Tíminn - 10.06.1988, Blaðsíða 14

Tíminn - 10.06.1988, Blaðsíða 14
14 Tíminn Réttó Réttó Réttó Réttó Réttó Árgangur ‘62 Munið hófið í Víkingsheimilinu laugardaginn 11. júní. Mæting helst klukkan 18.00. Allt gamla gengið mætir Stefán 681382/35261 Olga 611694 Ingibjörg 671890 : ’b ÖÐ A "r A FgTrÐ IN G A r' 1 Til afgreiðslu strax - Mikið úrval FLATAHRAUNI 29 220 HAFNARFIRÐI. S-91. 651800 Ath. broytt heimilistang ^Búvélar frá Boða — Boði hf. — Betri þjónusta i Hafið samband við sölumenn okkar Kaupfélagsstjóri - Framkvæmdastjóri Starf kaupfélagsstjóra Kaupfélags Húnvetninga og framkvæmdastjóra Sölufélags Austur-Hún- vetninga er laust til umsóknar. Nánari upplýsingar gefur Árni S. Jóhannsson í síma 95-4200 og stjórnarformenn félaganna. Umsóknir skal senda til Björns Magnússonar, Hólabaki, Austur-Húnavatnssýslu sfmi 95-4473 stjórnarformanns K.H. eöa Magnúsar Ólafssonar, Sveinsstöðum, Austur-Húnavatnssýslu sími 95- 4495 stjórnarformanns S.A.H. Umsóknarfrestur er til 27. júní 1988. Kaupfélag Húnvetninga Sölufélag Austur-Húnvetninga. Sjúkrasamlag Reykjavíkur verður lokað frá kl. 13.00, e.h., föstudaginn 10. júní 1988 vegna útfarar fyrrverandi framkvæmdastjóra Gunnars J. Möllers, hrl. Sjúkrasamlag Reykjavíkur. TÖLVUNOTENDUR Við í Prentsmiðjunni Eddu hönnum, setjum og prentum allar gerðir eyðublaða fVrir tölvuvinnslu. Smiðjuvegi 3, 200 Kópavogur. Sími 45000 Föstudagur 10. juní' 1988 MINNING llllllllll lllllll Jón Guðjónsson í taumi sem hann sleppti ekki venju fremur og í fallinu hafði hesturinn kippt honum úr liðnum. Engin blótsyrði féllu né æðruorð. Jón fór í jeppann og var ekið til Þingeyrar. Það var ekki auðvelt að koma jafn hraustum manni í axlar- liðinn og öxlin bólgin og voru honum gefin verkjalyf m.a. til þess að fá vöðvana til að slaka á. Þegar búið var að koma honum í axlarliðinn um þremur klukkutímúm eftir að hann var kominn á læknastofuna lét læknirinn þau orð falla, að hann svæfi örugglega til hádegis. Ég svaf í tjaldi á Söndum og hafði lítið sofið þegar Jón var þar mættur kl. 8 um morguninn til að ræða það við mig að hann gæti ekki gegnt löggæslu- störfum um kvöldið á dansleik hesta- manna. Ég sagði Jóni að ef við þegðum yfir því, að hann hefði farið úr axlarliðnum væri þetta í lagi, því það væri nóg ef hann léti sjá sig í fullum skrúða. Engum dytti í hug að hrófla við honum. Jón efaði það. Auðvitað hefði Jón ekki þurft að koma til mín og segja mér að nýfarinn úr axlarliðnum gæti hann ekki gegnt löggæslustörfum. Það var of sjálfsagt. Þrátt fyrir lyfjagjöfina hafði Jón ekki getað sofið lengur og því komið út eftir. Jón tók virkan þátt í félagsmálum. Hann var formaður HVÍ, formaður Hestamannafélagsins Storms og Verkalýðsfélagsins Skjaldar. Ýmis önnur afskipti hafði hann af félags- málum. Jón safnaði ekki auði sem mölur og ryð grandar, en með lífs- hlaupi sínu auðgaði hann líf sam- ferðamanna. Far vel vinur. Ólafur Þ. Þórðarson. Húsmæðraskólinn Ósk, ísafírði. Fæddur 7. aprfl 1934 Dáinn 25. maí 1988 Þegar mér voru sögð tíðindin af slysinu á Dagverðardalnum leitaði á hug minn erindi úr kvæði Matthíasar Jochumsonar um börnin frá Hvammskoti: Eitt sá tómt helstríð en hjálpaðist af. Hin sáu guðsdýrð en hárust í kaf. Þrjú börn voru á leið heim til sín frá spurningum er tvö þeirra drukkn- uðu í Kópavogslæknum, en eitt komst af. Lífssýn Matthíasar var svo sterk að það, að halda á guðs síns fund var ekki erfitt heldur hitt að s’tanda eftir á bakka móðunnar miklu, landamærum lífs og dauða og sjá eftir ástvinunum var hið erfiða hlutskipti. Þannig veit ég að vinur minn Jón Guðjónsson skynjaði einnig hlutina. Margréti og börnunum votta ég mína dýpstu samúð en veit að algóð- ur guð styrkir þau á erfiðri stundu. Jón Guðjónsson frá Veðrará er eitthvert það víllausasta karlmenni sem ég hef kynnst um dagana. Líkamlegt þrek umfram aðra menn var honum gefið en þó miklu fremur æðruleysi þess hugarstyrks sem gerði honum kleift að taka því sem að höndum bar án þess að fárast yfir hlutunum eða gefast upp. Ætt sína rakti hann ekki til Egils Skallagríms- sonar heldur til Hafliða Mássonar, en hampaði ekki í mín eyru öðrum forfeðrum sínum. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að kynnast Jóni og lífsviðhorfum hans. Margar stundir áttum vic saman. Mig langar að staldra við hjí vörðubroti einnar minningar. Þac var sumarnótt við Dýrafjörð. Hesta mannamót á Söndum daginn eftir Við Gemlufall járnuðum við hest oj hugðumst svo halda áfram för okkai fyrir Dýrafjörð. Jón hafði hesta- skipti og fór á bak hesti sem jós um leið og hann sté í hnakkinn. Éj hafði varað hann við með þeim orðum að lyfti stundum rassi. Þetta gerðist svo snöggt að Jón féll við. Hann stóð hægt upp fór ekki á bak en kvaðst slæmur í öxlinni. Ég fór ai baki og bað hann að gera ákveðna æfingu með hendinni sem hann og gerði. Kvalalaust sá ég að það var ekki og eftir á að hyggja er mér óskiljanlegt hvernig Jón gat gert æfinguna. Hann hafði farið úr axlar- liðnum. Hann hafði verið með hesl Húsmæðraskólinn Ósk 75 ára Húsmæðraskólinn Ósk á ísafirði varð 75 ára s.l. haust. Þeirra tíma- móta var minnst með miklum hátíð- arhöldum vestra í maí s.l. Að sögn Elsu Bjartmarz skólastjóra var hóf í skólanum föstudaginn 27. maí þar sem gamlir kennarar, bæjarstjórn Isafjarðar og aðrir gestir voru saman komnir. Skólinn fékk svo til afnota íþróttahúsið í Bolungarvík þar sem afmælisgestir, hátt á fimmta hundrað gamalla nemenda skólans komu saman og skemmtu sér við endurnýj- un gamalla kynna, söng og tónlist. Aðal hvatamaður að stofnun skól- ans fyrir 75 árum var frú Kamilla Torfason, kona MagnúsarTorfason- ar bæjarfógeta, sem þá var á ísafirði og mun hún hafa verið fyrst íslenskra kvenna til að taka stúdentspróf. Allar götur síðan hefur skólinn verið vel sóttur af stúlkum víða af landinu og margar þeirra ílengst á ísafirði. Lengst af hefur frú Þorbjörg Bjarna- dóttir verið skólastjóri, eða um fjörutíu ára skeið. Þá hefur einnig Guðrún Vigfúsdóttir vefnaðarkenn- ari kennt við skólann yfir fjörutíu ár og starfar hún enn við hann. í tengslum við afmælið hafa nokkrir gamlir nemendur staðið fyrir útgáfu afmælisrits og fengu til liðs við sig þá Pál Ásgeir Ásgeirsson og Pál Arnarson. Aðal uppistaða ritsins eru gamlar myndir og viðtöl við eldri nemendur skólans. Elsa sagði ennfremur að fyrirhug- að væri að gefa út sögu skólans frá 1962, en það ár er skólinn var 50 ára kom út saga hans frá upphafi. -BD

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.