yrðu komnar í verslan- ir fyrir I. maí? Fróðlegt væri fyrir almenning að fá svör við þessum spurningum. llllllllllllllllllllllll US'I'AIIÁTÍÐ í RHYKJAVÍK 1..<Q)(|||||||||||||||||||||||||||||| llllllllllllllllllllllllllllllllllll lllllllllllllllllllllllllllllllllllllll MARMARI Mikið var klappað í lok leikritsins Marmara eftir Guðmund Kamban sem frumsýnt var í Þjóðleikhúsinu á miðvikudagskvöld. Leikritið sem flutt er í tilefni aldarafmælis Kambans er í nýrri leikgerð Helgu Bachmann leik- stjóra. Aðalhlutverkið leikur Helgi Skúlason. Með önnur helstu hlut- verk fara: Rúrik Haraldsson, Sigríð- ur Þorvaldsdóttir, Helga Vala Helgadóttir, Gísli Halldórsson, Herdís Þorvaldsdóttir, Árni Tryggvason, Bryndís Pétursdóttir, Edda Þórarinsdóttir, Bryndís Petra Bragadóttir, Ellert A. Ingimundar- son, Arnór Benónýsson, Róbert Arnfinnsson og Erlingur Gíslason. Leikurinn gerist í New York á þriðja áratugnum og í nútímanum. Hann fjallar um hugsjónamanninn Robert Belford sem vill afnema allar refsingar. Ódrengskapurinn er það sem Belford telur saurga anda mannsins, ekki glæpurinn og segir m.a. í leikritinu: „Þér getið framið morð og haft meiri sálgöfgi til að bera og verið hættuminni fyrir þjóð- félagið en allir þeir, sem hafa aldrei gert sig seka í neinu lögbroti." Með þessum orðum er leikritinu lýst í hnotskurn. Um þetta snýst barátta Robert Belfords og um hann fjallar leikritið. í Marmara eru samankomnir margir af' bestu leikurum þessa lands. Mest mæðir vitanlega á aðal- leikaranum Helga Skúlasyni og fer hann að mínu mati á kostum í hlutverki sínu sem Robert Belford, að öðrum leikurum ólöstuðum því vissulega voru margir góðir. Helgu Völu Helgadóttur hef ég ekki séð á leiksviði áður og fannst mér frammistaða hennar mjög lofsverð. Leikritið er í heild gott, þrátt fyrir nokkra helst til of þunglamalega og langdregna kafla. Augnalokin voru til dæmis ískyggilega farin að síga í varnar- ræðu Robert Belfords og málssókn lögdæmisfulltrúans. IDS Tónleikar „Empire Brass Quintet" í Háskólabíói kl. 17.00 á sunnudag: Fimm snillingar þeyta horn sín Á sunnudaginn kl 17.00 heldur „Empire Brass Quintet" tónleika í Háskólabíói á vegum Listahátíðar og er þetta viðburður sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara. Það var Leonard Bernstein sem átti frumkvæðið að stofnun kvart- ettsins árið 1971 og hefur hann síðan unnið sér geysilega frægð fyrir bráð- fjöruga tónleika, þar sem tæknilegir afburðir félaganna fylla hvern áheyr- anda furðu og aðdáun. Þetta var fyrsti málmblásarahópurinn sem vann hin eftirsóttu Naumburg kammermúsíkverðlaun og 1980 fengu þeir Harvard Association verðlaunin. Þeir halda árlega náms- keið í Tanglewood sumarskóla, sem rekinn er í tengslum við Sinfóníu- hljómsveitina í Boston. Efnisskrá þeirra nær yfir alla tónlist frá reness- ance til barokk og nútímaverka, sem mörg hver hafa verið samin fyrir þá sérstaklega. Á tónleikunum í Há- skólabíói leika þeir tónlist eftir Handel, Kreisler, Rossini, Albeniz, Turina, Bach, Bozza og ótalmargt annað. Um kvintettinn hefur verið sagt: „Leik Empire Brass kvintettsins verður ekki til neins jafnað hvað varðar fegurð, skírleika, nákvæmni, jafnvægi og samspil. Leikur þeirra er hrein upplifun frá upphafi til enda.“ „Empire Brass Quintet.“ Að ofan frá vinstri: Martin Hackleman, franskt horn, Rolf Smedvig, trompet, Jeffrey Cumow, trompet. Sitjandi eru: J. Samuel Pilafian, túba og Scott A. Hartman, básúna. Feðginin Helgi Skúlason og Helga Vala Helgadóttir standa sig vel í Marmara. (dag í kvöld verða tónleikar Svövu Bernharðsdóttur lágfiðluleikara og Önnu Guðnýjar Guðmunds- dóttur píanóleikara á Kjarvals- stöðum. Á efnisskránni er eingöngu ís- lensk tónlist eftir Þorkel Sigur- björnsson, Áskel Másson, Jón Þórarinsson, Mist Þorkelsdóttur, Hilmar Þórðarson og Kjartan Ólafsson. f Þjóðleikhúsinu verða tvær sýningar í kvöld, Marmari á stóra sviðinu og hefst hún klukkan 20.00. Ef ég væri þú verður á Litla sviðinu og hefst hún klukk- an 20.30. IDS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.