Tíminn - 10.06.1988, Blaðsíða 19

Tíminn - 10.06.1988, Blaðsíða 19
'ci.i ,'jí "i:ocbu!e.c-, ' a» Föstudagur 10. júní 1988 Tíminn 19 Hin skapmikla og illkvittna Alexis í Ættarveldinu hefur svo sannarlega haft sín áhrif á búskap í Noregi. f bændablaðinu norska kemur nýlega fram, að hvorki fleiri né færri en 267 norskar mjólkurkýr heita Alexis. Pess má líka geta að 144 heita Krystle. Listinn í norska bændablaðinu er eflaust hin merkilegasta lesning fyrir fræðinga, því af aldri kúnna og nöfnum má fylgjast harla vel með sjónvarpsdagskrá undnfarinna ára hjá frændum okkar. Stöllurnar Krystle og Alexis eiga margar nöfnur í Noregi, Alexis þó öllu fleiri, einkum skapmiklar mjólkurkýr. Apakattarstrik Michaels Stacy Keach leikur Ernest Heming- way í afar vönduðum og tilkomum- iklum sjónvarpsþáttum um ævi Hemingways. Golf er erfiðari íþrótt en hún lítur út fyrir að vera og margir golfleikarar em sjálfsagt slegnir út af laginu áður en þeir nálgast 10. og 11. holu. En sumir láta sér aldrei segjast! Lífiðerekkertgrín við10. ogll.holu Hjónin Frank og Ann-Marie Klouda gætu átt hið friðsælasta líf ásamt fjölskyldu sinni í á fallega bóndabænum sínum í grennd við Strömstad í Svíþjóð ef þau ættu ekki þennan erfiða nágranna. Golfvöllur er í næsta nágrenni við bæinn og rétt hjá húsinu þeirra eru einmitt holur nr. 10 og 11. Þaðan stafa vandræðin og á síðasta ári voru þau skrásett svona: • Sex sinnum var brotin rúða í svefnherberginu! • Sjö sinnum brotnaði rúða í stofunni! 0 Sjö sinnum voru golfboltar slegnir ofan í barnavagninn hjá yngsta syni þeirra hjóna! 0 Þrjú eldri börnin sögðu for- eldrum sínum frá því 18 sinnum að þau hefðu orðið fyrir golfkúlu- skoti! • Fjölskyldubíllinn ber þrjár dældir til vitnis um skothríðina frá golfvellinum! • Á forhlið timburhúss þeirra má sjá 12 djúp för eftir villuráf- andi golfkúlur! 0 600 kúlur mátti fjölskyldan tína upp í ávaxtagarðinum! 0 Búpeningurinn gefur sí og æ frá sér óhugnanleg hræðslu- hljóð. Ekki hefur tekist að kasta tölu á hversu oft dýrin hafa orðið að skotspæni óhittinna golf- leikara! Þrátt fyrir þessa óskemmtilegu reynslu fjölskyldunnar leggur Frank Klouda áherslu á að hann hafi sjálfur mikla ánægju af því að leika golf. „En mér er illa við golfleikara sem ekki kunna að leika golf,“ segir hann. Fjölskylduna langar helst til að fara í hvarf núna þegar ný golf- vertíð er hafin. Alexis og kýrnar aðeins péturssporið í hökunni var i skapað í síðari aðgerðinni. Michael j aftekur með öllu, að hafa látið i breyta á sér vörunum eða lýsa húð- | ina. Ein lítil saga að lokum: Nýlega j þáði Michael dýrindis kvöldmáltíð hjá Yoko Ono og syni hennar, Sean. Eftir matinn gerði gesturinn sér lítið fyrir og bauð matsveini Yoko hærri laun en hann hafði þar, fyrir að koma og elda ofan í sig. Yoko og Sean eru öskuvond. Undanfarna mánuði hafa æ fleiri farið að efast um geðheilsu Michaels Jackson og lái þeim hver sem vill. Nýjasta uppátæki hans er að læra apamál, til að geta talað við besta vin sinn, simpansann Bubbles. Mic- hael hefur látið það út ganga, að hann sé reiðubúinn að greiða apa- málskennaranum sínum allt að 40 milljónir króna, ef hann geti gert sig skiljanlegan við Bubbles. Til að koma í veg fyrir allan misskilning, þá er það apinn Bubbles, sem sést á meðfylgjandi mynd, með plötuumslag Jacksons milli handanna, ekki öfugt. Alheimur veit, að nýkomin er út sjálfsævisaga Jacksons, „Moon- walk.“ Þar fullyrðir hann án þess að blikna, að hann hafi aðeins tvisvar látið gera á sér aðgerð til að breyta útlitinu. Að vísu tínir hann ekki til, hverju var breytt í fyrra skiptið, en Keach leikur Hemingway Frumsýning sjónvarpsþátta um líf og störf rithöfundarins Ernest Hemingway er á næstu grösum í Bandaríkjunum. f aðalhlutverkinu er Stacy Keach, sem við þekkjum sem Mistral í „Dóttur málarans“ og spæjarann Mike Hammer. Keach þykir hæfa einkar vel sem Hemingway þar sem hann getur leikið harðjaxl og viðkvæma sál samtímis. Þættirnir eru mikið fyrir- tæki og veita honum frábært tækifæri til að sanna hæfileika sína. Áhorf- endur geta líka notið ægifagurs landslags í þremur heimsálfum. -Ég hef leikið í nokkrum ævisög- um, en Hemingway er sú viðamesta þeirra allra, segir Keach. -Þetta hefur verið erfitt, en afskaplega skeipmtilegt. Keach var valinn í hlutverkið vegna hæfileika sinna, reynslu og ekki síst hversu líkur hann er Hem- ingway í útliti. Meðleikarar hans eru Marisa Berenson, Josephine Chaplin, Lisa Banes og Pamela Reid. Þættirnir kostuðu nær 700 milljón- ir króna í framleiðslu, en þeir pen- tngar munu fljótlega skila sér, því sjónvarpsstöðvar kváðu standa í röðum til að kaupa þættina. Svo er bara að vona, að önnur hvor okkar stöðva sé í röðunum. Hemingway varð frægur um 25 ára aldur og hefur skrifað mörg af helstu bókmenntaverkum Bandaríkjanna. Nefna má „Vopnin kvödd“,„Hverj- um klukkan glymur" og „Gamli maðurinn og hafið“. Líf hans var goðsögn, svo mikilfenglegt og öfga- kennt var það að öllu leyti. Heming- way var heimshornaflakkari og í eðli sínu einsetumaður. Hann tók þátt í styrjöldum og daðraði beinlínis við hætturnar. Hann var fjórkvæntur og konur hans þurftu svo sannarlega ekki að kvarta yfir tilbreytingarlausri tilveru. Um Hemingway segir Stacy Keach: -Þessi maður naut ekki þeirrar ástúðar, sem hann þarfnaðist og átti rétt á frá fjölskyldu sinni, allra síst móðurinni og það hafði alla tíð áhrif á ástalíf hans. Hemingway leitaði alltaf þeirrar einu konu, sem gæti séð um hann. Hann var ekki kvennamaður, heldur vildi hann að konur flekuðu sig.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.