Tíminn - 10.06.1988, Blaðsíða 1

Tíminn - 10.06.1988, Blaðsíða 1
í „gömlu Reykjavík“ var mikið um ýmsa sérkennilega kvisti, sem settu svip á bæjarlífið. Hér eru rifjaðar upp sögur um nokkra af þeim Einkennilegt fólk Brynki Hólm var einn hinna kyn- legu kvista sinnar tíðar. Á öllum tímum og alls staðar hafa verið uppi menn, sem hafa verið frábrugðnir öðrum að ýmsu leyti. Þeir hafa haft sérstaka kæki, sérstakt málfæri og orðatiltæki, sem aðgreindu þá frá öðrum mönnum. Oft voru þessir einstaklingar geðgóðir og meinlausir og stundum ekki með öllum mjalla, en líka gátu þeir verið vel gefnir. Á dönsku kallast þeir „orginaler" en mættu vel heita „kynlegir kvistir" á íslensku. Klemens Jónsson, fyrrum landritari, tók á sínum tíma saman bráðskemmtilega ritgerð um nokkra slíka einstaklinga og leyfum við okkur að birta hana hér í þeirri vissu að hún hafi vel haldið gildi sínu og hefst frásögnin á minningum um mann sem átti mörg sporin um Bankastrætið, sem þá hét Bakarastígur. Sæfinnur me616 skó. Þegar kofa- skriflið hans var rifið, fundust þar undarlegir fjársjóðir innan um skarnið - löngu verðlaus mynt og gullpeningar pakkaðir innan í bréf. Hann lét það falt fyrir kvartpela. Baunirnar voru lagðar á hlerann yfir inngönguopinu ásamt staupinu, og nú byrjaði Jón að telja, en þegar hann fór að ruglast í reikningunum lagði einhver fyrir innan borðið bylmingshögg á hlerann að neðan, svo baunirnar tvístruðust í allar áttir, og brennivínið skvettist upp í andlitið á karlinum, er stóð hálfbog- inn yfir hleranum. Þá varð hann fokreiður, æddi fram og aftur um gólfið með formælingum og ragni, en hann sefaðist brátt, er hann samt sem áður fékk kvartpelann. Ein spurning var allajafnan lögð fyrir Jón og hann svaraði henni alltaf. Spurningin var þessi á hans máli: Hvernig líður kúin bakarans? Það kom altaf raunasvipur á Jón, er hann heyrði spurninguna, og hann svaraði henni mjögalvarlegur: „Hún er dau hún varð sjálfdau." Ekkiveit ég við hvaða atburð hér hefur verið átt, en það var engin furða þótt honum hafi runnið til rifja, hafi einhver kýrin farist af slysi, því það var aðalstarf Jóns um langan aldur, Jón Gizurarson hét maður, sonur Gizurar vaktara Magnússonar úr Engey, Helgasonar. Er þetta gömul Reykjavíkurætt, ættuð úr Effersey. Gizur bjó í Hólakoti, og þar bjuggu afkomendur hans þangað til kotið var rifið fyrir fáum árum. Jón þessi var fábjáni frá fæðingu; varð aldrei almennilega talandi, og kunni ekki að telja lengur en til 5. Hann var fermdur um tvítugt eptir sérstöku biskupsleyfi upp á fáeinar greinir í kverinu. Þegar gamli (elzti) Bernhöft bak- ari settist hér að um 1835, varð Jón vinnumaður hjá honum, og var þar alla sína ævi. Sýnir það, að hann hefir verið trúr og dyggur þjónn, þrátt fyrir takmörkun sína. Einu sinni, þegar Jón var ungur, átti hann að lóga ketti. Hann ætlaði að hengja köttinn, en það lánaðist ekki betur en svo, að kötturinn slapp úr snörunni. Eptir það var hann altaf kallaður „kis, kis“. Hvar sem hann gekk á götu, þá kvað við á eptir honum „kis, kis“, eða það var mjálmað. Þótt Jón heyrði þetta svo að segja daglega, og hefði því átt að vera orðinn þessu vanur, þá brást hann ákaflega reiður við í hvert sinn. Þegar hann kom niður fyrir lækjarbrúna mátti sjá hann hendast áfram, eða til hliðar, til þess að ná í strákana, sem mjálmuðu á eptir honum. Og ekki tók betra við, er hann kom inn í einhverja búðina, því þá var mjálmað bæði fyrir innan og utan búðarborðið; hann æddi þá eptir búðargólfinu, því hann stóð alveg varnarlaus gagnvart þeim, sem voru fyrir innan borðið, búðarþjón- unum. Það hefði því mátt ætla, að Jón hætti sér ekki nema í nauðsyn út á göturnar, þar sem hann átti svo mörgum óvinum að mæta, en því fór fjarri. Jón fór venjulega ofan í bæ undir rökkur, og inn í búðirnar, því þær voru þá aðalsamkomustaður bæjarmanna, meðan þær voru opnar, því þá tók knæpa Jörgensens við. Þá var staupasala og staupagjaf- ir í hverri búð. Hvert handarvik var þá af búðarmönnum borgað með staupi, og auk þess margir þeirra ósparir á að gefa í staupinu, ef um eitthvert gaman var að ræða, enda fátt um skemtanir þá í bænum. En það voru óskrifuð iög þá meðal versiunarþjóna, að þeir ættu ráð á því sem var í lekabyttunni, og því ætíð nóg í henni. En það dró Jón til búðargöngu eins og marga aðra, að honum þótti mjög gott í staupinu, eins og fleiri frændum hans. Jóni gekk vel að afla sér í staupinu og átti það aðallega að þakka kunnáttu sinni í talnalistinni. Eins og getið var um, kunni hann ekki að telja hærra en til 5, þá ruglaðist talningin. Það var því almenn skemtun búðarþjóna að fá Jón til að telja kaffibaunir. að gæta kúa bakarans á sumrum í Vatnsmýrinni, reka þær í haga og heim á kveldin. Aðalsjóndeildar- hringur Jóns gamla var því kúin bakarans, en svo hétu Bernhöfts- kýrnar að jafnaði, einu nafni á máli Jóns, því hann kunni engan, eða lítinn mun að gera á kynferði orða, eða á eintölu og fleirtölu; flest orð voru hjá honum kvenkyns. Af þessu starfi Jóns gamla var það hans aðal- krafa til samborgara sinna ungra og eldri, að þær þektu kúin bakarans. Það var stöðug spurning hans til manna: „hefur þú ekki séð kúin bakarans"? þegar hann fór að leita þeirra á kveldin, því gæzlan gekk Jóni fremur báglega opt og einatt, vegna tafa, fyrirsáta og ýmsra óleikja, er strákarnir gerðu Jóni, því altaf voru þeir á hælum hans, hvar sem hann fór og gekk. Þyrfti Jón í „bakaríinu" að lýsa kúnum fyrir þeim, er hann spurði um þær, þá varð honum ógreitt um svörin; hann þekti að vísu aðallitina, en á „Skjöldu" og „Bröndu" gat hann engan greinar mun gert. Ein- hverju sinni varð manni, er Jón lagði sína venjulegu kúaspurningu, fyrir, það á að spyrja um lit kúnna. Veiztu það ekki helvítan þín (það var algengasta blótsyrði Jóns) fimm rauð og ein hvít. Einu sinni mætti Jón skólapilti, sem hann hafði séð koma í bakaríið, til vínarbrauðakaupa. Jón spurði hann „þú hefur víst séð „kúin“ bakarans". Ó, nei, svaraði hinn, ég þekki þær heldur ekki, Jón minn. Þekkirðu hana ekki helv. aulan þín. Þú hefur aldrei sýnt mér þær, svo ég geti lært að þekkja þær, svaraði skólapilturinn. Þá brast Jón þolin- mæðin, og sagði með miklum reiði- svip: þarf ég að kenna þér að þekkja helv. asninn þín; skammast þín vera skólapiltur, og þekkja ekki kúin bakarans. Opt var Jón gamli óþarflega hart leikinn. Einhverju sinni kom hann inn í pakkhús Smiths konsúls hér í bænum, var þá verið að troða ull í sekki (balla). Jón var þá narraður til að fara ofan í einn pokann, hálftóm- an, og að því búnu var hann undinn upp undir lopt, en Jón gamli emjaði og bölvaði í pokanum. fsömu svipan bar Smith sjálfan að, og hlupu þá gárungamir í felur. Þegar Smith heyrði til Jóns í pokanum, aumkvað- ist hann yfir hann, skar pokann niður, og hjálpaði Jóni úr honum. En þá var gremj an orðin svo mögnuð í Jóni, að hann réði sér ekki, rauk að Smith og sagði: Ert þú þar helvítan þín, ég skal kenna þig, að láta mér í poka helvítan þín; og rak honum svo rokna löðrung. En þá hlupu hinir til og ráku Jón út. Dyggari og húsbóndahollari var Jón samt mörgum þeim, sem meiri höfðu vitsmuni og ekki stóðst Jón reiðari, en ef einhver gámnginn, bara til að stríða Jóni, hnýtti eitthvað , í Bernhöftsfjölskylduna, þá gat komið alveg berserksgangur á Jón gamla, enda voru þau hjón honum 'vafalaust góðir húsbændur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.