Tíminn - 10.06.1988, Blaðsíða 6

Tíminn - 10.06.1988, Blaðsíða 6
6 Tíminn Föstudagur 10. júní 1988 Óánægja með auglýsingaskilti verslana og verkstæða: Skiltin trufla umferð og fegurðarskyn manna Heyrst hafa háværar óánægju- raddir að undanförnu vegna skilta sem farin eru að skjóta upp kollinum víðs vegar um borgina. Þeim hefur verið komið upp fyrir framan versl- anir, iðnaðarhúsnæði, ýmiss konar verkstæði og víðar. Skiltin eru víða talin trufla umferð, byrgja útsýni auk þess sem þau virðast trufla fegurðarskyn margra. „Víða um borgarlandið tefla menn töluvert djarft með þessi skilti," sagði Magnús Óskarsson borgarlögmaður í samtali við Tím- ann í gær. „Þetta er bara prinsipp- spurning fyrir borgaryfirvöld og lög- regluyfirvöld hvaða stefnu þau ætla að hafa í þessu,“ bætti hann við. Magnús benti á hvernig slíkar skiltauppstillingar hefðu í mörgum löndum gjörsamlega farið úr bönd- unum. Hann sagði stjórnvöld að vissu marki geta spornað við slíkri þróun. Helst kvað hann það vera á einkalóðum þar sem lítið væri hægt að gera. „Margir eru þeirrar skoðunar að þetta sé víða komið of langt og það hefur verið uppi andóf gegn þessu víða um borgina. Sums staðar hefur verið tekið í taumana, annars staðar ekki því þetta er ekkert auðvelt viðureignar," sagði Magnús að lokum. Tveir aðilar hafa það hlutverk að veita leyfi til að setja upp skilti eða banna þau. Gatnamálastjóri sér um leyfisveitingar fyrir skilti sem setja á upp við götur og segist gatnamála- stjóri Jón Ó. Magnússon í umboði Umhverfismálaráðs markvisst hafa gengið í það að upphefja öll slík skilti sem sett hafa verið upp. „Við leyfum engin skilti meðfram götum nema ef um sýningar hefur verið að ræða, þá hafa verið gerðar sérstakar undantekningar. Þegar menn eða fyrirtæki eru hins vegar með einhverjar prívat auglýsingar hafa skiltin unnvörpum verið rifin niður,“ sagði Jón. Bygginganefnd veitir leyfi til að setja upp skilti inni á lóðum og við hús. „Þeir hafa verið dálítið frjálslegir í meðförum slíkra leyfa,“ sagði Jón. Skilti á Tollvörugeymslunni á Kleppsvegi og skilti fyrir utan nýtt húsnæði Húsasmiðjunnar eru dæmi um skilti sem verið er að ræða um og Skilti Húsasmiðjunnar,sem kostaði milljónir að hanna og setja upp, er eitt þeirra, sem rætt er um að banna. (Tímamynd: Pjeiur) þykja ýmsum þau trufla umferð og fegurðarskyn. Eins má nefna dæmi um skilti á húsvegg meðfram Sætúni, en þegar ætlunin var að færa þar til og tyrfa upp á brún kom í ljós að lögreglan hafði fengið leyfi hjá Bygg- inganefnd til að setja upp þessi skilti í fjáröflunarskyni út af Norðurlanda- móti lögreglumanna í íþróttum. Ekkert verður því hægt að fram- kvæma þar fyrr en í október. IDS Á myndinni eru talið frá vinstri Hjördís Þorsteinsdóttir, Hrafnhild- ur Kristbjamardóttir, Ingveldur Olafsdóttir og Þórarinn Reykdal. Sitj- andi em Borghildur Þórisdóttir og Árni Björn Ómarsson. Forsetakosningar 1988 Stuðningsmenn Vigdísar Finn- bogadóttur, forseta Islands, í Hafn- arfirði segjast stefna að glæsilegri þátttöku í forsetakosningunum sem fram fara þann 25. júní næstkom- andi. Þeir vilja því benda kjósendum sem ekki verða heima á kjördag á að greiða atkvæði utankjörfundar hjá bæjarfógeta Strandgötu 31 í Hafnar- firði. Skrifstofa stuðningsmanna Vig- dísar Finnbogadóttur í Hafnarfirði er að Reykjavíkurvegi 60. Nýjartölur um fjölda þeirra, sem smitaðir eru af AIDS: Jafn margir á 3mán. árið í í júníhefti Læknablaðsins eru tölur um fjölda greindra einstak- linga með alnæmi og HlV-smit á íslandi. Þar kemur fram að á fyrstu 3 mánuðum þessa árs greindust jafn margir með HIV smit og allt árið í fyrra, eða 5 einstaklingar. Einn þessara sem greinst hefur í ár er með alnæmi. Þrír þeirra eru hommar, en tveir tvíkynhneigðir karlmenn. Athyglisvert er að engin aukning hefur orðið meðal fíkni- efnaneytenda, enda þótt umtals- verður fjöldi þeirra hafi verið prófaður. Haraldur Briem, sér- fræðingur í smitsjúkdómum, sagði í samtali við blaðamann að hann teldi þetta ekki óeðlilega aukn- ingu, þetta gæti stafað af tilviljun og að í fyrra hefðu óvenju fáir greinst smitaðir af HIV veirunni. og allt fyrra Hann sagði að þetta væri svipuð aukning og í Svíþjóð. Fram til 31. mars 1988 höfðu greinst samtals 40 smitaðir íslend- ingar. Af þeim hafa fimm greinst með alnæmi, lokastig sjúkdómsins og af þeim eru þrír látnir. 72,5% smitaðra eru hommar eða tvíkyn- hneigðir karlmenn og 17,5% fíkni- efnaneytendur. Þar á eftir fylgja gagnkynhneigðir (7,5%) og blóð- þegar (2,5%). Þegar litið er á flokkun smitaðra eftir aldri eru flestir á aldrinum 20-29 ára eða 21 og 13 eru 30-39 ára. I Blóðbankanum fengust þær upplýsingar að þar væri allt blóð blóðþega prófað fyrir HIV veir- unni og hefði svo verið síðan í nóvember 1985. -sh Meö fötin undir annarri hendinni: Nakinn á Barónsstíg Laust fyrir hádegi í gær þurfti lögreglan í Reykjavík að hafa afskipti af karlmanni sem gekk um á götum borgarinnar án klæða. Maðurinn var á gangi á Lauga- veginum þegar hann byrjaði að hneppa frá sér klæðum, fyrir framan vegfarendur. Gekk mað- urinn svo klæðalaus niður Bar- ónsstíg, með fötin í annarri hend- inni, en þar gekk hann beint í flasið á lögreglunni, sem tók hann umsvifalaust niður á lög- reglustöð. Að sögn lögreglunnar hefur maðurinn komið við sögu nokkr- um sinnum áður hjá lögreglu og RLR. Er þetta sami maðurinn og sá sem „opinberaði" sig á hátíð hjá Hjálpræðishernum á dögun- um og steig þar áður kviknakinn trylltan dans á Lækjartorgi. Manninum verður gert að sæta geðrannsókn, en lítið er hægt að gera, því ekki er hlaupið að því að fá læknisúrskurð um þessar tilhneigingar mannsins. Það er því ýmsum vandkvæðum bundið að stöðva þetta hátterni. gs Heilsu- hlaup Á morgun verður Heilsuhlaup Krabbameinsfélags íslands. Hefst hlaupið klukkan 12 á hádegi, en fyrir hlaupið leikur Hornaflokkur Kópa- vogs undir stjórn Björns Guðjóns- sonar. Að sögn Ólafs Þorsteinssonar, framkvæmdastjóra Krabbameinsfé- lagsins er þetta í fyrsta sinn sem félagið stendur fyrir hlaupi sem þessu. Alþjóða heilbrigðismála- stofnunin (WHO) hefur sett fram markmið til ársins 2000, sem ber yfirskriftina: „Heilbrigði allra árið 2000“. Sagði Ólafur að hlaupið væri m.a. framlag félagsins til þessa markmiðs. Hann sagði að þetta væri ekki hugsað sem kapphlaup, heldur almenningshlaup og fjölskyldu- hlaup. Guðmundur Bjarnason ræsir hlaupið, sem hefst við hús Krabba- meinsfélagsins við Skógarhlíð. Verður um 2 vegalengdir að ræða, 4 og 10 km. Styttri hringurinn liggur Stakkahlíð, Háteigsveg, Rauðarár- stíg og upp Snorrabrautina að rás- marki. 10 km hringurinn heldur áfram frá Rauðarárstíg niður Skúla- götuna um Mýrargötu, Ánanaust, Kaplaskjólsveg og Hringbrautina að rásmarki. -sh FERÐAKYNNING. RÚTUDAGUR '88 í UMFERÐARMIÐSTÖÐINNI LAUGARDAGINN 11. JUNÍ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.