Tíminn - 10.06.1988, Blaðsíða 12

Tíminn - 10.06.1988, Blaðsíða 12
12 Tíminn Föstudagur 10. júní 1988' FRÉTTAYFIRLIT JÓHANNESARBORG- Mikil spenna ríkir þar sem hersveitir Suður-Afríku og Kúbu fylkja liði í runnunum sitt hvorum megin við landamæri Angólu og Namibíu. ISLAMABAD - Zia-UI-Haq forseti Pakistans birti ráðherra- lista i nýrri ríkisstjórn sem mun tryggja völd forsetans í bráð. Fyrrum utanríkisráðherra Pak- istans, Noorani, var settur af og sagði hann það vera vegna ágreinings við Zia vegna Genf- arsamkomulagsins um málefni Afganistans. GENF - Svissneska lögregl- an hafði hendur í hári eins morðinqja fyrrum forsætisráð- herra Italíu, Aldos Moros. Maðurinn var einn af þeim er rændu Aldo Moro árið 1978 og drápu hann og fimm lífverði hans. Frakklandsforseli varaði við því að hægri menn gætu aftur komist til valda ef vinstrisinnar skiluðu sér ekki á kjörstað í síðari umferð frönsku þing- kosninganna sem fram fer á sunnudag. MANAGVA - Ríkisstjórn Sandinista og leiðtogar Kontraskæruliða hófu síðasta dag friðarviðræðna með því að segja að viðræðurnar um að binda enda á borgarastyrj- öldina í landinu væru nú á úrslitapunkti. MOSKVA - Soyuz geimfar með einn Búlgara og tvo Sovétmenn innanborðs tengd- ist geimstöðinni MIR án nokk- urra erfiðleika. MOSKVA " - Þúsundir manna tóku þátt í mótmæla- fundum í Jerevan höfuðborg Armeníu til að leggja áherslu á kröfur um að landsvæði sem áður tilheyrðu Armeníu yrðu sameinuð lýðveldinu á ný. WASHINGTON - Heimur- inn getur að öllum líkindum brauðfætt allt að 10 milljarða manna, tvisvar fleiri en í dag gista jarðríki, þrátt fyrir að nu sé matarskortur víða um heim. GIZA, EGYPTALANDI - Eg- yptar hafa nú ásamt erlendum sérfræðingum hafið varnar- starf gegn skemmdum sem orðið hafa á Sfinxum sem stað- ið hafa vörð um Giza pýramíd- ana utan við Kaíró í 4600 ár. WASHINGTON - Hnefa- leikakappinn Muhammad Ali, sem var farinn að tala sem hrumur öldungur vegna tíðra höfuðhögga er hann fékk á ferli sínum, getur nú látið móð- an mása af þeim unggæðings- hætti sem einkenndi þennan kappa forðum. Þökk sé nýju lyfi sem brúkað ergegn Parkin- sonsveiki. Illllllllllllll ÚTLÖND Arabaríkin standa nú einhuga að baki Palestínumönnum og leggja megin- áherslu á að Palestínuríki verði stofnað. Eining Palestínumanna er ekki alveg sú sama því þeir berjast nú innbyrðis í Beirút. Mannréttindi í Sovétríkjunum að glæðast: hugar uppreisn Palestínumanna Krímtatarar fá að flytja heim Sovéskir tatarar geta nú glaðst yfír því að hafa náð langþráðu marki sem þeir hafa barist fyrir í áratugi. Þeir fá nú leyfí til þess að flytjast búferlum til fyrri heimkynna sinna á Krím- skaga, en þaðan voru tvö- hundruð þúsund tatarar fluttir á stríðsárunum þar sem þeir voru grunaðir um að eiga samstarf við heri öxulveldanna í stríðinu. Sovéska fréttastofan Tass skýrði frá þessu í gær. Ákvörðun þessi ku hafa verið tekin af sérstakri nefnd undir for- sæti Andreis Gromykos forseta Sovétríkjanna, sem sett var á fót til að kanna hagi Krímtatara eftir að sjöhundruð tatarar tóku sér mót- mælastöðu á Rauða torginu í júlí- mánuði síðastliðnum og kröfðust þess að mál þeirra yrðu tekin fyrir og að þeir fengju að flytja til sinna fyrri heimkynna. Nefndarskipan sem þessi hefði verið óhugsandi á Brjesneftíman- um og ennþá síður hefði þá mátt búast við að kröfum tataranna hefði verið sinnt á þennan máta á þeim tíma. Þetta er því tímamóta- ákvörðun sem tengist umbóta- stefnu Gorbatsjovs og má skoða sem viðleitni til að auka mannrétt- indi í Sovétríkjunum, en manrétt- indi voru ofarlega á baugi á leið- togafundinum í Moskvu á dögun- um. Þó Krímtatarar fái leyfi til að snúa aftur til Krímskaga, þá hafn- aði nefndin algjörlega kröfum sem ýmsir hinna róttækustu í hópi Þau geta glaðst þessi gömlu Krímtatarahjón sem flutt voru nauðug frá heimkynnum sínum á Krímskaga, því nú hafa sovésk stjórnvöld geflð Krímtöturum leyfl að flytja á gamlar slóðir. Krímtatara hafa sett fram um að endurreist verði Sovétlýðveldi á Krímskaga, en það var innlimað í Úkraínu árið 1954. Á sínum tíma voru tatarar sviptir pólitískum réttindum, en fengu þau á ný árið 1967. Hins vegar hefur þeim ætíð verið meinað að setjast að í fyrri heimkynnum sín- um þar til nú. Her Úganda myrti 190 kúarektora Hermenn í her Úganda og her- skáir menn úr ættflokk Karamajong myrtu 190 kenýska kúarektora í norðausturhluta Úganda í síðustu viku. Hinir kenýsku kúasmalar höfðu haldið yfir landamærin til Úganda með kúahjarðir sínar, eins og þeir hafa gert svo lengi sem elstu menn muna. Þessu vildu Úganda- menn ekki una að þessu sinni og gripu því til sinna ráða. í yfirlýsingu stjórnvalda í Úganda þar sem til- kynnt var um morðin sagði að Kar- amajongmenn hefðu endurheimt hóp stolinna nautgripa úr greipum hinna kenýsku kúarektora. Kúarektorar á þessum slóðum hafa rekið nautgripahjarðir sínar fram og aftur um landamæri Kenýa, Úganda og Súdan mun lengur en menn muna, enda voru landamærin fundin út af nýlenduherrum með pennastriki á herráðskorti, en þau hafa aldrei tekið mið af búsetu ættbálka né lifnaðarháttum þeirra. ÚTLÖND UMSJÓN: Hallur Maqnússon BLAÐAMAÐU Leiötogar arabaríkja grafa fyrri ágreining um afstöðu til PLO: Styðja heilS' Nýjung í þýskum umferðarmálum: Kossabílastæði Sérstök kossabílastæði er það ný- jasta nýtt í umferðarmálum í Þýska- landi. Það eru borgaryfirvöld í Múnchen sem hafa tekið upp þá nýjunga að taka frá ákveðin stæði við neðanjarðarlestastöðvar svo ást- fangið fólk geti kysst hvort annað kveðjukoss í friði án þess að stöðva alla bílaumferð. Borgaryfirvöld von- ast til þess að með þessu sérstæða framtaki muni umferð við neðan- jarðarstöðvar ganga greiðar en nú er, en umferðaröngþveiti hefur verið fastur fylgifiskur neðanjarðarlesta- stöðva í borginni. Hefur þá sérstak- lega borið á því að ástfangin pör hafa stöðvað alla umferð á meðan á löngum, djúpum kveðjukossi hefur staðið. Leiðtogar araba hafa nú grafið fyrri ágreining sinn í afstöðunni til Frelsissamtaka Palestínumanna og standa nú einhuga að baki sam- tökunum og hyggjast gera allt sitt til að koma á fót Palestínuríki. Það gefur því augaleið að arabaríkin styðja heilshugar uppreisn Pales- tínumanna á hernumdu svæðunum sem nú hefur staðið í hálft ár og kostað að minnsta kosti 230 manns lífið. Síðast í gær skutu ísraelskir hermenn ungan Palestínumann til bana og særðu þrjá. Þó leiðtogar arabaríkja hafi ákveðið að styðja heilshugar við bakið á Palestínumönnum þá eru Palestínumenn sjálfir ekki eins ein- huga. í gær brutust út hörð átök milli ólíkra fylkinga í Bourj Al-Barajh- neh flóttamannabúðunum í Beirút, en þar hafast ættjarðarlausir Pales- tfnumenn nú við. Mátti heyra skot- hríð og sprengigný frá búðunum, en ekki er vitað um mannfall. Átökin urðu á milli skæruliða PLO og fyrrum félaga þeirra er kalla sig Abu Musa og eru sérlega hlið- hollir Sýrlendingum. Reyndar hefur Palestínumönnum í þessum búðum komið heldur illa saman að undan- förnu því þetta er í fimmta sinn á rúmum mánuði sem þeim lendir svo harkalega saman.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.