Tíminn - 10.06.1988, Blaðsíða 3

Tíminn - 10.06.1988, Blaðsíða 3
Föstudagur 10. júní 1988 Tíminn 3 Enginn fótur fyrir fréttunum: Rockall verður ekki ruslakista Að undanförnu hafa birst fréttir í Fjölmiðlum þess efnis að breska fyrirtækið Merride and Ailen hafi stungið uppá því við bresk stjórnvöld að Rockall verði notaður sem ruslafata fyrir geislavirkan úrgang. Eins og gefur að skilja gæti það haft alvarlegar afleiðingar fyrir íslensk fiskimið ef geislavirkur úrgangur kæmist einhverra hluta vegna inn fyrir fiskveiðilögsögu íslendinga. Líkur á þess háttar slysi mundu aukast til muna ef Rockall yrði notaður sem geymslustaður fyrir geislavirkan úrgang. En nú hafa línur skýrst í þessu máli. Utanríkisráðuneyti íslands hefur látið Sendiráð íslands í London afla upplýsinga hjá breska utanríkisráðuneytinu um þetta mál. Hjá breska utanríkisráðu- neytinu er talið, samkvæmt þessum upplýsingum, fráleitt að Rockall verði notaður í þessu skyni. Breska utanríkisráðuneytið staðfesti ein- nig við sendiráðið, að NIREX, sem er stofnun sem hefur það verkefni að finna heppilegan geymslustað geislavirkra úrgang- sefna, telji Rockall ekki heldur koma til greina sem geymslustað. Að sögn Helga Ágústssonar hjá utanríkisráðuneytinu var málið kannað í Bretlandi vegna frétta- flutnings í fjölmiðlum, og komist hafi verið að því að enginn fótur væri fyrir þessum fréttum. Bretar hafi aldrei hugsað Rockall sem geymslustað geislavirks úrgangs. Kvaðst Helgi ekki vita hvert yrði farið með þennan geislavirka úr- gang í framtíðinni. -gs r Islensk rannsókn á dánarmeinum bænda: Bændur eru langlífari Bændur eru langlífari og deyja síður úr flestum tegundum krabba- meina og hjartasjúkdóma en íslensk- ir karlar á sama aldri með þjóðinni almennt. Þetta eru niðurstöður rannsóknar sem gerð var hjá At- vinnusjúkdómadeild Vinnueftirlits ríkisins á dánarmeinum bænda. Rannsóknin náði til 5923 manna, sem greiddu til lífeyrissjóðs bænda á árunum 1977 til 1975. Þar sem fáar konur voru í þeim hópi, var þeim sleppt. Rannsóknin var þannig gerð að athugað var, hvað margir bændur höfðu dáið á umræddu tímabili og síðan reiknað út, hvað búast hefði mátt við mörgum dauðsföllum úr samsvarandi hópi íslenskra karla almennt. Niðurstaðan var sú að 286 bændur höfðu dáið, en búast mátti við 474. Hópnum var síðan skipt niður eftir aldri og gerður sams konar samanburður. Þegar litið er nánar á einstakar dánarorsakir hinna 286 bænda kemur í ljós, að 87 dóu úr einhvers konar krabbameini, en bú- ast mátti við 120. 15 dóu úr lungna- krabbameini en búast mátti við 28. 11 dóu úr öndunarfærasjúkdómum, en búast mátti við 23. Úr hjartasjúk- dómum dóu 106, en búast mátti við 192 og af slysförum, eitrunum og sjálfsvígum dóu 30, en búast mátti við 49. Allar þessar niðurstöður eru tölfræðilega marktækar. Hins vegar dóu fleiri bændur úr hvítblæði en vænta mátti eða 7, en búast mátti við 4. Úr krabbameini í húð og vörum dóu 4 en búast mátti við 2 og 7 dóu úr krabbameini í heila í stað 6 sem vænta mátti. Þó svo að þessar niður- stöður séu ekki tölfræðilega mark- tækar eru þær samt athyglisverðar vegna þess að hér gætir sömu til- hneigingar og í erlendum rannsókn- um á dánarmeinum bænda. Langlífi bænda og færri dauðsföll meðal þeirra eru skýrð á þann veg að bændur hreyfa sig meira, en drekka og reykja minna en aðrir karlar á sama aldri. Færri slys meðal bænda en annarra karla hérlendis má ef til vill skýra á þann veg að samanburður við þjóðina verður þeim hagstæður vegna tíðra sjóslysa við íslandsstrendur. Skýringin á auk- inni tíðni krabbameins í húð og vörum er skýrð með mikilli útiveru bænda og kunna útfjólubláir geislar sólar að vera orsök þess. í niður- stöðunum kemur einnig fram að sú bylting sem varð í íslenskum land- búnaði um miðja öldina, kunni að breyta miklu í framtíðinni varðandi dánarmein bænda. - ABÓ Enn mikil þensla á vinnumarkaðnum: Vantar í 2.900 störf Atvinnurekendur og sjúkrahúsin telja sig vanta fólk í um 2.900 störf, sem bendir til að þensla á vinnu- markaðnum sé enn svipuð og hún var vorið 1987. Athyglivert er að rúmlega helming, 1.500, þessara starfsmanna vantar til vinnu á Iands- byggðinni, þar af um 1.000 verka- karla og verkakonur, hvar af um 750 vantar í fiskvinnsluna. Af þeim 1.400 manns sem vantar til starfa á höfuð- borgarsvæðinu eru aðeins rúmlega 300 stöður verkafólks og ekkert af því til fiskvinnslunnar. Á höfuðborg- arsvæðinu er mestur skortur á sér- hæfðu starfsfólki, hvar af þörf sjúkrahúsanna fyrir fleira hjúkrun- arfólk og annað sérmenntað starfs- fólk er mest áberandi. Framangreint er niðurstaða úr könnun Þjóðhagsstofnunar og Vinnumálaskrifstofu félagsmálaráð- uneytisins á atvinnuhorfum og at- vinnuástandi sem gerð var í apríl- mánuði. Könnunin náði til allra almennra atvinnugreina nema fisk- veiða, landbúnaðar en ekki opin- berrar þjónustu nema á sjúkrahús- unum. Niðurstöðurnar voru svipað- ar og úr samsvarandi könnun vorið 1987, laus störf þó talin um 300 færri núna. Mat fýrirtækjanna er að velta hjá þeim aukist um rúm 2% að raunvirði frá árinu 1987, sem Þjóð- hagsstofnun telur nokkru meira en búast mætti við samkvæmt fyrri spá hennar um raunbreytingu lands- framleiðslu á þessu ári. HEI Með varúð *skal um vegL landsins fara. Fullur salur af fallegum bílum. - Verið velkomin í sýningarsal okkar að Rauðagerði. Alltaf heitt á könnunni. Einnig sýnum við, um helgar á sama tíma, í nýja sýningarsainum hjá BSV. að Óseyri 5, Akureyri. Helgason hf Sýningarsalurinn, Rauðagerði Sími: 91 -3 35 60

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.